Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 19
Föstudagur 14. ágúst 1987 Tíminn 19 \sr%é \ ekRi beöið ettir ao & írarntí ðardrautn- Mandy Smith er 17 ara, en hefur þó verið í módelbransanum“ ífjögurár Bill Wyman og Mandy - rétt áður en að slitnaði upp úr sambandinu Pat, mamma Mandy, og Stephen, sonur Bills, uröu líka ástfangin. Það má segja, að þarna hafi mæðgur og feðgar krossvíxlast hún alltaf rífandi vinnu við fyrirsætustörfin (um hálfa milljón króna fær hún fyrir hvert verkefni) og hún hefur fengið ótrúlega hagstæð tilboð. Samband hennar við Bill Wyman þótti sumum í hæsta máta óvenjulegt, þar sem stúlkan var aðeins 13 ára en hann nýorðinn afi, 47 ára. Til að kóróna þetta allt varð Pat (38 ára) - móðir Mandy - ástfangin af Stephen Wyman (23 ára) - syni Bills. Það var svo í Marbella á Spáni sem Mandy varð hrifin af tvítugum strák og gaf þá Bill reisupassann, en sagt er að Pat, mamma hennar, og Stephen Wyman haldi enn saman. Aldursmunurinn er líka heldur minni hjá því parinu. ÞAð var ekki síst vegna þess hversu Mandy líktist Brigitte Bardot að ijósmyndarar voru æstir í að taka myndir af henni. Hún var reyndar aðeins 13 ára þegar það allt byrjaði. Mandy leit út sem 16-18 ára þegar hún var aðeins nýorðin 13. Þá kynntist hún hljómlistarmanninum Bill Wyman úr Rolling Stones, sem var 47 ára. Hann varð yfir sig skotinn í Mandy og þau fóru að vera saman, þrátt fyrir 34 ára aldursmun! Wyman kom henni á framfæri við módel-fyrirtæki og þau voru saman í 3 ár, en þá vildi unga stúlkan breyta til og ráða sér sjálf, enda orðin 16 ára! Á þessu eina ári sem hún hefur sjálf séð um starfsferilinn, hefur hún sungið inn á plötu „1 Just Can't Wait", sem selst vel, og gcrðar hafa verið af henni reynslukvikmyndir sem lofa góðu. Svo hefur m W ÍfÍP vxf: Mandy er nú 17 ára og orðin mikil kynbomba, en sagt er að hún hafi líka verið það 13 ára, -að minnsta kosti féil Bill Wyman, nýbakaður afinn, fyrir henni ________ Enn ein ný „Bardot“! LOBERT Bullard, tví- tugur Breti reyndi sex sinnum á einum degi að stytta sér aldur, en mistókst í öll skiptin. ( seinustu tilrauninni tókst hon- um hins vegar að sprengja þakið af húsinu og slasa tvær manneskjur - en sjálfur slapp hann ómeiddur. Ég var kjáni, viðurkennir Bull- ard eftir á. Það er ekki mér að þakka, heldur Guði, að éger hérna ennþá. Útlitið var fremur dökkt í mars hjá Robert Bullard, sem er 22 ára. Hann hafði misst vinnuna og hafði ekki ráð á húsaleigu, heldur bjó til skiptist hjá vinum sínum og kunn- ingjum, meðan hann leitaði í ör- væntingu að annarri vinnu. Einn daginn, þegar ég var einn heima hjá pabba, small eitthvað í kollinum á mér, segir hann. Ég ákvað skyndilega að fyrirfara mér, fór og keypti sex dósir af sterkasta bjórnum og pakka af sterkustu verkjatöflum, sem hægt er að fá án lyfseðils. Ég tróð handfylli af töflunum upp í mig og skolaði þeim niður með bjórnum. Þessu hélt ég áfram, þangað til allar 24 töflurnar voru búnar og svo lauk ég við bjórinn. Þá loks missti ég meðvitund. Einhverra hluta vegna rankaði ég við mér eftir nokkrar klukku- stundir. Fjárinn sjálfur, nú hef ég Robert Bullard er þakklátur fyrir að ifa eftirsex sjálfsvígs- tilraunir Maðurinn semgat @kki DAID Hann reyndi sjálfsvíg sex sinnum samdægurs, en mistókst.Þá sprakk húsiö í loft upp og hann slapp ómeiddur. gert einhverja skyssu, sagði ég við sjálfan mig. Næst reyndi Robert Bullard að skera á úlnliðsslagæðarnar. Ég hamaðist með hnífinn, en hann bara beit ekkert. Það var eins og blaðið væri úr tré. Þá fór ég inn á baðherbergi og leitaði að rakvélinni hans pabba, en hann notar þá einnota sköfu, þar sem blaðið er lokað inni. Mér tókst að brjóta eina slíka og ná í hluta af rakblaðinu. Með því lagði ég á ný til atlögu við úlnliðina á mér og nú sá ég blóðbogann standa út í loftið og féll í yfirlið. Bullard átti hins vegar greinilega ekki að deyja þennan daginn. Um það bil klukkustundu seinna fór ég að koma til sjálfs mín, heldur vankaður, segir hann. Ég var atað- ur blóði, en storknað var fyrir sárin. Þá æstist ég allur, fór fram í eldhús og skrúfaði frá gasofninum og stakk höfðinu inn í hann. Hundruð manna hafa dáið svona, hugsaði ég. Nú bætist ég í hópinn. Ég héit höfðinu inni í ofninum í um það bil hálftíma, en þá varð mér líka ljóst, að ekkert ætlaði að gerast. Hann gafst upp, áður en gasið náði að gera honunt mcin og ákvað nú að reyna enn eina aðferð. Ég hcngi mig, hugsaði ég, náði í snúru af sóltjöldunum fyrir glugganum. batt annan endann unt hálsinn á mér, en hinn í Ijósakrónukrókinn, stökk síðan niður af sófabakinu - en þá slitnaði snúran. Aftur reyndi ég gasofninn í stundarfjórðung eða svo, en þá fékk ég svo mikinn náladofa af að krjúpa á gólfinu, að ég lagðist alveg niður. Einmitt þá kornu unnusta föður hans og vinkona hennar inn og urðu hræddar, þegar þær fundu gaslyktina. Þegar þær opnuðu fram í eldhúsið, myndaðist sterkurdrag- súgur, rifjar Bullard upp. Gasið komst í snertingu við Ijósið á vatnshitatækinu - og feikileg sprenging varð. Eldhnöttur unt metri á hlið þaut yfir eldhúsið og út um gættina. Allt þakið iyftist af húsinu og einn veggurinn í eldhúsinu stór- skemmdist. Bullard var hálfmeð- vitundarlaus- en rneð öllu ómeidd- ur. Konurnar tvær voru fluttar á sjúkrahús með brunasár, en náðu sér fljótlega. Það kostaði um 3 milljónir (íkr.) að gera við húsið. Seinna var Bullard fyrir rétti fundinn sekur um skemmdir á eignum með vítaverðu gáleysi. Hann fékk tveggja ára skilorðs- bundið fangelsi. Ég ætlaði ekki að meiða neinn nema sjálfan mig, segir hann. Þetta var eintómur kjánaskapur. Nú á ég vinkonu, framtíðarvonir og trú á Guð og hef lært að nteta lífið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.