Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 7
Föstudagur 14. ágúst 1987 Tíminn 7 Á bæn á kristnu útvarpsstöðinni Kristilega útvarpsstöðin Alfa í Kópavogi á um þessar mundir í þó nokkrum rekstrarerfiðleikum. Hef- ur Eiríkur Sigurbjörnsson nú ritað bréf sem sent verður til allra kirkju- deilda á íslandi og beiðist hann þar hjálpar og stuðnings. Skorar hann jafnframt á alla þá seni styðja vilja óháða útvarpsstöð kristinna manna að hjálpa til. Sem stendur hefur Póstur og sími látið loka símanum inn til upptökumanna vegna skulda við stofnunina. Skuldirnar eru þó ekki vegna afnotagjalda heldur vegna dagskrárlínunnar frá Hamra- borg 5 upp á Vatnsendahæð þar sem sendirinn er. Alfa er óháð kristileg útvarpsstöð sem ekki er í neinum beinum tengsl- um við einn söfnuð sérstaklega. Hefur hún að markmiði að senda út kristilegt efni í tali og tónuni. Tón- listin er allt frá léttu rokki og upp í hámessur. Lítið hefur verið lagt upp úr því að afla auglýsinga til að létta undir með rekstrinum en nú hefur verið hafið átak í þeim málum. Þannig ætti fjárhagslegur grundvöll- ur að vera tryggari í framtíðinni. Nú sem stendur hafa þó hlaðist upp nokkrar skuldir. Pær eru að mestu leyti gagnvart Pósti og síma enda kostar um 50-60 þúsund að leigja áðurnefnda dagskrárlínu á mánuði. Tekist hefur að senija um jöfnun vangoldinna greiðslna til áramóta en ekki taldi Eiríkur nokkra leið að við það mætti standa nema með öflugum stuðningi velvildarmanna. Aðrar skuldir eru mun minni, en það sem helst ber að nefna í því sambandi eru launagreiðslur, sem ekki hefur verið gengið hart eftir. Stór hluti allrar vinnu við dagskrá er inntur af hendi án endurgjalds. Fram að áramótum er ráðgert að greiða rúmlega hundr- að þúsund á mánuði til lækkunar skulda, ef nægur stuðningur fæst. Samkvæmt hlustendakönnun, sem Eiríkur vísar til í bréfi sínu og bænarskjali, hlusta að jafnaði um 750-3000 manns á Alfa. Benda þeir alfamenn á að það verði að teljast einn stærsti prédikunarstóll á ís- landi. Hann er í gangi í 14 tíma á sólarhring þar sem flutt er ljúf og róandi tónlist og inn á milli er lesið upp úr Ritningunni, farið með bænir og hlustendur örvaðir í trúnni og styrktir í dagsins önnum. Dæmi eru þess að einstakir söfnuðir og kirkjur hafi lagt fram mánaðarlegan styrk til Alfa og hefur það borið uppi starfið og ekki síður kjarkinn í útvarpsprestunum. KB Eiríkur Sigurbjörnsson stjórnandi Alfa útvarpsstöðvarinnar. Um fimmta hver kona 1 íslandi 1 99 Um fimmta hver íslensk kona á aldrinum 15-44 ára tekur „pill- una" árið um kring og hefur það hlutfall nánast staðið í stað það i sem af er þessurn áratug, að því er frarn kemur í nýrri skýrslu um lyfjanotkun. Það svarar til þess að um 11.000 konur séu „á pill- unni" hverjusinni. Heiidsöluverð þeirra rúmlega 140.(KX) pillu- pakka sem seldir voru í fyrra var rúmlega 21 milljón króna en aö viðbættri smásöluálagningu, söluskatti og afgreiðslugjaldi hafa þær væntanlega kostað í kring um 46 milljónir króna út úr apólekinu, Þessi „getnaðárvarn- arskattur" hefur því verið urn 4.200 krónur á hverja konu að meðaltali. Tölur unr ,pi Uunotkun" hjá „frænkum" okkar á Norðurlönd- um eru ekki handbærar yngri en frá 19N3. En þá hafði notkun veriö á uppleið á öllum Norður- löndunum nema íslandi frá 1979. Af hverjum 1(K) konum áframan- grcindum aldri í Svíþjóð voru þá 29 „á pillunni", um 25 (fjórða hver) í Danmörku, uní 18 t Noregi og aðeins um 13 í Finn* landi. Má því segja að ísland hafi verið . í miðjunni hvað varðar notkun getnaðarvarnaþillunnar. - ÍIEI Norrænu bændasamtökin NBC: Tryggja verður grundvöll norrænna landbúnaðarafurða Sambandsfundur norrænu bændasamtakanna NBC var hald- inn í Villmanstrand í Finnlandi 4. til 6. ágúst. Fundurinn samþykkti ályktun varðandi umhverfisvernd, alþjóða- markað, hungur í heiminum og sjálfsnægtir Norðurlanda í öryggis- skyni. NBC leggur áherslu á að fjöl- skyldubúið verði áfram sem hingað til ráðandi búskaparform á Norðurlöndum. Norðurlönd leggi öryggi sitt sem felst í innlendri matvælaframleiðslu til grundvallar í verndun landbúnaðar síns. Tekjuþróun hjá norrænum bænd- um geti ekki byggst á verðsveiflum á alþjóðlegum markaði sem stýrist af undirboðum og því sé hæfileg innflutningsvernd nauðsynleg. Ennfremur er í ályktuninni full- yrt að Norðurlöndin framleiði ó- spilltustu landbúnaðarafurðir í ver- öldinni og því verði að tryggja grundvöll þeirrar framleiðslu svo hún geti haldið áfram um ókomna framtíð. NBC styður eindregið þá við- leitni sem höfð er uppi, m.a. innan vébanda GATT og fleiri samtaka að koma lagi á heimsverslunina því óeðlilegt sé að alþjóðlegir markað- ir skuli vera yfirfullir og verðstríð geisa á meðan hungur sé óleyst vandamál hjá öðrum hlutum heims. Norrænir bændur vilji starfa í samræmi við náttúruna en það krefjist skýrrar stefnu í umhverfis- málum og landbúnaðarstefnu ( rökréttu samhengi við hana. Þróa verði framleiðsluna þannig að nei- kvæð áhrif á umhverfið verði hverf- andi og auka verði ábyrgð þeirra sem starfa við landbúnað. Um leið verði stórvirkustu mengunarvald- arnir, iðnaðurinn og sveitarfélögin að bregðast við á sama hátt því allir þegnar þjóðfélagsins og veraldar- innar allrar verði að finna lausnir og bera kostnaðinn af mengunar- vörnum. Af íslands hálfu sóttu fundinn f.h. Stéttarsambands bænda þeir Ingi Tryggvason, Gunnlaugur Júl- íusson og Jón Gíslason. Fyrir hönd Framleiðsluráðs Gunnar Guð- bjartsson, Haukur Halldórsson og Þórarinn Þorvaldsson. Fyrir hönd Osta-og smjörsölunnar Óskar H. Gunnarsson og Páll Lýðsson fyrir hönd Sláturfélags Suðurlands. ABS Tónlist í bátum: Maggi Kjartans með hljómborð í eldgíg Ef þig langar á sérstæða sumartón- leika og þig langar til að sjá Magga Kjartans með hljómborðið sitt ofan í eldgíg, þá eru Kertónleikarnir sniðnir fyrir þig. Tónleikarnir eru haldnir í sant- vinnu nokkurra einstaklinga og Hér- aðssambandsins Skarphéðins, en aldrei fyrr hafa slíkir tónleikar verið haldnir í eldgíg á íslandi, en gígurinn heitir Kerið og er í Grímsnesi. Hljómburðurinn þar er talinn injög sérstæður, en tónlistin verður flutt um borð í bátuni úti á vatninu. Þeir sem koma fram á tónleikun- um eru Kristján Jóhannsson, óperu- söngvari og Lára Rafnsdóttir píanó- leikari, Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og Jónas Ingimundar- son píanóleikari, Björgvin Halldórs- son söngvari, Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar og Erna Gunnars- dóttir, Ásgeir Steingrímsson tromp- etleikari og hljóðmeistari verður Pétur Kristjánsson. Listamennirnir koma fram endur- gjaldslaust, en héraðssambandið mun selja aðgang að tónleikunum til fjáröflunar til að létta á erfiðri fjárhagsstöðu sem kom upp eftir áætlaða útihátíð um verslunar- mannahelgina. Miðaverð er krónur 500, en ókeypis fyrir 14 ára og yngri og ellilífeyrisþega. -SOL Við Kerið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.