Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 15
Föstudagur 14. ágúst 1987 Tíminn 15 MINNING Guðmundur Sigurðsson Fæddur 3. ágúst 1896. Dáinn 6. ágúst, 1987. Guðmundur Sigurðsson, fyrrum bóndi, hreppstjóri og oddviti frá Hlíð í Grafningi lést að Vífilsstöðum 6. ágúst sl. og verður kvaddur hinstu kveðju í dag að Kotstrandarkirkju í Ölfusi. Guðmundur, afi okkar, fæddist að Grímslæk í Ölfusi, sonur hjón- anna Sigurðar Bjarnasonar og Pál- ínu Guðmundsdóttur, sem síðar bjuggu að Riftúni í Ölfusi. Sigurður og Pálína eignuðust 13 börn. Fimm þeirra dóu í æsku, en af þeim, sem náðu fullorðinsárum eru Helga, Sig- urpáll, Svanborg og Vilborg látin. Eftirlifandi systkini Guðmundar eru Sigríður, Sigrún og Þorleifur. Einnig var Fjóla Halldórsdóttir, dóttir Svanborgar alin upp af þeim hjónum. Fyrir giftingu vann Guðmundur við bú foreldra sinna og stundaði sjóróðra á veturna. Einnig var hann rjúpnaskytta góð. Hann kvæntist ömmu, Helgu Jónsdóttur, f. 9. ágúst 1897, þann 31. desember 1926 og náðu þau því að eiga gullbrúðkaups- afmæli 1976. Saman eignuðust þau fjögur börn, Björn, kvæntan Berg- þóru Snæbjörnsdóttur, Sigrúnu, gifta Halldóri Ásmundssyni, Vig- dísi, gifta Baldri Guðmundssyni og Inga, kvæntan Ingibjörgu Skarphéð- insdóttur. Helga átti tvær dætur frá fyrra hjónabandi, þær Fanneyju Benediktsdóttur, d. 1962, er gift var Halldóri Halldórssyni og Benediktu Benediktsdóttur, d. 1971, er gift var Ellerti Halldórssyni. Guðmundur og Helga hófu bú- skap sinn í Reykjavík, þar sem þau bjuggu í tvö ár, síðan í Þorlákshöfn í sex ár, og að Hlíðarenda í Ölfusi í þrjú ár. Þá fluttu þau að Hlíð í Grafningi þar sem þau voru búsett í um 25 ár eða þar til þau brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur 1963, þá á efri árum en þar var heimili þeirra að Baldursgötu 13. í Reykjavík starfaði hann í Völundi fram undir áttrætt. Lengst af starfsævi sinni var hann bóndi og alla ævi í hugsun. Hann vildi veg íslenska landbúnaðarins sem mestan, sauðkindin var heilög og að gá til veðurs að morgni var fastur liður einnig eftir að á mölina var komið. Þjóðmál voru honum hugleikin, pólitíkin var á hreinu og hann fylgdist vel með í þeim efnum alla tíð. Afi var þrekmaður til sálar og líkama. Handtak hans var ákveð- ið og þétt og lýsti vel persónuleikan- um. Hann varstefnufasturoghringl- andi honum fjarri. Hann naut ætíð trausts þar sem hann var og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum. Guðmundur var í hreppsnefnd Grafningshrepps 1946-63, oddviti frá 1949 og hreppsstjóri frá 1958. Samtímis var hann sýslunefndar- maður og í ýmsum nefndum og ráðum fyrir sína sveit og sýslu. Einnig var hann umboðsmaður fyrir Brunabótafélag íslands o.fl. Alltaf var gott að koma til afa og ömmu á Baldursgötuna, þar skorti aldrei umræðuefni og oft glatt á hjalla. Þar var hlýju að finna fyrir okkur barnabörnin, sem eru 27 að tölu og þau barnabarnabörnin, sem náðu að kynnast langafa og lang- ömmu. Þegar amma lést 1983 var eins og lífskraftur afa minnkaði til muna enda aldurhniginn og var hann að mestu á sjúkrahúsum eftir það. Hann gladdist við hverja heimsókn og þáði að halda í hendur þeirra, sem honum þótti vænt um. Hann hélt níræðisafmæli sitt hátíðlegt fyrir ári síðan og naut þess þá mjög að eiga stund með ættingjum svo og vinum úr sinni fyrri heimasveit. Þökkum við fyrir hönd aðstand- enda starfsfólki í Hátúni og að Vífilsstöðum góða aðhlynningu. Sjálfar viljum við þakka afa okkar margar ánægjulegar og fróðleiksríkar samverustundir. Blessuð sé minning hans. Helga G. Halldórsdúttir, Erna Bryndís Halldórsdóttir. { dag er til moldar borinn afi minn Guðmundur Sigurðsson. Ég mun minnast afa míns sem stórbrotins manns. Það var gott að koma í kaffi á Baldursgötuna. Þar var alltaf tekið á móti manni meðhlýjuog glaðværð. Ég mun seint gleyma þeim ánægju- stundum þegar við sátum saman og töluðum um sveitina, sem var hans líf og yndi. Það voru mörg góð ráð sem ég sótti í sjóð afa um hestamenn- skuogrjúpnaveiði. Þaðvarhreykinn unglingur sem kom til afa síns og sagði honum frá folakaupum. Við ræddum það löngum stundum hvernig best væri að fóðra folann og síðar temja hann. Árangurinn lét ekki á sér standa, folinn varð góður og gegn. Ég vil þakka afa alla þá hvatningu og uppörfun sem hann veitti mér í leik og starfi. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég góðan vin og afa. Minningin unt hann lifir. Hvíl í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Bricm) Guðmundur Baldursson. 1111)1111 LESENDUR SKRIFA Ut í náttúruna - hugvekjubrot Hlusta þú - hlusta þú á raddir náttúrunnar - söngstef fuglanna í algeymingi, er þeir fljúga um sól- ríkan víðáttugeiminn, og ber þú þá augum, er þeir tylla sér, við og við meðal urta, einhversstaðar meðal moskenndra hleina, sumstaðar í fjölgróskunni, hlusta þú á nið lauf- vinda er þeir bylgja sef vatnsins, hvar sem það fyrirfinnst, út í náttúrunni - það mun gera þig jákvæðari en áður, því hugurinn fyllist lotning fyrir lífi og lögmáls- kenndu samspili móður náttúru, sem hefur svo ótal margt að geyma í skauti sér, sem hrífur bætir og gleður - því nú er sumar... Hlusta þú - Hlusta þú á gjálfur hverrar öldu við ströndina við flóann, þar sem hún fyllir smá saman í sendinn spor elskendanna, er hittust hér fyrst í vor, á leynilegu stefnumóti - þú veist kannski ekki, en horfir með spurn í augum á þessi hverful- leikans spor, og það hvarflar kannski að þér, að hversu forgengi- leg þessi lífsmynd geti verið, eins og sérhvert sumar sem tekur enda, þá kemur ávallt að lokum haust - haust fallandi laufa í mold-moldar er geymir kraft og anda sérhvers sumars, í minningunni, löngu eftir það hefur kvatt í bili... Hlusta þú. ég tala nú ekki um ef þú berð hverja eining, í sumardýrð náttúr- unnar augum af einlægni hugar þíns og hjarta, þá hefur þú fundið lykil hamingjunnar, og hvcr vill ekki verða hamingjusamur. nógur sjálfum sér, á heilbrigðan og já- kvæðan máta... það er löngu vitað, að sumir leita langt yfir skammt, í þeim efnum leita langt yfir skammt að auðnu og rósemi huga síns og hjarta - finna hana stundum á slægu refilstigum tilverunnar í margskonar freistingum -það virð- ist þeirra mál í bili - en - sumir fá aðstoð við leit sína að sannri auðnu og lífsfyllingu, og sumir finna hana eins og af sjálfsdáðum eftir mis- langa leit, og segja kannski við guð sinn í leiðinni, eins og segir í einu gömlu ljóði, berðu mig til blóm- anna í birtu og yl, þeir verða bænheyrðir, því þeir eru á réttri leið, því móðir náttúra stendur ávallt fyrir sínu, engu síður en í garð þeirra, sem skemmra eru á veg kontnir í sannri auðnuleit - það kemur sumar eftir vor, og ef þú hlustar vel og berð margvíslegar gjafir móöur náttúru - augum, þarft þú engu að kvíða, þó þig skorti eitt og annað í bili, og hryggist kannski yfir því, finnst þér ekki þá vera lausn að leita út í náttúruna og opna hug þinn - hjarta og sál, fyrir fegurð hennar og mikilleik, bera bæn þína fram sem í téöu Ijóði berðu mig til blómanna, í birtu og yl kannski uppfyllist ósk þín, því móðir nátt- úra, á sér margar ljúfar hliðar, en umfram allt, bætin... gæðin, og fer ekki í manngreiningarálit... 26.-27.7. 1987 Gunnar Sverrisson, Þórsgötu 27, Reykjavík Heilsugæslustöð á Þórshöfn Heildartilboð óskast í innanhússfrágang á heilsu- gæslustöð á Þórshöfn. Innifalið í verkinu er t.d. múrhúðun, pípulagnir, raflagnir, dúkalögn, málun, innréttingasmíði. Verkinu skal að fullu lokið 1. ágúst 1988. Útboðs- gögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 1. sept. 1987 kl. 11.30. INNKAUFASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Tilkynning til launa- skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að eindagi launaskatts fyrir mánuðina maí og júní er 17. ágúst nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Nýtt - laxveiði - nýtt Laxveiði við nýtt veiðisvæði „Norðlingafljót Borgar- firði“. Boðið er upp á mikinn lax í fallegri veiðiá og ákaflega fögru umhverfi. Óseld veiðileyfi verða seld næstu daga hjá eftir- töldum aðilum: 1. Sveinn Jónsson, s. 84230-14131 2. Þorgeir Jónsson, s. 685582 3. Fljótstunga Hvítársíðu, s. 93-51198. Verð veiðileyfa kr. 5000 pr. stöng pr. dagur. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla: Umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu kennara í dönsku við Iðnskólann í Reykjavík framlengist til 17. ágúst. Við Menntaskólann í Hamrahlíð vantar stundakennara í ensku og stærðfræði. Umsóknir skal senda fyrir 20. ágúst til skólameistara, sem veitir nánari upplýsingar. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi er laus staða kennara í efnafræði og líffræði, rafiðnaðargreinum. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið Innilegar þakkir til vina og vandamana, sem glöddu mig á áttræðisafmæli mínu, með heimsóknum, gjöfum og kveðjum og gerðu mér daginn ógleyman- legan. Guð blessi ykkur öll. Ólína Bergsveinsdóttir, Hverfisgötu 17, Hafnarfirði. t Móðir okkar Steinunn Gróa Bjarnadóttir Háaleitisbraut 117 verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 17. ágúst kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Fyrir hönd aðstandenda Inger Traustadóttir Bjarni Traustason

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.