Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Föstudagur 14. ágúst 1987 FRÉTTAYFIRLIT KÚVAIT — Hernaöarlegur og stjórnmájalegur þrýstingur jókst í garð íranstjórnar þegar stjórnvöld í Kúvait þökkuöu vestrænum ríkjum fyrir aðstoð við að halda siglingaleiðinni um Persaflóann opinni. KÚVAIT — Bandaríska or- ustuskipið Guadalcanal sigldi með þyrlur er leita uppi tundur- dufl áleiðis til Persaflóans þar sem það mun innan skamms fá aðstoð breskra og franskra tundurduflaleitara. JÓHANNESARBORG — Svartir verkamenn er vinna við framleiðslu á gullstöngum í' Suður-Afríku gengu í lið með 250 þúsund svörtum námu- verkamönnum og lögðu niður vinnu. Þetta eru mestu vinnu- deilur í sögu landsins. SEOUL — Roh Tae-Woo leiðtogi stjórnarflokksins í Suð- ur-Kóreu sagði á blaðamanna- fundi að þeir fjölmörgu sem lagt hefðu niður vinnu hefðu rétt til að krefjast hærri launa og betri aðbúnaðar. JERÚSALEM — Lögreglan í ísrael sagðist hafa slasað tvo útlendinga og handtekið sex aðra þegar hún dreifði hópi mótmælenda fyrir utan banda- rísku ræðismannsskrifstofuna í Austur-Jerúsalem. Hópurinn var að mótmæla hersetu ísra- elsmanna á Vesturbakkanum og á Gazasvæðinu. MOSKVA — Þúsundir sov- éskra barna alast upp án for- eldra sinna og án þess að ríkið sinni þeim. Það var yfirmaður nýstofnaðra samtaka í landinu er lætur sér annt um málefni barna, sem lét hafa þetta eftir sér. LUNDÚNIR - iranska fréttastofan IRNA sagði írani hafa skotið niðurfjórar írakskar herþyrlur í bardögum á norður- vígstöðvunum. MANILA — Hvirfilvindurinn Betty æddi yfir Filippseyjar í gær og létust sjö manns í óveðrinu auk þess sem heimili þúsunda manna lögðust í rúst. Þá fór rafmagn af í að minnsta kosti sex bæjum. MOSKVA — Stjórnvöld í Sovétríkjunum gáfu út fyrir- skipanir sem ætlað er að auka uppskeru og gera landsmenn minna háðari korninnflutningi frá Vesturlöndum. PEKÍNG — Kínverskir land- mælingamenn sögðu að Ever- est tindurinn í Nepal væri enn hæstu allra fjallatinda þrátt fyrir fullyrðingar bandarískra fjall- göngumanna að tindurinn Qogir í Karakorumfjöllum við landamæri Kína og Pakistan væri 38 metrum hærri en Ever- est. UTLÖND lllllll!lllllli!l III lllllllil Persaflóastríöið: Efnavopn gegn efnavopnum - íranar segjast hafa rétttil þess aö svaraefnavopnaárásum íraka á sama hátt SÞ-Rcutcr Stjórnvöld í íran segjast eiga rétt á því að nota efnavopn til að svara slíkum árásum íraka. Þctta kom fram í bréfi sem Iranar sendu til Sameinuðu þjóðanna. Bréfið var sent til Javier Perez De Cuellar aðalritara SÞ og þar lýstu ír- anar yfir því að þeir tækju ekki mark á banni á efnavopnahernaði sem samþykkt var í Genf árið 1925, a.m.k. í einhvern tíma þar sem þcir hcfðu fullan rétt til að svara efna- vopnaárásum íraka. Bæði íranar og írakar hafa skrifað undir samþykktina frá árinu 1925. Það var Ali Akbar Velayati utan- ríkisráðherra írans sem sendi bréfið til aðalritarans og þar var minnt á árás íraka á borgina Sardasht í júní- mánuði. Vclayati sagði að þessi tólf þúsund manna borg hefði orðið fyrir árás ír- aka og hefði verið notast við efna- vopn. Rannsóknarmenn frá SÞ komu til borgarinnar níu dögum eftir árásina og fundu þá mikla efnaeitr- un. Velayati gagnrýndi yfirlýsingu SÞ frá því í maímánuði og taldi hana máttlausa. Yfirlýsingin var birt eftir að lýst var yfir í skýrslu að efnavopn hefðu verið notuð í Persaflóastríð- inu. Þessi skýrsla var einmitt unnin á vegum SÞ. Frá kirkjugarði í íran: Fórnarlömb- um stríðsins fjölgar með degi hverjum. Danmörk: Kosningar í næsta mánuði? Kaupmannahöfn-Rcutcr Raddir eru nú uppi um að kosn- ingar vcrði haldnar í Danmörku um miðjan septembermánuð. Þessar raddir fengu aukinn hljómgrunn í gær þegar Poul Schlúter forsætisráð- herra landsins ncitaði að láta hafa eitthvað eftir sér urn þetta mál. Minnihlutastjórn fjögurra flokka undir stjórn Schlúters hefur setið að völdun síðan árið 1982 og verður að boða til kosninga ekki síðar en í janúar á næsta ári. Stjórnmála- skýrendur hafa hingað til talið að nóvember sé líklegasti kosninga- mánuðurinn. Dagblaðið Information hafði hins vegar í gær eftir heimildarmönnum á æðstu stöðum að Schlúter myndi síðar í þessum mánuði kalla þingið saman og tilkynna þar að kosningar verði þann 15. scptember. Talsmaður forsætisráðherrans sagði hann ekkert vilja láta hafa eftir sér um þetta mál er blaðamenn vildu forvitnast um frétt Information í gær. Sumir efnahagssérfræðingar hafa spáð því að efnahagur Dana fari versnandi síðar á árinu og er það talin helsta ástæðan fyrir því að Schlúter vilji halda kosningar fyrr en Bretland: Stærðfræðisnilli Lundúnir-Rcutcr Níu ára gamall strákur varð í gær yngsti Bretinn til að ná prófi er veitir honum aðgang að háskóla. Vanalega eru það helmingi eldri krakkar sem reyna við þetta próf. John Adams heitið „séníið“ og náði „A“ áfanga í stærðfræði með því að standast próf í faginu. í prófinu þurfti hann meðal annars að fást við flóknar jafnmunarunur og keilusnið. Adams var ekki lengi með fyrri hluta prófsins, kom út fjörutíu mínútum áður en þurfti að skila. Stráksi kemur frá Leicestershire í Mið-Englandi og þurfti að útvega honum sérstakan stól og borð sem hæfði hæð hans. Faðir Adams er sjálfur stærð- fræðikennari og hefur sjálfsagt hjálpað syni sínum við að bæta met það er Ruth Lawrence átti. Hún tók „A“ stigið er hún var nfu ára og tíu mánaða gömul, fór síðan í Oxford háskólann og lauk þar prófi með ágætiseinkunn 13 ára gömul. Adams sagði við blaðamenn í gær að hann hefði hug á því að hefja nám við Oxford háskólann og verða síðan prófessor í stærð- fræði. Stefnir í breytingu á bjórkrám í Englandi og Wales: Opið allan daginn Það kannast líklega margir fslend- ingar sem ferðast hafa til Englands við kallið „Time, please" þegar klukkan slær þrjú á bjórkrám þar í landi. Á næsta ári verður breyting á, kallið góðkunna mun hverfa því ríkisstjórn Margrétar Thatchers hef- ur ákveðið að fella niður eftirmið- dagslokunina og leyfa bjórkrám að vera opnum frá klukkan 11 á morgn- ana til 11 á kvöldin alla daga nema Skoðanakönnun í Bandaríkjunum: Kanar vilja karl í Hvíta húsið Washington-Reutcr Nærri þriðjungur bandarískra kjósenda telur að karlmaður sé betur til þess búinn en kvenmaður að vera forseti Bandaríkjanna. Þetta kom fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem kvenrétt- indahópur lét vinna. Niðurstöðurnar voru birtar í vik- unni og þar kom fram að aðeins 8% aðspurðra töldu konur hafa nieiri hæfileika til að bera en karlmenn til að verða góðir forset- ar. Hins vegar voru 31% aðspurða á því að karlmenn væru hæfastir til að fara með stjórn mála í Hvíta húsinu. Tæplega 50% þeirra sem svör- uðu könnuninni sögðu að ekki væri hægt að meta eftir kynferði hvort forseti yrði hæfur stjórnandi eður ei. Flestir aðspurða töldu konur hæfari til að fást við félagsleg mál s.s. heilbrigðismál, menntun, eit- urlyfjaneyslu og málefni fátækra. Heiðarleiki og trú á málefni voru frekar tengd við konur en karlmenn. Karlmenn höfðu hins vegar vinn- inginn þegar fást þurfti við „tækni- leg“ mál, til að mynda vopnamál, erlend viðskipti, landbúnaðarmál og ríkisfjármál. sunnudaga. Bretar hafa löngurn verið þekktir fyrir íhaldssemi en loksins hafa þeir nú samþykkt að afnema þessi skrýtnu lög sem sett voru á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar og hafa verið í gildi síðan. Byrjað var að loka breskum krám frá kl. 3 til kl. 5.30 árið 1917. David Lloyd George og ríkisstjórn hans ákvað þá að á meðan hugdjarfir hermenn þjóðarinnar létu lífið á erlendri grundu væri það minnsta sem fólk við hergagnaframleiðslu heima fyrir gæti gert að koma ekki drukkið í vinnu eftir að hafa fengið sér snarl á kránum. Erlendir ferðamenn hafa síðan litið á lokunina sem eitt af einkenn- um landsins og sett það jafnfætis öðrum s.s. volgum bjór og vondu veðri. Stjórn Thatchers á að vísu eftir að leggja fram tillögu um þessa breyt- ingu fyrir þingið en fátt virðist geta komið í veg fyrir að þessi nýju lög verði samþykkt í haust og taki svo gildi á næsta ári. Reyndar er nokkuð víðtækur stuðningur við tillöguna og sumir vilja jafnvel ganga lengra, leyfa lengri opnunartíma á sunnudögum og að foreldrar fái að koma með börn sín inn á krárnar til að gera staðina heimilslegri. Englendingar og Walesbúar eru seinir til í þessum efnum því í Skotlandi var eftirmiðdagslokunin lögð niðurfyrirtíu árum. Samkvæmt skýrslum hafa sjúkdómar tengdir áfengisneyslu ekki aukist á þessu tímabili og fjöldi þeirra sem teknir hafa verið drukknir undir stýri hefur raunar hækkað minna í Skotiandi en sunnan landamæranna. Áfengisvarnarsamtök í landinu eru þó ekki sannfærð um að eftirmið- dagsopnunin verði til góðs. Þau telja að ef ríkisstjórninni sé umhugað um að gera lögin um opnunartíma frjáls- ari ætti hún einnig að hvetja til þess að eigendur bjórkráa legðu aukna áherslu á mat og skemmtiatriði á stöðum sínum. Þau benda einnig á að áfengis- drykkja landsmanna sé gífurleg, um ein milljón manna í Englandi og Wales sé háð áfengi og rúmlega fjórtán milljónir atvinnudaga fari í súginn vegna vínneyslu. Meirihluti þjóðarinnar virðist samt sem áður vera sammála orðum þeim sem biskupinn frá Peterbor- ough lét frá sér fara árið 1872 þegar lög um áfengissölu voru samþykkt: „Frjálst England er betra en ódrukk- ið England. ÚTLÖND UMSJÓN: Heimir Berqsson BLAÐAMAÐUR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.