Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 14.08.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 14. ágúst 1987 ÍÞRÓTTIR lllllll llllllllllllll Íllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll flllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Undanúrslitin í bikarkeppninni í knattspyrnu: - Vilberg Þorvaldsson varhetja Víöismanna í gærkvöldi er hannskoraöi markiðerkom þeim í úrslitin - Gífurleg fagnaðarlæti í Garöinum Frá Frímanni Ólafssyni fréttaritara Tírnans á Sudurnesjum: Fögnuður lcikmanna og stuðn- ingsmanna Víðis var gífurlegur í leikslok eftir frækinn sigur á Vals- mönnum í undanúrslitum Mjólkur- bikarkeppni KSÍ. Ljóst var að blað var brotið í sögu bikarkeppninnar. Vaismenn voru mest allan leikinn með knöttinn cn var fyrirmunað að koma honum í mark Víðismanna. Garðsbúarnir gerðu liins vegar það sem þurfti til, skoruðu eitt mark og fögnuðu sínum mesta sigri í sögu félagsins. Fyrri hálfleikurinn var ekki spennandi á að horfa. Daníel Ein- arsson Víðismaður, besti maður vallarins, átti fyrstu marktilraunina á 6. mínútu en aukaspyrna hans var varin af Guðmundi Baldurssyni. Valsmenn tóku síðan leikinn í sínar hendur, sóttu án afláts en Víðir varðist vel eins og þeirra er von og vísa. Jón Grétar Jónsson átti fyrsta færi Valsmanna, skallaði að marki Víðis á II. mínútu en Jón Örvar markvörður var vel staðsett- ur og bjargaði. Sóknirnar hjá Val voru annars frekar einhæfar og enginn virtist gera tekið af skarið. I’cir fengu fá færi og áttu t.d. aðeins þrjár horn- spyrnur í hálfleiknum þrátt fyrir sóknarþungann. Staðan jöfn í hálf- leik 0-0. Þorgrímur Þráinsson átti gott skot að Víðismarkinu á 52. mínútu en það fór rétt framhjá. Eftir það hresstust Víðismcnn og sóttu nokkuð. Markið mikilvæga kom eftir klukkustundarleik. Björn Vilhclms- son komst inn í spil Guðna Bergs- sonar og Sævars Jónssonar í Val- svörninni, geystist fram og gaf til hliðar á Vilbcrg Þorvaldsson. Vil- berg tvínónaði ekki við hlutina heldur skaut yfir Guðmund og í Valsmarkið, 1-0 fyrir Víði. Valsmenn settu allt á fullt í sókn- inni, Magni Blöndal átti hörkuskot að rnarki en Jón Örvar varði. Enn sem fyrr var sókn Valsmanna ein- hæf, spilað að nrcstu upp nriðjuna þar sem vörn Víðis var sterkust fyrir. Njáll Eiðsson fór í vörnina og Guðni Bergs í miðherjann en þetta var einfaldlega ekki dagur Reykja- víkurliðsins og leikslokunum er lýst hér að framan. Víðismenn unnu þarna sinn mikilvægasta sigur og mega vera ánægðir. Daníel Einarsson var besti maður liðsins og jafnframt vallar- ins, orðinn varnarmaður í landslið^- klassa. Hjá Val var enginn einn betri en annar og úrslitin sjálfsagt mikil von- brigði fyrir stórliðið úr Reykjavík. IVIikið cr hann erfiður þessi fótbolti: Árni Stefánsson Þórsari og Ragnar Margeirsson Framari hvíla sig í Laugardalnum í gær og horfa á tilþrif Raldvins Þórsmarkvarðar. Júlíus Tryggvason fylgist einnig með. Tímamynd - Pjciur Undanúrslitin í bikarkeppninni í knattspyrnu: Lítil spurning í Laugardal - Framarar unnu sannfærandi sigur á Þórsurum 3-1 og mæta Víði í bikarúrslitunum íslandsmeistarar Fram komu sér í úrslit bikarkcppninnar í ár með sanngjórnum sigri á Þórsurum frá Akureyri á Laugardalsvelli í gær- kvöldi. Fram sigraði 3-1 eftirað hafa verið 2-0 yHr í hálfleik. Leikurinn í gær var þófkenndur framan af en Reykjavíkurliðið náði brátt afgerandi tökum á viðureign- inni. Pétur Arnþórsson skoraði fyrsta markið á 19. mínútu, rak þá fótinn í knöttinn eftir langa fyrirgjöf Viðars Þorkelssonar. Þarna var upp- dekknig Þórsara slæm eins og reynd- ar oftar í leiknum. Pétur Ormslev náði síðan tveggja marka forystu á 30. mínútu og var fallega staðið að því marki. Ragnar Margeirsson gaf fyrst á Kristinn sem sendi langan bolta á Pétur Arnþórs- son á fjærstöng. Pétur lyfti boltanum til nafna síns sem skoraði með föstu skoti, óverjandi fyrir annars hinn ágæta markvörð Þórsara, Baldvin Guðmundsson. Fyrri hálfleikurinn var eign Fram- ara og varla hægt að segja að Þórsar- ar hefðu gerst aðgangsharðir við mark Reykvíkinganna. Síðari hálfleikurinn var tíðinda- meiri. Kristján Kristjánsson Þórsari komst einn í gegn á 54. mínútu en Friðrik varði vel fast skot hans. Skömmu áður hafði Pétur Ormslev sent á Kristján Jónsson sem komst einn í gegn en Baldvin varði örugg- lega. Framarar voru hættulegir í sókn'- araðgerðum sínum, Ragnar Mar- geirsson tók boltann vel á sig og var stöðugt ógnandi. Guðmundur Steinsson náði hins vegar ekki að losa sig eins vel úr strangri gæslu Nóa Björnssonar og reyndar elduðu þeir grátt silfur saman er líða tók á leikinn. Fallegasta markið kom á 67. mín- útu. Framarar spiluðu stutt á milli sín út á hægri væng, Guðmundur Steinsson gaf stungubolta á hinn duglega Órmar Örlygsson sem komst upp að endamörkum og gaf fastan bolta fyrir á Ragnar Margeirs- son er skoraði með góðu skoti í hornið, vel spilað hjá Frömurum og umbunin gott mark. Þórsarar náðu að klóra í bakkann skömmu síðar. Þeir fengu auka- spyrnu út á hægri væng og upp úr henni var Júlíusi Tryggvasyni brugð- ið innan vítateigs. Hann tók sjálfur vítaspyrnuna og skoraði örugglega. Akureyringarnir tóku kipp við markið, vissu að þeir höfðu ekki spilað vel og vildu bæta úr. Sóknirn- ar strönduðu þó flestar á góðri vörn Framara og auk þess voru hvorki Hlynur Birgisson né Halldór Áskels- son á skotskónum í þetta skiptið, leikurinn fjaraði út og sigur Fram var fullkomnlega sanngjarn. Þórsarar náðu ekki að byggja upp almennilegt spil, munurinn á þeim og Frömurum var t.d. sá að varnar- menn liðsins voru nánast úr leik er það hafði boltann, bæði Árni og Nói eru ágætir „étarar“ en ekki mikið meira. Hlynur Birgisson átti góða spretti frammi hjá Þórsurum en miðjan olli hins vegar vonbrigðum, Einar, Siguróli, Jónas, Kristján og Guðmundur Valur geta miklu meira. Friðrik Friðriksson var öryggið uppmálað í marki Fram. Þorsteinn Þorsteinsson hafði góðar gætur á Halldóri Áskelssyni í þessum leik. Ragnar Margeirsson var sterkur frammi og Pétur Ormslev, nafni hans Arnþórsson og Ormar Örlygs- son stóðu sig vel. Aðall Fram var jafnt og spilandi lið sem greinilega er á góðri siglingu um þessar mundir. Eyjólfur Ólafsson dæmdi, var flautuglaður til að byrja með en efldist í dómgæslunni er líða tók á leikinn. „Nei, nú lýgur Árni.“ Guðmundur Steinsson glottir, Árni Stefánsson útskýrir málid fyrír Eyjólfi dómara scm biður um frið. Tímamynd • Pjeiur KR-dagur KR-dagurinn 1987 verður um helgina þ.e. laugardaginn 15. ág- úst og gefst þá fólki tækifæri til að sjá þá uppbyggingu sem orðið hefur á félagssvæði Reykjavíkur- liðsins fornfræga. Keppt verður í ýmsum íþrótta- greinum á KR-svæðinu þennan dag. Knattspyrnudagskráin er að vanda viðamest og er eftirfar- andi: Kl. 12:00 íslandsmót 3. flokks kvenna. Völlur 1 Týr-KR Völlur 2 UBK-ÍBK Kl.13:00 6. flokkur karla. Völlur 1 A-lið KR-Fram Völlur 2 B-lid KR-Fram Kl.13:30 5. flokkur karla. Völlur 3 KR-Víkingur Kl. 13:40 7. flokkur karla. Völlur 1 KR-Fram Kl.14:40 4. flokkur karla. Völlur 3 KR-Grótta Kl. 16:00 íslandsmót 3. flokks kvenna • Úrslit. Völlur 1 KR-ÍBK Völlur 2 Týr-UBK Kl.17:00 3. flokkur karla. Völlur 3 KR-Fram Aö auki veröur boðiö upp á glímu, borðtennis, badminton og fimleika. Pokahlaup veröur milli deildarstjórna og kraftakarlarnir Jón Páll, Hjalti Úrsus og fleiri láta sjá sig. KR-konur annast svo kaffiveit- ingar í félagsheimilinu. Víðismenn Valsbanar!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.