Tíminn - 15.08.1987, Síða 4

Tíminn - 15.08.1987, Síða 4
4 Tíminn Laugardagur 15. ágúst 1987 KVÓTI - og hvernig þá? Illskárstur en án sóknarmarks „Ég tel að við verðum að hafa einhverja stjórn á veiðunum og það mætti einna helst minnka stjórnunina með því að hafa bara stjórnun eða kvóta á þorskveiðum. Annað mætti gefa nokkuð frjálst." Sagði Tómas Porvaldsson forstjóri Þorbjarnar h.f. í Grindavík, þegar Tíminn leitaði eftir áliti hans á fiskveiðistefnunni og hvað mætti helst breytast um næstu áramót. „Það gæti verið ein leiðin að losa þannig aðrar tegundir undan kvót- anum en ég tel að við verðum að hafa stjórn á veiðunum. Ég tel að Halldór Ásgrímsson hafi náð mjög góðum árangri í stjórnun sinni og tekist vel til samstjórn við LÍÚ og FFÍ. Gagnrýnin hefur vitanlega verið nokkur svona vítt og breitt um landið en einna síst hjá hinum svokölluðu frystitogurum. Þeir hafa verið einum of lausbeislaðir að ég tel. Það finnst reyndar öllum og það er það sem menn segja almennt hér. Hér á Suð-Vesturlandi er almenn óánægja með viðmiðunarárin og menn telja sig almennt hafa verið beittir misrétti." Sagðist Tómas vera tilbúinn til að skýra það nánar hvenær sem er ef út í þessi mál væri farið. Nefndi hann sem dæmi að á þeim veiðiskipum sem höfðu 1000- 1500 tonn hefði kvótinn orðið 400- 700 tonn sem almenn regla. Hann sagði að það byggðist á því að miklu meiri smáfisur væri veiddur á öðrum stöðum víða um landið. „Ég tel að við eigum að halda áfram kvótakerfinu með tiltölulega litlum lagfæringum. Ég held að við komumst einna best út úr því að fara þessa nokkuð troðnu slóð. Ég tel að kvótaskiptingin eigi að ná yfir öll veiðiskip, stór eða smá. Og ég tel að þessi svokallaða smábátaútgerð sé að komast út í öfgar. Þó að ég sé cinn af þeim sem er alinn upp á smábátum og opnum bátum lengst af, þá tel ég að þessi mál séu að fara út í öfgar. Það vita allir að verið er að smíða skip sem eru þrjátíu til fjörtíu tonn og ekki mæld nema níu komma níu tonn til að sleppa undir mörkin. Öll þessi útgerð er utan við kvótaskiptingu og það er verið að leika hér á kerfið. Það verður að komast skikkan á þessi mál. Umfram allt er jjað þó eitt atriði sem hefur eyðilagt gjörsamlega allt kvótakerfið en það er sóknarmark- ið. Sóknarmarkið þýðir í raun það að stór hluti skipanna, en einkan-' lega togarahlutinn, sem getur hagnýtt sér þetta, hann veiðir óheft allt árið um kring. Ef því verður ekki sleppt, þá á kvótakerfið engan rétt á sér. Það þarf að lcggja sóknarmarkið alfarið niður. Og það er almenn skoðun allra rólegri manna að sóknarmarkið hafi gersamlega eyðilagt kvótann. Svör manna sem vilja miðla málum eru á þá leið að menn verði að fá að geta beitt sínu og aukið svolítið við hjá sér með því að afla aðeins meira. En með því að sækja betur geta menn líka hætt að tala um skiptingu. Það er vitað mál að það eru yfir hundrað togarar í landinu sem er beitt alla daga, sýknt og hcilagt, á smáfisk. Þarna þarf að skera alfarið niður og sóknarkvóti á ekki að vera til. Hann eyðileggur alveg möguleika smærri skipa en gildir eingöngu fyrir togara. Sóknarmarkið er það slæmt að Tómas Þorvalds- son forstjóri Þorbjörns í Grindavík: kvótafyrirkomulagið á varla nokk- urn rétt á sér ef það verður látið fylgja áfram. Þetta á við allt S-Vesturland. Ein hugmynd önnur er líka til. Hún er þannig að jafnt verði skipt á skip miðað við mannafjölda. Það ætti rétt á sér miðað við það að þarna erum við einfaldlega að skipta tekjum á fólk. Við erum að gera rangt ef við skiptum kvótan- um þannig að 15 manns fái 2000 tonn en 12 manns fái aðeins 600. Þannig myndi húsmóðir aldrei skipta á diskana hjá fólki sínu. Þess vegna gæti ég ímyndað mér að uppstokkun á þorski yrði hlutfalls- lega eftir mannafjölda á bátunum. Þá yrði að niiða við þann manna- fjölda sem þekktur er í dag svo að mcnn færu ekki að bæta við mörin- um í von um meiri kvóta. Þetta eru svona þeir helstu punktar sem ég vildi leggja áherslu á í sambandi við mótun fiskveiðist- efnunnar," sagði Tómas að lokum. KB Dagvist barna í Reykjavík: Kynning fyrir þá sem byrja aftur Dagvist barna í Reykjavík stendur fyrir kynningarnámskeiði dagana 17. og 18. ágúst fyrir fóstrur og annaö uppcldismenntað fólk sem hefur vcrið fjarverandi dag- vistaruppeldi lorskólabarna um lengri eða skemmri tíma, en helur hug á að hefja starf að nýju. Námskcið þetta er fyrst og l'remst hugsað scm kynning á starf- scmi Dagvista barna í Reykjavík, auk þess sem kynntar verða ný- jungar í dagvistaruppeldi á íslandi síöastliðin 5 tii 10 ár. Námskeiðsstjórar eru Fanny Jónsdóttir og Arna Jónsdóttir. Byggðaáætlun fyrir Vestfirði í vinnslu: Gerð til að koma á jafnvægi í búsetu Um þessar mundir er unnið að byggðaáætlun fyrir Vestfirði. Áætluninni er ætlað að varpa Ijósi á hvernig stöðva má frekari fólksflótta frá Vestfjarða- kjálkanum en hann hefur verið mönnum mikið áhyggjuefni. Áætlun þessi mun vera einsdæmi því ekki hefur verið farið út í að gera svona áætlanir fvrir aðra landsfjórðunga. Skattarnir á Norðurlandi Það hefur víst framhjá fáum farið að álagningarskrá skatta árið 1987 hefur verið slengt frámaní almenning. Menn eru að vonum misdaprir nteð niöurstöðurnar en hugga sig þó við drauma um skattlaust ár og hundrað prósent ráðstöfunarrétt yfir tekjum sínum. f Norðurlandsumdæmi eystra er heildarálagning tæpir 2 milljarðar króna, og í Norðurlandsumdæmi vestra er heildarálagning ríflega 684 milljónir króna. Á Norður- landi eystra greiða einstaklingar ríflega 1450 milljónir, börn yngri en 16 ára greiða 3,5 milljónir og félög og fyrirtæki greiða um 500 milljónir. Meðaltalshækkun álagðra gjalda er um 33,9%. Hækkun gjalda einstaklinga er um 28%, barna um 30% og félaga um 53% milli ára. Á Norðurlandi vestra greiða ein- staklingar um 543,5 milljónir, börn yngri en 16 ára 1,9 milljónir og fyrirtæki 138,7 milljónir króna. Meðaltalshækkun álagðra gjalda er um 21,9%, hjá einstaklingum rúm 20%, hjá börnum um rúntlega 32% og hjá fyrirtækjum 26%. Hæstu skattgreiðendur á Norðurlandi eru: Norðurland vestra: Einstaklingar: 1. Guðjón Sigtryggsson skipstjóri Skagaströnd 2. Jón Dýrfjörð vélvirki Siglufirði 3. Sveinn Ingólfsson framkv.stj. Skagaströnd 4. Árni Sigurðsson skipstjóri Skagaströnd 5. Ólafur Sveinsson læknir Sauðárkróki Fyrirtæki: 1. Kaupfélag Skagfirðinga 14 milljónir 2. Síldarverksmiðjur ríkisins Siglufirði 7,2 milljónir 3. Þormóður rammi Siglufirði 5,7 milljónir 4. Kaupfélag A-Húnvetninga Blönduósi 5,5 milljónir 5. Kaupfélag V-Húnvetninga Hvammstanga 4,3 milljónir kr. 1.289.468 kr. 1.224.034 kr. 1.223.040 kr. 1.028.405 kr. 969.552 Norðurland eystra: Einstaklingar: 1. Oddur C. Thorarensen lyfsali Akureyri kr. 3.029.361 2. Vigfús Guðmundsson lyfsali Húsavík kr. 2.270.588 3. Gylfi Baldvinsson útg.m. Árskógssandi kr. 1.857.368 4. Helgi M. Bergs framkv.stj. Akureyri kr. 1.747.918 5. Gauti Arnþórsson yfirlæknir Akureyri kr. 1.547.826 6. Jón Arnar Pálmason hönnuður Akureyri kr. 1.490.398 7. Elías Eliasson bæjarfógeti Akureyri kr. 1.472.598 8. Stefán Sigtryggsson viðsk.fr. Akureyri kr. 1.440.739 9. Haraldur Árnason tæknifr. Akureyri kr. 1.422.643 10. Benedikt Ólafsson lögfr. Akureyri kr. 1.353.184 11. Valur Arnþórsson kaupfélagsstj. Akureyri kr. 1.339.662 12. Óli Ragnarsson lyfsali Dalvík kr. 1.310.680 Fyrirtæki: 1. Kaupfélag Eyfirðinga 66 millj. 2. Útgerðarfélag Akureyringa 27 millj. 3. Slippstöðin Akureyri 14 millj. 4. Höldur sf. Akureyri 11,5 millj. 5. Kaffibrennsla Akureyrar 11 millj. 6. Bliki hf. Dalvík 10 millj. 7. Kaupfélag Þingeyinga Húsavík 9, 8 millj. 8. Akureyrarbær 8,2 millj. 9. Manville Húsavik 8 millj. 10. Akur hf. Akureyri 7,1 millj. 11. Fjórðungssjúkrahúsið Akureyri 7 millj. - HIA - Akureyri Guðmundur H. Ingólfsson hjá Byggðastofnun er starfsmaður þess- arar byggðaáætlunar og hefur hann ferðast um Vestfirði þvera og endi- langa síðustu þrjá mánuði og lagt þetta verkefni fyrir sýslunefndir, all- ar sveitarstjórnir og fjölda einstakl- inga og stofnana. Markmiðið er að ljúka áætluninni fyrir 1. september. Henni er ætlað að varpa ljósi á það hvernig hægt er að koma í veg fyrir frekari fólks- fækkun frá framleiðslusvæði Vest- fjarða. Verið er að skoða með hvaða hætti er hægt að koma á jafnvægi í búsetu á Vestfjörðum og reyna að hafa einhverja stjórn á þeim breyt- ingum sem eru fyrirsjáanlegar á búsetu og þróun byggðar á Vest- fjörðum. Þróunin virðist hafa ver- ið og er enn fækkun fólks, en framleiðsluverðmæti til þjóðarbús- ins eru ekki minni. Svoleiðis gengur það ekki endalaust. Gögnin sem notuð eru við vinnslu byggðaáætlunarinnar eru einkum byggð á viðtölum við Vestfirðinga sjálfa, enda var það skilyrði af hálfu Byggðastofnunar að verkefnið yrði framkvæmt af heimamönnum sjálf- um að svo miklu leyti sem hægt væri. Hugmyndin er að kynna áætlunina Fjórðungsþingi Vestfjarða sem hald- ið verður að Reykjanesi 4.-5. sept- ember. Á því þingi verður einnig fjallað um samgöngumál, þar á með- al útkomnar jarðgangaskýrslur, en samgöngumál snerta alla aðra byggðaþætti, svo sem atvinnuupp- byggingu og félagsmál. Sérstök verkefnisstjórn var skipuð til að hafa umsjón með byggðaáætl- uninni. í henni eru Sigurður Guð- mundsson forstöðumaður þróunar- sviðs Byggðastofnunar, Jóhann T. Bjarnason framkvæmdastjóri Fjórð- ungssambands Vestfjarða og Jón Björn Gíslason stjórnarmaður Fjórðungssambandsins á Patreks- firði. ABS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.