Tíminn - 15.08.1987, Síða 9
Laugardagur 15. ágúst 1987
Tíminn 9
Þórbergur Þórðarson,
Lúðvik Zamenhof.
Þorsteinn Þorsteinsson,
steinsson kynnti hér á landi með
þýðingu sinni í Lesbók Morgun-
blaðsins á sínum tíma.
Bók þessa bandaríska próf-
essors er ekki áróður fyrir esper-
anto út af fyrir sig heldur al-
mennur rökstuðningur fyrir
nauðsyn alþjóðamáls, sem allar
þjóðir viðurkenndu sem
heimsmál og gerðu að skyldu-
námsgrein hver hjá sér. Með því
væri fengið eitt mál sem allar
þjóðir kynnu í stað þess að nú
læra menn mismunarrdi erlend
mál í skólum, sumir ensku, aðrir
frönsku, spænsku, rússnesku,
kínversku og guð veit hvað, en
þegar upp er gert er ekkert
þessara mála eiginlegt heims-
mál, og maður sem væri þó svo
snjall að hann kynni 10 útbreidd-
ustu tungur heims, allt frá kín-
versku og ensku niður í port-
úgölsku eða frönsku kynni að
eiga á hættu að geta ekki spurt
til vegar ef þannig stæði á um
verustað hans á ferðalagi. Slíkt
gæti auðveldlega hent þess hátt-
ar málaséni hér á Islandi og hvar
sem er á Norðurlöndum, svo
ekki sé lengra farið.
Misskilningur um
„heimsmálin“
Það er nefnilega misskilningur
að til sé eitthvert heimsmál.
Þegar enska er nefnd því nafni
er það ekki rétt og þegar Frakk-
ar sjálfir láta í veðri vaka, sem
ekki er óalgengt, að franska sé
alþjóðamál, þá er það fjarri öllu
lagi. Aðeins brot af mannkyninu
kann þessi mál og hvorugt þess-.
ara mála eru sérstök „mennta-
mannamál" ef út í það er farið.
Þau eru heldur ekki mál stjórn-
málamanna að heitið geti, en að
ýmsu leyti mál stjórnarerind-
reka, og þó er það ekki algilt.
Þannig virðist reynsla margra af
kynnum við sovéska diplómata
og aðra sóvéska málsvara í við-
ræðum eða samningum vera sú
að þeir notist fremur við túlka
en að þeir tjái sig sjálfir á
þessum svokölluðu heimstung-
um, ef viðmælendur þeirra
kunna ekki rússnesku. Kemur
iðulega fyrir að íslenskir við-
ræðumennn eiga skipti við
sovéska fulltrúa á þann hátt að
íslendingarnir notast við ensku,
eftir því sem þekking þeirra
hrekkur til, sem síðan er túlkuð
á rússnesku af því að sovésku
viðmælendurnir virðast ekki
kunna „heimsmálið“ ensku (sem
vel má vera) eða vilja ekki nota
það mál milliliðalaust þegar
svona stendur á. Þegar af þessari
ástæðu er naumast hægt að segja
að aðilar ræðist við á jafnréttis-
grundvelli.
Þetta er dæmi um það að allar
stórþjóðir halda fram sínu
tungumáli og fulltrúar stórvelda
leyfa sér þann munað að tala
aldrei annað en sitt eigið mál
þegar mikið liggur við. Meðal
stórþjóða er það nánast sérgrein
að læra erlend mál, en engin
skylda, enda naumast talið
bráðnauðsynlegt. Það virðist
t.d. hrein undantekning ef ensk-
ur eða bandarískur stjórnmála-
maður kann orð í öðrum málum
en sinni eigin tungu.
Gömul viðhorf og ný
Af ýmsu hefur leitt að mál
stórþjóða, heimsvelda og ný-
lenduríkja hafa sjálfkrafa verið
viðurkennd sem „heimsmál" og
notast við þau í alþjóðasam-
skiptum sitt á hvað eftir því hvar
menn eru staddir, eða hvaða
heimshluta og menningarsvæði
menn heyra til. Með talsverðri
fyrirhöfn og einskonar hagnýtri
lítilþægni smáþjóðanna hefur
þetta blessast, enda hafa menn
hingað til ekki fundið fljótvirk-
ari lausn á þessum vanda, satt að
segja. Fram undir okkar daga
hefur þörfin fyrir „hið eina“
alþjóðamál varla verið brýnni
en svo að gamaldags aðferðir í
því efni gátu dugað, þ.e. að
útnefna nokkur forgangs-
tungumál til stuðnings alþjóða-
samskiptum og notast við sér-
menntaða túlka til þess að tengja
ræður og viðtöl manna saman og
láta dæmið ganga upp á þann
hátt.
En frá öðrum sjónarhóli séð
er þetta gamla eða viðtekna
kerfi óhentugt, kostnaðarsamt
og ólýðræðislegt. Að vísu er
hægt að lifa af óhagkvæmt skipu-
lag (og mannkynið hefur tals-
verða æfingu í því) og það er
einnig hægt að sætta sig við eitt
og annað sem ekki er hálýð-
ræðislegt, ef menn eru í skapi til
þess. En ekki er ólíklegt að
tímarnir eigi eftir að breytast í
þessum efnum, og komi þá hvort
tveggja til að smáþjóðirnar yndu
því ekki að stórþjóðirnar nytu
forréttinda um málanotkun og
að túlkakerfið dæmdist óhag-
kvæmt, dýrt og ónothæft.
Ef slík viðhorf sigruðu er ekki
um annað að ræða en áð þjóðir
heims kæmu sér saman um að'
taka upp eitt mál sem yrði
skyldumál í samskiptum þjóð-
anna og skyldunámsgrein í skól-
um allra landa. En þá er eftir að
velja þetta mál. Varla eru til
nema tvær leiðir í því sambandi,
og vísast þá til skoðana dr. Peis,
annað hvort að koma sér saman
ufn að gera einhverja þjóðtung-
una (t.d. ensku) að alheimsmáli
eða taka upp tilbúið mál, t.d.
esperanto, og kenna það öllum
jarðarbúum samhliða móður-
málinu.
s
Islensk viðhorf og
hagsmunir
Áður en til stórræða kæmi á
þessu sviði, er líklegt að hver
þjóð yrði að ræða afstöðu sína
til eins heimstungumáls út frá
sínum eigin forsendum, ekki
síst að því er varðar almenna
stefnu í menningar- og fræðslu-
málum og utanríkismálum. Is-
lendingar ættu að öðru jöfnu að
fagna því ef tekið yrði upp eitt
skyldumál fyrir allar þjóðir
heims. Þar með er ekki sagt að
það yrði nein menningarleg
framför að því að íslendingar
legðu af þann sið að læra ýmis
tungumál í skólunum, þó ekki
sé nema undirstaðan á þessum
málum og það hrafl sem mönnum
finnst oft að málakunnátta
menntskælinga sé.
Það væri engin menningarleg
framför að því að íslendingar
hættu að læra dönsku (eða ann-
að norrænt mál) og stefndu
markvíst að því að tala við
Norðurlandafólk á esperanto.
Nær væri að efla dönskukennsl-
una í landinu og þekkingu á
öðrum Norðurlandamálum. ís-
lendingar geta ekki rækt þá
yfirlýstu utanríkisstefnu sína að
taka þátt í norrænu samstarfi
umfram flest annað nema með
því einu að skilja Norðurlanda-
málin og geta talað eitthvert
þeirra sómasamlega. Þaðan af
síður er hugsanlegt að íslending-
ar geti átt þau menningarsam-
skipti við Norðurlönd sem þeim
er brýn nauðsyn og þeir hafa
beinan hagnað af, ef nám í
norrænum málum er vanrækt í
skólum landsins.
Hið sama má segja um ensku-
nám. Ekki yrði nein framför að
því að draga úr enskunámi í
íslenskum skólum, þótt svo
kynni að vilja til að eitthvert
annað mál en enska yrði valið til
þess að vera alþjóðamál í þeim
skilningi serh hér hefur verið til
umræðu. Nágrenni okkar við
hinn enskumælandi heim gerir
það eðlilegt og nauðsynlegt að
íslendingar kunni ensku að
nokkru gagni á sama hátt sem
okkur er mikilvægt að kunna
mál nágranna okkar á Norður-
löndum. Esperanto leysir engan
slíkan vanda hvað Islendinga
varðar.
Orð Guðbrands
Magnússonar
Hins vegar er aldrei nema við
hæfi að ljúka þessu spjalli um
alþjóðamál með orðum Guð-
brands Magnússonar, fyrsta rit-
stjóra Tímans, þegar hann ritaði
svo:
„Árið fyrir hátíðina (þ.e. al-
þingishátíðina 1930) tókst ég
ferð á hendur suður ílönd. Fann
ég þá glöggt til þess, hvað hinar
mismunandi þjóðtungur ollu
miklum samgönguerfiðleikum.
Þegar ég eitt sinn suður á Spáni
var kominn inn í Pullmansvagn
með hinum álitlegustu sam-
ferðamönnum, án þess þó að
notaðist að samfylgdinni, tók ég
að hugsa eitthvað á þessa lund:
Úr því við eigum elsta þingið,
Islendingar, þá mætti á þúsund
ára þinginu slá til hljóðs fyrir
mikilsverðu málefni. En hvert
skyldi svo þetta málefni vera?
Að þúsund ára þingið samþykkti
að gjöra hjálparmál, t.d. esper-
anto, að skyldunámsgrein í öll-
um barnaskólum landsins. “
Síðan bætir Guðbrandur við
þessum orðum og talar nákvæm-
lega á sömu nótum og dr. Mario
A. Pei.:
„I greinargerð yrði tekið
fram, að Alþingi vænti þess að
önnur þjóðþing færu að þessu
fordæmi. Að sjálfsögðu gæti
samist um hitt, hvert hjálpar-
málið endanlega yrði. “
Loks endar þessi fyrsti Tíma-
ritstjóri, Guðbrandur Magnús-
son, grein sína með eftirfarandi
spádóms- og varnaðarorðum:
„En vita mega menn, að innan
stundar kemur að því að hinum
andlegu samgönguerfiðleikum
milli þjóða og milli kynkvísla
verður að gefa meiri gaum en
áður.“
Undir þessi orð er vert að
taka. Full ástæða er til þess á
aldarafmæli hins vel heppnaða
„alþjóðamáls" Zamenhofs að
gefa gaum að þörfinni fyrir eitt,
sameinandi alþjóðamál, en láta
því annars ósvarað að sinni hvert
það mál ætti að vera. „Það er
samningsatriði,“ segja báðir, dr.
Pei og Guðbrandur Magnússon.