Tíminn - 15.08.1987, Side 10

Tíminn - 15.08.1987, Side 10
10 Tíminn Laugardagur 15. ágúst 1987 The University of Manitoba Manitóbaháskóli Prófessorsstaða í íslensku er laus til umsóknar Tekið verður á móti umsóknum eða tilnefningum til starfs við íslenskudeild Manitóbaháskóla og boðið upp á fastráðningu (tenure) eftir tiltekið reynslutímabii í starfi ef öllum skilyrðum er þá fullnægt. Staðan verður annaðhvort veitt á stiginu „Associate Professor“ eða „Full Professor'* og hæfur umsækjandi settur frá og með 1. júlí 1988. Laun verða í samræmi við námsferil, vísindastörf og starfsreynslu. Hæfur umsækjandi þarf að hafa lokið doktorsprófi eða skilað sambærilegum árangri á sviði íslenskra bókmennta bæöi fornra og nýrra. Góð kunnátta í enskri tungu er nauðsynleg sem og fullkomið vald á íslensku rit- og talmáli. Kennarareynsla í bæði málfræði og bókmenntum er mikilvæg og æskilegt að umsækjandi hafi til að bera nokkra kunnáttu í nútímamálvísindum. Þar sem is- lenskudeild er að nokkru leyti fjármögnuð af sérstökum sjóði og fjárframlögum Vestur-íslendinga, er ráð fyrir því gert að ís- lenskudeild eigi jafnan drjúga aðild að menningarstarfi þeirra. Þess er vænst að karlar jafnt sem konur sæki um þetta embætti. Samkvæmt kanadískum lögum sitja kanadískir þegnar eða þeir sem hafa atvinnuleyfi í Kanada í fyrirrúmi. Umsóknir eöa tilnefningar meö ítarlegum greinargerö- um um námsferil, rannsóknir og starfsreynslu, sem og nöfnum þriggja er veitt geti nánari upplýsingar, berist fyrir 30. október 1987. Karen Ogden Associate Dean of Arts University of Manitoba Útboð Orkubú Vestfjarða óskar eftirtiiboðum í jarðvinnu og gerð undirbyggingar fyrir verkstæðis- og skrif- stofuhús á Patreksfirði. Útboðsgögn verða afhent á eftirtöldum stöðum gegn 2000 kr. skilatryggingu. Skrifstofu Orkubús Vestfjarða Stakkanesi 1, 400 ísafirði. Skrifstofu Orkubús Vestfjarða Aðalstræti 13, 450 Patreksfirði. Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar Borgartúni 20,105 Reykjavík. Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 1. september n.k. kl. 14.00 á skrifstofu Orkubús Vestfjarða Aðalstræti 13 Patreksfirði Fulltrúastarf Stjórn Kennarasambands íslands auglýsir eftir starfsmanni til að sinna verkefnum er varða kjara- og félagsmál kennara. Um er að ræða 50% starf og hugsanlega aukið starfshlutfall á álagstímum. Umsækjendur þurfa að hafa kennaramenntun og kennslureynslu auk þess að hafa áhuga á félags- starfi í stéttarfélagi kennara. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst 1987. Allar frekari upplýsingar gefur formaður KÍ í síma 91-24070. Umsóknir skulu sendar til Stjórnar Kennarasam- bands íslands, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, merktar „Fulltrúastarf". Framleiðslustjóri - Fiskvinnsla Framleiðslustjóri óskast í umfangsmikla fisk- vinnslustöð á Vestfjörðum. Reynsla æskileg. Góð laun og fríðindi í boði fyrir góðan mann. Upplýsingar í síma 685414 eða 685715. Framleiðni sf. llllllllll SAMTÍNINGUR llllllllllllllllllllll Þau finna ekki til sársauka Paul, tveggja ára og Victoria Waters, fimm mánaða, eru haldin einum sjaldgæfasta sjúkdómi sem til er. Þau finna alls ekki til sársauka. Eins og nærri má geta eru foreldrar þeirra stöðugt með lífið í lúkunum, því einkum Paul er athafnasamur í meira lagi Vissulega var indælt að koma heim með nýfætt barn, sem auk þess var ekkert nema þægðin. Þegar Paul var lítill, grét hann aldrei eða orgaði, brosti bara og hjalaði, meira að segja, þegar hann vaknaði á næturn- ar. Ég á tvö börn frá fyrra hjónabadi og Bob, maðurinn minn þrjú, sem öll búa hjá okkur, svo ég hef tölu- verða reynslu af börnum á ýmsum aldri, segir Christine Waters, 32 ára og eiginmaðurinn kinkar kolli. Á gólfinu fyrir framan þau er sonurinn Paul, nýlega tveggja ára. Hann var að leika sér fyrir andartaki, en nú fær hann sér blund í mestu makindum, þangað til hann tekur til ,að nýju. Bob segir að hann sé svo athafnasamur, að hann blátt áfram sofni af þreytu annað slagið. Þá fyrst er forcldrunum líka óhætt að slaka örlítið á. Paul er nefnilega líflegasti snáði, sem allt þarf að kanna eins og gengur og gerist, en hann þarf mun meira eftirlit en önnur börn. Waters-fjölskyldan býr í litlum bæ við Kent-ströndina í Englandi. Fimm eldri börnin eru í skóla, en yngsta barnið, Victoria, 5 mánaða situr skælbrosandi í fangi móður sinnar í sófanum. þaul var einmitt svona, þegar hann var á hennar aldri, segir Bob. Hann var orðinn tæplega ársgamall, þegar hann grét í fyrsta sinn og síðan »*«*■* Æ ScfSftíS! Paul mundi ekki hika neitt við þetta, þó straujárnið væri heitt.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.