Tíminn - 15.08.1987, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. ágúst 1987
Tíminn 13
UM HVERJA HELGI
- fólk flykkist að til að taka þátt í dularfullri morðgátu
og byrla því eitur. Gestirnir fá
líka peninga sinna virði, þegar
þeir sjá gerviblóðið fljóta, bætir
hún við.
Joy á mikið safn morðvopna,
en byssueftirlíkingin, sem notuð
var til að útrýma einu fórnar-
lambinu, orsaícaði einu sinni al-
vöruuppnám. Áður en Joy lagði
af stað heim til London með
lest, fékk hún sér hressingu á
bar í Euston. Þegar hún seildist
eftir sígarettupakka í veskið sitt,
sá hún konu, sem starði á fölsku_-
byssuna um leið.
- Ég velti því ekki meira fyrir
mér, segir Joy, - en konan
hlýtur að hafa tilkynnt lögregl-
unni þetta. Þegar lestin rann inn
á stöðina, komu rannsóknarlög-
reglumenn á vettvang og lögðu
hald á byssuna, en færðu mig til
yfirheyrslu. Sagan sem ég hafði
að segja um helgarmorð, þótti
allt of ótrúleg.
Joy fékk hugmyndina að
starfseminni þegar hún heyrði
útvarpsfrétt um morð á hóteli. -
Ég hugsaði í fyrstu um/Jivað
það væri skelfilegt ef svona lagað
gerðist á mínu hóteli, segir Joy,
sem þá var skrifstofustjóri á
hóteli í Southport. - Síðan fór
ég að sjá möguleikana.
Fljótlega gerði Joy sér grein
fyrir að hafa mætti stórfé upp úr
svona löguðu og ákvaö að
helga sig morðum að fullu. Nú
ferðast hún mörg þúsund kíló-
metra á mánuði hverjum með
helgarmorð sín, milli hótela
víðsvegar um landið og er alls
staðar tekið vel. .
- Mikilvæga'st^er "áð hafa alla
með. Gestirnir eru^ekki að horfa
á morðgátu, heldur taka þátt í
henni. Þeim er boðið að vekja
grunsemdir eina helgi og þykjast
vera aðrir en þeir eru. Sé málið
tengt skóla, geta þeir verið fyrr-
um skólasystkini, ef það tengist
brúðkaupi, er gamall vinur
brúðarinnar hentugur.
Fólk nýtur þess að leika eitt-
hvert hlutverk, hcldur Joy
áfram. - Bankastjóri getur verið
tískufatahönnuður eina helgi, ef
hann bara, vill. Þetta er eins
konar flótti frá daglega lífinu.
EitÉ sinn var með okkur sál-
fræðingur frá Kaliforníu, sem
sannfærðist um að svona lagað
væri prýðileg sálræn afslöppun.
Einu vandræðin, sem ég hef
fundið til, er að gestunum hættir
til að elta mig hvert fótmál, í von
um að ég komi upp um allt
saman. Stundum getur þetta
orðið óþægilegt, svo ekki sé
meira sagt.
Það skemmtilegasta er, að
yfirleitt tekst aðeins einni mann-
eskju, að geta upp á hver morð-
inginn er. - Við höfum iðulega
haft með okkur lögreglumenn í
helgarleyfum, sem sjá ekki
nokkra skímu í gátunni, bétir
Joy stolt við að lokum.
Einstakt tækifæri fyrir
bömin til þess að komast
í snertingu við dýrin - og
fyrir þá fullorðnu til þess
að kynnast landbúnaði
nýrra tíma.
OPIÐ:
Kl. 14-22 virka daga,
kl. 10-22 um helgar.
Strætisvagnar 10 og 100
stoppa í grennd við BÚ ’87.
Allir krakkar
fá að fara á hestbak.
Reiðsýningar.
Hestaleiga.
Góðhesta- og kynbóta-
sýningar 20.-23. ágúst.
Hrossamarkaður, 14 af
bestu hrossum landshlut-
anna boðin upp.
Fiskirækt og margar fleiri
nýjar búgreinar.
w
í íslenskum landbúnaði er
komin lengra en marga grunar.