Tíminn - 15.08.1987, Page 14
14 Tíminn
ÍÞRÓTTIR
Laugardagur 15. ágúst 1987
íslandsmótið í knattspyrnu, 2. deild:
Markalaus barátta
á Valbjarnarvelli
- ÍR og Selfoss skildu jöfn í leik þar sem mikið bar á baráttu en minna á spili
ÍR og Selfoss skildu jöfn í viður-
eign sinni í gærkvöldi er fram fór á
Valbjarnarvelli. Leikurinn var í
járnum allan tímann, lítið um færi
og úrslitin sanngjörn þegar upp var
staðið.
Bæði liðin eru því áfram með í
baráttunni um 1. deildarsætin tvö,
ÍR-ingar hafa 21 stig en Selfyssingar
standa betur, eru með 23 stig. Leift-
ur er í efsta sæti deildarinnar með 24
stig, Selfyssingar koma næstir með
23 stig, Víkingar og Þróttur eru með
22 stig, ÍR 21 stig og Vestmanna-
eyingar 20 stig, öll þessi lið, og
jafnvel Einherji frá Vopnafirði og
Breiðablik koma til með að berjast
hart um stigin á næstu vikum.
ÍR byrjaði af krafti í gærkvöldi,
áttu skot í slá strax á 1. mínútu.
Leikurinn jafnaðist þó snemma en
miðjuþófið var ríkjandi, dekkningin
stíf og ekkert gerðist utan að Selfyss-
ingar fengu fjölda langra innkasta
sem ekki nýttust þó Jón Birgir
Kristjánsson væri nálægt því að
skora í eitt skiptið.
í síðari hálfleik var sama dæmið
upp á tengingnum en undir lokin
sóttu gestirnir stíft og Páll Guð-
mundsson fékk gott færi til að stela
stigunum þremur en skaut yfir.
Ljóst er að bæði lið verða að spila
betur í síðustu leikjunum eigi 1.
deildarsæti að nást.
Vörn Selfyssinga var góð í þessum
leik, Hreiðar Sigtryggsson mark-
vörður, Sævar Sverrisson og Þórar-
inn Ingólfsson voru sérstaklega áber-
andi, Sævar hélt markakónginum
Heimi Karlssyni algjörlega niðri í
leiknum.
Hjá ÍR var sömu sögu að segja,
vörnin var sterk með Guðjón Ragn-
arsson í ágætu formi. Þá var Þor-
steinn í markinu öryggið uppmál-
að.
2. deildarkeppnin heldur áfram í
dag og verður sjálfsagt hart barist í
öllum leikjunum enda hvert stig
mikilvægt. Einherji tekur á móti
Víkingum á Vopnafirði og takist
þeim að sigra þann leik eru þeir
ennþá með í slagnum. Á Siglufirði
keppa heimamenn við Vestmanna-
eyinga, enn einn leikur sem er
heimaliðinu mikilvægur, annars er
fall orðin meira en hugsanlegur
möguleiki.
í Kópavogi reynir efsta lið deildar-
innar, Leiftur frá Ólafsfirði, að
tryggja’sér þrjú stig sem myndi koma
þeim langt yfir þröskuld annarrar
deildarinnar. Breiðablik þarf hins
vegar nauðsynlega á stigum að halda
annars blasir botnbaráttan við.
Á ísafirði keppa síðan heima-
menn við Þrótt úr Reykjavík. Þrótt-
ur er með í toppbaráttunni en ísfirð-
ingar eru nánast fallnir í 2. deild.
Möguleikinn er þó enn fyrir hendi
og því víst að ísfirðingar leggja allt
kapp á að vinna.
y Bikarkeppni FRÍ um helgina:
ÍR-veldi hnekkt?
Bikarkeppni Frjálsíþróttasam-
bands íslands fer fram nú um helgina
og gæti keppni orðið spcnnandi,
sérstaklega í 1. deild þar sem IR-
ingar, bikarmeistarar síðustu fimm-
tán ára, munu vafalaust mæta harðri
keppni frá keppnisliði HSK.
Keppt verður í þrenrur deildum.
I. deildarkeppnin fer fram í Rcykja-
vík og hefst kl. 14.00 í dag og 11.00
á sunnudeginum. Kcppni í 2.deild
fer fram í Hafnarfirði og hefst kl.
II. 00 báða dagana. Þriðja deildin
fer síðan frant í Stykkishólmi á
sunnudeginum og hefst keppni þar
kl. 13.00.
Fyrirkomulagið er þannig að tvö
ncðstu liðin í I. og 2. deild falla
niður um deild og tvö efstu liðin fara
upp.
I 1. deild eigast við ÍR, HSK, KR,
UMSK, UÍA og UMFK. Búist er
við mjög mikilli keppni milli ÍR og
HSK og reyndar má ekki afskrá
bæði UMSK og KR í þessum slag.
Þessi félög hjuggu nærri sigurgöngu
ÍR-inga í fyrra og aðeins tvö og hálft
stig skildu þrjú efstu liðin í fyrra.
Telju má næsta öruggt að UMFK
falli í 2.deild en hvert hinna félag-
anna fylgir með er erfitt um að spá.
í Hafnarfirði mæta einnig sex lið
til leiks, FH, Ármann, UMSB,
USAH, UMSS og UDN. Þar eru
FH-ingar líklegastir til að bera sigur
af hólmi en UDN er hins vegar í
mestri fallhættu.
Sjö lið hafa tilkynnt þátttöku í 3.
deild, HSH, UNÞ, HSÞ, USÚ,
USVS, UMSE og HSS. Af þessum
félögunr þykja HSH og UMSE lík-
legust til að komast upp í 2. deild.
Einar sjötti
í Lundúnum
Einar Vilhjálmsson varð sjötti í spjótkastinu á Grand Prix mótinu í
Lundúnum í gær þar sem helstu stjörnur frjálsíþróttanna voru saman-
komnar.
Einar kastaði 76,68 metra og Sigurður Einarsson fylgdi skammt á eftir,
varð sjöundi með 76,60.
Það var Bretinn Mike Hill sem sigraði með kast upp á 81,64 metra,
annar var góðkunningi okkar íslendinga Peter Borglund frá Svíþjóð með
80,58 og þriðji enginn annar en Tom Petranoff frá Bandaríkjunum með
79,78.
Dag Wenlund frá Svíþjóð var fjórði með 79,30, Sejad Krdzalic frá
Júgóslavíu kastaði 78,76 og Einar kom svo næstur.
Tvö silfur og eitt brons
Þetta eru kapparnir sem tóku þátt í
Norðurlandameistaramóti öldunga í
frjálsum íþróttum sem fram fór í
Björneborg í Finnlandi fyrir
skömmu.
Þeir eru frá vinstri Elías Sveinsson
KR, Ólafur Unnsteinsson HSK,
Ólafur J. Þórðarson ÍA, Jón H.
Magnússon ÍR og Guðmundur Hall-
grímsson UÍA. Á milli þeirra stend-
ur Þorsteinn Löve sem keppti fyrir
hönd Svía á þessu móti.
íslendingunum gekk ágætlega öll-
um saman, komust allir í úrslit í
sínum greinum og urðu því meðal
átta fyrstu. Alls tóku 800 keppendur
þátt í mótinu.
Guðmundur og Elías nældu sér í
silfurverðlaun, Guðmundur varð 2.
í 200 metra hlaupi og Elías 2. í
kringlukasti. Þávarð Guðmundur3.
í 100 metra hlaupi.
priðju hverja viku
M/S JÖKULFELL lestar í