Tíminn - 15.08.1987, Qupperneq 15
Laugardagur 15. águst 1987
Tíminn 15
Ert þú
góður granni?
Smávegis þras yfir limgerði getur
orðið að hreinu stríði, ef málin eru
látin fara úr
Nágrannarnir geta skipt miklu
máli ■ lífi fólks. Þess eru dæmi,
einnig á Islandi, að leitað hefur
verið til dómstóla vegna þess að
grönnum reynist ókleift að útkljá
ágrciningsmál sín. Sjaldnast
gengur það þó svo langt, en tclja
má víst að flestir hafi cinli verntíma
látið framferði granna sinna fara
óþægilega mikið í taugarnar á sér.
í þessari klausu er sagt frá því
sem gerist í grannamálum í
Bretlandi og ekki er ólíklegt að
einhver hér hcima kannist við
eitthvað því líkt, þó hér hafi ekki
beinlínis verið gerðar
skoðanakannanir um inálin.
Nýlega var til dæinis kannað á
fasteignasölum, hvort kaupendur
hefðu farið öðruvísi að, ef þeir
hefðu vitað fyrirfram, hvernig
nágranna þeir fengju. Niðurstaðan
varð sú, að ein fjölskylda af
hverjum 25 hefði alls ekki keypt
viðkomandi eign, ef hún hefði
þckkt granna sína áður.
I Birminghamerháskólaprófess-
or sem hefur gert nágrannadeilur
að rannsóknarefni sínu. Hann full-
yrðir að næsta algengt sé að fólk
íhugi alvarlega að flytja vegna
vandamála sem það sér í ná-
grönnunum.
Vissulega láta sumir líka verða
af því að flytja og þá af einkenni-
legustu ástæðum. Sölumaður
nokkur flutti til dæmis vegna þess
að konan í næsta húsi fór alltaf í
sólbað ber að ofan. Einhverjum
hefði kannske þótt það prýðileg
ástæða til að sitja sem fastast.
Aðrir eru kyrrir og reyna að
þrauka. Húsmóðir í Lindfield í
Sussex beindi garðslöngunni að
grönnum sínum af því þeir börðu í
milliveginn, þegar hún var að
hjálpa dóttur sinni að æfa fyrir próf
í píanóleik.
Kona á sjötugsaldri í Yorkshire
fleygði múrsteinum í nýjan glugga
nágranna síns, því henni fannst
baðherbergi sitt verða orðið að
pyndingarklefa. Einmitt þar höfðu
hljóðin í steinsög, borvélum og
hamarshögg verið hvað verst.
Eileen Purfield, 55 ára húsmóðir
í Bexhill-on-Sea veit alveg hvað
lífið getur verið óþægilegt, ef
ágreiningur ríkir við nágrannana.
Árum saman stóðu þau hjón í
deilum unt lóðamörkin við George
hinum megin, roskinn einbúa.
George setti upp girðingu, Pur-
field-hjónin rifu hana niður. Ge-
orge setti upp aðra, mun traustari
og lét loks reisa 180 cm háan vegg.
Purfield lét þá reisa annan á sömu
undirstöðum, en George braut
hann líka niður.
Þegar hér var komið, var lögregl-
an kölluð til og málið endaði fyrir
rétti, þar sem báðir aðilar urðu að
láta undan til að halda friðinn. Nú
er George látinn, en frú Purfield
segir: Þetta var skelfilegt. And-
rúmsloftið var alltaf hlaðið spennu
og okkur leið illa ígarðinum.í fyrstu
reyndum við að vera vinsamleg, en
það var alls ekki hægt að tala við
manninn.
Við sáum ekki ástæðu til að
flytja, því við áttum ekki sök á-
vandanum. Ef einhver reynir vilj-
andi að vera andstyggilegur, er
ósköp erfitt að rétta honum bara
hinn vangann.
En hvað má gera og hvað ekki,
til að^forðast að koma af stað
illdeilum við nágranna sína? At-
hugum eftirfarandi:
Missið fyrir alla muni ekki stjórn
á skapinu. Bjóðið viðkomandi upp
böndunum
Kannske er þetta góður granni, þó
hann vilji ekki sleppa sláttuvélinni
yfir limgerðið.
á hressingu og reynið að ræða
málin í stað þess að rífast hver í
sínum dyrum. Flestir gera illt verra
með því að kvarta. Þeim finnst
erfitt að útskýra í rólegheitum
eitthvað sem er þeim óþolandi.
Mörgum hættir til að bíða of lengi
með að vekja máls á hlutunum, en
svo kemur að því að upp úr sýður
og þeir eru fokreiðir, þegar þeir
afráða að nú skuli látið til skarar
skríða.
Best er að hafa allar staðreyndir
fyrirliggjandi, áður en kvartað er.
Maður hefur til dæmis engan rétt
til að gróðursetja klifurrós upp við
girðingu grannans, eða að krefjast
þess að hann geri við girðingu sína.
Maður má heldur ekki höggva
greinar af hans trjám, þó þær téygi
sig yfir í manns eigin garð.
Maður hefur ekki einu sinni
sjálfkrafa rétt á að leggja bíl sínum
við gangstéttina framan við húsið,
umfram aðra, en ef einhver leggur
fyrir innkeyrsluna þína, áttu þó
heimtingu á að hann færi sig.
Ágætt er að spyrja aðra ná-
granna, hvort málið komi illa við
þá líka og reynandi væri þá að
fylkja liði til að losna við vandann.
Kvartanir um hávaða eru lang-
algengastar. Næst koma kvartanir
um framferði barna og gæludýra
og síðan um óþægindi vegna bíla.
Ekki er ráðlegt að kalla lögregl-
una til í of miklum flýti. Lögreglu-
menn kæra sig sjaldnast um að
blandast í nágrannadeilur, sem eru
ekkert nema deilur. Ef um vísvit-
andi skemmdarverk er að ræða,
gegnir þó öðru máli og slíkt þarf að
sanna.
Rannsóknir leiða í ljós, að besta
leiðin til að jafna ágreiningsmál
nágranna, sé að reyna að sjá málið
frá sjónarhóli hins aðilans og ræða
það.
Að lokum skal hver og einn
minnast þess að hann á ekki ein-
ungis nágranna, heldur er hann
líka nágranni.
Höggmyndagarður í kringum Hnitbjörg, Listasafn Einars Jónssonar var opnaður á ný eftir endurskipulagningu
garðsins. A myndinni eru f.v.: Stcinþór Sigurðsson, listmálari, Hörður Bjarnason, stjórnarmaður listasafnsins og
Olafur Kvaran safnvörður
Ingólfur Davíðsson:
Hátt ber Einars
Hnitbjargagarð
Hnitbjörg, sérkennileg bygging,
reist með opinberum stuðningi sem
safn og íbúðarhús Einars Jónssonar
myndhöggvara. Húsið setti lengi
svip á Skólavörðuholtið sem þá var
að mestu autt, bert og blásið. Nú
gnæfir mikilfengleg Hallgrímskirkj-
an yfir umhverfið.
Listasafn Einars er stórmerkilegt.
Þá er mikil hugsun í myndum hans,
meiri en flestra annarra.
Margar myndastyttur hans eru á
almannafæri í Reykjavík, t.d. hin
fræga mynd Útlagar, sem skapaði
Einari mikinn orðstír, ennfremur
minnismerkið um Ingólf Arnarson á
Arnarhóli, mynd Jónasar Hallgríms-
sonar í Hljómskálagarðinum, fyrsta
styttan eftir alíslenskan listamann,
sem hér var sett upp.
Garðurinn við Hnitbjörg er
rammlega múrgirtur og er mikil
gróska í honum, þó oft blási heldur
mikið þarna uppi á Skólavörðuholt-
inu. Byggingar veita honum núorðið
verulegt skjól, en harðir vindsveipar
þjóta stundum kringum háreista
kirkjuna.
Hnitbjargagarður er með sér-
kennilegustu görðum í Reykjavík,
og reyndar að sumu leyti einstæður,
enda átti listamaðurinn sjálfur, Ein-
ar Jónsson, þátt ígerð hans. Garður-
inn er allstór með talsverðum trjág-
róðri, upphleðslum úr grágrýti og
snyddu - og ennfremur stórri hæð.
fáum árum hefur verið gerð mikil
bragarbót, það er, komið hefur verið
fyrir mörgum afsteypum í eir af
listaverkum Einars, og eykur það
gildi garðsins stórkostlega. Allur er
garðurinn hinn forvitnilegasti. Allir
vilja skoða höggmyndadeildina (eir-
steypurnar), en mörg listaverkin
njóta sín best í faðmi eða nálægð
gróðursins. Sitja margir gestir sem í
draumi á bekkjunum, eða reika
hugsandi um garðinn.
Þegar ég kom í Hnitbjörg í fyrsta
sinn voru áhrifin yfirþyrmandi.
Ótæmandi efni virtist forvitnilegt til
skoðunar. Til gamans skal ég geta
þess, að framan við eina höggmynd-
ina flugu mér í hug hendingarnar:
„Og svo var líka samviskan sífellt að
bíta og slá.“
Við hvaða myndverk er átt?
Áskrift oq dreifinq í
Reykjavík og Kópavogi er
opin 9-5 daglega og 9-12 á
laugardögum.
Sími afgreiðslu 686300
Þarna eru iðnaðarmenn að leggja síðustu hönd á að ganga frá stöplum undir
höggmyndir sem verða almenningi til sýnis í garðinum við Hnitbjörg.