Tíminn - 15.08.1987, Page 19

Tíminn - 15.08.1987, Page 19
Laugardagur 15. ágúst 1987 Tíminn 19 MINNING lllllllllllllllllllllll lllllllllllllll Lúðvík J. Albertsson Hellissandi Fæddur 13. júlí 1912. Dáinn 8. ágúst 1987. Lúðvík Júlíus Albertsson lést á Borgarspítalanum síðla kvölds 8. ágúst, einmitt um það leyti sem sólin gekk undir og rökkur lagðist yfir láð oglög. Dagsverkinu varlokið. Hann slóst í för með röðlinum til þess heims þar sem alltaf er bjart og eilífur friður ríkir. Hvíld þessa hafði hann þráð í erfiðri sjúkdómslegu. Kraftarnir voru þrotnir og hlutverki hans lokið. Hann hefur nú hlotið lausn frá helsi sínu og hvílir í faðmi þess sem vakir yfir öllu lífi. Lúðvík J. Albertsson fæddist á Súðavík og ólst þar upp. Hann var elstur sex systkina. Foreldrar hans voru þau Albert Einarsson sjómaður og Þórdís Magnúsdóttir. Lúðvík út- skrifaðist frá Samvinnuskólanum vorið 1935 og ári seinna kom hann á Sand og hóf störf hjá Kaupfélagi Hellissands. Þar vann hann í 18 ár. Á Hellissandi kynntist hann eftirlif- andi konu sinni, Veróniku Her- mannsdóttur. Þau giftust árið 1937 og stofnuðu þar heimili sitt. Síðan tóku við ýmis störf eftir því hvað til féll. Meðal annars starfaði hann í nokkur ár við smíðar hjá Smára, syni sínum. Honum voru falin margvísleg trúnaðarstörf á Hellissandi. í 25 ár hafði hann umsjón með sjúkrasamlaginu og í meira en tvo áratugi var hann próf- dómari við Barna- og miðskóla Hell- issands. Hann var einn af stofnend- um Lions-klúbbs Nesþinga og var félagi hans til hinstu stundar. Hann var einnig meðal stofnenda ung- mennafélagsins Reynis og var ásamt konu sinni heiðursfélagi þess. Svo mætti lengi telja. Lúðvík og Verónika eignuðust sjö börn. Þau eru: Smári Jónas tré- smíðameistari, kvæntur Auði Alex- andersdóttur bankafulltrúa; Þórdís Berta sjúkraliði, gift Björgvini Ólafs- syni verkstjóra; Lúðvík trésmíða- meistari, kvæntur Steinunni Kristó- fersdóttur húsmóður; Sigríður hús- móðir, gift Runólfi Grétari Þórðar- syni trésmið; Ómar trésmíðameist- ari, kvæntur Kay Wiggs tónlistar- kennara; Hermann rafvirki, kvæntur Steinunni Erlu Árnadóttur skrif- stofustúlku; og yngst er Helga Ágústína póstafgreiðslustúlka, ógift. Þegar Lúðvík fellur frá eru barnabörnin 18 en barnabarnabörn- in 6. Það hefur gefið lífi þeirra Veróniku mikið gildi að hugsa um afkomendur st'na og fylgjast með þeim vaxa úr grasi. Þau hafa hlúð vel að þeim og veitt þeim mikla um- hyggju. Hans verður nú sárt saknað. Lúðvík og Verónika áttu gull- brúðkaup á 75 ára afmælisdegi hans 13. júlí s.l. Þau lifðu í afar farsælu og kærleiksríku hjónabandi, - það duldist ekki neinum sem kynntist þeim. Alltaf fóru hlýleg orð á milli þeirra. Þau voru ákaflega samhent og reyndu að vera saman öllum stundum. Heimili þeirra var fagurt og gestrisnin í fyrirrúmi. Það var opið öllum sem vildu og ósjaldan var ferðalangi boðið að gista og borða. Kannski var það burtfluttur Sandari eða einhver á vegum fé- lagasamtaka í byggðarlaginu. Það mátti aldrei greiða þeim með neinu á móti. Sá sem þetta ritar hefur oft á ferðum sínum í átthagana undir Jökul notið einstakrar gestrisni og velvildar á heimili þeirra hjóna. Ég veit að þannig verður það áfram þegar ég heimsæki Veróniku frænku mína að Lúðvík gengnum. Þó að okkur finnist í fljótu bragði höfundur lífsins vera miskunnarlaus að klippa á vináttu hjóna sem auðg- að hafa hvort annars líf í hálfa öld getum við þó verið honum þakklát fyrir að hafa gefið þeim að lifa við hamingju allan þennan tíma. Það er svo miklu meira en mörgum öðrum er gefið. Lúðvík var einstaklega vel liðinn maður, áreiðanlegur og velviljaður. Hann var fremur hlédrægur að eðl- isfari en vandaður til orðs og æðis. Ekki minnist ég þess að hafa nokkru sinni heyrt hann tala um veikindi sín að fyrra bragði. Hann háði stríð sitt hljóður. En alltaf spurði hann mig um heilsufar ættingja minna þegar við hittumst. Það segir meira en mörg orð um þann góða hug sem hann bar til vina sinna. Þá var hann sjálfur farinn að heilsu. Þegar ég spurði hvernig honum sjálfum liði svaraði hann því með örfáum orðum og þar með var það afgreitt. Æðru- leysi var eitt af einkennum hans. Síðustu tvö árin lá Lúðvík meira og minna veikur á sjúkrahúsum í Reykjavík. Kona hans vék sjaldan frá honum allan tímann. Þó að hún skryppi í örfáa daga vestur á Sand til að huga að húsinu þeirra og garðin- um, sem þau hafa lagt svo mikla rækt við, var hugurinn alltaf hjá honum. Mikið hefur á henni og börnum þeirra mætt í þessu langa veikindastríði. Þeir sem hafa setið hjá helsjúkum ástvini sínum og hald- ið í hönd hans skilja það einir til fulls hvflíka orku það tekur. Trúin var styrkur Veróniku. Hún veit að nú er ævivinur hennar í góðum höndum. Þó að Lúðvík væri fæddur á Súðavík leit hann alltaf á Hellissand sem heimabyggð sína enda átti hann þar hema í 50 ár. Þau Verónika hafa alla tíð borið sterkar taugar til byggðarlagsins. Marga ánægjustund- ina áttu þau í ökuferðum um ná- grennið. Sögusviðið undir Jökli og Jökullinn sjálfur voru þeim hugleik- in. Þau sáu fleira en dautt grjót og gras í náttúrunni. Fyrir þeim var landslagið lifandi. Ut um suður- gluggana heima á Svalbarða höfðu þau gott útsýni til konungsins tignar- lega, Snæfellsjökuls, sem skagarupp úr Snæfellsnesfjallgarðinum og gnæfir yfir önnur fjöll. Þegar Jökull- inn tekur ofan og skartar sínu feg- ursta í röðulbjarma er hann dásemd ein. I veikindum heima fyrir fannst Lúðvíki það veita sér mikla hugarró að geta virt hann fyrir sér á björtum dögum. Steinunn Gróa Biarnadottir Mánudaginn 17. ágúst fer fram frá Fossvogskirkju útför vinkonu minn- ar og samstarfskonu, Steinunnar. Það var á jólaföstu fyrir nærri tuttugu og tveimur árum að fundum okkar Steinunnar bar fyrst saman, hún hafði ráðið sig til vinnu fyrir jólin á Saumastofuna Verið, þar sem ég hafði unnið í eitt ár. Ég man enn bros hennar er hún heilsaði mér, og hlýtt handtak. En þetta var upphaf tuttugu og eins árs samstarfs er aldrei bar skugga á. Eftir svo langa samveru fer ekki hjá því að margar minningar koma upp í hugann á kveðjustund. Margt höfum við talað í gegnum árin. Oft vorum við tvær í matartím- um vikum og mánuðum saman, sögðum hvor annarri sögur úr dag- lega lífinu og hlógum dátt. Ræddum um börnin og síðari ár voru barna- börnin efst á blaði, stundum var lagður kapall, þetta leið allt svo ótrúlega fljótt. Én fyrir kom að við ræddum alvarlega hluti, trúmál voru okkur báðum kærkomið umræðu- efni, og trúðum við báðar á líf í öðrum betri heimi. Fyrir utan vinnu áttum við saman marga ánægjustund heima hvor hjá annarri, og hjá dótturinni á Hamraendum, í góðra vina hópi var Steinunn manna glöðust. Hún sem hér er kvödd hét fullu nafni Steinunn Gróa Bjarnadóttir fædd að Reyðarfirði við ísafjarðar- djúp 9. september 1924 dóttir hjón- anna Guðrúnar Ólafsdóttur af vest- firskum ættum og Bjarna Hákonar- sonar frá Reykhólum. Steinunn var gift Trausta Eyjólfs- syni lögreglumanni er lést lángt um aidur fram árið 1971 eftir erfið veikindi. Þetta var erfitt tímabil fyrir Stein- unni, í veikindum Trausta kom fram hversu sterk hún var róleg og yfir- veguð. Steinunn og Trausti eignuðust tvö börn Inger Oddfríði fædda 13. jan. 1951 og Bjarna Hákonar fæddan 25. mars 1953. Inger er gift Magnúsi Magnússyni bónda að Hamraendum og eiga þau 5 börn. Bjarni var kvæntur Sigríði Georgsdóttur en þau hafa slitið sam- vistum. Flestar helgar og hátíðir fór Steinunn upp að Hamraendum, dótturbörnin voru miklir sólargeislar t' lífi hennar. Steinunn var lagleg kona, frekar smávaxin, með dökkt hár er gránað hafði með árunum, skær og falleg augu, fallegt bros og hlý í viðmóti. Hún hafði létta lund, en var föst fyrir ef því var að skipta, mjög þægileg í umgengni. Hún var vel hraust þar til fyrir 5 árum að sjúkdómur sá gerði vart við sig er leitt hefir til vistaskipta er hér hafa orðið, er hún lést í Landspítalanum að morgni 7. ágúst. Ég fylgdist vel með því hvernig veikindi Steinunnar ágerðust. Oft mætti hún sárþjáð til vinnu hún kvartaði aldrei og svar hennar var ætíð „Það er ekkert að mér“. Henni þótti sælla að gefa en þiggja. Það varð að ráði að Elín dóttir mín fór í sveit að Hamraendum og var þar í 6 sumur í góðu yfirlæti. Hún tók miklu ástfóstri við fólkið og ekki síst Stein- unni er hún kallaði jafnan ömmu Steinu. Hún flytur hér sfnar bestu þakkir fyrir alla umhyggju og ástríki og flytur Inger, Magnúsi og börnum ásamt Bjarna bestu samúðarkveðj- ur. Nú er komið að kveðju um sinn en eftir er minningin um góða konu. Stóllinn í horninu situr hnípinn. Ég veit ég mæli fyrir munn margra samstarfsstúlkna okkar og þakka ánægjuleg kynni. Ég geymi hinsta bros hennar til mín í hjarta mínu, og trúi á endur- fundi. Við hjónin færum öllu vensla- fólki innilegar samúðarkveðjur. Bjarna, Inger, Magnúsi og börnum færum við bestu kveðjur. Megi guð styrkja þau í sorginni. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Erna í byrjun sumars í fyrra áttum við Verónika einu sinni sem oftar síma- spjall. Þá var Lúðvt'k nýlega kominn heim af sjúkrahúsi og leið miklu betur. Ég man svo vel hvað þau bundu miklar vonir við að mega njóta sumarsins saman heima undir Jökli því að þau fundu bæði hve máttur Lúðvíks dvínaði. Þau vildu geta fylgst með börnunum sínum í nágrenninu, hlúð að fallega garðin- um sínum, skroppið í ökurferð á fögr- um kvöldum, og notið þeirrar lotn- ingar sem aðdáendur Jökulsins fyll- ast þegar þeir líta hann. En ekki varð þeim að ósk sinni.Nokkrum vikum seinna var Lúðvík kominn á sjúkrahús og helstríðið hófst. í dag er þessi heiðursmaður bor- inn til moldar í Ingialdshólskirkju- garði. Mörgum vinum sínum hefur hann fylgt sömu leið til grafar en nú er komið að honum. Ekkert okkar kemst hjá því að ganga f spor liðinna kynslóða. Þannig er lífið. Eftir lifir minning um góðan dreng sem skilað hefur góðu dagsverki. Þó að hausti í hugum ástvina á kveðjustundu vita þeir innst inni að þeir eru börn hins eilífa ljóss sem aldrei víkur frá þeim. Þegar við göngum til náða vegmóð að kveldi er það til þess eins að við getum hvílst og vaknað efld í fyllingu næsta dags. Þannig munu dánir styrkjast til nýs og betra lífs í heimi sem Guð einn veit hvernig er. Blessuð sé minning Lúðvíks J. Albertssonar. Eðvarð Ingólfsson. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMÚLA 3 108 REYKJAVLK SlMl (81)881411 Skrifstofustörf Óskum eftir að ráða tvo starfsmenn í ábyrgðar- og slysadeild. Hér er um almenn skrifstofustörf að ræða. Æski- legt að umsækjendur hafi reynslu og/eða verslun- arskóla- eða samvinnuskólapróf. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð hjá starfsmannahaldi Ármúla 3. Sími 681411. Samvinnutryggingar g.t. Staðgreiðsludeild ríkisskattstjóra óskar eftir að ráða starfsmenn í eftirgreindar stöður: 1. Stöðu fulltrúa við fræðslu- og upplýsingastörf. 2. Stöðu lögfræðings. 3. Stöðu kerfisfræðings/tölvunarfræðings. Um er að ræða áhugaverð störf sem gera verulegar kröfur til skipulegra vinnubragða við framkvæmd staðgreiðslu opinberra gjalda. Frekari upplýsingar veitir Skúli Eggert Þórðarson, forstöðumaðurstaðgreiðsludeildar í síma 623300. Umsóknir, þar sem fram koma upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, sendist staðgreiðslu- deild ríkisskattstjóra, Skúlagötu 57, Reykjavík. Ríkisskattstjóri Lóðarvinna Tilboð óskast í lóðargerð við Vistheimilið við Holtaveg í Reykjavík. Verkið nær til lögun lóðar, hellulagðra svæða, snjóbræðslulagna, gras og gróðursvæða og ým- iskonar búnaðar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borgar- túni 7, Reykjavík gegn 5.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 24. ágúst 1987 kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Tilsölu Land Rover diesel árg. 74. Mikið endurnýjaður bíll í ágætu standi. Upplýsingar í símum 52784 og 50437 á kvöldin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.