Tíminn - 26.08.1987, Page 4

Tíminn - 26.08.1987, Page 4
4 Tíminn Miðvikudagur 26. ágúst 1987 Vegaframkvæmdir á Vestfjöröum: Lagfæring vega og snjóastaða Fimmti og síðasti hluti vegafr- amkvæmda á Vestfjörðum er nú kominn á prent. Lesendur þurfa samt ekki að bera kvíðboga fyrir framtíðinni, því hún er björt og fögur. Framundan er birting vcg- aframkvæmda á Austurlandi. En víkjum nú að síðasta hluta vcga- framkvæmda vegagerðarinnar á Vestfjörðum. Við lítum á Austur Barðastandarsýslu. Farið er yfir svæðið frá Skálma- firði, þar sem sett er heildarmalars- litag á 9,6 kílómetra. Síðan liggur leiðin yfir í Gufufjörð, þar sem vegur er styrktur, íagfærðir snjó- astaðir og blindhæðir lagfærðar. Loks verður endað í Reykhóla- sveit, þar sem vegur er endur- byggður. Eins og það kæmi einhverjunt á óvart, þá á Kristján Kristjánsson, umdæmistæknifræðingur á ísafirði allan heiður af gerð og undirbún- ings þessa stórgóða og skilmerki- lcga korts. Tíminn þakkar honum góða samvinnu. - SÓL Austur-Barða strandarsýsla Borgarnes útgeröarbær: Skeldýraveiðar í Borgarfirði Borgnesingar eru nú að hefja tilraunaveiðar á skeldýrum í Borgar- firði. Markmið þeirra er að kanna hvort nægilegt magn skeldýra fáist úr firðinum til að áframhaldandi vciðar og vinnsla nái að standa undir sér. Ef svo er hyggjast Borgnesingar auka fjölbreytni í atvinnulífi staðar- ins og renna enn cinni stoðinni undir matvælaiðnað þann scm nú er til staðar í Borgarncsi. Tilraunaveið- arnar eru stundaðar að tilstuðlan atvinnumálanefndar Borgarncs- hrepps og með stuðningi sérstaks framkvæmdasjóðs sveitarfélagsins. Þetta framtak Borgnesinga er sér- staklega athyglisvert l'yrir þær sakir að Borgarnes hcfur hingað til ekki verið þekkt fyrir að vera útgcrðar- staður, fremur helur verið litið á Borgarnes scm dæmi um þá fáu þéttbýlisstaði við sjó sem ekki byggja afkomu sína á útgerð og fiskvinnslu. Hins vegar tclja að- standendur tilraunaveiðanna Borg- arnes hentugan útgcrðarstað fyrir þcssar veiðar þar scm líkur eru á stórum krabba og skeldýrastofnum í Borgarfirðinum. Rafveita Vestmannaeyja hækkar gjaldskrá: Hækkun um 11,5% á einum mánuði Rafveita Vestmannaeyja hefur nú hækkað gjaldskrá sína um 11,5% á einum mánuði. Hluti hækkunarinn- ar cr tilkominn vegna hækkunar Landsvirkjunar, eða 7,5%, en 4% eru framtak Rafveitunnar. Rafveitan fór fram á það við Iðnaðarráðuneytið að fá leyfi til að hækka gjaldskrá sína þann 1. ágúst sl. um 4% og fékk Íeyfi til þess. Stuttu síðar og með örstuttum fyrir- vara hækkaði Landsvirkjun sína gjaldskrá um 7,5% og sótti Rafveita Vestmannaeyja þá um sömu hækkun og fékk leyfi ráðuneytisins til þess. í nýrri gjaldskrá er kaupendum leyft að auka aflúttekt sína um allt að 20% án þess að aflgjald hækki, og er þetta liður í þeirri viðleitni Rafveitunnar að losna við það um- framafl sem þeir þurfa að glíma við á ári hverju. Leyfið gildir þó aðeins á tímabilinu 16. maí til 15. septemb- er. Sé húshitun hins vegar. sérmæld. þá greiðist ekki sölugjald af þeirri orku. -SÓL Öryggismál sjómanna: Slysavarnaskólinn tekinn til starfa Björgunaræfingar úr sjó er meðal verkefna sem tekin eru fyrir í siysavarnaskólanum. Slysavarnaskóli sjómanna tekur nú til starfa að loknum sumarleyfum í byrjun næsta mánaðar. Kennsla verður með mjög svipuð- um hætti og undanfarin ár og vcrður einkum lögð áhersla á endurlífgun, flutning slasaðra milli staða, ráð til að halda lííi við erfiðar aðstæður og notkun hinna ýmsu björgunartækja og búnaðar um borð í skipum. Einnig verður farið yfir lög og reglur þar um. Björgun með þyrlum, brunavarnir og slökkistörf verða einnig til kennslu á námskeiði slysavarnafélagsins. Þar scm ckki hefur verið hægt til þessa að sinna öllum innkomnum beiðnum um námskeiðahald á veg- um slysavarnaskóla sjómanna, cr mjög áríðandi að þeir scm vilja tryggja sér fast sæti á námskeiðinu fyrir árarnót hafi samband við skól- ann hið fyrsta og ekki seinna en í gær. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Slysavarnafélags íslands í síma 27000 á skrifstofutíma. -SÓL Lögreglan á Akureyri: Tvær bílveltur og fjórtán of hratt Á laugardagsmorgun varð bíl- velta í Öxnadal. Ökumaður missti vald á bílnum í lausamöl, með fyrrgreindum afleiðingum. Hann var einn á ferð og slasaðist ekki. Aðfaranótt sunnudagsins fylgdi annar ökumaður í kjölfarið og velti bílnum sínum í Öxna- dalnum einnig, var og einn á ferð og slasaðist hcldur ekki. Annar bíllinn er talinn gjör- ónýtur og hinn mikið skemmdur. Lögreglan á Akureyri hefur einnig verið með umfangsmiklar radarmælingar, með þeim af- leiðingum að fjórtán ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur, þó enginn áberandi hratt. Tveir voru einnig teknir fyrir ölvun við akstur. - SÓL

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.