Tíminn - 26.08.1987, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. ágúst 1987
Tíminn 7
Gunnar Guðbjörnsson, tenór, fór frægðarför til Vínar:
- segir meistarasöngvarinn Nicolai Gedda
Þú verður að vera viss. Meðal
annars þess vegna sóttist Gunnar
Guðbjörnsson, tenórsöngvari, eft-
ir að komast á söngnámskeið hjá
heimssöngvaranum Nicolai Gedda
í Vínarborg fyrr í þessum mánuði.
Námskeið Gedda eru umsetin, en
Gunnar vildi vita hvað slíkum
manni þætti um söngrödd hans og
hvort stefna ætti að atvinnu-
mennsku á þessu sviði. Eins vildi
Gunnar verða vísari um úrval á
ungum tenórsöngvurum erlendis
og möguleika á frekara námi, en
hérlendis hefur hann lært söng
lengst af hjá Vincenzo Maria
Demetz, en cinnig hjá Snæbjörgu
Snæbjarnardóttur.
Gunnarsendi hljóðupptöku
söng sínum til Vínar. en fékk það
svar, að hann yrði sjálfur að koma
til að syngja fyrir meístarann, svo
fengist úr því skorið hvort Gunnar
ætti erindi á námskeiðið. Slíkt
gerðu Japanar, Ástralir og Banda-
ríkjamenn. ísland væri í raun ekki
svo afskekkt.
„Þegar allt kom til alls varð ég
ekki að syngja fyrir," sagði Gunnar
í samtali við Tímann í gær, en hann
er nýkominn heim til íslands eftir
þriggja vikna dvöl erlendis í þessu
tilefni. „Nicolai Gedda hafði feng-
ið kassettuna afhenta og hlustað á
hana og virtist vcra ánægður með
f>að sem hann heyrði. Þegar kom
að mér á listanum yfir þá sem áttu
að syngja fyrir hann sagðist hann
hafa fengið upptökuna og það yrði
ánægja að vinna með mér.“
Það stóðu þannig allar dyr opnar
fyrir Gunnari þegar hann kom til
Vínarborgar. Þrjátíu manns sungu
þó fyrir, en aðeins fimmtán komust
að, þrátt fyrir að margir væru þegar
að syngja í óperum og komnir með
fasta samninga við óperuhús. Dag-
inn eftir hófst námskeiðið með
hefðbundnum hætti.
„í fyrsta tíma færði Gedda í tal
að hann hefði eitt sinn sungið í
Þjóðleikhúsinu hér á íslandi. Hann
tók til þess að hér hefðu verið góðir
söngvarar. Næst spurði hann mig
hvort ég væri ráðinn við óperuna,"
sagði Gunnar. „Ég kvað nei við og
benti á að ég væri aðeins tuttuguog-
tveggja ára gamall. í næsta tíma
þar á eftir spurði Gedda hvort ég
segði satt til um aldur og fyrst svo
væri, hvort ég hefði lært söng frá
barnsaldri. Ég sagði sem var, að ég
rnálið og gaf honum heimilisfangið
mitt,“ sagði Gunnar, sem ætlarsér
að læra meira áður en eiginlegur
söngferill hefst.
Næst vildi Bandaríkjamaður að
nafni David Lutz hafa tal af Gunn-
ari. Hann er rómaður undirleikari,
hefur leikið undir hjá stórstjörnum
á borð við Robert Holl og Luciu
Popp m.a., og vildi hann halda með
Gunnari tónleika. Einnig hann
varð forviða að heyra u ungan
aldur tenórsins, en bauð mm að
hafa samband við”sig j hann
kæmi aftur til Vínarborg >g gætu
þeir þá jafnvel æft saman.
„Það hefur af og til læðst til mín
sá efi hvort ég væri að stefna á rétta
braut. Hvort það hefði verið
skynsamleg ákvörðun að hætta við
að fara í Háskólann eftir stúdents-
prófið og fara að læra að syngja, en
söngur er ekki traustasta atvinna
sem völ er á. En óneitanlega er ég
vissari um sjálfan mig að þessari
ferð lokinni og ég er núna sann-
færður um að ég sé að gera rétt.
Það er mikill léttir." þj
„Ég er núna
sannfærður um að
ég sé að gera rétt.“
Gunnar Guðbjörnsson,
tenórsöngvari. ('ríminn: i’jciur)
hefði hafið söngnám fyrir um fjór-
um árum. Þá sagði Gedda að rödd
m ín væri guðsgjöf og ég yrði að fara
varlega með hana.“
Hann átti seinna eftir að bjóða
Gunnari að koma til sín til náms í
heimaborg sinni, Stokkhólmi í
Svíþjóð, - jafnvel strax eftir ára-
mót ef hann gæti gefið sér tíma, en
Gunnar gerir ráð fyrir að Ijúka
burtfararprófi frá Nýja tónlistar-
skólanum í desember. Gedda fór
einnig fram á að hann ráðfærði sig
við sig unt verkefnaval og eins áður
en hann tæki nokkrum tilboðum.
Meistarasöngvarinn er frægur
fyrir fjölhæfni sína og tungumála-
kunnáttu. Hann er jafnvígur á
sænsk, þýsk, ítölsk, rússnesk og
frönsk söngverk svo á eitthvað sé
minnst.
„Hann leiðrétti jafnvel Þjóðverj-
ana þegar þeir gerðu textavillur í
þýskum ljóðum,“ sagði Gunnar,
sem fékk sinn skammt þegar hann
söng fyrir Gedda franska aríu. „ís-
lendingar eiga auðvelt mcð að ná
ítölskunni og ég reyndist ekki eiga í
vandræðum með hana ólíkt t.d.
Þjóðverjunum, sem skrolluðu
margir á r-unum.
Gedda sagði að ég væri á réttri
leið í náminu. Hann hefði sjálfsagt
talsverðu við að bæta, en þyrfti
ekki að breyta neinu. Undirstaðan
væri rétt. Sú vissa gerir ákvörðun
mína um að leggja sönginn fyrir
mig auðveldari.
ég þyrfti lítið nteira að læra. Nú
þyrfti að fínpússa og vinna til að
þjálfa röddina og hafa strangt eftir-
lit með söngnuin, svo ég vendi mig
ekki á ncina ósiði. Svo þarf að læra
hlutverk og skoða söngverk ofan í
kjölinn. Ég tek undir með Gedda
að lýrísk óperuhlutverk, svo sem
sum hlutverk í Mozart óperum, og
þýsk ljóð henti mér best sem
stendur."
Segja má að meistari Nicolai
Gedda hafi tekið Gunnar undir
Ég kann ntjög vel við Gedda,
hvort sent er sem kennara eða
mann. Sú tækni sem hann kennir
virðist vera nákvæmlega sú scm
hentar ntér og framhald af því sent
Demetz hefur vcrið að kenna mér
hér heima. Annars sagði Gedda að
sinn verndarvæng, því að meðan á
námskeiðinu stóð hafði hann sam-
band við sína eigin umboðsmenn
og bað þá að hafa Gunnar í huga.
Þar væri gott efni á ferðinni.
Lokatónleikarnir, þar sem allir
nemendur Nicolai Gedda komu
fram til að syngja, fólu í sér sérs-
taka upphefð fyrir Gunnar, því að
hann var látinn syngja síðastur og
Ijúka þar með tónleikunum. Hann
söng tenóraríu úr óperunni Gianni
Schicci eftir Puccini. Hann var ekki
kominn af sviðinu þegar hann sá
hvar maður vcifaði honunt til sín
baksviðs. Þar var kominn Erich
Scitter, umboðsmaður í tengslum
við Hollánder skrifstofurnar í Vín-
arborg, sem eru mjög frægar um-
boðsstofur söngvara í Austurríki.
Hann bauð Gunnari þegar
samning, en skildi að hann vildi
hugsa sig um. Hann væri enn ungur
aðaldri. AldurGunnars kom Erich
á óvart og lagði hann þá til að fá að
skipuleggja tónleikaferð starfsárið
1988 til 1989. „Ég sagðist hugsa