Tíminn - 26.08.1987, Side 10

Tíminn - 26.08.1987, Side 10
10 Tíminn Miðvikudagur 26. ágúst 1987 Knattspyrna: Framarar fylkja sér Mandslið Sigfried Held landsliðsþjálfari í knattspyrnu hefur valið 21 leikmann til að taka þátt í undirbúningi vegna landsleiksins gegn Austur- Þjóðverj- um miðvikudaginn 2. september. Sjö Framarar eru í þessum hópi en um helgina verða valdir 16 leik- menn sem halda eiga merki fslands á lofti í þessari Ólympíuviðureign. Leikurinn fer fram á Laugardals- velli og hefst kl. 18.00. Hópurinn er skipaður eftirtöldum Icikmönnum; Markverðir: Fridrik Friðriksson Fram Guðmundur Hreidarsson Val Birkir Kristinsson lA Aðrirleikmenn: Ingvar Guðmundsson Val Guðni Bergsson Val Njáll Eiðsson Val ValurValsson Val Ágúst Mór Jónsson Val Halldór Askelsson Þór Siguróli Kristjánsson Þór Hlynur Birgisson Þór ólafur Þórðarson ÍA Heimir Guðmundsson ÍA Sveinbjörn Hákonarson ÍA Viðar Þorkelsson Fram Þorsteinn Þorsteinss. Fram Guðmundur Steinsson Fram Kristjón Jónsson Fram Pétur Arnþórsson Fram Ormar örlygsson Fram Guðmundu-Torf ason Winterschlag Á myndinni eru nokkrir þeirra drengja sem dvalist hafa í knattspyrnuskóla KSÍ og NutraSweet að Laugarvatni. Með þeim á myndinni er Helgi Þorvaldsson í drengjalandsliðsnefnd KSÍ KSÍ og NutraSweet Árið 1986 setti Knattspyrnusam- band íslands, með stuðningi Evrópuknattspyrnusambandsins. á fót knattspyrnuskóla að Laugar- vatni. Þangað var stefnt öllum efni- legustu 14 ára knattspyrnumönnum þjóðarinnar - landsliðsmönnum framtíðarinnar - og þeim gefinn kostur á að æfa þar undir leiðsögn færustu þjálfara í vikutíma. Að Laugarvatni dvöldu einnig unglinga- og drcngjalandslið íslands við æfing- ar í 3 daga hvort. Svo vel þótti til takast að Knatt- spyrnusambandið ákvað að reyna að gera knattspyrnuskólann að árlegum viðburði, sem er kostnaðarsamt fyrirtæki og því leitaði Knattspyrnu- sambandið til NutraSweet um stuðning. NutraSweet er alþjóðlegt fyrirtæki, með höfuðstöðvar í Sviss, sem framleiðir sætucfni í drykkjar- vörur og matvæli. Þeir hjá Nutra- Sweet brugðust frábærlega við þess- ari málaleitan Knattspyrnusam- bandsins og munu styðja skólann rausnarlega í ár. Knattspyrnuskólinn mun því' nefndur „Knattspyrnuskóli K.S.Í. og NutraSweet“. Stuðningur Nutra- Sweet við knattspyrnuhreyfinguna mun verða henni ómetanleg lyfti- stöng og er sérstaklega kærkomin K.S.Í. í ár, sem hcfur í tilefni af 40 ára afmæli sínu lýst árið 1987 „Ár knattþrautanna", en knattspyrnu- skólinn er cinmitt til þess ætlaður að auka tæknina og þar með fegurðina í íslenskri knattspyrnu. Þeir 24 leikmenn sem sækja munu Knattspyrnuskóla K.S.Í. og Nutra- Sweet í ár hafa þegar verið valdir og koma þeir allstaðar að af landinu. Munu þeir dvelja að Laugarvatni í 5 daga við æfingar og leiki, auk þess sem þeim mun gefast kostur á að hlýða á ýmis fróðleg erindi um knattspyrnuna og mikilvægi heil- brigðs lífernis og neyslu hollra og næringaríkra fæðutegunda. Leik- menn unglinga- og drengjalandsliða íslands munu ennfremur dvelja að Laugarvatni í 3 daga hvort lið til undirbúnings fyrir leiki í Evrópu- keppninni nú í haust. Aðalkennari við Knattspyrnu- skóla K.S.Í. og NutraSweet verður Lárus Loftsson, þjálfari unglinga- og drengjalandsliða íslands, en hann mun njóta aðstoðar nokkurra reyndra unglingaþjálfara, auk þcss sem Jón Gíslason, matvælafræðing- ur, Sigurjón Sigurðsson, skurðlækn- ir og Eyjólfur Ólafsson, knatt- spyrnudómari munu halda fróðlega fvrirlestra. Evrópumeistaramótiö í sundi í Strassborg: Eðvarð Þór styrkti stöðu sína í hópi þeirra bestu Eðvarð Þór Eðvarðsson sýndi það og sannaði á Evrópumeistaramótinu í Strassborg að hann cr í hópi bestu baksundsmanna heims. Eðvarð sctti Norðurlandamet í 200 mctra bak- sundi og lslandsmct í 100 metra baksundi og 200 mctra fjórsundi. Hann komst í sjálft úrslitasundið í báðum btiksundsgreinunum. Systkinin Magnús og Bryndís Ól- Bikarúrslitin í knattspyrnu: Dregið um bláa búninginn Úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar- keppni KSÍ verður á sunnudaginn og mætast þá Fram og Víðir úr Garði. Leikurinn verður á Laugar- dalsvelli og hefst kl. 14.00. Eins og flestir knattspyrnuunn- endur sjálfsagt vita leikíi bæði liöin venjulega í bláum búningum og verður því að draga unt hvort Víðis- menn ellegar Framarar ganga út á völlinn á sunnudaginn í sínum gömlu góöu aðalbúningum. Drátturinn um bláa búninginn fer fram í dag í húsakynnum Osta- og smjörsölunnar og bíða sjálfsagt niargir hjátrúarfullir stuðningsmcnn liðanna eftir því hvort liðið dettur í lukkupottinn í litamálinu. Hvar sem blái búningurinn lendir er víst aö lcikurinn um hclgina verður spennandi og skemmtilcgur. afsbörn scttu einnig þrjú íslandsmet hvor, Ragnar Guðmundsson setti tvö íslandsmet og Arnþór Ragnars- son citt. í hcildina var frammistaða ís- lensku keppendanna meö ágætum en ljóst er að Eðvarð cr okkar cini sundmaður scm getur att kappi við þá bestu. Evrópumcistaramótiö í Strass- borg var annars feiknasterkt oghvcrt heimsmetið af öðru var bætt. Aust- ur-þýskustúlkurnarsópuðuað venju til sín vcrðlaununum og þar v;ir fremst í flokki Kristin Otto sem vann þrjú einstaklingssund. Michael Gross. Vestur-Þjóðverj- inn langi og kallaður albatrossinn, náði ekki aö endurtaka afrek sitt frá árinu 1985 þegar hann vann sex mcistaratitla. Engu að síður vann hann tvö gull, tvö silfur og eitt brons, ckki slæmt hjá sundmanni sem varð að hvíla sig i tvo mánuði fyrr á þessu ári vegna meiðsla í öxl. Skotastúkan eru hin óopinberu áhorfendastæði í Öskjuhlíðinni fyrir ofan Valsvöllinn kölluð. Það voru fjölmargir sem fylgdust með toppviðureign síðustu helgar milli Vals og Fram úr skotastúkunni og á þessari skemmtilegu inynd má sjá hluta af þeim. Tímamynd - Pjetur Molar MIRANDINHA, brasilíski miðherjinn sem hefur verið seld ur til enska knattspyrnuliðsins Newcastle, lék sinn síðasta leik með sínu gamla félagi, Palmeiras, um helgina. Ekki var þetta ánægjulegur endir á dvöl Mirand inha hjá Palmeiras því hann var rekinn af leikvelli fyrir að rífa kjaft. Að auki tapaði Palmeiras leik þessum gegn Sao Paulo mcð þremur mörkum gegn einu... “KING K0NG“ eða Macolm Kirk eins og hann heitir réttu nafni lést um helgina þegar hann keppti í íþrótt sinni. Kirk cr þekktur glímukappi í Brctlandi þar sem glíma eða wrestling er vinsæl áhorfendaíþrótt. Kirk er 158 kíló að þyngd og átti hann í átökum við „Big Daddy" sem cr litlu léttari. Kirk lenti undir mót herja sínum, rotaðist og lést stuttu síðar... ANNAÐ banaslys var á Bret- landi um helgina er tengdist íþróttum. Slysið varð í nágrenni Lundúna þar sem krikket- lcikmaður fékk í sig eldingu og lést. Þetta gerðist í vináttuleik milli tveggja áhugamannafé- laga... ARSENAL festi í vikunni kaup á miðjumanninum Kevin Ric- hardson er lék með Watford á síðasta keppnistfmabili. Richard- son er 24 ára gamall og lék áður með Everton, var reyndar í liðinu sem sigraði Watford í úrslitum bikarkeppninnar árið 1984... ÍTALSKA 1. deildarfélagið AC Milan hefur neitað að gefa hinuni nýju leikmönnum sínum, Holl- endingunum Ruud Gullit og Marco Van Basten, leyfi til að leika með landsliði sínu í vináttu- lcik gegn Belgum í næsta mánuði. Landsleikurinn fer fram þann 9. september en fjórum dögum síð- ar verður flautað til leiks í ítölsku deildarkeppninni. Gullit og Van Basten hafa þar skráð inn í samn- inga sína að þeir geti leikið sjö landsleiki fyrir Hollendinga á ári hvcrju og sögðust talsmenn ít- alska stórliðsins ætla að virða þá klásúlu... TERRY Gibson miðherji Man. Utd hefur verið seldur frá félag- inu og mun leika með Lundúnar- liðinu Wimbledon á þessu keppn- istímabili. Gibson lék áður með Tottenham og Coventry en hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Manchesterliðinu... BRASILÍUMENN komu mjög á óvart í körfuboltakeppn- inni á Ameríkuleikunum sem lauk um helgina vestur í Indian- apolis í Bandaríkjunum. Bras- sarnir sigruðu lið Bandaríkja- manna í úrslitaleik körfubolta- keppninnar með 120 stigum gegn 115. Það var Oscar Schmidt sem var potturinn og pannan í leik brasilíska liðsins og skoraði 45 stig. Bandaríska liðið hafði farið létt t gegnum alla leiki þar til kom að Brössunum. í bandaríska lið- inu voru nokkrir leikmenn sem eru á þröskuldi þess að Ieika í NBA, atvinnumannadeildinni bandarísku... BANDARÍKJAMENN unnu annars til langflestra gullverð- launa á þessum leikjum sem stóðu yfir í tvær vikur. Bandríkja- menn fengu 168 gullverðlaun og Kúbumenn komu næstir með 75 gull...

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.