Tíminn - 04.09.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn
Föstudagur 4. september 1987
Minnispeningur um dr. Sigurð Þórarinsson:
Robert L. Smith
fyrstur heiðraður
Alþjóðleg samtök á sviði eldfjalla-
fræði, IAVCEI (International Assoc-
iation of Volcanology andChemistry
of the Earth’s Interior), hafa stofnað
til sérstakrar viðurkenningar fyrir
rannsóknir í eldfjallafræði. Þessi
viðurkcnning er minnispeningur scm
ber nafn Sigurðar Þórarinssonar
jarðfræðings, í virðingarskyni við
minningu hans, og nefnist „Sigurdur
Thorarinsson Medal“. Frumkvæði
að þessari viðurkenningu átti starfs-
hópur á vegum samtakanna, sem
nefnist Working Group on Explos-
ivc Volcanism eða starfshópur um
sprengi- og þeytigos, en Sigurður
vann brautryðjendastarf við rann-
sóknir á slíkum gosum og gjósku-
lögunum sem í þeim myndast. Minn-
ispeningurinn um Sigurð Þórarins-
son verður að jafnaði veittur á
fjögurra ára fresti, þegar þing sam-
takanna er haldið.
Minnispeningurinn var veittur í
fyrsta sinn á nýafstöðnu þingi sam-
takanna, sem haldið var í Vancouver
Róbert L. Smith, jarðfræðingur var
fyrstur til að hljóta minnispeninginn.
í Canada 9.-22. ágúst síðastliðinn.
Fyrstur til að hljóta hann var Robert
L. Smith, 66 ára jarðfræðingur við
Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna
(U.S. Geological Survey), fyrir
brautryðjendastarf sitt við rann-
sóknir á eldgosum sem valda svo-
nefndum gjóskuhlaupum. I slíkum
gosum berst meginhluti gosefnanna
frá upptökum sínum cins og skriða
af heitri gjósku og eldfjallagasi scm
leitar undan halla og breiðist hratt
yfir umhverfið. í gosum af þessu tagi
getur rúmmál gosefnanna skipt
hundruðum rúmkílómctra og í
flokki þeirra er að finna einhver
stærstu gos sem vitað er um á
jörðinni. Robert L. Smith kom hing-
að til lands sumarið 1957 og kynntist
þá Sigurði Þórarinssyni ogrannsókn-
um lians á Heklugosum. Annars
hefur hann cinkum starfað að jarð-
hitarannsóknum í heimalandi sínu.
Jarðfræðafélag íslands tók að sér
að sjá um gerð minnispeningsins.
Steinþór Sigurðsson listmálari hann-
aði peninginn. Á framhlið hans er
andlitsmynd af Sigurði Þórarinssyni.
Unnur Stefánsdóttir formaður LFK:
LFK stefnir til meiri
áhrifa innan flokksins
f tilefni landsþings Landssam-
bands framsóknarkvenna, sem hald-
ið verður að Varmahlíð í Skagafirði
um hclgina ræddi Tíminn stuttlega
við Unni Stefánsdóttur formann
sambandsins.
Um árangurinn afstarfi LFK sagði
Unnur að Landssambandið hefði
verið stofnað fyrir einungis fimrn
árum, en nú þegar væru starfandi
nokkur hundruð kvenna um land
allt. Sá hópur fer vaxandi ár frá ári
og það sama má segja um starfið.
Þá hefur hlutur kvenna innan
flokksins aukist nokkuð á þessum
tíma. Til marks um það má benda á
að hlutur kvenna innan Framsóknar-
flokksins í sveitarstjórnum óx úr
17% 1982 í 24% árið 1986. f síðustu
Alþingiskosningum vann ein kona,
Valgerður Sverrisdóttir, þingsæti
fyrir flokkinn. Þá hafði ekki verið
kona á þingi í 37 ár fyrir Framsókn-
arflokkinn. Hins vegar finnst mér
óneitanlega árangur af starfi okkar
vera allt of lítill miðað við þær
væntingar, sem viö höfum haft.
Það er mín skoðun að Framsókn-
arflokkurinn sé á vissum tímamótum
og á ég þar við að ef flokknum
auðnast ekki að virkja fleiri konur til
ábyrgðastarfa þá mun hann líða
alvarlega fyrir það.
í þessu sambandi verður að hafa í
huga að flokkafylgi er nú mun
lausara en áður. Sá flokkur sem ekki
temur sér nútíma hugsanahætti um
jafnrétti kynjanna nær ekki árangri
Lögreglan á Selfossi
radarmælir:
Tveir mældir á
177 km hraða
Lögreglan á Selfossi hefur undan-
farna daga verið að radarmæla í
nágrenni bæjarins og hefur að með-
altali tekið um 10 ökumenn á dag
fyrir of hraðan akstur, þrátt fyrir að
umferðin sé ekki mikil, nema um
helgar.
Steininn tók þó úr á þriðjudags-
kvöld, þegar að tveir ökumenn voru
mældir á 177 kílómetra hraða. Það
þarf kannski ekki að fjölyrða um
það að þeir verða nær örugglega
sviptir ökuleyfi. - SÓL
Unnur Stefánsdóttir formaður LFK
sem skyldi. Síðustu kosningar voru
tvísýnar en þær næstu vinnast ekki
nema með stóraukinni þátttöku
kvcnna í starfi og í efstu sætum á
listum Framsóknarflokksins.
Unnur sagði aðalmál þingsins yrði
starf og stefna LFK. En þar fyrir
utan verða umræður og gerðar álykt-
anir um marga mikilvæga mála-
flokka, s.s. atvinnumál, byggðamál,
ferðamál, hollustustefnu, forvarnir,
umhverfismál, launajafnrétti og síð-
ast en ekki síst framboðsmál."
Aðspurð um livert hún teldi stefna
um starf og hlutverk LFK sagði
Unnur að starfið hlyti að mótast af
þjóðfélagsaðstæðum hverju sinni. „í
upphafi lögðum við megináhersluna
á að byggja upp félagsstarf LFK og
vissa þætti þjóðmála. Eins og
dagskrá þingsins sýnir ætlum við
okkur nú að auka hlut kvenna í allri
pólitískri umræðu ogákvarðanatöku
innan flokksins og ekki síður út á
við.
Það er engu að síður mitt mat að
sérstaklega þurfi að ræða nokkur
afmörkuð málefni. Þar vil ég fyrst
nefna atvinnumál landsbyggðarinn-
ar. Það verður að auka fjölbreytni
atvinnutækifæra í dreifbýlinu og það
er mín skoðun að við eigum að
stefna að flutningi fyrirtækja frá
þéttbýlinu til dreifbýlli staða. Mögu-
leikarnir á þessu fara sívaxandi með
batnandi samgöngum.
Þá er nauðsynlegt að efla sérstak-
lega umræðu um forvarnarstarf á
sviði heilbrigðismála. Það þarf að
gjörbreyta áherslum í heilbrigðisk-
erfinu með hliðsjón af þessu, því
heilbrigði er ein af mikilvægustu - ef
ekki mikilvægasta - auðlind okkar
íslendinga.
í þessu sambandi má benda á að
nú stefnir í stórkostlegan innflutning
á erlendu vinnuafli. Við verðum að
hafa það í huga að rcynsla annarra
þjóða af innfluttu vinnuafli hefur
verið misjöfn þegar til lengri tíma er
litið. Þetta varðar einnig heilbrigð-
isniál og t.d. eru Bandaríkin farin að
gera ýmsar varúðarráðstafanir vegna
innflutnings fólks, t.d. með kröfu
um eyðnipróf. Til þessara atriða
vcrðum við að taka afstöðu, því
gæta verður þess að um leið og eitt
vandamál er leyst, í þessu tilviki
skortur á vinnuafli, þá má það ekki
verða til þcss að búa til önnur og
jafnvel alvarlegri vandamál.
Því tel ég þýðingarmikið að reyna
allar aðrar leiðir en innflutning á
vinnuafli. Til dæmis vakti ég athygli
á því fyrir síðustu alþingiskosningar
að við gætum hugsanlega leyst
vinnuaflsþörf fiskiðnaðarins með því
að láta fiskvinnslufólk njóta svipaðra
skattfríðinda og sjómenn hafa haft.
Þetta má gera með margvíslegum
hætti en aðalatriðið er þó að þessi
grundvallarstörf, sem að miklu leyti
eru unnin af konum, verði aftur gcrð
eftirsóknarverð fyrir íslendinga,"
sagði Unnur að lokum.
ÞÆÓ
Njótiu ferðarinnarlsi^’ Aktu eins og þú vilt að aðrir aki. Góðaferð! tf$TROAR 5-
Svona lítur framhlið niinnispeningsins út.»
Umhverfis myndina er áletrun,
Sigurður I'horarinsson Medal og
nafn samtakanna sem veita hann
IAVCEI. Bakhliðin er auð en þar
verður grafin áletrun eftir því sem
við á hverju sinni. Peningurinn er 6
cm í þvermál og er úr Ijósri kopar-
blöndu. Ís-Spor h/f sá um sláttu en
mótin voru grafin af Sporrong AB í
Svíþjóð.
Jarðfræðafélag íslands á fulltrúa í
nefndinni sem úthlutarþessari viður-
kenningu, en hún er skipuð fimm
mönnum. Fulltrúi Jarðfræðafélags-
ins í úthlutunarnefnd er Sven Þ.
Sigurðsson, dóscnt við Raunvísinda-
deild Háskóla fslands.
ICE LAND
1986
HANDBOOK PUBLISHEÐ BY THE
CENTRAL BANK OF ICELANO
Seölabankinn gefur út bók á ensku:
Alhliða lýsing
á landi og þjóð
Á vegum Seðlabanka Islands er
komin út ný bók um ísland á ensku
og heitir hún lceland 1986. Bókin
gefur alhliða lýsingu á landi og þjóð
í nútíð og fortíð. Þetta er aukin og
endurgerð útgáfa bókar sem í raun
kom fyrst út fyrir 60 árum, er
Landsbanki íslands gaf út Iceland
1926 í tilefni af 40 ára afmæli bank-
ans og í kynningarskyni fyrir land og
þjóð. Sú útgáfa var endurprentuð
Íítið breytt af tilefni Alþingishátíðar
1930 og enn aftur árið 1936. Einum
tug ára síðar var gefin út ný útgáfa,
enn stærri en áður. Seðlabanki ís-
lands tók útgáfu bókarinnar að sér
með útgáfu Iceland 1966 og á 1100
ára afmæli íslandsbyggðar, 1974,
var enn ein útgáfan gefin út.
Iceland 1986 er meiri að vöxtum
en áður, 428 blaðsíður og XIV
blaðsíður í þokkabót í stærra broti
en áður hefur þekkst í útgáfu Iceland
bókanna. Til að auka enn á dýrðina
eru nú í bókinni 95 litljósmyndir á
64 síðum og litprentuð kort, hagræn
og söguleg, á 32 síðum.
Allur texti er skrifaður af mönnum
sem vita hvað þeir segja, enda
sérfróðir á sínu sviði og hafa margir
lagt hönd á plóginn við að gera
bókina sem glæsilegasta.
Efnið skiptist í nokkra þætti, m.a.
landið og þjóðin, saga og menning-
ararfur, stjórn og stjórnsýsla, sam-
skipti við aðrar þjóðir, trúarbrögð
og menntun og fjölda annarra merki-
legra þátta.
Ritstjórar Iceland 1986 eru Jó-
hannes Nordal og Valdimar Kristin-
son. Iceland Rcview mun dreifa
bókinni erlendis og í bókabúðir
hérlendis. Hún kostar 2.500 krónur
úr búð. - SÓL