Tíminn - 04.09.1987, Side 5
Föstudagur 4. september 1987
Tíminn 5
Mesta kaupmáttaraukning sem orðið hefur á einu ári frá 1966:
Um 25% kaupmáttar-
aukning daglauna
Mun meiri kauphækkanir á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu
Þetta línurit Kjararannsóknarnefndar sýnir m.a. að kaupmáttur
dagvinnulauna iðnaöarmanna var á fyrstu mánuðum þessa árs
orðinn um 10% meiri en á árinu 1980 og í ársbyrjun 1983 og um 37%
meiri en hann komst lægst í ársbyrjun 1984. Línuritið sýnir
sömuleiðis glöggt þá þróun sem orðið hefur á kaupmætti dagvinnu-
launa þessara þriggja stétta síðustu rúmlega 4 árin og sömuleiðis
samanburð við árið 1980.
Kaupmáttur dagvinnulauna að
meðtöldum bónus hækkaði um
25% milli 1. ársfjórðungs 1986 og
1987 að meðaltali hjá verkafólki,
afgreiðslu- og skrifstofufólki og
iðnaðarmönnum að því er fram
kemur í nýju Fréttabréfi Kjara-
rannsóknarnefndar, sem segir
þetta meiri aukningu kaupmáttar á
eins árs tímabili en dæmi séu til frá
því nefndin hóf athuganir sínar
árið 1986.
Iðnaðarmenn náð mestu
Kaupmátur greidds tímakaups
var 4,4% hærri á 1. fjórðungi þessa
árs hcldur en 1980 og kaupmáttur
heildarlauna um 10% meiri en
1980 og rúmlega 4% hærri en
nokkru sinni á þessum áratug.
Mest hefur kaupmáttaraukningin
þó orðið hjá iðnaðarmönnum á
þessu tímabili, eða um 10% á
tímakaupi og 14% á heildarlaun-
um. Hafi kaupmáttur enn aukist
síðasta hálfa árið kemur sú aukning
þarna til viðbótar.
Ekki lengur lélegri laun
á landsbyggðinni
Þá er athyglivert að kauphækk-
anir á þessu eins árs tímabili voru
mun meiri á landsbyggðinni en á
höfuðborgarsvæðinu meðal allra
þessara stétta. Fyrst og fremst áttu
þessar umframhækkanir á lands-
byggðinni sér stað á milli síðustu
mánaða ársins 1986 og fyrstu mán-
aða þessa árs. Sá umtalsverði
launamunur sem lengi var þar á
milli hvarf því í flestum þessara
stétta og meðallaun verkafólks
voru jafnvel orðin hærri á lands-
byggðinni á fyrsta fjórðungi þessa
árs.
Um 42% launahækkun
í 14% verðbólgu
Greitt tímakaup hækkaði um,
42,4% að meðaltali hjá þeim starfs-
stéttum sem athuganir Kjararann-
sóknarnefndar ná til á milli 1.
ársfjórðungs 1986 til sama tíma í
ár. Á sama tíma hækkaði fram-
færsluvísitalan um 13,9% þannig
að kaupmáttaraukningin er 25%
sem fyrr greinir. Með greiddu
tímakaupi er átt við tímakaup í
dagvinnu ásamt yfirborgunum,
ýmisskonar aukagreiðslum og
bónus. Utreikningarnir eru miðað-
ir við úrtak um 11 þúsund einstakl-
inga hjá 100 fyrirtækjum.
Kaupmáttaraukningin er þó
töluvert mismunandi eftir stéttum.
Minnst var hún tæp 17% hjá af-
greiðslukörlum og rúmlega 18%
hjá verkakonum. Verkakarlarnir
voru í kringum 25% meðaltalið,
afgreiðslukonur og skrifstofukarlar
um 27%, iðnaðarmenn rúmlega
28% og drýgst var kaupmáttar-
aukningin 30% hjá konum í skrif-
stofustörfum. Hækkun greidds
tímakaups var hins vegar á bilinu
frá 33% og upp í 48%.
0g enn lengist
vinnuvikan
Meðaltímakaupið, þar sem yfir-
vinna og vaktaálög eru meðtalin
hefur hækkað enn meira eða
44,4%, vegna nær hálfrar klukku-
stundar lengingar á vinnuvikunni að
meðaltali á tímabilinu. Minnst var
hækkunin 35% hjá afgreiðslukörl-
umogmest51% hjá iðnaðarmönn-
um. Meðalvinnuvika verkakarla
var framan af þessu ári rúmlega 53
klukkust., iðnaðarmanna tæplega
51 klst., verkakvenna og af-
greiðslufólks tæplega 47 klst. og í
kringum 41 klst. hjá skrifstofu-
fólki, en hjá því styttist vinnuvikan
á árinu.
Yfir þriðjungur
aukavinna hjá sumum
Á fyrstu mánuðum þessa árs
voru meðalmánaðarlaun fyrir dag-
vinnuna (með bónus) annars vcgar
og heildartekjur á mánuði hins
vegar u.þ.b. sem hér segir að mati
Kjararannsóknarnefndar:
Verkamenn 38.400 60.300
Verkakon. 36.500 47.400
Iðnaðarmenn 51.100 75.400
Afgr.karlar 41.500 54.100
Afgr.konur 34.400 45.300
Skrifst.karl. 61.400 67.500
Skrifst.kon. 48.000 51.300
Sem sjá má er mjög mismunandi
hve yfirvinnan er stór hluti heildar-
tekna hinna ýmsu stétta, en hæst
fer það hlutfall í um og yfir þriðj-
ung hjá verkakörlum og iðnaðar-
mönnum.
Launamunurinn stöðugt
að aukast
Framangreindar tölur sýna hið
margfræga meðaltal. En af tölum
Kjararannsóknarnefndar má einn-
ig ráða að launamunur (dagvinnu-
laun) innan stéttanna hafi aukist
nokkuð frá fyrstu mánuðum ársins
1986 til sama tíma í ár hjá öllum
nema verkakonum. Og enn meiri
er sú aukning ef miðað er við t.d.
sama tíma árið 1984. Mestur er
launamunurinn meðal karla í skrif-
stofustörfum. Þótt meðallaun
þcirra mælist um 61 þús. á mánuði
kemur fram að fjórðungur þeirra
hafði um og undir 38 þús. kr. á
mánuði en best launaði fjórðungur
þeirra um og yfir 75 þús. kr. á
mánuði. Lægst launaði fjórðungur-
inn af verkafólkinu hafði um eða
undir 30 þús. króna dagvinnulaun
á mánuði en best launaði fjórðung-
urinn um og yfir 40 þús. kr.
Helmingur þess er svo með laun
einhversstaðar þar á milli.
- HEI
Ágreiningur í kjaranefnd VMSÍ:
Austfjarðadeildin vill mikla hækkun
formannaráðstefnan á sunnudag tekur endanlega ákvörðun um kröfugerðina
Kjaranefnd og framkvæmda-
stjórn Verkamannasambands fs-
lands fundaði í gær um væntanlega
kröfugerð VMSÍ í komandi samn-
ingum við atvinnurekendur. Sam-
kvæmt heimildum Tímans ýta
nokkrir fulltrúar landsbyggðarinn-
ar og þá aðallega frá Austurlandi
mjög á um miklar hækkanir á
töxtum eða allt að um 50 %
hækkun. Aðrir munu vera hógvær-
ari í kröfum sínum.
Tíminn hafði samband við
Guðmund J. Guðmundsson, for-
mann VMSÍ sem varðist allra
frétta, en viðurkenndi þó að
„skoðanir væru nokkuð skiptar" í
nefndinni. Sagði Guðmundur að
líklega yrði unnið áfram í nefnd-
inni í dag, því hér væri um kröfu-
gerð margra starfsgreina að ræða
og málið því flókið. Þó sagðist
hann ekki telja að kröfugerðin
næmi 50% hækkun, en vildi ekki
tjá sig um málið frekar.
Formannaráðstefna VMSl verð-
ur haldin nk. sunnudag og sam-
kvæmt upplýsingum Lárusar Guð-
jónssonar, starfsmanns Verka-
mannasambandsins er búist við að
þar verði lögð blessun yfir þá
kröfugerð, sem þá liggur fyrir.
-phh
KÍM og ferðaskrifstofan Saga:
HAGSTÆDAR FERDIR
Á HJARA VERALDAR
- Shisi You og Lansheng Li frá Luxingshe stödd hér á landi
Þau Shisi You og Langsheng Li
frá kínversku ríkisferðaskrifstofunni
Luxingshe eru nú stödd hér á iandi í
boði Kínversk - íslenska menningar-
félagsins og ferðaskrifstofunnar
Sögu, en tilgangur dvalar þeirra hér
á landi er að kynna ferðamál og
ferðir til Kína.
Kom fram á blaðamannafundi
með þessum aðilum í gær að alls
hefðu um 460 þúsund „hreinræktaðir
túristar" ferðast til Kína í fyrra á
vegum Luxingshe og eru þá við-
skiptaferðalög og ferðir námsmanna
ekki taldar með. Hins vegar hafi um
22 milljónir útlendinga komið til
landsins í fyrra og er þar aðallega um
að ræða fólk ættað frá Kína, en sem
býr nú á Taiwan, Macau eða Hong
Kong.
Aðspurð um ferðir einstaklinga til
Kína sögðu þau Li og You að þeim
væri ekkert til fyrirstöðu, en hins
vegar væru ferðalög einstaklinga
ákaflega erfið ef viðkomandi væri
ekki mæltur á kínverska tungu. Þá
mætti ferðast án hindrana til allra
helstu borga landsins, en vegna ferða
á ákveðin svæði þyrfti að fá leyfi
yfirvalda. Flestir útlendingar kæmu
með flugi í gegnum Hong Kong, en
eins væri algengt að Norðurlanda-
búar tækju Síberuhraðlestina frá
Moskvu.
Hins vegar væri ódýrt að lifa í
Kína, a.m.k. á kínverskan máta því
mánaðarlaun þar nema um eitt þús-
und krónum íslenskum.
KÍM og Ferðaskrifstofan Saga
Tímamynd: Pjetuc
Frá ferðakynningunni í gær.
bjóða nú ferð til Kína, sem hefst
þann 16. október og stendur í tutt-
ugu og sex daga. Samkvæmt Arnþóri
Helgasyni, formanni KÍM eru boðin
hagstæðari kjör en tíðkast í öðrum
Evrópulöndum. Farið verður m.a.
til Peking og eyjunnar Hainan í
Suður-Kína og skoðaður þar „endi
veraldar" sem Kínverjar hafa svo
kallað. -phh