Tíminn - 04.09.1987, Page 13

Tíminn - 04.09.1987, Page 13
Föstudagur 4. september 1987 Tíminn 13 SAMTININGUR Gengið á vit Hafnarstúdenta Ingólfur Davíðsson: (í Höfn fyrir hálfri öld) / Smidjuhólsflekkinn mér borid var bréí. bjartur þrádur í forlagavef - stóri styrkurinn fenginnI Sjádu faðir ég sigli íhaust. sest í Háskólann vandræðalaust. hugur á Hafnarslóð genginn. hreyfum fagnaðarstrenginn- Eg er á förum móðir mín. mér af löngun hlýnar. Gulli hetri ergæskan þín. gefðu mér bænir þínar. Ég sigldi með eimskipi frá Islandi um haustið 1929. Pegar mig bar af þrútnum ver þessi fæddist baga: Blæinn lagði á móli mér mildan af Jótlandsskaga. - Landsýninrti varsannarlega fagnað ótæpilega: Nú eru flestir fullir um borð, þú færð á kjaft fyrir lítið orð. eða koss fyrir káta söngva. Á morgun gistum við glaða borg, göngum Strikið og Ráðhústorg og Stúdíustrætið þröngva. Námsmenn fyrr á tíð gengu dag- lega Kanúkastræti. því um það lá leiðin frá Garði til Háskólans. Kanúkastrætið þreyttar þramma þöglar sveitir kynslóðanna í rökkri tímans öld aföld. Höfuðgata heldri manna, Háskólans sem vegu kanna. Mínervu fúsir veiða völd. Píslarleiðin letingjanna. lítilþægir knæpur spanna. Bakkusi stór þeir greiða gjöld. Hér svífur andi margs íslendings fyrri tíða, og nýir taka við. íslenskur hjarðsveinn í útlendri borg augum forv/tnum rennir. Með fjallgönguskrefum hann skundar um torg skýran hreim aldanna kenn/r. Seint ísurnra spor fennir. Pama vann Arni og þarna bjó Jón og þarna drakk Ogmundur forðum. þama kvað Jónas sitl farsældarfrón og þarna lék Konráð að orðum. Hver sat þá með Bnnjólfi að borðum 1 Hér féllu margir og færðust í kaf. frá þeim lítt sagan greinir. Kunnari hinir sem komust af, kaldri gröf hellan leynir. Peir hvíla í útlegð einir. íslenskir menn við Eyrarsund Urðarmál löngum skráðu. Lifir á bókfelli liðin stund. leitar margur á hennar fund. rýnir í rúnimar máðu, skyggnir skinnblöðin snjáðu. Hafnargötur ég gekk um hrið. hérgengu áarnir fyrr á tið ígleði sinni og sorgum. Máttugum veittust metorð stór. mergsaug óheppna tæring og bjór. Ísíkið menn tumba af torgum. Haínargötur mér hugnasl sem gjár í hömrum býr (ramandi lýður. Mér fannst þetta kynlegt hið (yrsta ár, flý upp í turna með mtnar þrár. I sólþoku borgin þín bíður. íslenskir námsmenn á tröppum Hafnarháskóla vorið 1935. Þeir eru: Jósafat Líndal, Björn Þórarinsson, klemenz Tryggvason, Ástvaldur Eydal, Hallgrímur Helgason og Ásgrímur Sigurjónsson. Grúfiryftr bókunum fölur og fár, fjarhuga stúdent með úftð hár. Tíminn tæpi liður, græna borðið bíður. - Heima leika sér lómb í mó, langt upp i hlíðina grænkar tóI Liður að kvöldi, lægist borgarniður. Ijúfur um stræti andar næturfriður. Gleymt er um stund að græna borðið bíður, bjart eraf tungli, stjörnuhiminn bíður. - Fjárhagur flcstra stúdenta var þröngur. Fötin snjáð - í fátækara lagi. frakkinn margreyndur. snúinn kragi. Hvað crtu að amla húfan mín gamla? Pú ert lærdómsmerki á mér, “borsalínó". - (Scrlega fínn og dýr höfðingjahatt- ur). Skartar íhorni skörðóttur diskur, iskápnum kæfa og hálfbarinn fiskur. Sýður hafragrauturinn góði, gal hans ungskáld ifögru Ijóði. - Sultardagur komið kvöld, hvað er í matinn hcima? Ég fer nú bráðum að flytja mín tjöld og fcrðaskóna reima. Upp úr slitnum úlpurosa ódýrt nesti gref. Skyldi koma skip að heiman, skyldi ég fá bréf? Sofnaði í sultarhugleiðingum og með heimþrá, en vaknaði þægilega þvi ,.Nú kvaka gestir við gluggann minn. gráspör, þröstur - og andvarinn hvíslar i laufi farðu á fætur, flúin er þögn og skuggi nætur. Sólin geislar í gegnum ský, gefur oss söng og von á ný. Já. vor í lofti hlýtl í Hafnarstað, hýrast verð ég innimeð doðrant, krús og blað. Stattu þig við lærdóminn stúdentstetur, stúlkur - eftir próf - má athuga betur! Stúdentafundir voru haldnir reglulega og rætt um landsins gagn og nauðsynjar oft af ntiklu kappi. Reynt var að ná í áhrifamenn að heiman til að konta á fundi og flytja erindi um íslandsmál. Urðu venjulega miklar umræður á eftir oggat hitnað verulega í kolununt. „ Yfirglasi þjóðmál þrefum þrútnar berserks nef" varð háðfugli að orði. Stundum lauk fundi svo að „Ráðherrann blessaður holluna gefur, bylgjurn ar lækka og stríðsguðinn sefur." Mynd sýnir nokkra námsmenn á tröppum Hafnarháskóla 6. maí 1935. Þcir eru: Jósafat Líndal, Björn Þórarinsson, Klemenz Tryggvason, Ástvaldur Eydal, Hallgrímur Helgason og Ásgrímur Sigurjónsson. Ég bjó á ýmsum stöðum í Kaup- mannahöfn, sagði upp herbcrgi á vorin þegar ég fór heim til að vinna, ég leigði svo aftur á haustin, venjulega í gamla borgarhlutanum í nánd við Háskólann og „vötnin". Mynd sýnir þrjá námsmenn við götudyr mínar í „Vindagötu" 25 vorið 1935. Þcir eru: Runólfur Sveinsson, Pétur Gunnarsson og Zóphónías Pálsson. Engin stúlka las viö Hafnarhá- skóla á þcssum tíma. Þær komu síðar. Leiðrétting. í grein vjm Blóm og kvenfólk 26. ágú.st káfaði prent- villupúkinn á rímuðu erindi um Helgu Sigurðardóttur skólastjóra Húsmæðrakennaraskólans. Réttur er vísuhelmingurinn þannig: í mcyjaskcmmu er Helga drottning dísa, af dáðum hcnnar skóli upp nam rísa. VETTVANGUR lllllllllll llllll: 1111 lllllllli Kirkjubygging í Árneshreppi í tímanna rás hafa öldur ýmissa tískustrauma flætt yfir þjóðlífið og verið misjafnlega sterkar og lang- lífar. Á seinni árum hefur einskon- ar verndarstefna skotið rótum og verið áberandi áhrifavaldur um gang mála. Má þar nefna verndun náttúrunnar fyrir eyðingaröflum, dýralífi þar sem einstaka tegundir eru í hættu, verndun muna og minja o.s.frv. Allt er þetta af hinu góða sé hófs gætt og ekki farið út t öfgar, en það er því miður allt of algengt í þessum málum, þar sem svo mikið er höfðað til tilfinninga- lífsins en rókhyggja og heilbrigð skynsemi oft látin lönd og leið. Eiga snjallir áróðursmeistarar oft greiðan aðgang að hugum fólks og trufla dómgreind þess í þessum efnum. Eitt af því sem hefur verið, og er, mjög áberandi er verndun, viðhald og í flestum tilfellum endurbygging gamalla húsa. Má heita að það sé daglega þáttur í sjónvarpi og útvarpi, þar sem rek- inn er áróður fyrir þessum málum, Áhrifin hafa heldur ekki látið á sér standa, menn fyllast eldmóði og tala tungum, ef hrófla á við gömlu húsi og þeir, sem eru á annarri skoðun, eru stimplaðir sem órækt- arskinn, sneyddir öllum göfugum tilfinningum, fjandmenn forfeðr- anna og þeirra verka. Nú má enginn skilja orð mín svo að ég sé alfarið á móti þessari verndunarpólitík, svo er alls ekki. Ég er henni hlynntur í mörgum tilvikum, en tel þó að í hverju þeirra verði að vega og meta hlut- ina og láta skynsemina ráða yfir tilfinningunum. Það eru öfgar, þegar byggingar, sem voru stór- virki samtíðarinnar fyrir öld eða meir, eru endurreist í þeim tilgangi að þjóna þeim kröfum, sem nútíð og framtíð hljóta að gera til þeirra og ekkert tillit tekið til þess hvort þær eru hæfar til þess eða ekki. Hins vegar er réttlætanlegt að vernda þær og geyma sem minjar um liðna tíð, ef menn treysta sér til að standa undir þeim framkvæmd- um og framtíðarviðhaldi, sem af því leiðir. Tilefni þessara hugleiðinga minna er einmitt af þessum toga spunnið. Hafði ég síst hugsað mér að gera það að umtalsefni í fjöl- miðlum. En þar sem það er þegar komið á það stig og fréttaflutningur um það framreiddur á miður heppi- legan hátt, vil ég gera grein fyrir mínum sjónarmiðum í málinu og ég tel að það séu einnig sjónarmið þess meirihluta, sem ég hefi fylgt að málum í þessum efnum. Þar á ég við þá deilu og leiðindamál, sem gengið hefur yfir okkar litla samfé- lag, Árneshrepp, út af kirkjubygg- ingarmálum. Verða ekki allir þætt- ir þess máls raktir hér, enda yrði það of langt mál. Hér í sveit er gömul timbur- kirkja, sem er um 45 fermetrar að stærð, og hefur sjálfsagt verið til sóma þeim sem að byggingu henn- ar stóðu á sínum tíma. Að mínum dómi og margra annarra hefur hún nú lítið annað til síns ágætis en aldurinn. Þjóðminjavörður Þcgar byrjað var að hreyfa endurbyggingarmálum fyrir al- vöru, var nær alger samstaða innan safnaðarins um að byggja nýja kirkju og lítið talað um að vrðhalda þeirri gömlu. Voru þessi mál á góðri leið þegar erindreki húsfrið- unarnefndar, og síðan þjóðminja- vörður, komu í spilið og má segja að síðan hafi ríkt hálfgert styrjald- arástand í sveitarfélaginu út af þeim. Er í forsvari endurbygging- arsinna harðsnúinn hópur, sem illt er að nálgast án þess að eiga á hættu persónulegar svívirðingar og ærumeiðingar. Hafa ýmis áður bæld öfl fengið útrás, svo sem óvild eða jafnvel hatur og afbrýði til þeirra manna, sem fremst hafa staðið í framfaramálum sveitarinn- ar, og kaldranalegt er, að sá aðili, sem ætti stöðu sinnar vegna að vera hlutlaus sáttaaðili í málinu, er aðalupphafsmaður og áhrifavaldur í því hvernig komið er. Nú mætti spyrja hvort ekki væri hægt að sættast á málin með því að byggja nýja kirkju og vernda þá gömlu jafnframt. Þettaervissulega leið, sem alltaf hefur komið til greina og notið stuðnings nýbygg- ingarsinna sem sáttaleið í málinu. Hefði þá nýbyggingin forgang og þeirri gömlu yrði forðað frá frekari skemmdum meðan á nýbygging- unni stæði. Á þetta hafa sumir endurbyggingarsinnar ekki viljað fallast en haldið fast við að sú gamla héldi áfram að þjóna sínu fyrra hlulverki, þótt ný væri byggð. Þetta þýddi framlengingu á þessari leiðindadeilu um ókomna tíma. Endurbygging hafin Nú er málum svo komiö, að minnihluti safnaðarins hefur af fullum krafti hafist handa í endur- byggingarmálunum, og meinar lög- lega kjörinni safnaðarstjórn að koma þar nærri. Skáka þeir í skjóli klaufalegrar fundarsamþykktar, þar sem þeim var hcimilað viðhald kirkjunnar, og segja að nteð henni hafi þeim verið afhentur fullur umráðaréttur yfir göntlu kirkjunni og safnaðarstjórn hafi engan rétt til að skipta sér af gerðum þeirra. Gildir einu þótt biskup og Kirkju- málaráðuneyti hafi úrskurðað að safnaðarstjórn hafi ekki getað af- salað sér umráðaréttinum meðan ný kirkja er ekki komin í gagnið og hafi safnaðarstjórn því óskertan rétt og skyldur til að fara með málefni gömlu kirkjunnar. Einnig er hér hafin framkvæmd á vegum meirihluta safnaðarins við byggingu nýrrar kirkju, og er búið að steypa undirstöður hennar. Eins og áður er sagt hafði ég ekki hugsað mér að láta þessi mál til mín taka á opinberum vettvangi, enda óvanur ritstörfum og mun ekki, jafnvel þótt tilefni gefist, ræða þau nánar á þann hátt. Ég hefi með þessum línum viljað koma mínum sjónarmiðum á fram- færi og tel að þau séu samhljóða sjónanniðum þeirra samsveitunga rninna, sem eru talsmenn nýbygg- ingarinnar. Að sjálfsögðu gildir í þessum málum, sem öðrum að „sjaldan veldur einn þegar tveir deila“ og mörg mistök hafa átt sér stað af okkar hálfu, og hafa flest stafað af vanhugsuðum tilraunum til að ná samstöðu í málinu. Af minni hálfu er málið ekki trúarlegs eðlis, þótt ég hljóti að vona að kirkja og kristilegar athafnir haldi áfram að gegna nrikilvægu hlut- verki í þjóðlífinu. Ég tel hins vegar að það sé ekki skilyrði að sú starfsemi fari fram við sömu að- stæður og forfeðurnir bjuggu við. Á öllum sviðum byggingamála hef- ur á undanförnum áratugum ríkt framfara- og stórhugur hjá þjóð- inni og sá hýbýlakostur, sem for- feðurnir bjuggu við, heyrir nú alfarið sögunni til. Tel ég kirkju og kristindómi í landinu það ekki til framdráttar að skera sig úr í þeim efnum. Að síðustu vil ég svo láta þá von mína í ljós, að þessi mál leysist á farsælan hátt og þær tilfinningaöld- ur, sem það hefur leyst úr læðingi, megi fljótlega hjaðna. Krossncsi á höfuðdag 1987 Eyjólfur Valgeirsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.