Tíminn - 04.09.1987, Síða 15

Tíminn - 04.09.1987, Síða 15
Föstudagur 4. september 1987 Tíminn 15 MINNING Guðjón Klemenzson læknir Væddur 4. janúar 1911 Dáinn 26. ágúst 1987 Að morgni 26. ágúst barst sú fregn, að Guðjón Klemenzson, tengdafaðir okkar, væri látinn. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða um tíma og taldi sjálfur, að innan tíðar kæmi kallið. Hann var við því búinn, en þannig skapi farinn, að hann æðraðist aldrei. Undarlegt að vita að á því sem er hlýtur senn að verða tiltakanleg breyting. PægHeg hugsun að vita að þegar til þessa kemur muni maður ekki taka eftir því sjálfur. Ósköp þægileg hugsun, finnst manni. (Jón úr Vör) Við sem stóðum honum nærri eigum ekki þetta æðruleysi hugans, söknuðurinn er því sár. Guðjón Klemenzson var fæddur á Bjarnastöðum á Álftanesi 4. janúar 1911, sonur hjónanna Auðbjargar Jónsdóttur húsfreyju (d. 1977) og Klemenzar Jónssonar skólastjóra og oddvita (d. 1955) að Vestri- Skógtjörn. Auðbjörg og Klemenz voru bæði ættuð úr Vestur-Skafta- fellssýslu, hún frá Skálmarbæ og hann frá Jórvík, í Álftaveri. Peim varð tíu barna auðið og ólst Guðjón því upp í stórum hópi systkina. Guðjón hafði ætíð yndi af því að koma á bernskuslóðirnar á Álfta- nesi, en þar átti hann mikinn frændgarð. Auðfundið var, að hon- um var það mikils virði að rækta tengsl við systkini sín, en þau eru: Jón (d. 1936), Eggert (d. 1987), Guðný Þorbjörg, Sveinbjörn (d. 1978), Sigurfinnur, Gunnar (d. 1941). Guðlaug, Sveinn Helgi og Sigurður. Hann bar unthyggju fyrir Árnakotsfjölskyldunni allri og lét sér einstaklega annt um heill og heilsu móður sinnar síðustu æviár hennar. Guðjón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1935, embættisprófi í læknisfræði árið 1942 og var við nám í Medical College í Virginia sjúkrahúsinu í Rtchmond í Bandaríkjunum 1942- 1943. Læknisstarfið var honum mjög kært. Hann taldi aldrei stundirnat eða sparaði kraftana, en starf heimil- islæknis var oft á tíðum þrotlaus vinna við hinar erfiðustu aðstæður. Guðjón var héraðslæknir í Hofsós- héraði í rúman áratug. Á þeint tíma voru samgöngur oft mjög erfiðar og gátu læknisvitjanir að vetrarlagi tek- ið sólarhringa. Ferð að sjúkrabeði var oft þrekraun, barátta við náttúruöfl og veðurguði. Mestum hluta starfsævinnar varði Guðjón á Suðurnesjum, en fjölskyldan fluttist til Ytri-Njarðvíkur árið 1954. Var lærdómsríkt að hlýða á frásagnir Guðjóns af hversdagslífi heimilis- læknis í tveimur landshiutum í nær fjóra áratugi. Það var ljóst að Guð- jón naut starfs síns, en einnig að hann naut sín í þessu starfi. Hann hafði til að bera samviskusemi, eins- taka reglusemi og gott vinnulag. Þetta, ásamt eðlislægri umhyggju fyrir börnum og öllum sem þörfnuð- ust hjálpar, tryggði honum gifturík- an starfsferil. Tengdafaðir okkar var einnig ntik- ill gæfumaður í einkalífi sínu. Árið 1943 kvæntist hann Margréti Hall- grímsdóttur. dóttur Jónínu Jóns- dóttur húsfreyju (d. 1941) og Hall- gríms Jónssonar verkamanns (d. 1962) í Hafnarfirði. Saman byggðu Guðjón og Margrét upp hcimili, þar sem við höfum öll notið svo margra góðra stunda. Þar var fegurð og fágun í fyrirrúmi. Guðjón og Mar- grét eignuðust fimm börn. Þau eru: Margrét Jóna. hennar maður er Ólafur Marteinsson. Þau ciga tvær dætur. Auðbjörg, hennar maður cr Guðmundur Arnaldsson. Þau eiga fjögur börn. Védís (d. 1951). Hall- grímur, hans kona er Ragnheiöur Haraldsdóttir. Þau ciga þrjú börn. Og Guðný Védís, hennar maður er Ólafur Marel Kjartansson. Þau eiga eina dóttir. Guðjón og Margrét eiga því tíu barnabörn. Guðjón var mikill fjölskyldufaðir og nutum við öll forsjár hans og umhyggju í ríkum mæli. Barnabörn með ærsl og læti voru aldrei fyrir heldur ævinlega velkomin, en gleðin sem lýsti af svip afa þegar eitthvað þeirra birtist var nægileg sönnun þess. Tengdafaðir okkar hafði fast- mótaðar lífsskoðanirog afstaðajians mótaðist alltaf af samúð með iítil- magnanum. Hann hafði allá tíð mikinn áhuga á þjóðntálum, bjö þar yfir traustri þckkingu og fylgdist vel nteð. Bókasafn Guðjóns bar vott um yndi hans af lestri góðra bóka og einlæga virðingu fyrir landi, þjóð og sögu. Og fátækt er orðið og fáskrúðug tjáning liver er fetar sig áfram vor hugur um tregans slóðir. - En hvað mundu orð og hámæli geðjast þér? Hljóðastur manna varst þú, minn vinur og bróðir. (Gudmundur Böövarsson) Af djúpri virðingu og einlægu þakklæti kveðjum viö Guðjón Klcni- enzson. Tengdabörn Kveðja frá barnabörnum. Afi okkar lést 26. ágúst síðastlið- inn. Okkur langar að kveðja hann með nokkrum orðum. Afi skipaði ávallt stóran sess í lífi okkar ásamt ömrnu. Það elsta okkar bjó fyrstu mánuðina heima hjá afa og ömmu og við öll dvöldum þar oft, mislangan tíma í einu, í pössun. Marga hátíðisdagana var ekið til Njarðvíkur og síðar á Flyðrugrand- ann til að hitta afa og ömmu. Ekkert okkar ólst upp í Njarðvíkum, og þegar þau l'luttu til Reykjavíkur fyrir 5 árum vorum við afar ánægð að fá þau nær okkur. Við eignuð- umst annað hcimili og erum ávallt velkomin. Við sem bjuggum erlendis í 6 ár vissum vcl hvers við fórum á mis. Frá því við fæddumst fylgdist afi náið með heilsufari okkar. Hlustun- arpípan hans og stundum plástrarnir björguðu alltaf málunum. Við fund- um umhyggjuna fyrir velferð okkar frá fyrstu tiö. Við eldri börnin munum vel eftir afa, þegar hann var önnum kafinn viö iæknisstörf, á lækningastofunni eða á leiö í vitjanir. Við yngri börnin munum liann lesandi í bók eða dagblaði í stólnum sínum á Flyörugrandanum. En öll munum við svo vcl hlýja brosið hans afa. Þrátt fyrir veikindi lians á þessu ári, fengum við alltaf bros þegar viö komum í hcimsókn, alvcg cinstakt bros þegar við yngstu birtumst. Við vitum líka mæta vel, að öll börn áttu hug afa, ckki síst þau börn sem liann annaðist vcgna starfs síns. Þau gáfu honum reyndar afa-nafnið áður en viö fæddumst. Við crum þakklát fyrir samfylgd- ina. Barnabörnin Helgi Ketilsson - fyrrum bóndi á Álfsstöðum, Skeiðum Fæddur 20. ágúst 1906 Dáinn 29. ágúst 1987 Dauðinn má svo með sanni samlíkjast þykir mér, slyngum þeim sláttumanni. er slær allt, hvað fyrir er. grösin og jurtir grænar, glóandi blómstrið frítt, reyr, stör sem rósir vænar reiknar hann jafnfánýtt. (H. Pétursson) Þann 29. ágúst síðastliðinn lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Ljós- heimum á Selfossi föðurbróðirminn, Helgi Ketilsson. Hann fæddist á Álfsstöðum á Skeiðum þann 20. ágúst 1906 og var því nýorðinn 81 árs. Fréttin um lát Helga frænda ætti í rauninni ekki að koma neinum á óvart. Þó er það nú svo að maður er harmi sleginn við fráfall hans. Margar minningar sækja á hugann þegar litið er til baka. Þessar minningar eru tengdar ófáum ferð- um mínum ásamt foreldrum og syst- Fædd 25. júlí 1908 Dáin 26. ágúst 1987 Hún Áslaug frá Staðastað er látin; þó engum sem til þekkti, hefði átt að koma þessi frétt á óvart og þó við vissum að þessi aldraða kona hefði háð vonlaust stríð við skæðan sjúk- dóm svo mánuðum skipti, brá okkur og minningarnar sóttu að. Það var vorið 1944, að nýr prestur kom að Staðastað. Presturinn var séra Þorgrímur Vítalín Sigurðsson (látinn fyrir nokkrum árum) og kona hans frú Áslaug Guðmundsdóttir, ásamt fjórum ungum börnum þeirra. Fljótt kom í ljós og duldist engum, kinum upp að Álfsstöðum. Oft voru ferðirnar farnar í þeim tilgangi að smala sauðfé. Jafnan var þá Helgi frændi fremstur í flokki enda er erfitt að hugsa sér hann öðruvísi en einmitt í samskiptum við sauðkind- ina, svo ríkur þáttur var hún í lífi hans. Fram á áttræðisaldur mátti sjá hann léttan á fæti stika um, upp um hlíðar Vörðufells. Ófáar miningar á að þarna fóru engar meðal mann- eskjur. Árin þeirra á Staðastað urðu 28. Yfir heimili þeirra hvíldi ætíð reisn og menningarblær, sem hún Áslaug átti sinn stóra þátt í. Við sveitungar þeirra munum aldrei gleyma þessum glæsilegu hjónum, né verkum þeirra fyrirsveit og hérað. Fyrir mína hönd og sveitunga minna, sendi ég börnum þeirra og fóstursyni, innilegar samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu Áslaugar Guðmundsdóttur. Þórður Gíslason Ölkeldu II ég einmitt úr slíkum ferðum. Að eiga slíkar minningar cr mér mikils virði. Fyrir barn sem elst upp á mölinni er það ómetanlegt að hafa fengið að kynnast sveitalífinu þannig að eigin raun. Ekki síður cr það ómetanlegt að hafa fengið að kynn- ast og umgangast mann cins og Helga frænda. Eftir sólríkt og bjart sumar er ■ haustið í nánd. Það fylgir jafnan haustinu að trén fclla laufin. I þetta sinn hcfur cnn citt mannsbarnið kvatt þennan hcim. Löngum ævidegi Helga frænda er lokið. Blessuð verið minning hans. Eydís Katla Guðmundsdóttir. Hann Helgi Ketilsson er dáinn. Sú frétt ætti ekki að koma á óvart en svona er það nú samt, að slíkar fréttir koma oftast á óvart. Það er erfitt að lýsa því tómarúmi sem myndast í brjósti manns við slíkar fréttir. Hvað er það sem gerir suma menn meiri en aðra. Ncfna mætti mörg atriði. En kannski er slík upptalning aldrei tæmandi og þar af lciðandi röng, svo að kannski er bara best að eiga slíka minningu' með sjálfum sér þegar maður ætlar að lýsa mannkostum eins manns. Slíkar hugsanir koma upp í hugann er maður minnist Helga frá Álfsstöð- um. Ég ætla að aðrir séu hæfari en ég til að rita um hans æfistarf. En minningarnar staldra við margt. Einhvernveginn vil ég minnast hans sem bóndans frá Álfsstöðum, bóndans sem unni landinu og sauð- kindinni. Mér finnst svo stutt síðan við Helgi vorum staddir saman við Álfsstaðahelli og hann var að segja mér frá því er hann reyndi að elta uppi 2ja vikna gamalt lamb í brekk- óttu landi. En slíkur maður var Helgi, þá er hann var á 72. aldursári stukkum við samsíða yfir vélgrafinn framræsluskurð, er við vorum að stugga við fé um sauðburð. En svona er það nú að allt tekur enda. Og nú er hann var ný orðinn 81 árs er hann allur. Blessuð veri minning Helga frá Álfsstöðum. Helgi Guðmundsson. Aslaug Guðmundsdóttir frá Staðastaö Frá grunnskólanum í Mosfellsbæ Skólasetning Gagnfræðaskólinn 7., 8. og 9. bekkur mánudag 7. sept. kl. 9. Varmárskóli 4., 5. og 6. bekkur kl. 9. 12. og 3. bekkur kl. 10. Skólastjórar Kennarar Grunnskólann á Bakkafirði vantar kennara eða leiðbeinendur. Húsnæði í boði. Upplýsingar gefur Járnbrá Einarsdóttir í síma 97-31360 og skólastjóri í síma 97-3101. Skólanefnd t Móðir okkar Sesselja Guðlaug Sigfúsdóttir verður jarðsungin frá Langholtskirkju mánudaginn 7. september klukkan 10.30. Jarðsett verður að Torfastöðum. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Langholtskirkju. Fyrir hönd annarra vandamanna. Hulda Brynjólfsdóttir Þóra Kristín Jónsdóttir Sigrún Gróa Jonsdóttir t Bróðir okkar Einar Vernharðsson Hlíöarvegi 12, Kópavogi Lést að heimili sínu 2. september Systkini hins látna

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.