Tíminn - 04.09.1987, Síða 18

Tíminn - 04.09.1987, Síða 18
18 Tíminn Föstudagur 4. september 1987 KVIKMYNDAGAG NRYN lj| Hjartaknúsarinn og krúsidúllan Rob Lowc tekst á við hlutverk þroskahefts stráks í nýjustu mynd Laugarásbíó, Hver er ég? Rob Lowe í nýrri mynd í Laugarásbíói: Leitin að týndu egói I dug frumsýnir Laugarásbíó nýj- ustu mynd hjartaknúsaruns Rob Lowe, sem stelpurnar muna cftir úr St. Elmos fire, Oxford Blues, Youngblood, etc., ctc.,etc. Mynd- in heitir „Square Dance", eða „Hver er ég?“ í íslenskri þýðingu. Myndin fjallar um táningastúlk- una Gemmu, (Winona Rydcr), sem er trúuð og samviskusöm 13 ára sveitastclpa, scm býr á bónda- bænum með önugum afa sínum, sem Jason Robards leikur. Gcmma hcfur aldrei litiö foreldra sína aug- um og cr alls ckki viss um hver faðir sinn er, sem er náttúrlcga ekki gott. Hún er plöguð af alls kyns óþægilcgum spurningum og þjökuð af vonleysi, þegar móðir hennar,(Janc Alexander) birtist og býðst til að taka hana að sér og lofar járni og grænum skýjum. Þessu neitar Gcmma á harðneskju- legan hátt og með það hverfur móðirin á braut. Samt yfirgefur hún afa sinn og leitar til móður sinnar, sem er ekki öll þar sem hún er séð. Gemma kynnist nú þroskaheftum pilti Rory að nafni(Rob Lowe, æææææðisleg- ur!!) og hann verður ástfanginn af henni. Segir nú ekki meira af söguþræðinum, því öfugt við Dagbl... , sum önnur blöð, viljum við ckki eyöileggja ánægjuna af því að verða vitni að endinum sjálf. Myndin veröur eins og áður sagði frumsýnd í dag í Laugarás- bíói og verður væntanlega sýnd 5,7,9og 11 einsoggóðubíói sæmir. - SÓL Aðgangskort Sala aðgangskorta, sem gilda á leiksýningar vetrarins stendur nú yfir. Kortin gilda á eftirtaldar sýningar: 1. FaSirinn eftir August Strindberg 2. Hremming eftir Barrie Keefe 3. Algjört rugl (Beyond Therapy) eftir Christopher Duranq. I.KiKFKIAG RKYKIAVIKUR SÍMI 1bo20 4. Síldin kemur, sildin fer eftir löunni og Kristínu Steinsdætur, tónlist eftir Valgeir Guöjónsson. 5. Nýtt íslenskt verk, nánar kynnt siðar. Verö aögangskorta á 2.-10. sýningu kr. 3.750,- Verö frumsýningakorta kr. 6.000.- Upplýsingar, pantanir og sala i miöasölu Leikfélags Reykjavikur i Iðnó daglega kl. 14-19. Simi 1-66-20. Einnig símsala með VISA og EUROCARD á sama tima. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sala aðgangskorta er hafin. Verkefni í áskrift leikárið 1987-1988: Rómúlus mikli eftir Friedrich Durrenmatt. Brúðumyndin eftir Guömund Steinsson. Vesalingarnir, Les Miserablé söngleikur byggöur á skáldsögu eftir Victor Hugo. Listdanssýning l'slenska dansflokksins. A Lie of the mind eftir Sam Shepard. Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson. Lygarinn eftir Goldoni. Verð pr. sæti á aðgangskorti með 20% afslætti kr. 4.320. Ath! Fjölgað hefur veriö sætum á aðgangskortum á 2.-9. sýningu. Nýjung fyrir ellilifeyrisþega: Aögangskort fyrir ellilifeyrisþega á 9. sýningu kr. 3.300. Kortagestir leikárið 1986-1987: Vinsamlegast hafið samband við miðasölu fyrir 10. september, en þá fara öll óseld aðgangskort i sölu Fyrsta frumsýning leikársins: Rómúlus mikli verður 19. september. Almenn miðasala hefst laugardaginn 12. september. Miðasala opin alla daga kl. 13.15-19 á meðan sala aðgangskorta stendur yfir. Stmi í miðasölu 11200. VISA EURO BÍÓ/LEIKHÚS llll HteKÖUBlfl ll BlHHBBBBma sími 2 21 40 Gínan Gamanmynd i sérflokki. Erhanngeggjaður, snillingur eða er eitthvað yfirnáttúrulegt að gerast??? Þegar þau eru tvö ein er aldeilis lif i henni og allt mögulegt. Gamanmynd einsog þær gerast bestar Leikstjóri, Michael Gottlieb Aðalhlutverk Andrew McCharthy (Class, Pretty in Pink) Kim Cattrall Sýndkl. 7,9og11 Dolby Stereo LAUGAfíAS Salur A Hver er ég? SQUARE'J D A N C E Ny Dandarísk mynd trá „Islartd pictures". Myndin er um unglingsstúlku sem elst upp hjá afa sinum. Hún fer til móður sinnar og kynnist þá bæði góðu og illu, meðal annars þá kynnist hún þroskaheftum pilti sem leikinn er af Rob Lowe. Aðalleikarar: Jason Robarts (Melvin og Howard og fl.) Jane Alexanders (Kramer v/s Kramer og fl.) Rob Lowe („Young blood”, „St. Elmo's Fite“ og fl.) Winona Ryder. Leikstjóri: Daniel Petrie (Resurrection) Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11.05 Salur B Barna og fjölskyldumyndin Valhöll Ný og spennandi teiknimynd um ævintýri i Goðheimum. Myndin er um Víkingabörnin Þjálfa og Röskvu sem numin eru burt frá mannheimum til að þræla og púla sem þjónar guðanna i heimkynnum guðanna Valhöll. Myndin er með íslensku tali Helstu raddir: Kristinn Sigmundsson, Laddi, Jóhann Sigurðsson, Eggert Þorleifsson, Páll Olfar Júiiusson Nanna K. Jóhannsdóttir og fleiri. Dolby Stereo Sýnd i B-sal kl. 5,7,9 og 11 Miðaverð kl. 250 Salur C Rugl í Hollywood Ný frábær gamanmynd með Robert Townsend. Myndin er um það hvemig svörtum gamanleikara gengur að „meika” það í kvikmyndum. Þegar Eddie Murpy var búinn að sjá myndina réð hann Townsend strax til að leikstýra sinni næstu mynd. Sýnd í C-sal kl. 5,7,9 og 11 Sýningar á laugardag og sunnudag: „Hver er ég?“ í B-sal kl. 3,5, og í A-sal kl. 7, 9 og 11 „Valhöll" í A-sal kl. 3,5 og í B-sal kl. 7,9 og 11 „Rugl í Hollywood" í C-sal kl. 3,5,7,9 og 11 llllllllllllllllllll ÚTVARP/SJÓNVARP IIIUIIIIIIIIIII lillSllll Föstudagur 4. september 6.45 Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin - Jóhann Hauksson og Óðinn Jónsson. Fréttir sagðar kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 en áður lesið úr forustugreinum dagblaðanna. Tilkynningar eru lesnar kl. 7.25,7.55 og 8.25. Þórhallur Bragason talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. 9.05 Morgunstund barnanna: „Gosi“ eftir Carlo Collodi Þorsteinn Thorarensen les þýð- ingu sína (7). 9.20 Morguntrimm . Tónleikar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Frá fyrri tíð Þáttur í umsjá Finnboga Her- mannssonar. (Frá Isafirði) 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur Umsjón: Bergþóra Jónsdótt- ir. (Þátturinn verður endurtekinn að loknum fréttum á miðnætti). 12.00 Dagskrá . Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar . Tónleikar. 14.00 Miðdegissagan: „íslandsdagbók 1931“ eftir Allce Selby Jóna E. Hammer þýddi. Helga Þ. Stephensen les (4). 14.30 Þjóðleg tónlist 15.00 Fréttir . Tilkynningar. Tónleikar. j 15.20 Lesið úr forustugreinum landsmálablaða 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpíð 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.05 Tónlist á síðdegi - Mússorgskí „Myndir á sýningu" eftir Modest Músso/gskí. Filharmon- iusveit Vínarborgar leikur:H, André Previn stjórnar. (af hljómdiski) 17.40 Torgið Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18 00 Fréttlr. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tílkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Þórhallur Bragason flytur. Náttúruskoðun. Veiði- sögur. Jóhanna Á. Steingrímsdóttir í Árnesi segir frá. (Frá Akureyri) 20.00 Tónlist eftir Richard Strauss „Also sprach Zarathustra" (Svo mælti Zaraþústra) Filharm- oniusveitin í New York leikur; Leonard Bernste- in stjórnar. David Nadien leikur einleik á fiðlu. (af hljómplötu) 20.40 Sumarvaka a. Knæfur Miðfirðingur, Jó- hannes Sveinsson Baldur Pálmason les þriðja og síðasta hluta frásöguþáttar Magnúsar F. Jónssonar. b. „Á Austurlandi leit ég sól" Sigurður óskar Pálsson fer með kveðskap eftir hjónin Sigfús Guttormsson og Sólrúnu Eiríks- dóttur frá Krossi í Fellum. c. Silfur Torfi Jónsson flytur frásögu eftir Þormóð Jónsson frá Hóli á Melrakkasléttu. 21.30 Tifandi tónar Haukur Ágústsson leikur létta tónlist af 78 snúninga plötum. (Frá Akureyri) 22.00 Fréttir . Dagskrá morgundagsins . Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Vísnakvöld Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson sér um þáttinn. 23.00 Andvaka Umsjón: Pálmi Matthíasson. (Frá Akureyri) 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. (Endurtekinn þáttúr frá morgni). 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. ?&$ 00.10 Næturvakt Útvarpsins Magnús Einarsson stendur vaktina. 6.00 í bitið - Guðmundur Benediktsson. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 9.05 Morgunþáttur í umsjá Kristínar Bjargar Þorsteinsdóttur og Skúla Helgasonar. Meðal efnis: óskalagatími hlustenda utan höfuðborg- arsvæðisins - Vinsældarlistagetraun - Útitón- leikar við Útvarpshúsið. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladótlir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Eftirlæti Valtýr Björn Valtýsson flytur kveðjur milli hlustenda. 22.07 Snúningur Umsjón: Vignir Sveinsson. 00.10 Næturvakt Útvarpsins Þorsteinn G. Gunn- arsson stendur vaktina til morguns. Fréttir kl.: 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00,17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP 18.03-19.00 Svæðísútvarp fyrir Akureyri og nágrenni - FM 96,5 Umsjón: Kristján Sigur- jónsson og Margrét Blöndal. Fostudagur 4. september 7.00- 9.00 Páll Þorsteinsson og morgunbylgj- an. Páll kemur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 9.00-12.00 Haraldur Gíslason á léttum nótum. Sumarpoppið á sínum stað, afmæliskveðjur og kveðjur til brúðhjóna. Fréttirkl. 10.00 og 11.00. 12.00-12.10 Fréttir. 12.10-14.00 Bylgjan á hádegi. Létt hádegistónlist og sitthvað fleira. Fréttir kl. 13.00. 14.00-17.00 Ásgeir Tómasson og föstudags- poppið. Ásgeir hitar upp fyrir helgina. Fréttir kl. 14.00,15.00,16.00. 17.00-19.00 Hallgrímur Thorsteinsson í Reykja- vík síðdegis. Leikin tónlist, litið yfir fréttirnar og spjallað við fólkið sem kemur við sögu. Stiklað á stóru í sögu Bylgjunnar. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00-22.00 Anna Björk Birgisdóttir. Bylgju- kvöldið hafið með tónlist og spjalli við hlustend- ur. Fréttir kl. 19.00. 22.00-03.00 Haraldur Gíslason nátthrafn Bylgj- unnar kemur okkur í helgarstuð með góðri tónlist. 03.00-08.00 Næturdagskrá Bylgjunnar - Anna Björk leikur tónlist fyrir þá sem fara seint i háttinn og hina sem fara snemma á fætur. 07.00-09.00 Þorgeir Ástvaldsson. Laufléttar dægurflugur frá því í gamladaga og gestir teknir tali. 08.00 STJÖRNUFRÉTTIR. (fréttasími 689910). 09.00-12.00 Gunnlaugur Helgason. Goð tónlist, gamanmál og glugqað i stjörnufræðin. 10.00 og 12.00 STJÖRNUFRÉTTIR (fréttasimi 689910). 12.00-13.00 Hádegisútvarp. Rósa Guðbjartsdóttir stjómar hádegisútvarpi Stjömunnar 13.00-16.00 Helgi Rúnar óskarsson. Gamalt og gott leikið af fingmm fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. 14.00 og 16.00 Stjörnufréttir (fréttasimi 689910) 16.00-18.00 „Mannlegi þátturinn“ Jón Axel Ólafs- son með blöndu af tónlist, spjalli, fréttum og fréttatengdum viðburðum. 18.00 STJÖRNUFRÉTTIR. 18.00-19.00 íslenskir tónar íslensk dægurlög að hætti hússins. 19.00-20.00 Stjörnutíminn á FM 102,2 og 104. Gullaldartónlistin kynnt í einn klukkutíma. Vinsæll liður. 20.00-22.00 Árni Magnússon. Ámi er kominn í helgarskap og kyndir upp fyrir kvöldið. 22.00-02.00 Jón Axel Ólafsson Og hana nú.... kveðjur og óskalög á víxl. 02.00-08.00 Stjömuvaktin Föstudagur 4. september 18.20 Ritmálsfréttir. 18.30 Nilli Hólmgeirsson. 31. þáttur. Sögumaður Örn Árnason. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 18.55 Ævintýri frá ýmsum löndum (Storybook International). Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Helga Jónsdóttir. 19.20 Á döfinni Umsjón: Anna Hinriksdóttir. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkom Umsjón:GuðmundurBjarni Harð- arson og Ragnar Halldórsson. Samsetning: Þór Elis Pálsson. 20.00 Fréttir og veður 20.35 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Lifi polkinn! (La Polka Viva) Tékknesk mynd án orða sem sýnir upphaf polkans og fyrstu viðbrögð við honum fyrir 150 árum. 21.40 Derrick Þýskur sakamálamyndaflokkur með Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert leikur. Þýðandi Veturliði Guðnason. 22.40 Unnustan sem kom inn úr kuldanum (La fiancée qui venait du froid) Frönsk bíómynd í léttum dúr frá 1983. Leikstjóri Charles Nemes. Aðalhlutverk Thierry Lhermitte og Barbara Ni- elsen. Ung stúlka leitar til fyrrverandi elskhuga síns og vill að hann gangi að eiga pólska stúlku sem á yfir sér tiu ára fangavist í heimalandi sínu. Þýðandi Ólöf Pétursdóttir. 00.10 Fréttir frá Fréttastofu Utvarps. 1STOÐ2 Föstudagur 4. september 16.45 Slæmir siðir (Nasty Habits). Bresk kvikmynd með Glenda Jackson, Anne Meara og Gerald- ine Page í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Michael Lindsay Hogg. Á dánarbeðinu, felur abbadís í klaustrj í Phiiadelphiu eftirlætisnunnu sinni aö taka við starfi sínu. Áður en hún nær að undirrita skjöl þar að lútandi, deyr hún og upphefst þá mikil barátta um yfirráö klaustursins. 18.20 Knattspyrna - SL mótið. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.30 Fréttir. 20.00 Sagan af Harvey Moon (Shine On Harvey Moon). Breskur framhaldsmyndaflokkur með Kenneth Cranham, Maggie Steel, Elisabeth Spriggs, Linda Robson og Lee Whitlock i aðalhlutverkum. Harvey á í mestu vandræðum með að koma skipan á fjölskyldulíf sitt. 20.50 Hasarleikur (Moonlighting). Bandarískur framhaldsþáttur með Cybill Shepherd og Bruce Willis í aðalhlutverkum. David ræður Maddie eindregið frá þvi að taka að sér rannsókn á framhjáhaldi, þvi viðskiptavinurinn er móðir hennar og hinn grunaði faöir hennar. 21.45 Einn á móti milljón (Chance in a million). Breskur gamanþáttur með Simon Callow og Brenda Blethyn í aðalhlutverkum. Fjarskyldir ættingjar Toms bjóða honum og Alison til helgardvalar. Ættingjarnir taka enga áhættu og gera því fyrirbyggjandi ráðstafanir sem hafa þveröfug áhrif. 22.10 Lögreglusaga (Confessionsof aLadyCop). Bandarisk kvikmynd með Karen Black, Don Murray, Eddie Egan og Frank Sinatra Jr. Leikstjóri er Lee H. Katzin. Evelyn Carter hefur starfað með lögreglunni í sextán ár. Hún stendur á tímamótum i lifi sínu, vinkona hennar fremur sjálfsmorð, elskhugi hennar vill slíta sambandi þeirra og hún efast um að hún hafi valið sér rétt ævistarf. 23.45 Togstreita á Barbary strönd. (Flame of the Barbary Coast). Bandarísk kvikmynd frá 1945 með John Wayne, Ann Dvorak og Joseph Schildkraut í aðalhlutverkum. Myndin gerist upp úr aldamótum. Duke er kúabóndi frá Montana sem kemur til San Francisco til þess að innheimta skuld af eiganda spilaklúbbs. Honum mistekst innheimtan, en verður ástfangin af unnustu klúbbeigandans og ákveður að flytjast til San Francisco en jarðskjálftinn mikli er á næsta leiti. 01.20 Kattarfólkið. (Cat People). Bandarísk kvik- mynd frá 1982 með Nastassia Kinski og Malc- olm McDowell í aóalhlutverkum. Mögnuð mynd um heitar ástríður og losta. Fyrstu kynni ungrar konu af ástinni eru stjórnlaus og yfirþyrmandi. sú reynsla umbreytir henni og hefur örlagarikar afleiðingar í för með sér. Leikstjóri er Paul Schrader. Tónlist eftir Giorgio Moroder og David Bowie. Myndin er alls ekki við hæfi barna. 03.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.