Tíminn - 05.09.1987, Page 4
4 Tíminn
Laugardagur 5. september 1987
Kjötiðnaðarmenn
almennt starfsfólk
Óskum eftir að ráða kjötiðnaðarmenn eða menn
vana kjötskurði. Einnig starfsfólk til almennra
starfa í kjötiðnaðarstöð.
.Góð vinnuaðstaða og mötuneyti á staðnum.
Nánari upplýsingar hjá verkstjóra í síma 686366
(28)
RÝMINGARSALA
Nýirvörubílahjólbarðar.
Mikil verðlækkun.
900x20 nælon frá kr.
8.500,-
1000x20 nælon frá kr.
10.500, -
1100x20 nælon frá kr.
11.500, -
1200x20 nælon frá kr.
12.500, -
1000x20 radial frá kr. 12.600,-
1100x20 radial frá kr. 14.500,-
1200x20 radial frá kr. 16.600,-
Gerið kjarakaup. Sendum
um allt land.
BARÐINN HF.,
Skútuvogi 2 - Reykjavik.
Simi 30501 og 84844.
Tilboð óskast í að reisa og fullgera íbúðar- og
aðstöðuhús fyrir Veiðimálastofnun ríkisins á Hól-
um í Hjaltadal.
Húsið er tveggja hæða, flatarmál alls 290 m?.
Innifalið í verkinu er allt er þarf til að skila
byggingunni tilbúinni til notkunar, þar með talin
lögun lóðar.
Verkinu sé lokið eigi síðar en 1. júlí 1988.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar-
túni 7, Reykjavík, og hjá Fjölhönnun, Sauðárkróki,
gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð
á sama stað þriðjudaginn 22. sept. 1987 kl. 11.30.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
Sendlastörf
Óskum eftir að ráða unglinga eða hresst fólk til
sendlastarfa. Aðallega er um ferðir í miðbænum
að ræða.
í einu starfinu þarf viðkomandi að hafa bifreið til
umráða.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra er
veitir upplýsingar.
SAMBAND ÍSL. SAM VINNUFÉIAG A
STARFSMANNAHALD
i 1 W 1
|| i; i "§
JL ■ •■!
liJ
-A i 1 - waÞ'- J
Stjórn Norrænu iðnþróunarstofnunarinnar.
Tímamynd: BREIN
íslandsverkefni Norrænu iðnþróunarstofnunarinnar:
Efling hátækni í
frystiiðnaðinum
Stjórn Norrænu iðnþróunarstofn-
unarinnar kynnti tí blaðamannafundi
í fyrradag sérstakt íslenskt verkefni,
sem stofnunin hyggst vinna að.
Verkefni þetta felst í því að reyna
að þróa nýja framleiðslutækni og
nýtt framleiðsluskipulag í frystihús-
unum.
Norræna iðnþróunarstofnunin er
afsprengi Gyilenhammarnefndar-
innar svoncfndu sem vann að því á
árunum 1984 - 1985 að móta tilíögur
og hugmyndir um eflingu norræns
samstarfs á sviði verslunar, iðnaðar,
flutninga, tæknivæðingar og
menntunar. En Erlendur Einarsson
fyrrverandi forstjóri SÍS var íslenski
fulltrúinn í þeirri nefnd.
Gyllenhammarncfndin ákvað að
koma Norrænu iðnþróunarstofnun-
inni til að hrinda tiílögum nefndar-
innar í framkvæmd. Aöilar að iðn-
þróunarstofnuninni eru fyrirtæki á
Norðurlöndum ásamt hinum nor-
rænu samtökum launþegahreyfing-
anna á Norðurlöndum. Öllum fyrir-
tækjurn á Norðurlöndum var boðin
þátttaka, en fram til þessa hefur
aðeins eitt íslenskt fyrirtæki, Sam-
band íslenskra samvinnufélaga, tek-
ið þátt og var raunar stofnaðili.
var haldinn í Helsingfors í júní
1986. Þrátt fyrir að störf stofnunar-
innar beinist einkum að samnorræn-
um verkefnum þá var að tillögu
Erlends Einarssonar ákveðið að
stofriunin tæki fyrir eitt íslenskt
verkefni, sem hefði það markmið að
skila sem bestum árangri fyrir ís-
lenska þjóðarbúið.
Niðurstaðan varð sú að vinna að
því að koma á umbótum í rekstri
frystihúsanna með nýrri framleiðslu-
tækni og framleiðsluskipulagi, þar
sem frystiiðnaðurinn hefði að sumu
leyti orðið útundan í tæknibylting-
unni. Afleiðingarnar hafa orðið þær
að æ erfiðara er að manna frystihúsin
og einnig að launakjör og starfsum-
hverfi í frystihúsum hafa ekki sam-
ræmst kröfum tímans.
Forkönnun á stöðu hraðfrysti-
iðnaðarins hér á landi hefur þegar
verið unnin af tveimur sérfræðing-
um, öðrum frá Volvo fyrirtækinu og
hinum frá Vinnurannsóknarstofnun-
inni í Osló, í samstarfi við Sjávaraf-
urðadeild Sambandsins.
Að sögn Erlends Einarssonar er
næsta skrefið að bjóða fleiri íslcnsk-
um og erlendum aðilum þátttöku í
þessu verkefni.
Á stjórnarfundi iðnþróunarstofn-
unarinnar, þeim fyrsta sem haldinn
er á íslandi , var einnig fjallað um
ýmis fleiri verkefni, sem Gyllenham-
marnefndin hafði velt upp í lokatil-
lögum sínum. Má þar ncfna Upplýs-
ingatæknistofnun Norðurlanda, sem
kemur til með að hafa það hlutverk
að efla menntun í upplýsingatækni
og stöðu Norðurlanda á því sviði
almennt, en Ijóst er að upplýsinga-
tæknin er eitt megin hreyfiaflið í
hátækniþróuninni.
Þá var rætt uni samræmingu hluta-
félagalöggjafar á Norðurlöndum, en
fyrir liggur að vegna ósamræntis
slíkra laga milli htndanna eru ýmsir
þröskuldar á vegi frekara samstarfs
milli fyrirtækja á Norðurlöndum.
Stjórnin tók einnig til umfjöllunar
fullorðinsfræðslu í atvinnurekstri.
stofnun Norræns háskóla, Scanlink,
sem felur í sér bættar samgöngur
milli Danmerkur, Svíþjóðar og
Noregs, og loks voru samskipti
Norðurlanda og Evrópubandalags-
ins tekin til umfjöllunar.
Núverandi stjórn Norrænu iðn-
þróunarstofnunarinnar skipa þeir
Ulf Sundquist bankastjóri í Helsing-
fors, sem er jafnframt formaður,
Erlendur Einarsson fyrrverandi for-
stjóri SÍS, Per Hedwall forstjóri frá
Vesterás í Svíþjóð, Sune Ahlén
fulltrúi Norrænu samtaka launþega-
hreyfinganna á Norðurlöndum,
Henrik Baasch framkvæmdastjóri
Kaupmannahöfn, Kaare Moe for-
stjóri Osló. Þá á Norræna ráðherra-
nefndin áheyrnarfulltrúa í stjórninni
og er það nú Fridtjov Clement.
Dagleg stjórnun stofnunarinnar er í
höndum Lars Buer, en aðsetur henn-
ar er í Osló.
ÞÆÓ
Leikár LA hefst
á Lokaæfingunni
Sjötugasta og fyrsta leikár Leik-
félags Akureyrar hófst formlega í
gær með fyrsta samlestri á Lokaæf-
ingu eftir Svövu Jakobsdóttur. Að
vísu má segja að leikfélagið hafi
þjófstartað með uppfærslu á Af-
mælisveislu handa Eyrarrós, þann
29.ágúst á afmæli Akureyrarbæjar.
Sex verkefni eru á dagskránni í
vetur. Lokaæfing, Er það einleik-
ið?, Halló Einar Áskell. Piltur og
stúlka, Horft af brúnni og loka-
verkefni sem ekki er búið að á-
kveða ennþá.
Lokaæfing gerist í kjarnorku-
byrgi í kjallara í Reykjavík og eins
og nefnið ber með sér, er þetta
lokaæfing húseigendanna vegna
yfirvofandi kjarnorkustyrjaldar
eða kjarnorkuslyss. Leikstjóri
Lokaæfingar er Pétur Einarsson,
Gylfi Gíslason gerir leikmynd og
Ingvar Björnsson hannar lýsingu.
Leikendur eru Theódór Júlíusson,
Sunna Borg og Erla Rut Harðar-
dóttir. Frumsýning er áætluð í lok
október.
Lokaæfing er þó ekki fyrsta
verkefni sem sýnt er hjá Leikfélagi
Akureyrar í vetur, því að í síðari
hluta september sýnir Þráinn
Karlsson leikritið Er það einleik-
ið?, eftir Böðvar Guðmundsson, í
leikstjórn Pórhildar Þorleifsdóttur.
Þráinn sýndi verkið bæði í Reykja-
vík og á Akureyri í fyrra og hefur
nú tekið það upp aftur. Auk sýn-
inga á Akureyri mun hann ferðast
með það um Norðurland.
N.k. mánudag hefjast æfingar á
barnaleikritinu Halló Einar
Áskell. eftir Gunnhildi Bergström.
Leikgerð þessi er samsett úr sögun-
um Sveiattan Einar Áskell, Einar
Áskell Mangi og Victor og Góða
nótt Einar Áskell. Auk þess eru
söngvar fléttaðir inn í sýninguna.
Þýðandi er Sigrún Árnadóttir og
Þórarinn Eldjárn þýddi söngtext-
ann. Leikstjóri er Soffía Jak-
obsdóttir, Þráinn Karlsson gerði
leikmynd og Ingvar Björnsson ann-
ast lýsingu. Leikendureru Arnfríð-
ur Ingimundardóttir, Skúli Gauta-
son og Marinó Þorsteinsson. Halló
Einar Áskell verður frumsýnt í
byrjun október og verður ferðast
með sýninguna á milli skóla og
dagvistunarstofnana á Norður-
landi.
Piltur og stúlka, eftir Jón Thór-
oddsen, í leikgerð Emils Thór-
oddsen, kemur næst og er fyrsta
sýning áætluð á annan í jólum.
Leikstjóri er Borgar Garðarson.
Horft af brúnni, eftir Arthúr
Miller, í leikstjórn Teódórs Júl-
íussonar, verður tekið fyrir eftir
áramót og er frumsýning áætluð
um miðjan febrúar.
Síðasta vcrkefni vetrarins er
ekki frágengið enn og var Pétur
Einarsson ófáanlegur til að tjá sig
nokkuð um það verkefni, utan það
að það yrði af stærri gerðinni.
Þess má að lokum geta að innan
tíðar verður sala áskriftarkorta
hafin og vildi leikhússtjórinn
hvetja fólk til að fá sér kort. hvort
sem þau giltu á fruntsýningu eða
aðrar sýningar.
HÍA