Tíminn - 05.09.1987, Page 6
6 Tíminn
Laugardagur 5. september 1987
m REYKJÞMÍKURBORG m
$ ~sesá* 'Í'
Útideildin í Reykjavík
Við í Útideild erum að leita að karlmanni, til að
sinna leitar- og vettvangsstarfi meðal barna og
unglinga í Reykjavík. Um er að ræða tæplega
70% starf í dag- og kvöldvinnu.
Æskilegt er að viðkomandi hafi menntun á félags-
og/eða uppeldissviði, t.d. félagsráðgjafar, kennar-
ar, uppeldisfræðingar o.fl. Nánari upplýsingar um
starfið eru gefnar í síma 20365 og 621611 milli kl.
13-17 virka daga.
Umsóknarfrestur er til 14. september.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
REYKJKJÍKURBORG
Þjónustuíbúðir
aldraðra Dalbraut 27
Okkurvantargott starfsfólktil starfa í eftirtalin störf:
Eldhús - vinnutími 8-14 virka daga og aðra hverja
helgi.
Ræsting - vinnutími 8-12 eða 13-17.
Heimilishjálp - vinnutími 8-16, hlutastarf kemur
til greina.
Þvottahús - í hluta starf 75% og í 100% starf.
Vaktir - næturvakt 70% starf, morgun-, kvöld- og
helgarvaktir 100%.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 685377.
m REYKJKJÍKURBOKG »11
£ SS 3- — -------------~
Aeui&vi Stödun MP
Hólabrekkuskóla í Breiðholti vantar nú þegar
skólaritara í 50% starf síðdegis og gangavörð í
100% starf.
Upplýsingar gefur skólastjóri eða yfirkennari í
síma 74466.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á
eyðublöðum sem þar fást.
Félagsráðgjafar
Staða yfirfélagsráðgjafa á félagsmálastofnun
Hafnarfjarðar er laus nú þegar.
Umsóknarfrestur er til 12. sept.
Staða félagsráðgjafa á sömu stofnun er laus frá
og með 15. nóv. n.k. Umsóknarfrestur ertil 1. nóv.
Upplýsingar um menntun og fyrri störf sendist
félagsmálastjóra í Hafnarfirði.
Jörð til sölu
Til sölu er jörð á Norðurlandi. Hús eru nýleg, liggur
vel við samgöngum og er í fögru umhverfi.
Mjög heppileg fyrir þá sem áhuga hafa á loðdýra-
rækt og hestabúskap. Hægt er að útvega nú þegar
efni í 300 læðu minkahús á tilboðsverði, sem er
mjög hagstætt.
Nánari upplýsingar í síma 91-614477 í dag og á
morgun milli 13.00 og 22.00.
Mótorhjól óskast
Óska eftir 50 kúbika hjóli, má kosta á milli
30.000-40.000 kr. Má vera lítið bilað.
Upplýsingar í síma 46795.
Foreldrafundur
leikskólabarna:
Harmarástand-
ið á dagvistar-
stofnunum
Fundur foreldra leikskólabarna á
Nóaborg, þarsem leikskóladeildinni
hefur nú verið lokað vegna fólks-
eklu, hefur sent frá sér ályktun til
borgarstjórnar Reykjavíkur. Telja
foreldrarnir ástandið mjög slæmt og
eigi það við nær alla leikskóla borg-
arinnar og virðist orsökin vera nær
einvörðungu sú að ekki eru greidd
mannsæmandi laun tii þess fólks sem
vill vinna þau mikilvægu störf sem
fólgin eru í umönnun barna.
Foreldrafundurinn harmar ástand
dagvistarstofnana sem kemur fram í
því að erfitt er að fá fóstrur og annað
starfsfólk til starfa. „Sú mikilvæga
starfsemi í þjóðar þágu scm fram fer
á dagvistunarstofnunum fyrir börn
má ekki undir nokkrum kringum-
stæðum líða vegna rangra áherslna
og ákvarðana stjórnvalda um ráð-
stöfun fjármagnsins" segir m.a. í
ályktun foreldrafundarins.
- SÓL
Þóra Björk sýnir hér verk Elísu Jónsdóttur, sem sýnir í Gallerí List í
Skipholtinu. Tímamynd: Brein
Gallerí List, Skipholti:
Elísa sýnir postu-
lín, vefnað og
-------------------i blásið
Davíð klippir
á Laugaveginn
og tekur strætó
í dag mun sjálfur borgarstjóri
Reykjavíkur, Davíð Oddsson
klippa á borða sem strengdur verð-
ur á mótum Frakkastígs og Laug-
avegs. Síðan mun Davíð taka
strætó niður í bæ. Skýringin á
þessu athæfi borgarstjóra er sú að
nú er loks verið að opna Laugaveg-
inn formlega fyrir umferð á ný, en
sem kunnugt er hefur þessi sögu-
fræga gata verið ófær vegna um-
breytinga í mest allt sumar.
Þá munu hagsmunasamtök búð-
areiganda í þessum hluta bæjarins,
samtökin Gamli miðbærinn nota
tilefnið til að kynna eigin verslanir
og minna fólk á að framvegis verða
verslanir opnar milli kl. 10 og 16 á
laugardögum. Mun Lúðrasveit
verkalýðsins leika fyrir vegfarend-
ur og meðlimir Fornbílaklúbbsins
og Trabant-eigendur aka bifreið-
um sínum í kjölfarið.
- phh
gler
Elísa Jónsdóttir, leirlistakona,
opnaði í síðasta mánuði listsýningu
í Gallerí List, Skipholti 50B og sýnir
þar aðallega íslenska list.
Elísa sýnir þar m.a. leirmuni,
vefnað, grafík, postulín, rakú, blásið
gler, vatnsliti og portrait.
Elísa leggur mikla áherslu á mikið
úrval og íslenska list.
Myndirnar á sýningunni eru í
öllum verðflokkum og er hún opin
ffá 10.00 - 18.00 á virkum dögum, og
10.00 - 12.00 á laugardögum. - SÓL
Euro-kredit greiðslukjör.
Sýningartæki í gangi á staðnum.