Tíminn - 05.09.1987, Síða 11
Laugardagur 5. september 1987
llllllllllllll ÍÞRÓTTIR llllll
Reykjavíkurmót:
Handbolti
jF
i
Seljaskóla
Reykjavíkurmótið í handboJta
hefst í dag, laugardaginn 5. septem-
ber, og fer það að öllu leyti fram í
íþróttahúsi Seljaskóla. Leikið verð-
ur af krafti fram á næstu helgi og þá
ráðast úrslit.
KR, ÍR, Víkingur, Ármann,
Valur, Fram og Fylkir taka þátt í
mótinu í karlaflokki og verður gam-
an að fylgjast með þessum liðum,
sérstaklega má búast við að Fram,
Víkingur og Valur verði sterk.
í kvennaflokki keppa Víkingur,
KR, Valur og Fram.
Mótið hefst í dag eins og áður
sagði með viðureign KR og ÍR í
karlaflokki. Þessi lið leika kl. 14.00
og síðan taka við Ármann og Valur.
Á morgun leika svo Víkingur og
KR í kvennaflokki kl.18.45, Víking-
ur og ÍR í karlaflokki kl. 20.00 og
Fram og Fylkir kl.21.15.
Tíminn 11
UMSKmót
í tennis
UMSK mótið í tennis verður hald-
ið dagana 11.-13. september næst-
komandi á tennisvöllunum í Kópa-
vogi.
Keppt verður í einliðaleik og tví-
liðaleik karla, einliðaleik kvenna og
í einliðaleik í unglingaflokki pilta og
stúlkna.
Þátttaka tilkynnist i sírna 45991
fyrir klukkan 6 þriðjudaginn 8. sept-
ember.
Mótaskrá mun liggja fyrir fimmtu-
daginn 10. september.
Reykjavíkur-
mót í tennis
Reykjavíkurmótið í tennis verður
haldið dagana 11.-13. september
næstkomandi á Víkingsvöllum. í
Fossvogi.
Keppt verður í einliðaleik og tví-
liðaleik karla, einliðaleik kvenna og
í einliðaleik í unglingaflokki pilta og
stúlkna.
Þátttaka tilkynnist til TBR í síma
82266 fyrir kl. 6 þriðjudaginn 8.
september. Mótaskrá mun liggja
fyrir fimmtudaginn 10. september.
Kvennalandslið:
Tap hjá
íslenskum
I gærkvöldi lék íslenska landsliðið
í kvennaknattspyrnu vináttuleik við
v-þýskar stöllur sínar. Lágu þær
íslensku 5-0 fyrir þeim þýsku eftir að
staðan í hálfleik hafði verið 2-0.
Áttu íslensku stúlkurnar ágætan leik
í fyrri hálfleik, og skoruðu þýsku
stúlkurnar mörkin tvö á síðustu 5
mín. hálfleiksins. í stðari hálfleik
varð þjálfari íslenska liðsins að gera
breytingar á leikskipulagi vegna.
meiðsia og riðlaði það eilítið leik
liðsins og náðu Þjóðverjar að skora
3 mörk í seinni hluta síðari hálfleiks.
Bestan leik áttu þær Cora Barker,
sem fékk góða dóma hjá þýska
landsliðsþjálfaranum. Guðrún Sæ-
mundsdóltir. Ragna Lóa Stefáns-
dóttir og Ragnheiður Víkingsdóttir.
Liðin eigast við að nýju á sunnudag-
inn. _ pS
Sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli.
Jón H. Bergs forstjóri:
Ekki hvetjandi
fyrir atvinnurekstur
- ef forystumaður verkalýðsfélags rífur niður og rangfærir staðreyndir
í Tímanum s.l. miðvikudag 2.
september er frásögn af ályktun
Verkalýðsfélagsins Rangæings um
atvinnumál launafólks í Rangár-
vallasýslu. í ályktuninni segir að
„hvert atvinnufyrirtækið af öðru
hafi hætt starfsemi sinni án þess að
nokkuð hafi komið í staðinn."
Þetta eru alvarleg og því miður
ekki ný sannindi. Hefur vissulega
verið tilefni til að leiða hugann að
því hverjar séu ástæður þess að
fyrirtæki virðast dafna svo illa í
Rangárvallasýslu og hvort þessi
reynsla dragi ekki úr áhuga at-
vinnurekenda á því að stofna til
nýs atvinnurekstrar í héraðinu.
í þessu sambandi eru mörg til-
efni til þess að athuga hvort at-
vinnuumhverfið, samskipti at-
vinnurekenda við verkalýðsfélagið
og framganga þeirra manna, sem
hafa troðið sér fram til forystu í
fámennum hópi launþega í sýsl-
unni, eigi sinn þátt í að hrekja
atvinnureksturinn burt. Alkunna
er að sæmilegur vinnufriður og góð
samskipti atvinnurekenda og laun-
þega eru hornsteinar þess að fyrir-
tæki geti starfað eðlilega. Þetta á
ekki síst við ef hægt er að benda á
betri starfsskilyrði á öðrum lands-
væðum.
Inn í frásögnina af framan-
greindri ályktun er fléttað ýmiss
konar ranghermi og rugli, sem haft
er eftir formanni verkalýðsfélags-
ins um starfsemi Sláturfélags
Suðurlands, sem þörf er á að
leiðrétta hér.
Erlent vinnuafl
Það er ekkert nýtt að flytja þurfi
inn erlent vinnuafl. Sláturfélag
Suðurlands hefur á áttatíu ára
starfsferli oft ráðið Dani til starfa.
Hafa þetta verið hinir færustu
menn á sviði kjötiðnaðar og flutt
með sér nýja og betri þekkingu inn
í landið. Hafa starfsbræður þeirra,
kjötiðnaðarmenn, kjötiðnaðurinn
í heild og neytendur framleiðslu-
varanna haft ómetanlegt gagn al'
því að þessir erlendu menn skyldu
fást til starfa hér á landi.
Alkunpugt er að flestar atvinnu-
greinar í landinu vantar urn þessar
mundir fólk til starfa, og á það
einnig við um mörg fyrirtæki á
Suðurlandi. Einkum kemur þetta
fram þegar skólar hefja nú aftur
störf og námsfólk hverfur úr fyrir-
tækjunum til að leita frekari þekk-
ingar. Vegna þcssa og mikiliar
grósku í atvinnurekstri hafa mörg
fyrirtæki og samtök fyrirtækja leit-
að eftir erlendu vinnuafli.
„Alkunna er að sæmilegur
vinnufriður og góð
samskipti atvinnurekenda
og launþega eru hornsteinar
þess að fyrirtæki geti starfað
eðlilega. Þetta á ekki síst við
ef hægt er að benda á betri
starfsskilyrði á öðrum
landsvæðum.“
Það hefur SS líka orðið að gera,
því að það er skylda fyrirtækisins
að vinna afurðir, sem berast
vinnslustöðvunum, sem mest og
best. Því hefur SS nýlega orðið að
ráða 27 Dani til starfa til næsta
vors. Margt af þessu fólki er sér-
menntað í kjötiðnaði og verslunar-
störfum, og ræður það sig til starfa
á sömu kjörum og aðrir sem starfa
í starfsgreinum þeirra í fyrirtæk-
inu.
Það er rangt að dvöt fólksins sé
kostuð af fyrirtækinu á hótelher-
bergjum, heldur aðstoðar SS fólkið
við öflun leiguhúsnæðis, en það sér
sjálft um húsaleigugreiðslur. Það
er ánægjuleg staðreynd, að þrátt
fyrir órökstuddar fullyrðingar sýnir
það sig að starfskjörin í þessum
greinum eru, þegar á allt er litið,
ekki lakari hér en í nágranna-
löndunum.
Það er rangt, eiris og fleira sem
haft er eftir Sigurði Óskarssyni, að
þetta erlenda fólk sé ráðið til starfa
í „SS höll í Reykjavík." SS á enga
höll í Reykjavík sem kunnugt er
um. Ef átt er við kjötiðnaðarstöð
Sláturfélagsins, sem verið er að
byggja í Laugarnesi, þá tekur það
húsnæði ekki við starfsemi SS, sem
nú er við Skúlagötu, fyrr en eftir
2-3 ár.
Andvaraleysi
heimamanna
í uinræddri grein verður Sigurði
Óskarssyni tíðrætt um það sem
hann kallar „andvaraleysi og
sauðshátt heimamanna og tals-
manna þeirra“ og urn verkaskipt-
ingu milli stjórna bændasamtak-
anna, forustumanna þeirra og
stjórnenda og starfsliðs. Sem betur
fer hefur „andvaraleysið og sauðs-
hátturinn" ekki verið rneiri en svo
að „hcimamenn" hafa hvað eftir
annað hafnað framboði Sigurðar
Óskarssonar til forustu í atvinnu-
Jón H. Bergs.
málum og landsmálum, sem hann
hefur reynt að troða sjálfum sér í.
Bændur hafa líka valið sér aðra
talsmenn, og því er lítt mark
takandi á því sem haft er eftir
formanni verkalýðsfélagsins um til-
finningar bænda.
Undanfarið hafa staðið yfir við-
ræður milli vinnuveitenda og stétt-
arfélaga um viðbótarsamninga. Ef
til vill stafa órökstuddar fullyrðing-
ar í umræddri blaðagrein af reiði
yfir því að ekki skuli gengið að
öllum kröfum um kjarabætur sem
hafa verið settar fram, og ganga
miklu lengra en sambærileg ákvæði
í gildandi kjarasamningum í Iand-
inu. S.Ó. fullyrðir að Sláturfélagið
bjóði 160-190 krónur á tímann
fyrir dagvinnu.
Hið rétta er að vinnulaun þessi
verða á bilinu 171 til 214 krónur,
auk kr. 60-65 til viðbótar vegna
premíugreiðslu á hvern unninn
dagvinnutíma. í reynd hefur það
verið þannig að flestir starfsmenn,
sem unnið hafa fleiri en eina slát-
urtíð, hafa fengið greitt samkvæmt
hæsta taxta, sem er í dag kr. 214 +
60 eða kr. 274. Það gerir 47.492
krónur á mánuði fyrir dagvinnuna.
Til viðbótar þessum launum hefur
„Þegar Siguröur
Óskarsson talar um
takmarkaða og frumstæða
framleiðslu, veit hann
væntanlega ekki að á
Hvolsvelli starfrækir SS eina
fullkomnustu
kjölpökkunarstöð landsins
og þótt víðar væri leitað.“
allt starfsfólk sláturhúsanna frítt
fæði allan daginn, og í sumum
tilfellum frítt húsnæði. Það væri
mikið ábyrgðarleysi að gtmga að
öllum kaupkröfum og gæfi slæmt
fordæmi á tírnum þenslu og vax-
andi vcrðbólguhættu í þjóðfélag-
inu.
Vanþekking á
atvinnurekstri
Af góðu samstarfi og persónu-
legum kynnum við ntarga verka-
lýðsforingja í landinu er undirrit-
uðum vel kunnugt unt að flestir
þeirra leggja sig fram um að eiga
þátt í að bæta skilyrði til atvinnu-
rekstrar og hafa það sent sannara
reynist. Það er því slæmt, þegar
fram kemur í fjölmiðlum, að sumir
verkalýðsforingjar hafa annað
hvort ekki þekkingu á atvinnu-
rekstri þeim, sem fram fer á félags-
svæði þeirra, eða þá að þeir skýra
vísvitandi rangt frá þýðingarmikl-
um atriðum í atvinnurekstrinum.
Sláturfélag Suðurlands er einn
stærsti atvinnurekandi í Rangár-
vallasýslu. Sigurður Óskarsson læt-
ur hafa eftir sér að Sláturfélagið
veiti „15-20 manns vinnu við tak-
markaða og frumstæða framleiðslu
í tengslum við nýja sláturhúsið á
staðnum." Hér kemur fram mikil
vanþekking eða þá jafnvel vísvit-
andi ósannindi.
Formaður verkalýðsfélagsins
hlýtur að vita betur, þvt' að í
vinnslustöð Sláturfélagsins á
Hvolsvelli starfa að staðaldri yfir
30 manns og 10-12 manns bætast
við þegar stórgripaslátrun stendur
yfir, svo ekki sé nú minnst á
sauðfjárslátrunina, þegar á annað
hundrað manns bætast við í starfs-
hópinn. Greidd ársverk hjá SS í
Rangárvallasýslu voru alls 63 á
síðasta ári, en 193 í sunnlensku
sýslunum þremur og hafði fjöigað
urn 41 ársverk á s.l. þrem árum,
þrátt fyrir mikinn samdrátt í bú-
vöruframleiðslunni. Þegar Sigurð-
ur Óskarsson talar um takmarkaða
og frumstæða framleiðslu, veit
hann væntanlega ekki að á Hvols-
velli starfrækir SS eina fullkomn-
ustu kjötpökkunarstöð landsins og
þótt víðar væri leitað. Það virkar
varla hvetjandi til stjórnenda og
starfsliðs að flytja meiri starfsemi
inn á félagssvæöi verkalýðsfélags,
þegar forustumaður þess leggur sig
þannig frant um aö rífa niður og
rangfæra staðreyndir um allt það
sem vel er gert.
Jón H. Bergs.