Tíminn - 16.09.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.09.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 16. september 1987 Þorsteinn Pálsson.forsætisráðherra: Niðurskurður og skattahækkanir Ríkisstjórnin sat á löngum fundi í gær og fór mestur tíminn í aö ræða tillögur að fjárlagafrumvarpi. Sam- kvæmt upplýsingum l’orsteins Páls- sonar, forsætisráðherra fengust ekki lyktir í þá umræðu, heldur verður henni fram haldið á fundi sem hefst klukkan átta á föstudagsmorgun. Ætlunin er að funda síðan um láns- fjárlög á laugardagsmorgun. Sagði Þorsteinn að það þyrfti að bræöa saman sjónarmið um það hvert peningarnir ættu að fara og hvar ætti að beita niðurskurðar- hnífnum. Ekki treysti Þorsteinn sér til að segja til um hversu mikið vantar til að fylla fjárlagagatið, sem mun vera um 4,5 milljarðar króna. Hins vegar væri Ijóst að beita þyrfti jöfnunt höndum niðurskurði og skattahækkunum svo taka mætti á aðalatriði málsins, sem er að minnka fjárlagahallann. Sagði borsteinn að fjármálaráð- herra legði á það áherslu að af- greiðslu málsins frá hendi ríkis- stjórnarinnar yrði lokiö fyrir helgi og væri hann því sammála, þar sent gífurleg vinna lægi síðan fyrir starfs- mönnum fjármálaráðuneytisins „eft- ir að ákvarðanir hafa verið teknar." - phh Þorsteinn Pálsson Ráöstefna um öryggismál sjómanna: Hvernig má fækka slysum á hafi úti? Ráðstefna um öryggismál sjó- manna verður haldið ^ Borgar- túni 6 á föstudag. Á ráðstefnunni verður staða ör- yggismála sjómanna rædd og rakt- ar helstu breytingar sem orðið hafa í þeim málaflokki frá fyrri ráð- stefnu, sem haldin var í september 1984. Fjallað verður unt framtíðar- verkefni til að fækka slysum á sjó og bæta aðbúnað sjómanna í Ijósi þeirrar þróunar sem orðið hefur og fyrirsjáanleg er. Meðal annars verður á ráðstefn- unni rætt um hvort opinber stjórn- un fiskveiða hafi haft áhrif á þróun öryggismála sjómanna og þá með hvaða hætti sú reynsla ntegi nýtast við mótun framtíðarstefnu í stjórn- un fiskveiða. Að ráðstefnunni standa Siglinga- málastofnun, Farmanna og fiski- mannasambandið, Félag dráttar- brauta og skipasmiðja, Fiskifélag- ið, Landhelgisgæslan, Félag skipa- verkfræðinga, LÍÚ, Landssam- band smábátaeigenda, rannsókn- arnefnd sjóslysa, kaupskipaútgerð- irnar, tryggingarfélögin, sam- gönguráðuneytið, sjávarútvegs- ráðuneytið, sjómannasambandið, Slysavarnafélagið, Stýrimanna- skólarnir í Reykjavík og Vest- mannaeyjum og Vélskólinn. Það er von þeirra sem að ráð- stefnunni standa að hún verði fjöl- sótt af starfandi sjómönnum og öðrum áhugamönnum um örygg- ismál sjómanna. Þátttakendur á ráðstefnuna eru hvattir til að skrá sig sem fyrst hjá Siglingamálastofnun í síma 25844. - SÓL Hitlers- æskan SUS Halldór nokkur Jónsson er skril'- stofustjóri hjá Frosta hf. á Súðavík. Hann er flokksbundinn sjálfstæðis- niaður á ungliðaaldri. Því var Hall- dór á þingi Sumhands ungra sjálf- stæðismanna, seni hann kallar reyndar sjálfur Hitlcrsæskuna ef inarka má Vestfírska fréttuhlaðið. Að sógn fréttahlaðsins rekst Hall- dór illa í flokki en hefur þó hug á að ná metorðuni innan Sjálfstæðis- flokksins. I'ví háði hann harðví- tuga baráttu um sæti í stjórn Hitl- ersæskunnar og lagöi þar sér yngri Vestfirðinga, þá Steinþór Kristjánsson frá Flatcyri og Magn- ús Jónasson frá l'ingeyri. I'etta voru ekki einu átökin inn- an SUS. Þar háðu þeir baráttu um forystusætið þeir Sigurbjöm Magnússon og Arni Sigfússon. Eft- ir harðvítug átök hafði Árni betur og mun leiöa SUS næstu tvö árin. Var einhvcr að tala um nótt hinna löngu hnifa? I vestfirska ~| FRETTABLADIS hefur heyrt Að Halldór Jónsson skrif- stofustjóri hjá Frosta hf í Súðavík hafi verið kosinn í stjórn SUS á þingi þeirra. í Borgarnesi. Halldór háði harða kosningabaráttu við sér yngri Vestfiröinga eins og þá Steinþór Kristjánsson frá Flateyri (gjaldkera kaupfé- lagsins) og Magnús Jónasson frá Þingeyri (sonur Jónasar sveitarstjóra). Halldór rekst illa í flokki en bar engu að síður sigurorð af félögum sínum. Haft er eftir Halldóri að seta í stjórn Hitl- ersæskunnar, eins og hann kallar SUS sé aðeins áfangi á leið hans til metorða innan flokksins, Ráðlausir sjálfstæðis- merin í borgarstjórn Þó Ámi hafí náð forystuhlut- verki innan SUS cða Hitlersæsk- unnar eins og Halldór Jónsson á að hafa-nefnt ungliðahreyfínguna þá verður hann að standa og sitja eins og. hirin eini sanni leiðtogi segir til um. Það kom vel í Ijós á síðasta borgarstjórnarfundi þegar allir borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins gerðu sig að fíflum á einu bretti. Það vildi þannig til að á borgarstjórnarfundinum sökkti Davíð Oddsson sér uin of niður í tímaritið Mannlíf, enda var þar að fínna grein um formann Sjálfstæði- sflokkinn, Þorstein Pálsson. Davíð varð svo frá sér nominn af lestrin- um að hann gleymdi því sem fór fram í kringum hann. Þegar forseti borgarstjórnar bar upp tillögu sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins áttu að greiöu atkvæði með komu engin viðbrögð frá Davíð. Því sátu borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og mændu á Davíð, en þorðu ekki fyrir sitt litla líf að rétta upp hönd. Það var ekki fyrr en fulltrúar minnihlutans fóru að hlæja að þessari vandræðalcgu uppákomu, að Davíð hrökk upp frá lestrinum. Hann rétti höndina upp í hvelli, og viti menn, áður en við var litið liöfðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins beint höndum sínuin til himins og tillagan fékk þá afgrciðslu sem búist hafði veriö viö. Borgarráð: Engin ákvörðun um stóru málin Engin ákvörðun var tekin um byggingu ráðhúss né um frjálsan opnunartíma verslana á fundi borg- arráðs í gær, heldur var afgreiðslu málanna frestað. Þctta mun vera í fjórða sinn sem ákvörðun um opnun- artíma er frestað og í annað sinn sem ákvörðun urn byggingu ráðhúss er frestað á fundi borgarráðs. Á fundi borgarráðs í gær lagði borgarstjóri frani tillögu þess efnis að samþykkt yrði að byggja ráðhús fyrir Reykjavíkurborg samkvæmt teikningu þeirri sem hlaut 1. verð- laun í samkeppni um ráðhúsbygg- ingu. Eins og Tíminn hafði spáð fyrir um í gær lagði borgarstjóri í tillögu sinni áherslu á að fram- kvæmdum yrði hraðað sem frekast yrði kostur þar sem byggingin yrði staðsett á viðkvæmum stað. Borgar- ráð treysti sér ekki til að skera úr um hvort byggja skuli ráðhúsið eður ei. Ákvörðun um opnunartíma versl- ana var á dagskrá og lagði borgar- stjóri fram breytingartillögu við til- lögu nokkurra borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um alfrjálsan opnun- artíma verslana. Tillögur borgar- stjóra gera ráð fyrir að daglegur verslunartími verslana verði frá kl. 07.00-22.00 alla daga nema sunnu- daga og hátíðisdaga, þá séu búðir lokaðar. Þetta er samhljóða tillögu sem Sigrún Magnúsdóttirborgarfull- trúi Framsóknarflokksins hugðist leggja fram á fundi borgarstjórnar í byrjun september þegar máíinu var frestað. Líkur eru á að óeining ríki innan Sjálfstæðisflokksins unt þetta mál. Árni Sigfússon fyrsti flutningsmaður tillögunnar urn frjálsan opnunartíma hefur lýst yfir að hann telji að opnunartími eigi að vera alfrjáls, en Magnús L. Sveinsson forseti borgar- stjórnar er á móti löngum opnunar- tíma verslana, nema viðunandi samningar um vaktarfyrirkomulag verslunarfólks náist. Davíð Oddsson reynir hér að fara bil beggja. Fjallað var um málefni dagvistar- stofnana á fundinum og samþykkti borgarráð að koma til móts við ófaglært starfsfólk með því að bjóða upp á námskeiðahald um helgar ófaglærðu starfsfólki að kostnaðar- lausu, en ófaglært starfsfólk fær námskeiðin metin til launaflokks- hækkana. Einnig var rætt um sam- starfsnefnd þá er koma skal á fót til að leita leiða við lausn vanda dagvist- arstofnana. Fyrir fundinn var einnig lögð til- laga um að ljós yrðu lögð í undirgöng sem ganga undir götur í Reykjavík. Tillagan verður tekin til afgreiðslu á næsta fundi borgarráðs. - HM Frá fundi borgarráðs í gær. Tímamynd Brein

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.