Tíminn - 16.09.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 16. september 1987
BÓKMENNTIR
Nýmæli, Ijóð ungskálda 1982-1986,
Eysteinn Þorvaldsson valdi efnið og
annaðist utgáfuna, Iðunn 1987.
Það verður vitaskuld að tcljast
sæta tíðindum þegar út kemur á bók
töluvert rækilegt úrval af því sem
yngstu ljóðskáldin hafa verið að
gera. Hjá því fólki verður að gcra
ráð fyrir að séu á fcrðinni þær
breytingar, umbyltingar, nýjungar
og framfarir, sem þegar stundir líða
fram vcrða vegnar, mctnar og vænt-
anlega teknar gildar sem liður í allri
þeirri framþróun sem sífellt er að
verða í Ijóðagerð og allri endursköp-
un bókmenntanna.
Ég ncfni þetta vcgna þcss að það
cru töluvcrðar byrðar lagðar á herð-
ar þcirra sem hverju sinni vclja sér
það hlutskipti að viðhalda hér Ijóða-
gerð. Eins og menn vita hefur það
hvorki mcira né minna cn verið
aðalcinkcnni þjóðarinnar í aldanna
rás hvað hún hefur verið hneigð til
að fella hugsanir sínar í Ijóðform af
einni cða annarri gerð. Það hefur
geysimikið og raunar ómælanlegt
magn Ijóða verið ort á íslandi í ellefu
hundruð ár. Og þótt vissulega sé
margt af því léttvægt þá stendur hitt
óhaggað að upp úr rís verulega
mikið af góðum og jafnvcl gullvæg-
um Ijóðum, sem túlka það fremsta
sem hugsað hefur verið á hinum
ýmsu tímum.
I'essi arfur fclur svo samtímis í sér
að hér á landi cr ríkjandi sterk
Ijóðahcfö. Al' því leiðir að ný Ijóð
eru stöðugt og kannski ósjálfrátt
borin saman við hin eldri. Og alltaf
er hætt viö að nýju Ijóðin vilji þá
standa í skugganum af þeim gömlu
framan af, og að út úr þeim skugga
verði ungu skáldin að brjótast, ætli
þau sér að komast til álits og viröing-
ar.
Ljóðhefð nútímans
En hvernig cr þá Ijóðhefð nútím-
ans, eins og hún blasir við á þessari
bók? I Ivaö er að gerast í Ijóðagerð-
inni núna sem er frábrugöiö því
gamla?
Áöur en ég rcyni að svarti því vil
ég þó geta þess að ekki vcrður bctur
séð en að val Eysteins Þorvaldssonar
í þessa bók og vinna hans við hana
séu hvortveggja vel af hendi leyst og
samviskusamlcga. Hann er aukheld-
ursá bókmenntafræðingur scm hvað
mest og best hel'ur kannað Ijóða-
gerðina hér allt frá tilkomu módern-
isma og atómskálda, og þessi nýja
bók sýnir að hann hefur áfram veriö
vakandi yfir því sem hefur verið að
gcrast og komti fram.
Miöað við það sem ég hef sjálfur
lesið af þcssum bókum get ég ekki
annað séð en úrval hans þarna gel'i
bæði sannferöuga rnynd af Ijóðagerð
ungu skáldiinna síðustu árin og að í
því sé komið fram hæfilega breitt
sýnishorn til aðgcfajöfnum höndum
hugmynd um yrkisefnin og þau viö-
horf til þeirra sem nú eru mest
ráðandi. Rcglan, sem valið er eftir.
er sú að taka aðeins í bókina Ijóð
eftir skáld sem fædd eru 1952 eða
síðar, með öðrum orðum fólk sem
var um eða undir þrítugu við upphaf
tímabilsins 1982-86.
Vitaskuld má svo endalaust deila
uin það hvort taka hefði átt þetta
ljóðið eða liitt, cftir eitt skáld eða
annað, en út á þær brautir skal ég
ekki fara hér. Þó skal ég nefna að
ekki fer á milli mála aö tvö skáld
standa þarna nokkuð áberandi upp
úr hvað gctu snertir, þeir ísak Harð-
arson og Gyrðir Elíasson. Líka fer
ekki hjá því að Sjón og hin súrreal-
ísku Ijóð hans veki þarna athygli;
þau eru án efa áhugaverðar tilraunir.
hvaða augurn sem menn vilja líta á
gæði þeirra.
Mikil einstefna
En það sem stingur fyrst og fremst
í augun við lestur bókarinnar er hin
mikla einstefna sem ríkjandi cr inn-
an hennar allrar. Með hæfilegri ein-
földun væri alls ekki fjarri lagi að
halda því fram að engu sé líkara en
að öll gæti hún verið ort af einu og
sama skáldinu. Ályktunin, sem
draga má af þessari bók, er því fyrst
og fremst sú að núna sé ríkjandi
ákveðin tískustefna í Ijóðagerðinni,
og að þessi sama tískustefna hafi svo
eindæma sterk tök á skáldunum að
ekkert þeirra megni að rífa sig
undan hcnni.
Almy
rkvi a
rncmnl
áauð'r'n
f jatstvtöu'^ urn 'ne^.n výum e1
sj^'t^ í | aðta áU $ baj
dvrs'nS 'e'1 , ,:6sið snyt tna a ho-
íjatl^u b'Vsva^n Ut s'U
& statattd'' |auðann. & ^ {V:nngVnnn'
Hóttin
Á mi"' okkar
svön nótt'ti
undit hvítri sæng'nni
Rauð tár þín
streyma mðut kmnar
mínar.
Oe kossar okkar
hegar famit að blána.
Linda Vilhjálms-dótur
f teið orðið kalt &
þau eru nýlega búm að
slökkva á sjónvarpinu(þáttur
um páskahald í (srael)þegar gló
andtgorkúlanfyll'tupp.gluggann
landslagsferníngunnn fellur sam
stundis af veggnum andartak
standa þau hlusta as a
sér í gólf'ð grúfa s.g
niður í snoðið tepp'ð
klemma aftur augu
manstu
ofninn
í hans
& grét
u æpir
hún þú
meinar
nornina
umlar
hann svelgir brennheitt loft nær ekki andanu
símamynd
Isak Harðarsor>
^Juggi minn hélaður
Þ'ðnar við komu þína
kegar ég ætla að færa h4 u ,
ertu horfin ^ér kakkir
°g ég er einn
’nýju Jandi.
Heimir Múr
Kerstín
Gyrðir Eliasson
rauðu orðin mín
ruglaðir fuglar
sendir út af örkinni
til að kveikja í þér
blái vinur minn . . .
manstu Dante og Beatrice?
hér er skeytið
frá mér
til þín:
gul blóm
í grænum sveig
og grönn Paradís!
Jóhann árelíuz
Innhverf Ijóð
og dreymin
í stuttu máli birtist þetta í því að
skáldin yrkja nánast undantekninga-
laust innhverf og dreymin ljóö. þar
sem persónubundin viðhorf einstakl-
ingsins, angist hans, cinangrun og
tilfinningalíf eru sett í öndvegi. Að
því er varðar þjóðfélagið allt um-
hverfis þá er engu líkara en það sé
ekki til.
Þannig eru myndir af nánasta
umhverfi skáldanna. væntanlega oft-
ast Reykjavík cða öðrum þéttbýlis-
stöðum, svo sárafágætar þarna að til
hreinna undantekninga heyrir. Að
ekki sé talað um íslenska náttúru,
fegurð hennar eða hrikaleika, sem
ckki er ofsagt að sé gjörsamlcga út
úr myndinni. Þarna eru scm sagt
engin Reykjavíkurljóð í anda Tóm-
asar og engin náttúruljóð í stíl þeirra
Jónasar eða Bjarna.
Að ádeilum eða hvers konar ann-
arri þjóðfélagsumræðu er líka nánast
tilgangslaust að leita þarna. Svo
dæmi séu gripin af handahófi þá er
þarna ekkert að finna um átökin við
verðbólguna á þessu tímabili eða
deilurnar út af hvalveiðimálunum,
að ekki sé minnst á hluti cins og
húsbyggingar eða ljóð út af pólitísk-
um tilefnum, erlendum eða innlend-
um. Verkalýðsmál eða trúmál eru
heldur ekki á ferðinni þarna svo orð
sé á gerandi. Þó væru öll þessi efni,
sem nú voru talin, ekki ncma í
eðlilegu framhaldi af því sem nienn
hafa verið að yrkja um á íslandi
kynslóðum saman.
Fráhvarf frá nýraunsæi
Eysteinn Þorvaldsson víkur raun-
ar að þessu í stuttum en býsna
skilgóðum inngangi sen. hann ritar
að bókinni. Hann rifjar þar upp að
bókmenntaiðja ungra höfunda á átt-
unda áratugnum hafi stundum verið
kennd við nýraunsæi. Hún hafi augl-
jóslega verið fráhvarf frá tjáningar-
máta módernismans. sem oftar en
ekki hafi þótt vera myrkurogtorskil-
inn. Nýraunsæisskáld hafi tjáð sig
mcð opinskáum og stundun. nokkuð
mælskum hætti, og þau hafi veriö
óspör á þjóðfélagsádeilu og félags-
Iegan boðskap. Og hann segir orð-
rétt um þetta:
„En ungskáldastíll 8. áratugarins
lenti í blindgötu; einföld framsetning
hans. óbrotin skynjun og félagsmála-
boðskapur dugir ungum yrkjendum
ekki lengur. Yngstu skáldin núna
virðast hafa margslungnari hug-
n.yndir uin veruleikann en fyrirrenn-
arar þeirra og í stað þjóðfélags-
hneigðar er komin efahyggja og
innhverf tjáning. Viðbrögð þeirra
viö andstæðun. tilverunnar birtast í
margbrotnum ogstundum torræðum
myndum sem í knöppu umfangi geta
geymt stórt inntak og fjölþættar
skírskotanir. Hugarflug er leyst úr
læðingi, hin gamalkunna rauntrúa
veruleikalýsing er ekki eftirsóknar-
verð lengur, afstæði manns og um-
hverfis er ótryggt. Ljóðin eru yfir-
leitt myndsæknari og táknrænni en _
áður var og málfarið er almennt
vandaðra og fágaðra. Á 8. áratugn-
um voru ung skáld að gera ýmsar
tilraunir með hversdagsmálfar og
slangur í málnotkun en úr því hefur
mjög dregiö. Núna er að jafnaði
lögð meiri rækt við myndmálið; það
er ósjaldan hnitað og úthugsað og
stunduni með óvæntri margbreytni.
Myndefnið er oft ofið uggvekjandi
hugblæ og sótt til nýlegra sviða
tæknisamféiagsins."
Myndmál og form
Það er vissulcga mikið til í þessari
skilgreiningu á ljóöunum þarna, en
þó vekur hitt athygli hvað myndmál
þeirra í heild má í rauninni teljast
fátæklegt. Það eru vitaskuld margar
Ijóðmyndir og líkingar í þessum
verkum, en upp til hópa mega slík
stílbrögð þarna þó sýnast töluvert
hefðbundnari en vænta mætti af
hópi ungra og framsækinna skálda.
Verulega stór hluti af þcssu mynd-
máli er byggður upp af gamalkunn-
um vísunum og hugrenningatengsl-
um úr áður þekktri Ijóðagerð.
Og þegar Eysteinn Þorvaldsson
talar um að myndcfnið sé sótt til
nýlegra sviða tæknisamfélagsins, þá
vcrður að segjast eins og er að á
slíku efni ber furðanlega lítið í
bókinni. Hvar eru til dæmis Ijóð-
myndirnar sem byggjast upp á
samanburði tilfinningalífsins, sem
mest cr ort um hér, við tölvurnar
sem nú eru komnar á hvers manns
borð? Á beinum myndum úr tækni-
heimi nútímans ber hér í rauninni
furðanlega lítið; helst er að bifreiðar
og flugferðir komi örlítið við sögu.
Líka er að því að gæta að það
virðist vera nánast allsráðandi stefna
hjá þessum skáldahópi að nota
hvorki rím. stuöla né fasta hrvnj-
andi. Þetta er svo algilt þarna að tvö
örstutt rímuð og stuðluð smáljóð
eftir Sverri Stormsker verða þarna
undantekningin sem sannar regluna
og undirstrikar þetta. En í þessu má
hins vegar auðveldlega leiða að því
rök að skáldin séu komin út á
varasamar brautir. Formið cr það
snar þáttur í allri Ijóðagerð að skáld.
sem ekki ræktar þaö á cinn eða
annan hátt, sýnir þar með ekki nema
hluta af mögulcgri getu sinni.
Tengslin við samtímann
Sá er hér ritar hefur stundum áður
í ritdómum gagnrýnt þá tilhneigingu
til aö yrkja myrkt og torskilið og án
allra tengsla við þjóðfélagið um-
hverfis sem áberandi er víða í Ijóða-
bókum ungskálda. Þótt þaðsé vissu-
lega skáldanna að yrkja þá má ekki
gleyma þeirri gullnu reglu að enginn
endist til lengdar til þess að yrkja
fyrir skrifborðsskúffuna. Og með
slíkri bókmenntaiðju er heldur cng-
um grciði geröur; Ijóðaunnendur
cru víðar en margir halda, og þeir
eru þá einungis sviknir urn það sem
þeir vilja fá og eiga raunar heimtingu
á að fá, rétt cins og hverjir aðrir
ncytendur á markaðnum.
Það fer ekki á milli mála að áhugi
á ljóðagerð er hér bara býsna mikill
og fcr trúlega vaxandi. Én á öllum
öldum hefur það einkennt lífræna
ljóðagerð að skáldin hafa haft sterk
tengsl við samtíma sinn, endurspegl-
að hann og bent fram á við. Þannig
vann Hallgrímur Pétursson þegar
hann orti Passíusálmana, og sömu-
leiðis Eggert Ólafsson er hann kvað
Búnaðarbálk. Þetta voru einnig
vinnubrögð rómantísku skáldanna á
öldinni sem leið þegar þau gerðust
liðsoddar í sjálfstæðisbaráttunni. Og
það þarf enginn að reyna að segja
mér að Islendingar nútímans séu
upp til hópa orðnir svo uppteknir af
eigin naflaskoðun að innhverf og
tormelt tilfinningaljóð séu það eina
sem geti höfðað til þeirra.
Þessi bók má að llestu leyti teljast
trúverðugt úrval af því sem yngsta
skáldakynslóðin hefur veriö að fást
viö síðustu árin. Hún sýnir marga
góða kosti þessara verka, en gallar
þeirra stinga þó töluvert í augun
þegar hún er lesin. Þarna er hvorki
meira né minna en á ferðinni heil
skáldakynslóð sem leitar inn í inn-
hverfa draumaheima í eigin brjósti
og vinnur Ijóö sín þræleinangruð frá
samfélagsveruleikanum utan dyra.
Framferði eins og þetta kann ekki
góðri lukku að stýra ef það er
stundað eingöngu. Enginn skilji orð
mín svo að ég sé að lýsa eftir
cinhverri „brugskunst" eða „hagnýt-
anlegri Ijóðagerð". Því fer fjarri.
Það sem fyrir mér vakir er að benda
á að Ijóðagerðin virðist vera að
stefna inn í öngstræti. þar sem hætta
virðist vera á að hún lokist inni,
einangruð frá samtímanum og frá
öllu lífinu og fjörinu sem þrátt fyrir
allt er stöðugt á ferðinni úti á
breiðstrætum mannfélagsins.
Að þessu leyti cr að því verulegur
fengur að fá hér út á markaðinn bók
á borð við þessa. Hún sýnir svart á
hvítu að í nýjustu Ijóðagerðinni hér
er á ferðinni viss tilhneiging til
innilokunar, sem menn hafa kannski
frekar haft á tilfinningunni til þessa
að væri fyrir hendi en að þeir hafi
beinlínis séð hana svart á hvítu fyrir
sér. Hún sýnir Ijóðagerð í kreppu
sem er á góðri leið með að lenda í
hnút utan um sjálfa sig. Hún sýnir
að hér vantar meiri fjölbreytni. rík-
ara myndmál, meiri áherslu á form.
Ef skáldin gæta að þessu, fara að
vinna í víðara samhengi og taka
meira mið af skuggunum frá fortíð-
inni, þá má vissulega enn vænta
blómlegrar ljóðagerðar hér á kom-
andi tímum sem hingað til. -esig