Tíminn - 16.09.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.09.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 16. september 1987 Tjmirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar:-686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Nýlendustefna Dana í viðskiptamálum íslendinga Heiður Helgadóttir blaðamaður Tímans ritar athyglisverða fréttagrein í blaðið í gær um ein- kennilegar leifar verslunareinokunar Dana hér á landi. í stuttu máli er ástandið þannig að danskir heildsalar hafa orðið sér úti um einhvers konar norrænt allsherjarumboð fyrir ýmsar nauðsynja- vörur sem keyptar eru frá fjarlægum heimshlutum, s.s. Bandaríkjununi og Japan, og reyndar Evrópu- löndum ekki síður. Út á þetta allsherjarumboð leyfist dönskum milliliðum að leggja á umboðs- gjald sem nemur háum fjárhæðum af hverri vörusendingu. Reyndin er því sú að danskir grósserar lafa enn í eins konar nýlenduvöldum á íslandi áratugum eftir að formleg stjórnmálabönd slitnuðu milli landanna. Petta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem athygli er vakin á þessu verslunarólagi, og hefur Tíminn m.a. lengi haldið þessu máli vakandi með fréttum og greinum. Má hverjum manni vera ljóst að svona viðskiptahættir eru ósæmilegir og alls endis óviðun- andi. Georg Ólafsson verðlagsstjóri minnir á í viðtali við blaðið að Verðlagsstofnun hafi á sínum tíma gert úttekt á þessu máli og samið um hana skýrslu. Hafi þá komið í ljós að algengur verðmunur við kaup frá Danmörku í stað framleiðslulands væri 25-30% og jafnvel dæmi um allt að 80% verðmun. Segir verðlagsstjóri réttilega að þessi innkaup fyrir milligöngu þriðja aðila sé mikið vandamál, sem Verðlagsstofnun hafi margoft bent á. Verð- lagsstofnun hefur hins vegar ekki vald til þess eða nein sérstök tök á því að koma í veg fyrir þetta. Vafalaust er það rétt hjá verðlagsstjóra að stofnun hans hefur ekki á valdi sínu að bæta úr þessu ófremdarástandi í viðskiptamálum. En varla verður því trúað að margumtöluð „frjáls“ niilli- landaverslun sé svo ófrjáls að innflytjendur sjálfir, íslenskir heildsalar í þessu tilfelli, séu ekki menn til þess að brjóta slíka einokunarhlekki með skynsamlegum fortölum og samningum og einbeita sér að því að ná beinum viðskiptasamningum við framleiðslufyrirtækin sjálf án danskrar meðal- göngu. Ríkisstjórnin verður að sínum hluta að taka þetta mál til meðferðar. Samkvæmt stefnu núver- andi ríkisstjórnar verður unnið að endurbótum á sviði viðskiptamála. Tómt mál er að tala um frjálsa verslun, ef leiðir viðskiptanna eru stoppaðar með gamaldags sandpokavirkjum til þess að verja gróðamaskínur framandi milliliða. - Tíminn leyfir sér að halda því fram að hér sé slælega að verki staðið af hálfu þeirra sem annast innkaup vöru til landsins. GARRI AFTURKIPPUR (íarri var nálægt útvarpstæki um sexleytiö í fyrradag og stillti þaö fyrir forvitnissakir á aöra „frjálsu" útvarpsstöðina í Keykjavík til ad heyra þar frcttir. Þar var fjallað um hvaladeiluna sem, eins oj> menn muna, var þá á viðkvæmu stij>i og óvíst uin úrslit hennar. Fréttamaður kynnti málið með þeim orðum að „ufturkippur væri koininn í hvaladeiluna". Á eftir fylgdi svo stutt viötal við sjávarút- vegsráðherra, og í því samtali sagði frcttamaður við ráðherrann: „Það getur þá brugðist til begfýa vona um lausn deilunnar." Sama kviild heyrði Garri svo uftur fréttir en í þetta skipti á hinni „frjálsu" stööinni. Þar var sagt frá Ijótu máli, sem samkvæmt orðalagi fréttumanns snérist um það að. maöur nokkur hefði nauðgað „Kópavogsbúa" í anddyri fjölbýlis- húss þar syöra. Siðar í fréttinni kom svo frum að þessi umræddi Kópuvogshúi var kona. IVIenn hafa dálitið stundað það undanfarið að skamma fréttamcnn frjálsu stöövanna fyrir óvandað mállár. Dæmin sýna, því miöur, að þessi gugnrýni á rétt á sér. Ambögur í máli Að því er varöar afturkippinn i hvaladeilunni, þá scgir máltilfinn- iug Garra honuni að afturkippur koini ekki í unnaö en það sem menn vona að lcysist farsællcga og verði til góös. Ilunn hefði því sagt hér að afturkippur væri kominn í viðræðurnar um lausn hvaladeil- unnar. Slíkar viðræður vona ullir að leysist farsællega, en framhald hvaladeilunnar sem slíkrar er síöur en svo eftirsóknarvert. Líka segir ináltiinnning Garra honum að hetra sé að tala annaö hvort um að eitthvað geti hrugðist, eöa þá að um citthvað geti brugðið til beggja vona. Ef menn blanda þessu tvennu saman minnir það Garra helst á hrandarann um það aö konia eins og þjófur úr heiðskíru lofti. Um Kópavogsbúann cr það að segja að notkun slík orðs í þessu tilviki veldur því að Garra vcrður fyrst fyrir að spyrja hvort umrædd- ur aöili hafi ekki verið karlmaður, og hvarfla þá að honum spurningar scm hann biðst undan aö ræða á prenti. Og rökstuddan grun hefur hann uin að svo verði fleirum. En uin allt þetta gildir að hér eru á fcröinni amhngur af þeirri tegund sem þjálfaðir fjölmiðlamenn láta ekki út úr sér. \ öllum alvöru ijölmiðlum er reynt aö ráöa ekki aðra til starfa en þá sem hafa fullnægjandi tök á móöurmálinu. Varðstaðan um íslenskuna Nú myndi það vitskuld æra ó- stöðugan að fara að elta ólar við öll þau skrautlegu málblóm sem vaxa á akri nýju og „frjálsu" Ijöhniðl- anna. Garri telur sig satt að segja hafa ýmsu þarfara að sinna en aö gera pistla sína að cinhvcrri alls- herjar ruslakistu fyrir slíkt. En hitt er annað inál aö það er allt annaö en eftirsóknarverð þró- un ef „frjálsu" Ijósvakainiðlarnir eiga eftir að verða til þess að riða móðurmálinu á slig. Jafnt dagblöð- in sem ríkisútvarpið hafa með fáum undantekningum gætt þess vel að fara sómasamlega með íslenska tungu. Meira að segja Morgun- blaðið hefur gert þetta. Á hinum svo nefndu „frjálsu" Ijósvakafjölmiðlum ráða hins veg- ar markaðslöginálin ein saman. Þar sjá menn í verki frjálshyggj- una, sem sjálfstæðismenn hafa hvað mest haft á oddinum siðustu árin. Hún innifclur þaö aö menn- ingarverðmætin eru ekki sett á oddinn. Mestu máli skiptir þar að vekja á sér sem mesta athygli, gera sem mcstan hávaöa og láta sem flesta taka eftir sér. Alvöru fjölmiðlamenn líta á það sem siðferðilega skyldu sina að umgangast móðurmálið mcð fyllstu virðingu. Þeir gera sér grein fyrir að þar eru þeir með i höndun- um fjöregg þjoöarinnar, sem gæti kostað hana sjálfstæðið ef almennt væri misfarið meö það. Þess vegna leggja þeir sig frain við að ná á því sem bestuni tökum og halda sér síðan í stöðugri þjálfun. Hávaöaseggirnir á „frjálsu" stöðvunum hugsa hins vegar ckki þannig. Þeir eru ráðnir til að vera hressir, og í hcrbúðum þcirra verð- ur menningin ekki aðalatriði nema svo ólíklcga vilji til að hægt sé að fella hana að hinum óheftu mark- aössjónarmiöum frjálshyggjunnar. Það má hver sem vill bera Garra á brýn ihaldssemi af þessu tilefni, en í efnunt sein þessum telur hann þó að hæfileg ríkisforsjá sé það sem á þurfi að halda. Garri. VÍTTOG BREITT Fjárlög í skugga skattsvika Nær liálfu ári eftir að kjósendur röðuðu fulltrúum sínum á þingsest löggjafarsamkundan á rökstóla að ræða landsins gagn og nauðsynjar, En þingflokkarnir hafa fyrir löngu lagt blessun sína yfir ríkisstjórn, sem margt hefur afrekað án að- stoðar eða afskiptasemi Alþingis. Senn líður að setningu Alþingis og eitt fyrsta plaggið sem fyrir það verður lagt eru fjárlögin. Að venju verða þau mikil að vöxtum og minnka síst þrátt fyrir háværar kröfur um niðurskurð og margend- urtekin loforð um svoleiðis aðgerð- ir. Uppsafnaður halli á ríkissjóði er sú arfleifð sem nýr fjármálaráð- herra tekur við og hefur haft stór orð um að hann ætli að kveða í kútinn. Hann hefur nú setið við ásamt liði sínu í fjármálaráðuneytinu við að semja búreikningana fyrir næsta ár og er hver að verða síðastur að fá tölur á tekju- og gjalda liðum til að stemma saman. Þaðernefnilega tími til kominn að fara að prenta doðrantinn. Einhver mciningarmunur mun vcra í ríkisstjórninni um hvar á að afla tekna og hvar að skera eins og gengur. En hvað eru nokkrir mill- jarðar milli vina? Einföld hagspeki Til að mæta auknum útgjöldum og til að minnka fjárlagahallann verður að auka innstreymið í lands- sjóðinn og takmarka það sem úr honum er ausið. Þetta er svo einföld hagspeki að það er nánast aulalegt að minnast á það, hvað þá setja á prent. En um þetta snýst nú landsstjórnin að mestu leyti. Það eru mörg ljón í veginum þegar fara á að stemma bókhaldið. Fastir liðir eins og venjulega eru svo fyrirferðarmiklir í ríkisútgjöld- unum, að Jón Baldvin, fjármála- ráðherra, segist ekki sjá aðrar leiðir til að ráða þar einhverja bót á, en að breyta lögum í stórum stíl. Fjárlagagerðin er nefnilega rígföst í löngu efndum loforðum. Skattsvik og söluskattsþjófnaður er stundaður í svo stórum stíl, að aldrei þyrfti að koma til halla á rekstri ríkissjóðs ef það þjóðar- sport hefði ekki náð þeirri út- breiðslu sem raun ber vitni. En skattalögin virðast koma í veg fyrir að mögulegt sé að koma í veg fyrir þau afbrot. Fjármálaráð- herrann okkar er sjaldnast myrkur í máli, og segir að skattsvik verði ekki úr sögunni nema að skattalög- in verði einfölduð. Þetta er engan veginn ný kenning, en það hlýtur að vera meira að marka hana þegar hún er sett fram af yfirmanni allra ríkisfjármála. Hins vegar skýtur það nokkuð skökku við að tala um einföldum skattalaga nokkrum vikum eftir að búið er að flækja söluskattsákvæði á eins glæsilcgan hátt og gert var með því að setja aðra skattpró- sentu á einhverjar matvælategund- ir en á annan söluvarning. Síðan kvarta kaupmenn yfir að þeir verði að svíkja skattinn nauðugir viljug- ir, eða að snuða sjálfa sig. Áf tvennu illu er líklega nær að snuða ríkið, að minnsta kosti frá sjónar- hóli kaupmanna. Sökudólgar og fórnarlömb Skattsvikin hafa lengi verið mik- ið áhyggjuefni ráðamönnum. Um þau hefur verið rætt leynt og ljóst og svimandi upphæðir verið nefnd- ar þegar þeir eru að vandræðast með þau á opinberum vettvangi. En þegar til kastanna kemur sýnist að ekkert sé hægt að gera í málun- um. Skattalögin eru svo flókin og undankomuleiðirnar svo margar, að gefist er upp áður en á hólminn er komið og allt situr við sama. En við Austurvöll er alltaf hægt að rifja upp gamalt húsráð, sem alltaf gefst vel þegar aura vantar í kassann. Að hækka skatta á þeim sem auðvelt er að ganga að og alltaf borga. Það er miklu einfald- ara og þægilegra en að fara að vasast í íagabreytingum og jafnvel endurskoða forn lög um útgjöld sem fæstir vita lengur hvaða til- gangi þjóna. Ef marka má þær tölur sem ábyrgir stjórnmálamenn nefna um upphæðir skattsvika er sýnt að þær eru hærri en fjárlagahallanum nemur. Eignaaukning er svo gott sem skattfrjáls. Engum dettur samt í hug að það fyrirbæri eigi sinn þátt í þeirri spennu sem nú er sagt að ríki í fjármálakerfinu. Nú heitir það að það séu eingöngu réttmætar kröfur launþega um að staðið sé við launagreiðslur samkvæmt rauða strikinu, sem eru að setja allan efnahaginn í rúst. Ekki nema von að fjárlagagerðin sé erfið þegar hvergi er leitað eftir fé nema í vösum launþega. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.