Tíminn - 16.09.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.09.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn VETTVANGUR Utvegs- banka* málið fram að einstakir bankaráðsmenn í Útvegsbanka íslands hf. hafa for- göngu um að kaupa bankann. Petta gæti valdið þeim erfiðleikum við að gæta þeirra hagsmuna, sem þeim ber að gæta gagnvart eigendum bankans, hversu mætir menn, sem þeir annars kunna að vera. Sérstak- lega yrði þetta erfitt viðfangs ef til þess kæmi að knýja verðið niður, en allt virtist stefna að þvf að sjávarút- vegsfyrirtæki hefðu ekki áhuga á kaupunum á því verði, sem upp var sett. Og þess skyldu menn jafnan gæta að kaupa ekki úr eigin hendi, það sem þeim er falið til varðveislu. í viðtali við Morgunblaðið þann 26. ágúst segir Kristján Ragnarsson bankaráðsmaður í Útvegsbanka ís- lands hf.: „Það hafði verið rætt í okkar hóp um að bjóða Sjávar- afurðadeild SÍS þátttöku í þessari hlutafjársöfnun okkar ef hún hefði fengið að ganga fyrir sig með eðlileg- um hætti til hausts,...“ Til hvers þurfti að bjóða Sjávarafurðadeild SÍS þátttöku? Upp á hvað var verið að bjóða? Sjávarafurðadeild SÍS gat hvenær sem var gengið inn í banka og keypt hlutabréf fyrir allt að 50 milljónir króna á þeim kjörum, sem ríkissjóðurbauð. Gat nokkurástæða verið til að bjóða Sjávarafurðadeild- inni þátttöku til þcss að ná þeim kjörurn, sem öllum stóðu opin? Nei, auðvitað ekki. Og af hverju gekk, Landssamband ísl. útvcgsmanna ekki strax frá sínum hlutabréfakaup- um á þessum kjörum? í sumar hafa stöðugt verið fréttir um að Útvegsbankinn stæði í raun miklu verr en áður hefði verið talið. Þetta hefur veikt möguleika á hag- stæðri sölu hlutabréfa mjög mikið. Friðrik Pálsson segir t.d. í viðtali við DV þann 15. ágúst. „Aftur á móti voru þessir aðilar ekki tilbúnir til að kaupa köttinn í sekknum, vildu fá að ' sjá hvernig lokauppgjörið á bankan- um væri.“ Ekki ósennilegt að þetta sé höfuðskýringin á því hvers vegna dregið var að ganga frá kaupum á hlutabréfuin þeim, sem þó var búið að samþykkja að kaupa. Ríki heildsalinn Á síðasta vetri hentaði það Þor- steini Pálssyni, núverandi forsætis- ráðherra, að segja að hann hefði engin afskipti haft af því að Albert Guðmundsson hélt sæti sínu sem efsti maður á lista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík. Það mál væri alfarið í höndum fulltrúaráðsins í Reykja- vík. Núna um daginn hentaði þess- um sama Þorsteini að segja að hann hafi þurft að leggja sig allan fram við að fá fulltrúaráðið til þess að fallast á að Albert yrði áfram í efsta sætinu. Eins og af þessu má sjá eru til þeir menn, sem treysta sér til að segja það sem þeim hentar hverju sinni, án tillits til þess, sem þeir hafa áður sagt og án tillits til þess sem raun- verulega gerðist. Það kom fram í öllum blöðum að Þorsteinn Pálsson hefði hótað stjórnarslitum ef sam- vinnufyrirtækjunum fjórum yrðu seld hlutabréfin í Útvegsbankanum. Þetta var á allra vitorði og var lengi vel ómótmælt, eða á meðan það hentaði. Nokkru síðar sýndist Þor- steini að betra væri að kannast ekkert við þetta og réðst að Val Arnþórssyni með dólgslegum hætti. Og nú þarf Þorsteinn Pálsson að finna rök fyrir því að hann og flokkur hans leggjast af þvílíkum þunga gegn kaupum fjögurra fyrir- tækja samvinnumanna á hlutabréf- um í Útvegsbankanum. Fyrsta mál á dagskrá er að kalla fjögur íýrirtæki eitt fýrirtæki. Næsta mál á dagskrá er að sýna fram á að hann og flokkur hans haíi aíltaf verið þeirrar skoðunar að ekki eigi að selja einu fyrirtæki meirihluta í bankanum. f viðtali í DV þann 28. ágúst segir hann: „Fyrrverandi við- skiptaráðherra fékk fyrirspum frá einum heildsala sem vildi kaupa meirihlutann í bankanum. Því var svarað alveg skýrt og skorinort að slíku tilboði yrði hafnað á þessari forsendu, að við vildum ekki einn aðila.“ Sem sagt, það er til heildsali, sem getur keypt meirihlutann í Útvegs- bankanum. í sama viðtali kemur fram að Sambandið sé orðið svo öflugt að setja þurfi sérstök lög til höfuðs því. Þó þarf Sambandið, sem er þó stærsta heildsala landsins, fyrir utan aðra starfsemi, að fá fleiri fyrirtæki sér til aðstoðar til þess að kaupa þennan meirihluta hluta- bréfa. En það er til heildsali, sem getur gert þetta einn. Það er til heildsali, sem getur keypt meirihluta hlutabréfanna í Útvegsbankanum, en þegar allt íhaldið í sjávarútvegin- um lagði saman tii þess að bjarga Útvegsbankanum frá Sambandinu, gat það ekki skrapað saman nema fyrir einum þriðja. Voldugur er þessi heildsali, en það þarf engin lög‘ gegn honum. Og það sem meira er, enginn hefur getað látið sér detta í hug hvaða heildsali þetta er, af því að enginn heildsali sker sig svo úr í auði að hægt sé að benda á hann og segja að þetta sé ríki heildsalinn. Þetta ríkidæmi virðist því vcra al- gengt meðal heildsala. Nú veit ég það að einhverjir heildsalar eru vel efnaðir og er ekkert nema gott um það að segja, ef það hefur gerst á heiðarlegan hátt, sem vonandi er algengast. En samt er ég hræddur um að þessi ríki heildsali, sem getur keypt meirihluta í Útvegsbankanum sé ekki til núna, þetta sé einnota heildsali, búinn til á stundinni til að auðvelda ákveðna tegund af málflutningi. Slíkan mál- flutning má ekki láta óátalinn. Auðhringalöggjöf Samkeppni er nauðsynleg. En hún er ekki allra meina bót. Hún getur verið grimm og haft hörmulegar afleiðingar fyrir einstaklinga og hópa. Það er byggð kartöfluverk- smiðja. Allir útreikningar sýna að þetta geti orðið gott fyrirtæki, sem efli atvinnulíf á staðnum og auki hagsæld byggðarlagsins. í upphafi virðist þessi ákvörðun rétt. En þegar byggð er önnur kartöfluverksmiðja í kjölfarið, sem hefur betri markaðs- stöðu og tekur stóran skerf af mark- aðnum, þá reynist þessi ákvörðun ekki lengur rétt og leiðir til hörm- unga fyrir byggðarlagið. Slíkar eru afleiðingar samkeppninnar oft, þó að samkeppnin skili þjóðfélaginu í heild fram á við. Það eru ekki síður teknar rangar ákvarðanir í samvinnufélögunum en í hlutafélögum og fyrirtækjum í einkaeign. Vandamál samvinnufé- laga felast oft í tregðu við að fylgja eftir breytingum á þjóðfélaginu, tregðu við að viðurkenna að þessi þjónusta eða hin, sem fólkið er orðið vant og vill gjarnan hafa, er 1 orðin of kostnaðarsöm og félagið fái ekki risið undir þeim kostnaði. Sam- vinnufélög geta farið á hausinn eins og önnur fyrirtæki, ef ekki er fyllsta aðgæsla í rekstrinum. Fyrirtæki samvinnumanna og samvinnuhreyfingin í heild hafa orð- ið fyrir áföllum og eiga vafalítið eftir að verða fyrir áföllum, af því að það er lífsins gangur. Samt sem áður hefur samvinnuhreyfingin fullan hug á því að taka fyllsta þátt í framfara- sókn þjóðarinnar, hér eftir sem hing- að til. Markmið hvers samvinnufél- ags er að efla hag félagsmanna og þar með þjóðfélagsins í heild. Nái hún þessum markmiðum mun sam- vinnuhreyfingin eflast, öllum til góðs. Markmið annars atvinnu- rekstrar eru sjálfsagt þau sömu í meginatriðum. Nái þau fram að ' ganga verður það þjóðfélaginu til góðs. Og vonandi fær eðlileg sam- keppni í milli forma atvinnurekstrar og einstakra fyrirtækja að blómgast á eðlilegan hátt þjóðfélaginu til góðs, þó að einstök áföll verði. Sjálfstæðisflokkurinn telur sig meðal annars vera málsvara ein- staklingsframtaks og frjálsrar sam- keppni. Mörg fyrirtæki, sem rekin eru af flokksmönum í þeim flokki, standa í harðri, heiðarlegri og skemmtilegri samkeppni við sam- vinnufélögin. Hitt er þó miklu al- gengara að þeir þoli enga samkepp- ni, hvorki við samvinnuhreyfinguna né aðra. Þeir kvarta og kveina, æpa og veina, í hvert skipti sem þeir verða fyrir samkeppni. f þeirra aug- um er öll samkeppni óheiðarleg. Og þeir hrópa á flokkinn um aðstoð. Það er ekki að ófyrirsynju að þessir menn hafa hlotið nafngiftina pils- faldakapítalistar. Framganga Sambandsins í Út- vegsbankamálinu kallar á auð- hringalöggjöf, segir Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra í DV þann. 28. ágúst. Hver var framganga Sam- bandsins í Útvegsbankamálinu? Hún var sú að taka tilboði ríkisins í hlutabréf Útvegsbankans í því skyni að taka þátt í endurskipulagningu bankakerfisins í samræmi við stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Hún var sú að ætlast til þess að eðlilegar viðskiptareglur gildi í þjóðfélaginu. En þetta er ekki í fyrsta skipti að flokkur frjálsrar samkeppni hótar þvingunum til þess að hindra sam- keppni. Samvinnufélögin eru ekki alltaf sigurvegarar í samkeppninni hér á landi. En í hvert skipti sem þau verða ofan á, hrópar flokkur frjálsr- ar samkeppni að það verði að koma í veg fyrir þetta. Víða um hcim eru lög um hringa- myndanir til þess að vernda hags- muni atvinnulífsins og hagsmuni neytenda. Þó að ströngustu lög, sem nú eru í gildi, t.d. bandarísku lögin, væru tekin upp óbreytt hér á landi, myndi það engu breyta fyrir sam- vinnuhreyfinguna. Til þess að kreppa að íslensku samvinnuhreyf- ingunni yrði að setja sérstök lög, sem væru án fordæma annars staðar, lög sem alfarið væri beint að íslensku samvinnuhreyfingunni. Vonandi á samvinnuhreyfingin hér á landi eftir að vaxa og dafna og eflast frá því sem nú er til hagsbóta fyrir allan almenning í landinu. Og við verðum að vona að við eigum ekki eftir að búa í þjóðfélagi þar sem þingmeiri- hluti tæki sér fyrir hendur að hindra framgang þeirrar atvinnustarfsemi, sem samvinnuhreyfingin rekur. Við verðum að vona að valdi verði aldrei beitt í þjóðfélaginu á þann hátt. Þeir eru margir, sem telja að Sjálfstæðisflokkurinn sé of stór. Meðal þeirra er sá sem þetta ritar. Ég tel að þjóðfélaginu væri betur borgið ef Sjálfstæðisflokkurinn væri minni, jafnvel töluvert minni en hann varð í síðustu kosningum. Ég hygg verulegur meirihluti þjóðarinn- ar sé svipaðrar skoðunar. En guð forði okkur frá því að nokkurn tíma komi upp sú skoðun að það beri að hefta framgang Sjálfstæðisflokksins með valdboði. Það er vont þjóðfélag þar sem slíkar skoðanir fá byr undir báða vængi. Framgang Sjálfstæðis- flokksins á ekki að hefta með neinu öðru en rökum og málafylgju. Þeir eru margir, sem telja að útbreiðsla Morgunblaðsins sé alltof mikil, áhrif þess séu alltof mikil. Ekki mótmæli ég því. En Morgun- blaðið hefur áunnið sér þetta sjálft í samkeppni við önnur blöð, að vísu með meiri stuðningi fjársterkra aug- lýsenda en önnur blöð hafa átt kost á. En við skulum vona að aldrei komi upp sú staða í þjóðfélagi að rétt verði talið að hindra útbreiðslu og áhrif Morgunblaðsins með vald- boði. Engu að síður getum við vonað að áhrif þess minnki fyrr en síðar í heiðarlegri samkeppni. En í þessu efni er Sjálfstæðisflokkurinn að leika sér að eldi og óvíst er hver kynni að brenna í þeim eldi. En þó er það oftast þar sem slíkur eldur er kveiktur að allir brenna. Miðvikudagur 16. september 1987 lllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR Evrópukeppnin í knattspyrnu: Fyrsta umferð, fyrri leikir liðanna. Síðari leikir liðanna verða eftir hálfan mánuð. Evrópukeppni bikarhafa ÍA - Kalmar FF (Svíþjóð)......................0-0 Beggen (Luxemb.)-Hamburger SV (V-Þýskal.). 0-5 (Labbadia 10. og 69., Laubinger 44., Okonski 58., Dittmar 82.) Sporting (Portúg.)-Swarowski Tirol(Austurr-) . 4-0 (Sealy 3. og 42., Cascavel 24. víti, 82.) Evrópukeppni félagsliða Austria Vín (Austurr.)-Leverkusen (V-Þýskal.). 0-0 Bohemians (Írlandi)-Aberdeen (Skotlandi) ... 0-0 Mjöndalen (Noregi)-Bremen (V-Þýskal.).........0-5 (Riedle 6. og 86., Ordenewitz 53., Sauer 55., Nolter 63.) Glasgow Celtic (Skotl.)-Dortmund (V-Þýskal.). 2-1 (Walker 5., Whyte 87.)-(Mill 63.) Guðjón Þórðarson þjálfari IA: »Versta sending sem við gátum fengið hingað“ „Þessi dómari er versta sending sem við gátum fengið" sagði Guðj- ón Þórðarson þjálfari í A eftir leik ÍA og Kalniar í gærkvöldi. Að- spurður uin hvort hann héldi að tap Norðmanna gegn íslenska landsliðinu ■ síðustu viku hefði haft áhrif á dómgæsluna sagðist Guðjón varla getað ætlað nokkrum dómara slíkt, þessi maður hefði bara ekki verið vandanum vaxinn. Guðjón nefndi til samanburðar dómara frá Luxembúrg sem dæmdi leik IA og Beveren í Evrópukeppninni árið 1984. Sá mun hafa dæmt eitthvað líkt því sem áhorfendur á Akranesi fengu að sjá í gærkvöldi og var hann sviftur dómararéttindum sín- um eftir leikinn. Guðjón var greinilega ekkert á því að gefa eftir í seinni leiknum, „við ætlum okkur ekki að tapa úti, það er alveg ljóst,“ sagði hann og bætti því við að þeir Skagamenn myndu leggja áherslu á þétta vörn í þeim leik en beita svo skyndisókn- um þar sem Svíarnir þyrftu að sigra ■ leiknum og þyrftu því að sækja meira en í dag; „ég á fljóta fram- herja sem geta vel ráðið við það, við skulum bara vona að við fáum að vera 11 inná allan leikinn.“ Leikinn í gærkvöldi var Guðjón alveg ánægður með ef dómgæslan er frátalin. „Við erum alveg sáttir við þetta, að gera jafntefli tíu á móti ellefu.“ sagði Guðjón Þórðar- son. Leikmenn IA voru almennt í miklum vígahug eftir Ieikinn, fok- vondir út ■ dómarann en augljós- lega allir á því að sýna Svíunum ■ tvo heimana að hálfum mánuði liðnum. - HÁ Sigurður Lárusson: r nOhress að vinna bara ekki leikinn“ „Þetta var mjög ósanngjarnt,“ sagði Sigurður Lárusson fyrirliði ÍA um það atvik þegar Guðbirni Tryggvasyni var vikið af leikvelli í leik 1A og Kalmar ■ gærkvöldi. „Ég held að hann [dómarinn] hafi verið að missa tökin á leiknum og hafí dæmt svona strangt þess vegna,“ sagði Sigurður og var greinilega alveg gáttaður á þessum dómi, líkt og aðrir sem sáu atburð- inn. - Ertu ánægður með leik ykkar manna burtséð frá þessu atviki? „Ég er nú bara óhress með að vinna ekki þó við værum einum færri, við áttum þrjú eða fjögur mjög góð marktækifæri en þeir bara eitt,“ sagði Sigurður Lárus- son. Hann sagði jafnframt að sér litist ágætlega á seinni leikinn sem verður í Svíþjóð eftir hálfan mánuð. „Ef við spilum eins og í dag þá komumst við áfram,“ sagði Sigurður. - HÁ Enska knattspyrnan: Liverpool Reuter Liverpool sigraði Charlton 3-2 ■ 1. deild ensku knattspyrnunnar í gærkvöldi. Charlton náði foryst- unni tvívegis í leiknum áður en Liverpool náði að tryggja sér sigur og færast þarmeð upp í 3. sæti deildarinnar. Garth Crooks skoraði fyrra mark Charlton með góðu skoti en John Aldridge jafnaði aðeins mín- útu síðar. Collin Walsh kom Charl- sigrar enn ton aftur yfir með marki úr auka- spyrnu af 25 m færi en Alan Hansen og Steve McMahon tryggðu þeim rauðu sigurinn seint í leiknum. í 2. deild urðu úrslit þessi: Barn- sley-Swindon 0-1, Birmingham- Blackburn 1-0, Huddersfield- Leeds 0-0, Hull-Shrewsbury 1-1, Middlesbrough- Bournemouth 3- 0, Sheffield Utd.-Crystal Palace 1-1.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.