Tíminn - 06.10.1987, Page 5
Þriðjudagur 6. október 1987
' Tíminn 5
Egilsstaðaflugvöllur:
Flugvallarmálin reifuð
við sjúkrabeð ráðherra
í gær gengu bæjarstjóri Egils- viðtali viðTímannsagðistSigurður inni í útreikningum ráðuneytisins 45-50 mtlljónir og vár það niður- gamar frá verkfræðistofunni lágu
staða, Sigurður Símonarson, og vera vongóður um samkomulag er til þessa. staða viðræðna flugmálastjóra og fyrir.
forseti bæjarstjórnar, Helgi Hall- tryggi heimamönnum framkvæmd- Framkvæmdir varðandi þetta al- heimamanna þann 28. september Benti Sigurður Símonarson,
dórsson, á fund Matthíasar A. ir við verkþáttinn. Sagði hann að menna útboð hafa verið í höndum s.l. bæjarstjóri, jafnframt á í lokin að
Mathiesen samgönguráðherra í ráðherra hafi heitið þeim austan- flugmálastjórnar síðan á föstudag . • ekki væri nokkur leið að bjóða
sjúkrahúsinu í Hafnarfirði og af- mönnum skriflegu svari í dag, erákvörðunráðherratókgildi. Frá 1 samtali við 1 ímann kom frani verkið út eftir að umfjöllun um
hentu honum að viðstöddum að- þriðjudag, og átti hann von á að því í vor hefur flugmálastjóra, hjá Hreini Loftssyni að Almenna verðhugmyndir urðu opinberar.
stoðarmanni samgönguráðherra, það yrði jákvætt og í samræmi við Pétri Einarssyni, verið falið að verkfræðistofan hefur gefið ráðu- Ljóst er að breytingar á útboði í
Hreini Loftssyni, ályktun bæjar- viðræðurnar við sjúkrabeðið. kanna, án skuldbindinga, hvort neytinu þær upplýsingar að búast þennan verkþátt þurfa að fara
stjórnarfundar frá því á sunnudag- Taldi hann ekki bera f milli með verktakar á Héraði gætu tekið megi við tilboði í verkþáttinn, sem fram eða breytingar á verkþættin-
inn var. Ályktunin fólst í því að verðhugmyndirþarsem komiðhafi verkið að sér á viðunandi verði. ura ræðir, er hljóðað geti upp á unit ef jafnræðis á að gæta, og af
mótmæla harðlega þeirri ákvörðun m.a. á daginn að inni í nýjasta Pær viðræður byggðust á ákvörðun 42-45 milljónir. Fyrri tiiboð hetm- því hlyti að verða nokkur kostnað-
samgönguráðherra, að fram fari tilboði heimamanna hafi verið fyrrverandi samgönguráðherra, amannahljóðuðuuppá54milljónir ursemengumkæmiaðnotum. KB
almennt útboð í væntanlegar fram- vegalagning frá malargryfju til Matthíasar Bjarnasonar. Síðustu og var það dregið til baka, eins og
kvæmdir við Egilsstaðaflugvöll. í flugvallarsvæðis, er ekki hafi verið tölur Austfirðinga hljóðuðu upp á fyrr kom fram, eftir að upplýsm-
Þegar búið að skrá um 2.000 fleiri nýja bíla en
allt árið 1986:
18.000 bílar
á 9 mánuðum
Alls 17.742 nýir bílar höfðu verið
skráðir hjá Bifreiðaeftirlitinu frá
áramótum til septemberloka, þar af
I. 580 í septembermánuði. Þessa
fyrstu níu mánuði ársins hefur Bifr-
eiðaeftirlitið skráð um 1.850 fleiri
nýja bíla heldur en allt árið 1986. í
septemberlok í fyrra höfðu um
II. 430 bílar verið fluttir til landsins,
eða meira en 6 þús. færri en á sama
tíma í ár.
Janúar var minnsti bílamánuður-
inn það sem af er ársins, með 1.317
nýja bíla, en júlí sá mesti þegar
2.728 nýir bílar bættust í bílaflota
landsmanna á einum mánuði og nær
jafn margir í júní. Þótt „aðeins" um
1.200 bílar bætist við mánaðarlega
þar sem eftir lifir ársins yrði innflutn-
ingur nýrra bíla yfir 21.300 stykki á
árinu.
Samanlagt verð þeirra bíla sem
komnir voru til landsins í júlílok var
um 3.810 milljónir króna, samkvæmt
upplýsingum í Hagtíðindum. En það
var nánast sama upphæð og allur
samanlagður útflutningur Alverk-
smiðjunnar og Kísilmálmverksmiðj-
unnar á Grundartanga. Þá má geta
þess að allur innflutningur matvöru,
•drykkjarvara (þar með talið áfengi)
og fóðurvöru handa búpeningi nam
um 2.560 milljónum á sama tíma,
eða um 1.250 milljónum króna lægri
upphæð en nýju bílarnir kostuðu.
Sé reiknað með að útsöluverð
bílanna hérna heima sé um tvöfalt
hærra en innflutningsverðið þýðir
það að hver meðalfjölskylda hefur
varið um 125 þús. kr. að jafnaði til
kaupa á nýjum bíl á fyrstu 7 mánuð-
um ársins, eða tæplega 18 þús. kr. á
mánuði. -HÉl
Alþjóðasamtök friðarhreyfinga ILF í Reykjavík
ári eftir leiðtogafundinn:
Skeyti sent
leiðtogum
Alþjóðlegar hringborðsumræð-
ur með yfirskriftinni „Ári eftir
Reykjavíkurfundinn - vonir og
vandamál fóru fram í Reykjavík
dagana 3.-4. október. Almenn-
ingsálitið í heiminum og samningar
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
um kjarnorkuafvopnum var aðal
umræðuefnið.
Þátttakendur í umræðunum
voru frá 17 löndum, þar af 35
fulltrúar íslenskra friðarhreyfinga.
Fulltrúamir sendu Reagan for-
seta Bandaríkjanna og Gorbatsjov
leiðtoga Sovétrfkjanna skeyti þar
sem þeir eru hvattir til að undirrita
samning um útrýmingu tveggja
gerða meðaldrægra kjarnaflauga.
Samningurinn ætti einnig að leiða
til „banns við tiiraunum með kjam-
orkuvopn, útrýmingar allra
skammdrægra kjamorkuvopna og
mikiilar fækkunar langdrægra
kjarnorkuvopna sem og til þess að
komið verði á kjamorkuvopna-
lausum svæðum á sjó og landi, að
ekki verði komið fyrir kjarnork-
uvopnum úti í gcimnum og loks að
hefðbundnum vopnum og gjöreyð-
ingarvopnum verði útrýmt eða
þeim fækkað. Slík þróun mála
mun gera það kieift að tryggja
grundvallar þarfir manna og borg-
araleg réttindi, skref fyrir skref og
byggja upp manneskjulegri og rétt-
látari heim, heim þar sem efna-
hagsþróun stuðlar að útrýmingu
fáfræði, örbirgðar, hungursneyðar
og sjúkdóma“, segir m.a. í skeyt-
inu sem var undirritað af öllum
fulltrúunum í Höfða í gær og að
því búnu sent til leiðtoganna.
ABS
Stefán íslandi, óperusöngvari og riddari hinnar íslensku fálkaorðu, er áttræður í dag. (Hrainn: Brein)
Stefán íslandi áttræöur:
Hátíðartónleikar í
íslensku óperunni
Áttræður er í dag Stefán Islandi,
óperusöngvari, f. 6. október 1907 í
Krossanesi í Seyluhreppi í Skaga-
firði. í tilefni afmælisins gengst ríkis-
sjónvarpið fyrir hátíðardagskrá í
kvöld, en þá verður bein útsending
frá tónleikum í íslensku óperunni.
Fram koma kór íslensku óperunnar
og Karlakór Reykjavíkur, sem Stef-
án söng oft með einsöng á árum
áður. Þá koma fram einsöngvararnir
Hrönn Hafliðadóttir, Kristinn Sig-
mundsson, Magnús Jónsson, Ólöf
K. Harðardóttir og Gunnar Guð-
björnsson. Sungnir verða þekktir
kaflar úr óperum og sönglög.
Tíminn sló á þráðinn til Stefáns í
gær til að heyra í honum hljóðið.
„Þau hljóð eru nú löngu hætt að
heyrast," svaraði Stefán íslandi að
bragði.
„Mér dettur nú ekkert í hug í
augnablikinu," sagði hann þegar
hann var spurður hvað honum væri
minnisstæðast þegar hann liti um öxl
á glæstan söngferil. Stefán hefur
sungið vítt og breitt um Evrópu við
góðan orðstír, en segir að aðrir verði
að dæma þar um. „Mér þótti
ávallt vænst um að syngja hlutverk
Rodolfo í La Bohéme," sagði
Stefán, en hann hefur tekist á hendur
mörg stærstu hlutverk ítölsku og
frönsku óperubókmenntanna. Stef-
án söng hlutverk hertogans af Mant-
ua í Rigoletto eftir Verdi í fyrstu
óperuuppfærslu Þjóðleikhússins hér
á landi 1951 og var þá konunglegur
hirðsöngvari í Kaupmannahöfn.
„Náttúrlega er allt orðið miklu
betra og stærra í sniðum hvað óperu-
uppfærslur á íslandi varðar en það
var í þá daga þegar ég var að byrja,“
sagði Stefán. „Það er eðlilegt."
Vinsældir Stefáns íslandi gerðu að
verkum að ótölulegur fjöldi ís-
lenskra tenóra hleypti heimdragan-
um og hóf að nema söng á Ítalíu.
Ekki sagðist Stefán kunna skýringu
á hví tenórröddin er eins algeng hér
á landi og raun ber vitni en hitt veit
ég, sagði hann, að tenórröddin er sú
erfiðasta sem nokkur maður hefur
með að gera.
„Hún erónáttúrulegust, heimtufr-
ekust og jafnframt vinsælust ef vel er
að staðið, því að það er oft á tíðum
að tenórhlutverkið er látið skipa
æðsta sess í óperum."
Og það var tenórröddin sem fleytti
Stefáni áfram veginn af einu söng-
sviði á annað.
Hátíðartónleikar sjónvarpsins
hefjast að Stefáni viðstöddum klukk-
an 20:45 í kvöld. þj