Tíminn - 06.10.1987, Qupperneq 8

Tíminn - 06.10.1987, Qupperneq 8
8 Tíminn Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrimur Gíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Smiðir óttans Eins og raunar allir mcnn á hcimskringlunni hafa íslendingar alltaf veriö á móti kjarnorkuvopn- um. Hins vegar hefur sú sjálfsagða andstaða fólks gegn tortímingarvopni verið gerð að pólitísku bitbeini af þcim sem gengið hafa fram fyrir skjöldu gcgn kjarnorkuvopnum á liðnum áratugum í þeirri von að með sannfæringarkrafti einum saman tækist þeim aö safna undir merki sín nægum fjölda fólks til að koma við pólitísku afli til allt annarra hluta. Frægt cr þrcfið um tilvist kjarnorkuvopna á Keflavíkurvclli, og fræg eru dæmi um friðarhreyf- ingar, þar scm upplýst hefur verið að auglýsingar í blöðum hafa verið greiddar af fulltrúum kommún- istaríkis. í staö þcss að halda rétt á málum og leita eftir almennri samstöðu um bann við kjarnorku- vopnum scttu smiöir óttans fram friðarstefnu sem mcð cinum eða öðrum hætti átti rætur að rekja til Moskvu. Hvað ísland snertir þóttu það fremur ógeðfelld skilyrði ef einhver Moskvulína átti að hafa forustu um frið og bann við kjarnorkuvopnum í heiminum. Nú hefur Steingrímur Hermannsson tekið af skarið í þessu efni. Fram að þessu hefur ísland setið hjá á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, þegar borin hefur verið upp tillaga um bann við kjarnorkuvopnum, kennd við Svíþjóð og Mexíkó. En ekki lengur. Við ætlum ekki að sitja hjá þegar tillagan kemur næst fyrir þingið. Hvergi annars- staðar en á alþjóðavettvangi á að vinna að þessu banni. Og til lítils er að samþykkja það nema stórveldin geri það bæði samtímis og veiti gagn- kvæmar tryggingar. Engu að síður er tími hjáset- unnar liðinn hvað okkur snertir. Matthías Johannessen, ritstjóri, skrifar í síðasta Reykjavíkurbréfi. „Við viljum gagnkvæma fækkun kjarnorkuvopna, og þá ekki síst í næsta nágrenni okkar. En við höfum engan áhuga á einhliða afvopnun né teljum við sjálfsagt að einræðisöfl hafi ein yfir slíkum vopnum að ráða hér á norðurhjara.“ Hægt er að taka undir við þessi orð ritstjórans. Þau eru sögð á sama tíma og Gorbatsjov flytur ræðu í Murmansk, þar sem hann gerir þá breytingu á fyrri viðhorfum til kjarnorkuvopnalausra Norðurlanda, að það sé í raun og veru á sviði Nato og Varsjárbandalagsins að semja um bann við kjarn- orkuvopnum á Norður-Atlantshafi. Breytt afstaða íslands til banns við kjarnorku- vopnum eins og það liggur fyrir á allsherjarþingi og breyttar áherslur Gorbatsjovs í Murmansk benda eindregið til þess, að taka eigi smiði óttans úr umferð, en í staðinn eigi að fara að snúa sér að réttum aðilum til að fjalla um helsta vanda mannkyns á þessari öld í þeirri von að takast megi að ná fram virku banni. Mun þá kommúnistum þykja sem smiðir óttans hafi þurrmjólkað hinn pólitíska vettvang, og þess vegna megi fara að ræða vandamálið í alvöru. Þriðjudagur 6. október 1987. Illlllllllllllllllllll GARRI ^ ^ ^ V T . ------- —~—--------- -— — —■— ------- Götuskæruliðar Heldur varð Garri lítið hrifínn af fréttunum af rúðubrotum o|> skcmmdarverkum unglinga í mið- borg Reykjavíkur um síðustu helgi, og hefur svo trúlega vcrið um fleiri. Að því er sagði til dæmis i fréttum ríkissjónvarpsins er það orðinn viss passi að um hverja helgi séu brotnar rúður í verslunum í miðbænum fyrir svo sem hundrað þúsund krónur eða meira, og cr með slíku háttarlagi fljótt að hlaupa í stórar upphæðir. Nú er það svo að jafnan hafa veríð til hér á landi, líkt og annars staðar, mcnn sem stunda það að fara í óleyfí inn í hús annarra og stcla þaðan verðmætum. Slíkir menn nefnast innbrotsþjófar, og jafnvel þótt menn vilji engan veg- inn viðurkenna starfa þeirra þá komast þcir seint fram hjá því að slíkir menn verða alltaf til í nokkr- um fjölda eintaka í hverju þjóðfé- lagi. En það alvarlegasta við þetta athæfí unglinganna er þó hitt að hér er síður en svo á ferðinni það sem einn gamansamur kunningi Garra kaus að nefna á dögunum „heiðarlega innbrotsþjófnaði". Þvert á móti er ekki annað að sjá en að hér sé hrein og klár eyðilcgg- ingarfýsn á ferðinni. Eftir því sem þessu er lýst þá er mest um það að unglingar gangi hreinlega á búðar- úður, brjóti þær og hlaupist svo á brott eins hratt og fæturnir geta borið þá, cn ómaki sig ekki við að hirða eitt né neitt. Heillandi hvellir l>að geta víst heyrst ansi hrcssi- legir hvellir þcgar stórar rúður eru brotnar, og það er ekki annað að sjá en að þessum mönnum fínnist slíkir hvellir svo heillandi að þeir séu tilbúnir að taka töluverða áhættu til að fá að njóta unaðarins af því að heyra þá. Svo er vitaskuld aö því að gæta að gera má ráð fyrir því að lögregla komi á staðinn, og kannski kitlar líka sú tilfínning að geta nú cinu sinni platað lögguna og látið hana standa ráðalausa. Prakkaraskapur hcfur alltaf þekkst, og kannski er það bara þáttur í mannlegu eðli aö hafa gaman af því að stríða öðrum. I.ögreglumenn hafa svo sem fengið að kynnast því í tímans rás að það eru ýmsir til sem hafa gaman af því að gera at í þeim. Slíku þarf lögreglan að geta tekið með still- ingu, þótt það kunni að vísu að vera erfitt þegar verið er að eyði- leggja eignir samborgaranna. En þetta mál hefur líka aðra og alvarlegrí hlið. Með athæfí á borð við þetta eru viðkomandi unglingar komnir út á þá braut að vera famir að vinna skemmdarverk á al- mannafæri. Þeir era komnir út fyrír það tiltölulega saklausa gam- an að vera með prakkaraskap og aö gera at. Þeir eru orðnir að götuskæruliðum imiðborg Reykja- víkur. Merki um neyð Hér fer ekki á milli mála að þessir unglingar eru að gefa um það merki að þeir eigi við neyð að búa. Sprenglærðir sálfræðingar geta vafalaust haldið um það langa fyrírlestra og skrifað um það lærðar greinar hvers konar fyrírbæri hér sé á ferðinni. Þeir geta án nokkurs efa snúið málinu þannig fram og aftur að enginn viti lengur hvað snýr upp eða niður, að ekki sé talað um hvað eigi að gera til úrbóta. En fyrir venjulegt fólk, sem býr í þessu þjóðfélagi okkar, hvað þá fólk sem hefur fengist við það verkefni að ala upp sín eigin börn og reyna eftir bestu getu að koma þeim til manns, sýnist málið þó ekki vera svo ýkja flókið. Þegar reykvískir unglingar taka sig til og safnast saman í stórhópum í mið- borginni í einhvers konar ævintýra- leit þá sýnir það að hjá þeim er eitthvað að. Þeir eru með þessu að gefa frá sér merki um cinhvcrs konar neyð. Gpp til hópa, vUI Garrí fullvrða, eru reykvískir unglingar svona rétt eins og annað fólk, góðir eða slæmir eftir atvikum, en það þarf enginn að segja honum að þeir séu yfír heilu línuna eitthvert allsherjar samansafn af óþjóðalýð. Þvert á móti er þar á ferðinni mikið af mannvænlegu og efnilegu fólki. En athæfí á borð við þetta kemur ekki til af neinu öðra en skorti á áhugaverðum verkefnum til að fást við og ævintýraþrá sem ekki fær útrás. Þegar mannvænlegir ungl- ingar gerast götuskæruliðar og fremja rúðubrot á almannafæri þá er eitthvað mcira en lítið að. Það er merki þess að yfírvöldum í Reykjavík hafí mistekist að gera borgina þannig úr garði að hún sé lífvænlegt umhverfí fyrir unglinga. Það er merki þess að borgarstjórn Reykjavíkur þurfí nú aldeUis að taka til hendinni. Garrí. Illlllillllllllll vItt og breitt : ............................................................................................................................................................III................... 'lilllllllllllllr ..................................................................... ■iiillllllllll- .llllllll................................................................... 'I;llllllllllllli' Dýrtíð, undanfari verðbólgu Dýrtíðarbæturnar sem launafólk fékk um mánaðamótin voru ekki lengi að skila sér út í verðlagið hjá sumum þeirra athafnamanna sem trúa því statt og stöðugt, að launak- ostnaðurinn cinn sé upphaf og endir verðbólgu. Dæmi um hvernig auknum laur.a kostnaði er mætt, er að kaffi á veitingahúsi hækkaði um 15% unt þessi sögufrægu mánaðamót, en laun hækkuðu um rúm 7%, þar af voru 1,5% samningsbundin hækkun vegna kjarasamninga. Um verð- bæturnar var reyndar líka samið, en atvinnurekendur vildu túlka þá samninga á sinn venjulega frjáls- lynda hátt. En þótt mikið liggi við að mæta launahækkun með hækkun á vöru og þjónustu gefur augaleið að þegar verðhækkunin er helmingi meiri en kauphækkun er verið að koma af stað dýrtíð sem þenur út verðbólgu. Eðlilegt mun vera að skilgreina dýrtíð á þann veg að verðlag hækk- ar umfram laun. Verðbólgan verð- ur svo til þegar kaup, vextir og guð má vita hvað, hækkar til að vega á móti dýrtíðinni. Þannig elur dýr- tíðin verðbólguna af sér. Aðhald og losarabragur Mikill og síaukinn fjármagns- kostnaður á áreiðanlega ekki síður ntikinn þátt í dýrtíð en launa- kostnaður. Verslunarráð og Vinnuveit- endasambandið gera yfirleitt ekki mikið úr þeim þætti þegarspámenn þeirra eru að mála skrattann á vegginn og útskýra hvers vegna allt efnahagslífið er að fara úr böndun- um. Sífellt er nauðað á að stjórnvöld eigi að grípa til aðhaldsaðgerða og að skera niður hjá sér. Hins vegar á frelsi þeirra sem slá ótæpilega lán og sólunda þeim gjaldeyri sem aflað er með súrum sveita, að vera ótakmarkað. Að hækka kaffibolla helmingi meira en launin er forsmekkurinn af því sem koma skal. Sú dýrtíðar- skriða seni nú verður sett af stað skal öll gerð í blóra við verðbæt- urnar, sem komu til framkvæmda um síðustu mánaðamót. Offjárfesting og greiðslubyrði eru mörgum fyrirtækjum þung í skauti og grípa þau fegins hendi hverja afsökun sem gefst til að hækka álagningu í þeirri von að geta staðið í skilum við skuldunaut- ana. Það er mjög á orði haft að verðbólgan komi verst niður á þeim sem lökust hafa launin og upp á síðkastið er hamrað gruns- amlega ntikið á þessari kenningu og einmitt af þeim sem hingað til hafa haft meiri áhyggjur af öðru en smælingjunum og afkomu þeirra. Fjárfestingasukk Nú er alið á ótta við að fast- gcngisstefnan standist ekki lengur og aðeins tímaspursmál hvenær gengi krónunnar verður fellt. Ábyrg stjórnvöld neita staðfastlega að neitt slíkt sé í bígerð. Orðrómurinn stafar af þeirri þenslu sem góðærið títtnefnda og umfram allt gegndarlaus lán frá útlöndum valda. Sömu aðilar og sífellt býsnast yfir lántökum stjórnvalda og fyrir- tækja í eigu ríkis og sveitarfélaga finnst ekkert athugavert við þótt þeir sjálfir gangi í erlenda sjóði til að magna fjárfestingasukkið upp. Dýrtíðin sem nú ríður húsum stafar fyrst og fremst af offjárfest- ingu. Athafnamenn sjást ekki fyrir og virðast gleyma því allir sem einn hver höfðatala þjóðarinnar er. Inn- lendur markaður þolir ekki alla þá yfirbyggingu og þann kostnað sem lagður er í verslun og þjónustu alls konar. Og það er fásinna að ætlast til þess að mögulegt sé að mæta öllum kostnaðinum með hærri álagningu. Sú blaðra hlýtur fyrr en síðar að springa í andlit þeirra sem hvað ákafast blása hana út. Offjárfesting og fjármagns- kostnaður er sá dýrtíðarvaldur sem leiða ntun af sér óðaverðbólgu ef menn láta alltaf eins og að afleiðing sé orsök. Sakleysisleg hækkun á kaffi- bollaprís getur allt eins verið undanfari válegra tíðinda í efna- hagslífinu. Þar er dýrtíðin á ferð. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.