Tíminn - 07.10.1987, Síða 10
Miðvikudagur 7. október 1987
llllllllllllllllllllllllllll SJAVARSlÐAN ... ... .. .. ...... .- ' -. .„il!'"' ... : 1 .. ,111!!:: ...
Kvótinn þarf að
vera seljanlegur
- segir próf. Rögnvaldur Hannesson
10 Timinn
Dr. Rögnvaldur Hannesson,
prófessor í fiskihagfræði við Versl-
unarháskólann í Bergen, leggur á
það áherslu að kvóti þurfi að vera
seljanlegur ef viðunandi árangur
eigi að fást af beinni stjórnun á
aflamagni. Hann var hér á landi í
boði Halldórs Ásgrímssonar sjáv-
arútvegsráðherra í liðinni viku og
ræddi m.a. við fulltrúa stjórnvalda
og hagsmunaaðila í sjávarútvegi.
Einnig flutti hann almennan
fyrirlestur í boði Viðskiptadeildar
Háskóla íslands í Odda um mark-
mið og leiðir í fiskveiðistjórnun,
þar sem þessi sjónarmið hans komu
fram. Próf. Rögnvaldur lauk dokt-
orsprófi í Lundi í Svíþjóð árið
I975, eftir nám í Svíþjóð og Kan-
ada, og síðan hefur hann kennt við
norska háskóla.
Grundvöllur efnalegrar
velmegunar
f fyrirlestri sínum í Odda ræddi
hann fyrst um hlutverk sjávarút-
vegs í þjóðarbúskapnum, sem
hann kvað vera það að leggja
grundvöllinn að efnalegri velmeg-
un til samræmis við aðra atvinn-
uvegi. Hann sagði að varanlegur
ársafli ykist með fjölda skipa, en
þó aðeins upp að vissu marki, þar
sem framleiðni sjávarins væri tak-
mörkuð. Ef menn vildu hámarka
afla þá reyndu þeir að ná þeirri
stöðu að allir skiluðu meiru en það
kostaði að halda síðasta skipinu
úti. Útgerðin borgaði sig svo lengi
sem afli á skip væri meiri en
kostnaðurinn við að halda því úti,
og meðan svo væri mætti búast við
að skipum fjölgaði.
Varanlegur afli eykst síðan upp
að því marki þegar allur fiskur er
búinn í sjónum. Þetta gildir m.a.
um fiska sem ganga í torfum, svo
sem loðnu og síld, og undirstrikar
nauðsyn þess að hafa stjórn á þeim
veiðum.
Prófessor Rögnvaldur Hannesson að flytja fyrirlestur sinn í Odda.
(Tímamynd: BREIN.)
Tvenns konar stjórnun
fiskveiða
Stjórn fiskveiða má hins vegar
segja að felist í tvennu, í fyrsta lagi
i því að takmarka aflamagn við
vöxt og ástand fiskistofna og í öðru
lagi að takmarka notkun fram-
leiðsluþátta við leyfilegt aflamagn.
Hvort tveggja útheimtir bæði lang-
tímastjórn á afkastagetu flotans og
skammtímastjórn á nýtingu hans.
Þar kemur annars vegar til álita að
beita óbeinunt aðferðum við
stjórnúnina og hins vegar beinni
stjórnun.
Óbeinar aðferðir við fiskveiði-
stjórn eru ákvarðanir um skatt á
aíla eða sókn. Kostir þeirra eru að
ákvarðanir um rekstur og fjárfest-
ingar eru teknar af útgerðinni
sjálfri, en galli þeirra felst í því að
skammtímastjórn á afla vill verða
ónákvæm.
Beinar stjórnunaraðferðir felast
hins vegar í stjórn á aflamagni og
sókn. Gallinn við þær aðferðir er
að erfitt er að stjórna öllum þáttum
sem hafa áhrif á afkastagetu fiski-
skipa. Einnig geta þær orðið hemill
á tækniþróun, eða t.d. hindrað að
byggð séu nógu stór skip til að unnt
sé að vinna aflann á hafi úti.
Kostur þessara aðferða er hins
vegar sá að auðvelt er að hafa
eftirlit með þeim þáttum sem nauð-
synlegt er að fylgjast með.
Seljanlegir kvótar
Að því er varðar beina stjórn á
aflamagni, eða á úttakinu úr fiski-
stofnunum, er þó þess að gæta að
þar dugir ekki að setja eitt allsherj-
arhámark, heldur þarf að skipta
aflanunt niður á skipin með ein-
hverjum hætti. Það er nauðsynlegt
til að útgerðin geti skipulagt sín
mál og sótt aflann með sem minnst-
um tilkostnaði. Kostir þess að
beita beinni stjórnun á aflamagni
eru hinir sömu og að því er varðar
óbeina stjórn, að því tilskildu að
kvóti sé seljanlegur til skamms eða
langs tíma. Slíkur seljanlegur kvóti
tryggir að þeir sem geta náð aflan-
um með minnstum tilkostnaði geti
aukið umsvif sfn. Þetta útheimtir
hins vegar að kvótar þurfi að vera
seljanlegir til jafn langs tíma og
það tekur að skrifa niður fiskiskip,
til að gera útgerðinni mögulegt að
skipuleggja sín mál. Galli við beina
stjórnun er hins vegar sá að eftirlit
er nauðsynlegt, og það kostar tölu-
vert fé.
Fiskveiðistjórnun
í Noregi
I framhaldi af þessu vék próf.
Rögnvaldur að aðferðum sem beitt
hefur verið í ýmsum löndum við
stjórnun fiskveiða. { Noregi hefur
hringnótaveiðum verið stjórnað
með veiðilcyfum, þ.e. leyfum til að
eiga og reka fiskiskip til ákveðinna
veiða og með aflakvótum.
Með því móti hefur tekist að
minnka hringnótabátaflotann, en
þó er hann enn of stór til að allir
hafi nógu góða afkomu. Þó hafa
veiðileyfin gengið kaupum og
sölum, sem á sínum tíma kom flatt
upp á yfirvöld en var þó leyft. Þetta
hefur reynst hafa jákvæð áhrif á
þróun flotans, því að skip hafa
verið seld og tekin úr notkun og
stærri skip byggð í staðinn, enda
hefur þarna með öðrum orðum
verið um að ræða verslun með
langtímakvóta sem í raun felst í
burðargetu skipanna. Þorskveið-
um togara í Noregi er á hinn
bóginn stjórnað með veiðileyfum
og aflakvótum, og þar í landi eru
þorskkvótar ekki seljanlegir.
Nýja-Sjáland og
Ástralía
í Nýja-Sjálandi er í notkun ný-
legt og athyglisvert stjórnunar-
kerfi. í úthafsveiðum eru þarstarf-
andi níu stór fyrirtæki, sem fengu
tíu ára aflakvóta í sjö fisktegund-
um, sem leyfilegt er að versla með.
f bátaveiðum hafa hins vegar 1800
bátar varanlega kvóta í 11 tegund-
um, sem úthlutað var í samræmi
við fyrri veiðar bátanna.
Þar var mat manna að ná þyrfti
20% samdrætti, og varfarið þannig
að því að ríkið keypti til baka 20%
af þegar úthlutuðum kvótum til
þessara báta. Hugmyndin að baki
því var sú að aukinn afli, sem leiða
myndi af minni sókn, myndi skila
arði sem réttlætti þessi fjárútlát. f
Nýja-Sjálandi er síðan hvatt til
viðskipta með kvóta, og í þeim
tilgangi hefur beinlínis verið byggt
upp sérstakt tölvukerfi um landið
allt til að auðvelda þau. Hins vegar
er eftirlit nauðsynlegt í þessu kerfi,
einfaldlega vegna þess að hver
fiskur sem landað er utan kerfis er
fiskur sem veiða má aftur, og sama
máli gegnir um smáfisk sem hent
er fyrir borð á hafi úti.
I Ástralíu hefur mest verið not-
ast við veiðileyfi sem ganga kaup-
um og sölum. Svo dæmi sé tekið af
túnfiskvciðum þá er í þeim seljan-
legur aflakvóti sem úthlutað var
eftir formúlu sem jöfnum höndum
tekur mið af afla fyrri ára og
fjárfestingu viðkomandi útgerðar-
aðila. Árangur þess kerfis varð sá
að á sex mánuðum fækkaði
áströlskum bátum á túnfiskveiðum
úr 143 í 57, og gangverð kvóta
hækkaði úr 1000 í 2200 ástralska
dollara á tonn. I þeirri verðhækkun
endurspeglast sá mikli arður sem
fékkst af því að fækka bátunum. í
þessu kerfi er eftirlit með fram-
kvæmdinni líka mjög strangt.
Norður-Ameríka
Frá Kanada sagði próf. Rögn-
valdur m.a. þær fréttir að í laxveið-
unum á Kyrrahafsströndinni hefðu
veiðileyfi verið sett á árið 1969,
bæði tímabundin og varanleg, og
til þess ætluð að minnka flotann.
Þetta gafst þó ekki vel, því að þessi
aðferð dugði ekki til að draga úr
afkastagetunni, heldurfengu menn
sér einungis öflugri skip en áður.
Að því er varðar þorskveiðar á
Atlantshafsströnd Kanada þá hef-
ur í þeim verið úthlutað aflakvót-
um til fyrirtækja frá 1982 og lagt
afgjald á þessa kvóta.
í Bandaríkjunum sagði hann að
svo kölluð svæðisráð hefðu í sínum
höndum skipulagningu á veiðum á
vissum svæðum með ráðgefandi
nefndir vísindamanna sér við hlið.
í reynd sagði hann að þar væri lítil
stjórn á jafnt flotastærð sem afla,
og ástæðan væri raunverulega mis-
skilningur á því hvað væri frjáls
samkeppni, þar sem láðst hefði að
skilgreina eignarréttinn á fiski-
stofnunum.
Aflastjórn hér á landi
f lok erindis síns vék próf. Rögn-
valdur að aflastjórn hér á landi og
þeim valkostum sem væru í boði í
því efni. Að áliti hans kemur hér
helst til greina stjórn með seljan-
legum aflakvótum til langs tíma,
e.t.v. til 15-20 ára eða nægilega
langs tíma til að skipuleggja rekst-
ur fiskiskips. Helsti gallinn við
slíkt kerfi er að áliti hans sá að
eftirlit er nauðsynlegt, sem kostar
sitt, en ætti þó ekki að vera mikið
vandamál vegna þess að nær allur
fiskur, sem veiðist hér við land, er
fluttur út.
Hann gat þess einnig að afla-
kvóta má skilgreina annað tveggja
sem hlutfall af leyfilegum árskvóta
eða sem fastan árskvóta. Ef föstum
árskvóta er beitt þá útheimtir það
að á ári hverju kaupi ríkið eða selji
nokkuð af kvótanum, allt eftir því
heildarmagni sem ráðlegt er talið
að draga úr sjó, og með því móti
géti útgerðarfyrirtæki sum árin
keypt sér aukakvóta af ríkinu.
Hér á landi er að áliti hans
hlutfall af leyfilegum árskvóta
heppilegri leið, en í flestum lönd-
urn sýnist fastur árskvóti þó frekar
hafa orðið fyrir valinu, e.t.v. vegna
þess að hann tryggir betur tekjur
útgerðar miðað við fjárfestingar.
Líka er að því að gæta að ef
varanlegum kvóta er úthlutað án
þess að endurgreiðslu sé krafist þá
fær fyrsta kvótakynslóð útgerða
kvótarentuna sem eins konar happ-
drættisvinning, en þeir sem koma
síðar til leiks þurfa að byrja á því
að kaupa sér kvóta.
Ef litið er á fiskimiðin sem
félagseign þjóðarinnar þá er tvennt
til í því máli. Annars vegar má líta
svo á að aflakvótar séu best komnir
í höndum einkaaðila til að tryggja
á þeim hagkvæma nýtingu. Hins
vegar má líta svo á að sala, leiga
eða skattlagning aflakvóta sé rétt
leið til að tryggja þjóðinni allri
hlutdeild í arðinum af félagseign
hennar.
í framhaldi af því má svo spyrja
hvernig eigi að verja kvótarent-
unni, og þar koma einnig tvær
leiðir til greina. Annars vegar
mætti hugsa sér að hver einasti
íslendingur fengi árlega sendan
tékka fyrir hlutdeild sinni í henni
eða arðinum af fiskimiðunum.
Hins vegar er svo sú leið að þetta
verði tekjustofn fyrir ríkið, með
kvótaskatti sem leggist á hreinan
ágóða útgerðarinnar eða rentuna
af kvótanum, og hefur hún þann
kost að hún truflar ekki fjármuna-
myndun fyrirtækjanna né notkun
vinnuafls í landinu. -esig