Tíminn - 08.10.1987, Page 8

Tíminn - 08.10.1987, Page 8
8 Tíminn Fimmtudagur 8. október 1987 . Timirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Endurreisn samráðsstefnu Hinn 27. febrúar 1986, fyrir rúmlega einu og hálfu ári, undirrituðu fulltrúar Alþýðusambands íslands, Verkamannasambands íslands og Vinnu veitendasambands íslands kjarasamning, sem þá þegar og æ síðan hefur verið nefndur tímamóta- samningur. Daginn eftir, 28. febrúar 1986, undirrit- uðu fulltrúar Bandalags starfsmanna ríkisins og fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar kjarasamning, sem efnislcga var eins og samningur atvinnurekenda og viðsemjenda þeirra. Hvers vegna voru þessir samningar kallaðir tímamótasamningar? Ástæðan var sú að samningar þessir voru gerðir út frá nýjum grundvallarsjónarmiðum, sem sam- þykkt voru eftir ítarlegar viðræður milli forystu- manna launþega og atvinnurekenda og ríkisstjórn- arinnar, sem þá laut forystu Steingríms Hermanns- sonar. Kjarni málsins var sá að tryggja skyldi batnandi kjör launþega með kaupmáttaraukningu og verðbólguhjöðnun. Til þess að slíkt mætti takast þurfti að gera ýmsar stjórnvaldsráðstafanir, og um það tókst gott samkomulag við ríkisstjórnina. Engum blöðum er um það að fletta að þetta þríhliða samkomulag launþega, vinnuveitenda og ríkisvaldsins bar þegar í stað árangur, fyrst og fremst að því leyti að kaupmáttur launa fór sívaxandi og verðbólgan snarhjaðnaði, en þetta tvennt var reyndar kjarni samkomulagsins. í augum allra rétthugsandi manna í kjara- og efnahagsmálum er meginforsenda varanlegra kjarabóta almennings og öryggis í atvinnurekstri að verðbólgan komist á viðráðanlegt stig, að verðlagshækkanir á ári hverju séu í samræmi við það sem gerist í viðskiptalöndum. f*að er á þann hátt sem kaupmáttur launa verður tryggður og á þann eina hátt er unnt að tryggja rekstraröryggi fyrirtækja. Það voru þessi sannindi sem voru höfð að leiðarljósi við febrúarsamningana 1986. Nú er ekki annað sýnna en verið sé að brjóta niður undirstöður þessa samkomulags og grundvöll samráðsstefnunnar frá 1986. Verðbólguþróunin á þessu ári hefur farið þvert á tilgang febrúarsamninganna og mun gera það enn frekar, ef ekki tekst að endurreisa skynsemisandann og samráðsviljann sem þá réði. Það er hverjum manni ljóst að hér verður ríkisstjórnin að láta til sín taka. Forsætisráðherra og öðrum forystumönnum ber að hafa frumkvæði að því að lífga samráðsstefnuna við og gera hana virka í efnahagsstjórn landsins. En ábyrgðin hvílir ekki síður á forystumönnum samningsaðila á vinnu- markaði. Þeir eru ekki stikkfríir um frumkvæði í málum af þessu tagi. Þeirra er samningsfrelsið og þeir skulda þjóðinni það að fara þannig með samningsfrelsið að þjóðarhag sé borgið. Samráðs- stefnuna verður að endurreisa. GARRI Áfram veginn... Garri varð áheyrandi að útvarps- þætti um Stefán íslandi áttræðan er hann var að aka heimleiðis í fyrradag. Nii er Garri ekki meiri músíkmaður en gengur og gerist, en af Stefáni hefur hann þó verið einna hrífnasturaföllum íslenskum söngvurum altt frá því er hann komst til vits og ára. Og þarna i bílnum fékk Garri siöan aö hcyra upptökuna með Stefáni þar sem hann syngur lag sem heitir Ökutjóð, og byrjar víst einhvern veginn svona: Áfram veg- inn i vagninum ek ég. Það eru víst ófáir íslendingarnir seni hafa til- hneigingu til að þagna, doka við og hlusta þegar þetta lag heyrist í útvarpinu með Stefáni. Gott ef það fylgdi ekki með í þættinum að þetta lag hefðu aðrir íslenskir söngvarar hreinlega ekki lagt út í að syngja eftir að Stefán hafði faríð meö j»að. Um kvöldið fylgdist Garri síðan með prýðisgóðri út- sendingu úr íslensku óperunni þar sem ijöldi listamanna hyllti Stefán í tilefni af afmælinu. Sú dagskrá var vel flutt og öllum til sóma sem að henni stóðu. En einhvern veginn var þaö samt svo að í huga Garra var það Ökuljóðið sem eftir stóð um háttutíma. Hin kristalstæra gullrödd Stefáns er náðargáfa, sem fáuin gefst, og eigum við þó marga prýðisgóðu söngvara. Hafi hann kærar þakkir fyrir söng sinn. Ólgandi myndlist Og svo áfram sé haldið meö | listina þá standa nú yfír á Kjarvals- | stöðum einar fjórar myndlistarsýn- ingar sem allar incga tcljast áhuga- verðar, hver á sinn hátt. Garri Stefán islandi. (Timamynd: Pjetur.) gekk þar í gegn á dögunum, og við það vöknuðu ýmsar hugrenningar, þótt hann sé annars ekki myndlist- arfróðari en hann meðaljón á göt- unni. í öðrum stóra salnum sýndu þar saman þrír ungir málarar. Hjá tveimur þeirra ólgaði lífsgleðin og fjörið, svo að jafnvel niátti segja að þörf gæti verið fyrir þá að hemja sig betur. Sá þriðji kom þannig fyrir sjónir að hann væri nokkuð agaöri, en þó var stutt í gáskann þar einnig. í anddyrinu frainan viö var svo gjörólík sýning. Þarsýndilistakona fágaðar vatnslitamyndir, fígúratív- ar og í heföbundnum stíl. Þá sýn- ingu var nánast cins og rólcg hvíld að skoða eftir hina. í hinum salnum sýndi svo fjölhæf listakona sem einna mest mun hafa unnið erlendis. Verk hennar þótti Garra að bæru vott um trausta undirstöðukunnáttu samfara öguð- um vinnubrögðum. Sundurleit list Þessar sundurleitu sýningar leiddu liugann síðan að því hve listin getur verið margþætt. Fyrir skömmu urðum við vitni að því hér á Stöð tvö að listfræðingur lét sig hafa það þar að gefa myndlistar- sýningum cina, tvær eða þrjár stjörnur, allt eftir því hve góðar hann mat þær. Þetta voru raunar sýningar á Kjarvalsstöðum, en að vísu ekki þær sem nú standa yfir. í þessu er hins vegar Ijóst aö listfræðingurinn var kominn út á hálar brautir. Listamenn eiga að vera frjálsir að því að skapa verk sin í þeim anda og í þeim stíl scm þeim hentar best. Fordóinar og fyrirskrifaðar rcglur eiga þar ekki heinta. Eða hvcrnig halda mcnn til dæmis að hefði farið ef einhver sjálfskipaður „söngfræðingur“ hefði á sínum tíma komið og skipað Stefáni íslandi að syngja bassa? Og kannski ekki gefiö honum nema eina stjörnu fyrir að svngja með háu og hreinu röddinni sinni sem ekki félli saman við einhverja kenningu í fræðunum? Þegar öllu er á botninn hvolft erunt það við, neytendurnir, sem höfum síðasta orðið um það hvaða list lifír. Og af eiuhverju er það sem fólk leggur enn við hlustir þegar það heyrir Stefán íslandi syngja Áfram veginn. Garri. BREITT Frumkvæði í áróðri Kommúnistaríkin með Sovétrík- in í broddi fylkingar hafa um langt árabil tekið sér einkaleyfi á friðar- hugsjóninni. Kommarnir hafa sveipað sig hjúpi friðar og menn- hclgi og sósíalistar um allan heim gera jafnaðarmerki á milli þess að vera sósíalisti og friðarsinni. Friðarhreyfingar hafa löngum verið lystugar að kokgleypa allan þennan áróður og eru sumar þeirra jafnvel gerðar út af sovéska utan- ríkisráðuneytinu, ef marka má þann gallharða hernámsandstæð- ing Vigfús Geirdal. Friðarhjal kommanna er náttúr- lega í algjörri andstöðu við flestar þeirra gjörðir. Vígbúnaður, bylt- ingar, undirokun þjóða eru þeirra ær og kýr og mannréttindabaráttu er hvarvetna mætt með harðýðgi í öllum þeim löndum sem þeir ráða. Stuðningur kommúnistaríkja við uppreisnaröfl og miður lýðræðis- legar ríkisstjórnir sem sitja í skjóli hervalds, er látinn óátalinn og jafnvel talinn sjálfsagður, á sama tíma og vestrænar ríkisstjórnir eru átaldar harðlega fyrir hverja slíka afskiptasemi. Fæling eða árásarhneigð Fælingarstefnan er eitt af grund- vallaratriðum í vörnum Atlants- hafsbandalagsins og viðleitni þeirra til að halda friðinn. í stuttu máli felst hún í því, að lýðræðisrík- in séu svo vopnum búin, að það jafngildi sjálfsmorði óvinveitts her- veldis að ráðast á aðildarríki Nató. Þessi stefna er opinber og veldur oft deilum og ágreiningi innan bandalagsins sem utan. Andstæð- ingar Nató túlka þess stefnu ávallt sem árásarhneigð og standa for- ystumenn Atlantshafsbandalagsins einatt berskjaldaðir í áróðursstríð- inu þegar þeir eru ásakaðir um að efla atómvopnabúnað sinn. Fælingarstefnan er gagnkvæm en með látlausum áróðri hefur tekist að yfirfæra hana nær einhliða á Natóríkin og gera allar þeirra varn- ir tortryggilegar, en fæstir nenna að taka eftir þegar Varsjárbanda- lagið setur upp heilu vopnakerfin, ný og endurbætt hjá sér. Slíkt er heldur aldrei gert fyrir opnum tjöldum. Vígbúnaður og hernaðarbrölt Sovétríkjanna og fleiri komma- ríkja eru í algjörri andstöðu við friðarhjal þeirra og gengdarlausar ásakanir um árásarstefnu and- stæðra ríkja. Samt hafa þeir ávallt undirtökin í áróðursstríðinu og hallelújakór- inn um allan heim tekur undir. Vandtefld skák Sem betur fer eru sumir af forystumönnum lýðræðisríkjanna að átta sig á þessu og eftir að Steingrímur Hermannsson tók við embætti utanríkisráðherra kveður hér við nýjan tón. Yfirlýsingar hans um að styðja tillögu á vett- vangi Sþ um bann við notkun kjarnorkuvopna hafa vakið verð- skuldaða athygli, en hingað til hefur ísland setið hjá þegar gengið hefur verið til atkvæða um slíkar tillögur. í viðræðum við ráðamenn í Kan- ada hefur hann lýst þeim vilja sínum að norðlægar slóðir verði ekki geymslustaðir gjöreyðingar- vopna né leikvangur farartækja sem flytja þau. í Tímanum í gær birtist viðtal við utanríkisráðherra, þar sem hann skýrði frá viðræðum sínum við Andreotti, utanríkisráðherra Ítalíu. M.a. ræddu þeir um breytt viðhorf á alþjóðavettvangi og af- vopnunarviðræður sem nú virðast ætla að fara að skila sýnilegum árangri. Steingrímur lét þá skoðun í ljósi að það væri slæmt fyrir vestræn lönd hve mikið frumkvæði Rússar hefðu í áróðursstríðinu. Þeir hafa lag á að láta líta svo út að allar tillögur sem miða að af- vopnun og öryggi séu frá þeim kontnar. Sé þeim tekið með varúð básúnar áróðursmaskínan að vest- ræn ríki kæri sig ekki um annað en vígbúnað og undirbúning árásar- stríðs. Það er sjálfsagt að láta á það reyna hvort viðleitni Gorbatsjovs tii að bæta sambúð austurs og vesturs er eingöngu áróðursbragð eða hvort einlægur vilji býr undir. Það er hárrétt sem Steingrímur segir, að Rússar eru góðir skák- menn og að við þurfum að tefla vel í samskiptum við þá. En íslendingar eru líka góðir skákmenn og sú sókn sem nú er hafin í áróðursstríðinu leiðir ekki til vinnings nema að vel sé teflt og það verður ekki gert með undan- slætti eða með því að vanmeta andstæðinginn. Fælingarstefnan má ekki verða til þess að slegið sé af kröfum um gagnkvæma afvopnun og öryggi. Fámenn þjóð í hernaðarlega mikil- vægu landi hlýtur að standa í fylkingarbrjósti þeirra afla sem vilja viðhalda jafnvægi og öryggi. Alræðisríkin eiga enga heimt- ingu á einkarétti á friðarviðleitni og íslendingar geta vel gert sig gildandi á skákborði heimsmál- anna, þótt ekki væri nema með frumkvæði í áróðursstríðinu. En þar þarf að tefla vel. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.