Tíminn - 08.10.1987, Qupperneq 12
12 Tíminn ,
Fimmtudagur 8. október 1987
FRÉTTAYFIRLIT
MANILA — Corazon Aquino
forseti Filippseyja tilkynnti um
auknar varnarráðstafanir til að
koma í veg fyrir nýja byltingar-
tilraun og lét loka þremur út-
varpsstöðvum í Manilu.
CHENGDU — Kínversk
stjórnvöld ráðlögðu útlending-
um að ferðast ekki til Tíbet.
Mikill lögregluvörður var í höfu-.
ðborginni Lhasa þar sem þess'
var minnst að 37 ár voru liðin
frá því að kínverskir kommún-l
istar hertóku þetta búddatrúar-
ríki. Erlendirferðamenn í borg-
inni, þar sem miklar óeirðir
brutust út í síðustu viku og
talið er að allt að nítján manns
hafi látist, sögðu i gær að
ástandið virtist rólegt og lög-
reglan væri fjölmenn á götum
úti.
DHARAMSALA, Indland
- Dalai Lama, andlegur leiðtogi
Tíbetbúa og fyrrum stjórnandi
ríkisins, hvatti til aukinna mót-
mælaaðgerða í Tíbet gegn
kínverskri stjórnun. Trúar-
leiðtoginn sagði þetta á blaða-
mannafundi sem hann hélt á
Indlandi.
AGARTALA, Indland -
Indversk stjórnvöld lokuðu
landamærum sínum að Tíbet
og skipuðu landamæravörðum
ao koma i veg fyrir að flótta-
menn frá Tíbet kæmu til lands-
ins í kjölfar óeirðanna í Lhasa
í síðustu viku.
BAHREIN — Þrír íranskir
byssubátar gerðu árás á olíu-
flutningaskip frá Saudi Arabíu
í suðurhluta Persaflóa. Sam-
kvæmt fréttum frá þessu svæði
skemmdist skipið lítið í árás-
inni.
SEOUL — Stjómvöld i Suð-
ur-Kóreu sögðu herskip frá
Norður-Kóreu hafa sökkt einu
flutningaskipa sinna á alþjóð-
legri siglingaleið. í fréttum frá
Norður-Kóreu var hins vegar
sagt að’ njósnaraskip hefði
sokkið eftir að hafa lent í
árekstri við varðskip Norður-
Kóreumanna.
SUVA — Sitiveni Rabúka
leiðtogi byltingarmanna á Fiji-
eyjum sagði í útvarpsávarpi að
reynt yrði að koma aftur upp
horfinni paradís í hinu nýja
lýðveldi á Suður-Kyrrahafi.
GAZA — Israelsk hernaðar-
yfirvöld sögðust hafa útiýmt
hættulegasta skæruliðahópn-
um á Gazasvæðinu í bardaga
þar sem fjórir Palestinumenn
voru felldir.
ÚTLÖND
llllllllll
Ravji Gandhi forsætisráðherra Indlands og Junius Jayewardene brosmildir eftir að friðarsamkomulagið á Sri Lanka
var undirritað: Ofbeldi síðustu daga ógnar nú öllum frið á eynni
FRIÐURINN ÚTI
Á SRILANKA?
Stjórn Indlands skipaði í gær ell-
efu þúsund manna friðargæsluliði
sínu á Sri Lanka að beita valdi til að
kveða niður ofbeldisaðgerðir að-
skilnaðarsinna úr hópi tamíla. Um
160 manns hafa látist í þessum
ofbeldisaðgerðum og friðarsam-
komulag það sem gert var fyrir
nokkrum mánuðum er nú í mikilli
hættu.
Talsmaður stjórnarinnar í Nýju
Delhi sagði blaðamönnum að her-
sveitunum hefði verið skipað að
bcita valdi til að koma aftur á röð og
reglu í norður- og austurhéruðum
landsins. Þar hafa skæruliðahópur
tamíla, tígrarnir svokölluðu, ráðist á
sveitaþorp og samgöngutæki og að
sögn stjórnvalda hafa um lóösingha-
lesar verið myrtir í þessum aðgerð-
um.
Tígrarnir eru reiðir vegna sjálfs-
morða þrettán félaga sinna sem voru
í vörslu stjórnvalda á Sri Lanka.
Friðarsamkomulagið á Sri Lanka
var undirritað þann 29. júlí en hörð
átök hafa átt sér stað síðustu fjögur
árin milli þeirra tveggja helstu ætt-
flokka sem byggja þetta litla eyríki
suður af indlandi. Samkomulagið
gerði ráð fyrir að minnihlutahópur
tamíla fengi nokkurs konar sjálf-
stjórn í norður- og austurhérðum
landsins. Tamílar eru 13% af þeim
fimmtán milljónum manna sem á Sri
Lanka búa en flestir landsmenn eru
singhalesar og ráða þeir öllum mál-
um innan stjórnarinnar í höfuðborg-
inni Colombó.
Embættismenn á eynni sögðu að
um tíu þúsund singhalesar hefðu
flúið heimili sín í átökum síðustu
daga og lýstu þeir ástandinu sem
„sérlega hættulegu".
Indversk stjórnvöld sendu fyrst í
stað átta þúsund manna friðargæslul-
ið til Sri Lanka en hafa síðan bætt
við þrjú þúsund mönnum í viðbót.
Rcuter/hb
Sovétríkin:
Apaleg
geimför
Annar af tveimur öpunt um
borð f sovésku geimfari hefur
losað sig úr böndunum og fiktar
nú við tæki og tól þar inni. Að
sögn sovésku fréttastofunnar
Tass gæti svo farið að binda yrði
enda á geimför þessa.
Fréttastofan sagði að vísinda-
menn á jörðu niðri væru að íhuga
hvort ekki væri rétt að láta geim-
farið snúa aftur til jarðarinnar. í
gær hafði það verið fimm daga í
geimnum en áætlað hafði verið
að förin tæki tólf daga.
Apinn mun vera frelsinu feginn
og glottir víst ógurlega þegar
hann fiktar í vísindatólunum.
sérfræðingum á jörðu niðri til
mikillar skapraunar þar sem þeir
fylgjast með gangi mála á sjón-
varpsskermum.
Geimförin var farin til að
kanna áhrif þyngdarleysis á lif-
andi verur og er hér um að ræða
samstarf Sovétmanna, Banda-
rfkjamanna, evrópsku geimvís-
indastofnunarinnar og annarra
austantjaldsríkja. Auk apanna
eru um borð rottur, fiskar og
skordýr ýntiskonar.
Aparnir áttu að stjórna farar-
tækinu og voru æfðir upp í það á
jörðu niðri.
Tass sagði að svo virtist sem
aparnir bæru nafn með réttu. Sá
sem ennþá situr við stjórnborðið
kallást Dryomasem þýðirseinlát-
ur.
Hinn sem gengur laus með
glott á vör heitir Yerosha, orð
sem þeir eystra nota oft yfir óþæg
ungmenni, hálfgerða vandræða-
gemla.
Sovétmenn hafa hingað til vcr-
íð snjallir við að leysa vandamál
sem komið hafa upp í fyrri geim-
ferðum og nú nota þeir apa á
jörðu niðri til að rannsaka hvern-
ig koma megi vandræðageml-
ingnum Yerosha aftur í stólinn
sinn.
Barist um embætti forsætisráðherra í Japan:
Skemmtanir slá stjórnmálin út
Yasuhiro
Nakasone
forsætisráðherra
Japans: Fimm
ára kjörtímabili
hans sem
forsætisráðherra
og forseti
Frjálslynda
lýðræðis-
flokksins lýkur
síðar í þessum
mánuði og nóg er
af mönnum sem
vilja setjast í
hans stól.
Það kostar mikla vinnu að ætla sér
að verða forsætisráðherra í Japan.
Því fá nú keppinautarnirsem berjast
um að taka við embættinu af Yas-
uhiro Nakasone að kynnast. Þeir
sem helst þykja koma til greina í
embættið, þegar kosið verður síðar
í þessum mánuði, keppast þessa
dagana við að éta, drekka, dansa og
jafnvel syngja og spila golf. Þetta er
kosningabarátta á japanska vísu.
Keppinautarnir þurfa að tryggja
sér stuðning sem flestra flokks-
manna sinna og það er gert með
linnulausum skemmtunum. Pólitísk
málefni skipta minna máli.
Dagblöð í Japan hafa á síðustu
vikum verið ötul við að skýra frá
hinum og þessum fundinum sem
hinar ýmsu hreyfingar innan hins
ráðandi Frjálslynda lýðræðisflokks
hafa haldið. Það eru einmitt þing-
menn Lýðræðisflokksins sem velja
eftirmann Nakasone.
Fundirnir, ef fundi skyldi kalla,
eru yfirleitt haldnir á hinum hefð-
bundnu veitingahúsum Japans sem
kallast Ryotei. Gestirnir sitja með
krosslagða fætur á Tatami mottum
og njóta veitinganna.
Þetta er ekki ódýr aðferð til að
tryggja sér atkvæði, síður en svo.
Svona máltíð getur kostað upphæð
sem samsvarar sextán þúsunum ís-
lenskra króna en er yfirleitt mun
hærri. Það eru í flestum tilfellum
fyrirtæki sem borga brúsann, fyrir-
tæki sem styðja einn frambjóðand-
ann og borga fjöldann allan af veisi-
um fyrir hann.
Það eru aðallega þrír menn sem
berjast um forsætisráðherrastólinn
þegar fimm ára kjörtímabili Nakas-
one sem forsætisráðherra og forseta
flokksins lýkur í lok þessa mánaðar.
Hver þeirra er leiðtogi stórra fylk-
inga innan Frjálslynda lýðræðis-
flokksins. Sá sem leiðir stærstu fylk-
inguna er Noboru Takeshita fram-
kvæmdastjóri flokksins sem á sér
vísan stuðning 114 þingmanna
flokksins. Helstu keppinautar hans
eru fjármálaráðherrann Kiichi Mi-
yazawa og Shintaro Abe fyrrum
utanríkisráðherra. Þeireru leiðtogar
fylkinga sem hvor um sig telur 89
meðlimi.
Nakasone, sem ekki má vera
endurkjósa samkvæmt reglum
flokksins, leiðir einnig 89 manna
fylkingu.
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn
hefur 446 menn á þingi þannig að
ljóst er að enginn þessara þriggja á
vísan stuðning meirihluta þing-
manna, langt frá því. Þess vegna
reyna þeir Takeshita, Miyazawa og
Abe nú að afla sér stuðnings þing-
manna úr öðrum fylkingum flokks-
ins en sínurn eigin.
Einn þingmannanna, sem hefur
setið fjölmargar veislur er haldnar
hafa verið í þessum tilgangi, lýsti
veisluhöldunum þannig: „Eftir að
hafa étið japanska máltíð og drukkið
hvern bollann á fætur öðrum af
hrísgrjónavíni er taiað um allt milli
himins og jarðar... nema í flestum
tilfellum mál er tengjast pólitík".
Oft ná frambjóðendurnir bestum
árangri þegar þeir syngja og dansa,
þá skapast gott andrúmsloft og
kannski smalast saman einhver at-
kvæði.
„Það er leiðinlegt að segja frá því
en til að hljóta kosningu flokksins
eru þessi veisluhöld miklu áhrifarík-
ari en góð stefnumarkmið," skrifaði
einn blaðamanna Asahi Shimbun
nýlega. Reuter/hb