Tíminn - 08.10.1987, Síða 14
14 Tíminn
Fimmtudaqur 8. október 1987
llllllllllllllllll ÚTVARP/SJÓNVARP
20.00 Fréttir og veður
20.35 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Yoko Ono Lennon - Þá og nú Heimilda-
mynd um ævi Yoko Ono. Hún segir hér frá æsku
sinni og uppvexti og talar hispurslaust um líf sitt
með John Lennon. Auk þess er skyggnst i
myndasafn þeirra hjóna og sýnd upptaka þar
sem John flytur lag eftir Yoko. Þá er einnig rætt
við fyrrum samstarfsmann Johns, Paul McCart-
ney, og konu hans, Lindu. Þýðandi Ólöf Péturs-
dóttir.
£1.15 Derrick Þýskur sakamálamyndaflokkur með
Derrick lögregluforingja sem Horst Tappert
leikur. Þýðandi Veturliði Guðnason.
22.40 Tópas Bandrísk spennumynd frá árinu 1969,
gerð eftir metsölubók eftir Leon Uris. Leikstjóri:
Alfred Hitchcock. Aðalhlutverk John Forsythe
og Frederick Stafford. Franskur njósnari er
ráðinn á vegum bandarísku leyniþjónustunnar
til þess að fá upplýsingar um þátttöku Rússa í
stjórnmálum á Kúbu. Þýðandi Bogi Arnar Finn-
bogason.
00.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Laugardagur
10. október
16.00 Spænskukennsla I: Hablamos Espanol -
Endursýning. Sjöundi og áttundi þáttur.
íslenskar skýringar: Guðrún Halla Túliníus.
Strax að lokinni endursýningu þeirra þrettán
þátta sem sýndir voru sl. vetur verður ný
þáttaröð frumsýnd.
17.00 íþróttir.
18.30 Leyndardómar gullborganna (Mysterious
Cities of Gold). Teiknimyndaflokkur um ævintýri
í Suður-Ameríku. Þýðandi Sigurgeir Stein-
grímsson.
19.00 Litli prinsinn. Bandarískur teiknimynda-
flokkur. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdótt-
ir. Þýðandi Rannveig Tryggvadóttir.
19.25 Fréttaágrip á táknmáli.
19.30 Smellir.
20.00 Fréttir og veður.
20.40 Lottó.
20.45 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show) Ný
syrpa um Huxtable lækni og fjölskyldu hans.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
21.10 Maður vikunnar Umsjónarmaður Sigrún
Stefánsdóttir.
21.30 Bestu tónlistarmyndböndin 1987. (MTV
Music Awards) Frá verðlaunahátíð fyrir bestu
tónlistarmyndböndin sem haldin var í Los
Angeles fyrr á þessu hausti. Fjöldi listamanna
kemur fram í þættinum og má þar nefna m.a.
Bon Jovi, Cyndi Lauper, Bryan Adams, Run,
D.M.C., The Bangles, Whitney Houston og ótal
fleiri.
23.05 Þefararnir (Izzy and Moe) Bandrísk sjón-
varpsmynd frá 1986. Leikstjóri: Jackie Cooper.
Aðalhlutverk: Jackie Gleason og Art Carney.
Myndin gerist í New York á bannárunum og
fjallar um tvo roskna skemmtikrafta, þá Izzy og
Moe, sem ganga til liðs við stjórnvöld i barátt-
unni gegn áfengi. Þeir þekkja vel til í heimi
lystisemdanna og verður því vel ágengt viö að
fletta ofan af sprúttsölunum. Þýðandi Reynir
Harðarson.
00.35 Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Sunnudagur
11. október
15.05 Hið Ijúfa líf (La Dolce Vita) Sígild, ítölsk
bíómynd frá árinu 1960. Leikstjóri: Federico
Fellini Aðalhlutverk: Marcello Mastroianni, An-
ita Ekberg og Anouk Aimée. Blaðamaður nokkur
umgengst fólk úr yfirstétt Rómaborgar og hefur
það mikil áhrif á hann. Hann er ýmist heillaður
af lifnaðarháttum þess eða hefur megnustu
óbeit á því. Þýðandi Þuríður Magnúsdóttir.
18.00 Helgistund.
18.10 Töfraglugginn Guðrún Marinósdóttir og
Unnur Berglind Guðmundsdóttir kynna gamlar
og nýjar myndasögur fyrir börn. Umsjón: Árný
Jóhannsdóttir.
19.00 Á framabraut (Fame) Ný syrpa bandarísks
myndaflokks um nemendur og kennara við
listaskóla í New York. Þýðandi Gauti Krist-
mannsson.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fróttir og veður.
20.40 Útvarpið kynnir.
20.50 Heim í hreiðrið (Home to Roost) Breskur
gamanmyndaflokkur í sjö þáttum. Aðalhlutverk
John Thaw og Reece Dinsdale. Henry er
fráskilinn og býr einn. Eftir sjö himnesk ár er
friðurinn úti og sonur hans flytur inn með öllum
þeim skarkala sem ungu kynslóðinni fylgir.
Þýðandi Ólöf Pétursdóttir.
21.25 Eins og þeim einum er lagið. Fyrri þáttur.
Við kynnumst ungum söngvurum sem eru langt
komnir í námi, um það bil að Ijúka því og nýbúnir
- heima og erlendis. Við hlustum á þá syngja í
sjónvarpssal og skreppum líka í heimsókn til
þeirra. Þessir söngvarar eiga það sameiginlegt
að hafa sialdan eða aldrei komið fram í
sjónvarpi. I þessum þætti koma fram Signý
Sæmundsdóttir, Guðjón óskarsson, Jóhanna
V. Þórhallsdóttir og Sverrir Guðjónsson.
22.15 Dauðar sálir. Lokaþáttur. Sovéskur mynda-
flokkur gerður eftir samnefndu verki eftir Nikolaj
Gogol. Þýðandi Árni Bergmann.
23.40 Þroskaheftir sérfræðingar (The Foolish
Wise Ones) Bresk heimildamynd um þrjá
þroskahefta einstaklinga sem hafa einstaka
hæfileika á ákveðnu sviði. Hér koma fram
sérfræðingar í tónlist, myndlist og stærðfræði.
Þýðandi Þorsteinn Helgason.
00.10 Meistaraverk. (Masterworks) Myndaflokkur
um málverk á listasöfnum. I þessum þætti er
skoðað málverkið Flæmingjaland eftir Otto Dix.
Verkið er til sýnis á Þjóðlistasafninu í Berlín.
Þýðandi og þulur Þorsteinn Helgason.
00.20 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Mánudagur
12. október
18.20 Ritmálsfréttir
18.30 Ævintýri frá ýmsum löndum (Storybook
International) Sögumaður Helga Jónsdóttir.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
18.55 Antilópan snýr aftur (Return of the Ante-
lope). Níundi þáttur. Breskur myndaflokkur
fyrir börn og unglinga. Þýðandi Jóhanna Jó-
hannsdóttir.
19.20 Fréttaágrip á táknmáli
19.25 íþróttir
20.00 Fréttir og veður
20.35 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Góði dátinn Sveik. Sjötti þáttur. Austur-
rískur myndaflokkur í þrettán þáttum, gerður
eftir sígildri skáldsögu eftir Jaroslav Hasek.
Leikstjóri Wolfgang Liebeneiner. Aðalhlutverk
Fritz Muliar, Brigitte Swoboda og Heinz
Maracek. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
21.40 Einbýli (Enerum) Norskt sjónvarpsleikrit.
Leikstjóri: Eli Ryg. Aðalhlutverk Erik Hivju, Tone
Danielsen og Edel Eckblad. Leikritið fjallar um
nokkra daga i lífi ungs manns sem er fráskilinn
og atvinnulaus. Kvöld eitt er hann af tilviljun
staddur við sjúkrabeð einstaklings sem er nær
dauða en lífi og hefur það mikil áhrif á hann.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. (Nordvision -
Norska sjónvarpi.)
22.25 Atahualpa Yupanqi frá Argentínu Þýsk
heimildamynd um hinn ástsæla tónsmið frá
Suður Ameríku.
23.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
Föstudagur
9. október
16.35 Youngblood Aðalhlutverk: Rob Lowe, Cynt-
hia Gibb og Patrick Swayze. Leikstjóri: Peter
Markle. Þýðandi: Hersteinn Pálsson. MGM/UA
1986.
18.25 Brennuvargurinn. Fire Raiser. Nýsjálensk-
ur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þýðandi:
íris Guðlaugsdóttir. Television New Zealand
(3:5)
18.50 Lucy Ball Lucy á vinnumarkaðnum. Þýð-
andi. Sigrún Þorvarðardóttir. Lorimar. (20:26)
19.1919.19
Við eigum afmæli i dag
20.50 Ans-ans. Spurningaþáttur Umsjónarmenn:
Guðný Halldórsdóttir og Halldór Þorgeirsson.
Kynnar: óskar Magnússon lögmaður og Agnes
Johansen. Stöð 2__________________________
21.20 Hvalakyn og hvalveiðar við ísland. Fram-
leiðandi Magma Film. Hrif 1987.
22.15 Víg í Sjónmáli A View to a Kill Aðalhlutverk:
Roger Moore, Grace Jones og Christopher
Walken. Leikstjóri John Glen. Tónlist: Duran
Duran og John Barry. Þýðandi: Sigrún Þorvarð-
ardóttir. MGM/UA1985. Sýningartími 126min.
00.25 39 Þrep 39 Steps. Aðalhlutverífc Robert Powell
David Warner og John Mills. Leikstjóri: Don
Sharp. Rank 1978. Sýningartími 102.
02.05 Dagskrárlok.
Laugardagur
10. október
09.00 Með afa Þáttur með blönduðu efni fyrir
yngstu börnin.
10.30 Perla Teiknimynd.
10.55 Köngulóarmaðurinn Teiknimynd.
11.30 Mánudaginn á miðnættir Come Midnight
Monday. Ástralskur framhaldsmyndaflokkur fyr-
ir börn og unglinga.
12.00 Hlé
14.00 Ættarveldið Dynasty. Alexis reynir að koma
í veg fyrir að Blake fái lán frá stjórnvöldum og
Fallon fær bréf frá bróður sínum.
14.50 Fjalakötturinn Kvikmyndaklúbbur Stöðvar
2. Hiébarðinn II, Gattopardo.
17.55 Golf Sýnt er frá stórmótum í golfi víðs vegar
um heim. _________________________________
18.55 Sældarlíf Happy Days. Skemmtiþáttur sem
gerist á gullöld rokksins.
19.19 19.19
19.45 íslenski listinn 40 vinsælustu popplög
landsins kynnt í veitingahúsinu Evrópu. Um-
sjónarmenn: Helga Möller og Pétur Steinn
Guðmundsson. Stöð 2/Bylgjan
20.25 Klassapíur. Golden Girls. Þýðandi Gunn-
hildur Stefánsdóttir. Walt Disney Productions.
20.50 lllur fengur Lime Street. Tryggingarann-
sóknarmaðurinn Culver kemst að raun um að
ekki er allt sem sýnist meðal fina og rika
fólksins.
21.40 Og bræður munu berjast The Blue and the
Gray.
00.10 Lögregluþjónn númer 373 Badge 373.
Spennumynd í sérflokki. Aðalhlutverk Robert
Duvall, Verna Bloom og Eddie Egan. Leikstjóri:
Howard W. Koch.
01.50 Lögreglan í Beverly Hills. Beverly Hills
Cop. Alex Foley er sérlega fær leynilögreglu-
maður frá Detroit, sem fylgir slóð morðingja
vinar síns til Beverly Hills. En áður en hann nær
til morðingjans, kemst hann á sport alþjóðlegs
eiturlyfjahrings.
03.30 Dagskrárlok.
Sunnudagur
11. október
09.00 Kum, Kum Teiknimynd
09.20 Paw, Paws Teiknimynd
09.40 Hinir umbreyttu Teiknimynd
10.05 Albert feiti Teiknimynd
10.30 Zorro Teiknimynd.
10.50 Klementína Teiknimynd.
11.10 Þrumukettir Teiknimynd.
11.35 Heimilið Home. Leikin barna- og unglinga-
mynd.
12.00 Myndrokk Eddie Kid kynnir.
12.55 Rólurokk
13.50 1000 Volt Þáttur með þungarokki.
14.1554 af stöðinni Car 54 where are you?
Gamanmyndaflokkur um tvo vaska lögreglu-
þjóna í New York.
14.40 Lagasafnið Sýnd verða nokkur góð tónlistar-
mvndbönd.
15.10 Á fleygiferð. Exciting World of Speed and
Beauty.
15.35 Eldvagninn Chariotsw of Fire. Sönn saga af
tveimur breskum hlaupurum, sem kepptu á
ólympíuleikunum í París 1924.
17.35 Um víða veröld. Fréttaskýringaþættir frá
hinum viðurkenndu framleiðendum Panorama
(BBC) og World in Action (Granada).
18.15 Ameriski fótboltinn - NFL____________
19.1919.19
19.45 Ævintýri Sherlock HolmesThe Adventures
of Sherlock Holmes. Breskir þættir gerðir eftir
hinuríi sigildu sögum um Sherlock Holmes og
aðstoðarmann hans, Dr. Watson.
20.35 Nærmyndir
21.10 BennyHill
21.40 Vísitölufjölskyldan Married with Children.
22.05 Höfuðlausn Doubletake. Seinni hluti af
spennandi leynilögreglumynd. Aðalhlutverk:
Richard Crenna og Beverly D'Angelo.
23.30 Herréttur Court Martial of Billy Mitchell.
01.00 Dagskrárlok.
Mánudagur
12. október
16.45 Litli og Halsy Little Fauss and Big Halsey.
Tveir ungir menn eiga það sameiginlegt að hafa
brennandi áhuga á mótorhjólum, myndin greinir
frá keppni þeirra í milli og vináttu. Aðalhlutverk:
Robert Redford, Michael J. Pollard og Lauren
Hutton. Leikstjóri: Sidney Furie. Framleiðandi:
Albert S. Ruddy. Þýðandi: Sveinn Eiríksson.
Paramount Pictures 1970. Sýningartimi 95 min.
18.20 Handknattleikur Sýndar verða svipmyndir
frá leikjum 1. deildar karla í handknattleik.
Umsjónarmaður: Heimir Karlsson. Stöð 2
18.50 Hetjur Himingeimsins He-man. Teikni-
mynd. Þýðandi: Sigrún Þorvaldsdóttir.
19.1919.19
20.30 Fjölskyldubönd Family Ties. Samstarfs-
kona Steven Keaton er yfir sig ástfangin af
honum og svo virðist sem hann ætli að falla fyrir
henni. Þýðandi: Hilmar Þormóðsson. Para-
mount.___________________
21.00 Ferðaþættir National Geographic Svalur
skíðakappi rennir sér niður snarbrattar skíðab-
rautir í Wyoming í Bandaríkjunum. I seinni
hlutanum er fylgst með íbúum Monhegan eyju
á humarveiðum. Þulur er Baldvin Halldórsson.
Þýðandi Páll Baldvinsson. International Media
Associates.
21.30Heima Helmat. Þýðandi er Páll Heiðar
Jónsson. WDR 1984. 5. þáttur
22.30 Dallas Brúðkaupið. Brúðkaupsdagur Bobby
og Jennu rennur upp og prúðbúnir gestir
streyma að Southfork en dularfullt símtal setur
strik í reikninginn. Leikstjóri: er Michael Preece.
Þýðandi: Björn Baldursson. Worldvision.
23.15 óvænt endalok Tales of the Unexpected.
Þýðandi: Gunnar Þorsteinsson. Anglia.
23.45 Til leigu í sumar. Summer Rental. Flugum-
ferðarstjóri og fjölskylda hans eru á leið í
sumarleyfi og hugsa sér að njóta rólegra daga
á ströndinni. En margt fer öðruvísi en ætlað er
og sumarleyfið reynist ævintýralegt í meira lagi.
Aðalhlutverk: John Candy, Richard Crenna og
Karen Austin. Leikstjóri: Carl Reiner. Framleið-
andi: George Saphiro. Þýðandi: Björgvin Þóris-
son. Paramount 1985. Sýningartími 85 mín..
01.10 Dagskrárlok.
llllllllllll BÆKUR lllllllllllllllllllllllllllllllllli
Skáldskapur
framhalds-
skólanema
Fyrr á árinu var efnt til ljóða- og
smásagnasamkeppni í
framhaldsskólum landsins. í
kjölfarið fylgdi svo stofnun
Útgáfufélags framhaldsskólanna,
og hafði það veg og vanda af
keppninni, sem varð
allumfangsmikil. Dómnefndinni,
sem skipuð var þeim Steinunni
Sigurðardóttur, GyrðiElíassyni og
Guðmundi Andra Thorssyni,
bárust ljóð og smásögur
hvaðanæva af landinu. Svo mikið
efni barst að engu var líkara en að
framhaldsskólanemar hefðu
hvolft úr öllum skúffum.
Eftir vandlega ígrundun tókst
dómnefndinni að fleyta rjómann
ofan af, og birtist hann nú í
bókinni Kjaftæði, sem nýlega er
komin út. Er þar samankomið í
eina bók það besta sem
framhaldsskólanemar eru að gera
í dag í ljóða- og smásagnagerð.
Bókin verður því að teljast
athyglisverður gluggi inn í
tíðaranda og pælingar ungra
íslendinga, að því er segir í frétt
frá útgefanda.
Mál og menning sér um
dreifingu bókarinnar, en hún fæst
líka í öllum framhaldsskólum
landsins.
Stafsetningar-
orðabók
Þegar Stafsetningarorðabók
Halldórs Halldórssonar kom í
fyrsta skipti út sagði Bjarni
Vilhjálmsson í ritdómi um hana:
„Ég spái því að ekki líði á löngu
þar til höfundur verður að gefa
hana út á ný.“ Bjarni reyndist
sannspár.
Stafetningarorðabókin kom
síðast út í fjórðu útgáfu hjá
Bókaklúbbi Almenna
bókafélagsins í júlí og seldist í
metupplagi. Mun hún nú samtals
hafa selst í meira en 55.000
eintökum.
Stríðsfrétta-
ljósmyndarinn
Júnibók Bókaklúbbs Almenna
bókafélagsins var
Stríðsfréttaljósmyndarinn eftir
A.J. Quinnel í þýðingu Helgu
Þórarinsdóttur.
Sunnudaginn 7. júní 1981
eyddu ísraelskar herflugvélar
írakska kjarnorkuverinu í el-
Tuwaitha í spregjuárás. Árásin er
tilefni og kjarni
Striðsfréttaljósmyndarans. í
bókinni fléttast saman þættir úr
sögu samtímans, tilbúnar
persónur og raunverulegar,
ofbeldi og blóðhefndir í flóknum
hildarleik sem var undanfari
árásarinnar. Sagan hefst í
Víetnam. Fremstur í hópi fjölda
snjallra stríðsfréttaljósmyndara á
staðnum er David Munger. Þegar
ljósmyndari féll í valinn - sem ekki
var fátítt — var venjan að selja
ljósmyndarabúnað hans á
uppboði til að safna fé handa
eftirlifandi ástvinum. Vegna þess
að uppboðin voru í og með
góðgerðarstarfsemi var iðulega
boðið rausnarlega. En þegar
búnaður Mungers er boðinn upp
er ekki um neina
góðgerðarstarfsemi að ræða.
Munger er á lifi. En hvers vegna
hafði hann skyndilega hætt, farið,
horfið eins og jörðin hefði gleypt
hann? Það veit enginn.
A.J. Quinnell er höfundarnafn.
Fyrsta skáldsaga hans, Einfarinn,
sem kom út hjá BAB 1985, vakti
mikla athygli beggja vegna
Atlantshafsins og var nefnd til
meiri háttar verðlauna. Næsta bók
hans var The Mahdi. Með
Stríðsfréttaljósmyndaranum
tekur Quinnell enn eitt
heljarstökk áfram - þessa bók
leggur lesandinn ekki frá sér fyrr
en að síðustu blaðsíðu lesinni.
Bókin er 271 bls. að stærð.
Prentun annaðist Prentstofa G.
Benediktssonar en bókband
Félagsbókbandið hf.
Lestunar-
áætlun
Skip Sambandsins
munu ferma tii íslands
á næstunni sem hér
segir:
Aarhus:
Alla þriðjudaga
Svendborg:
Alla þriðjudaga
Kaupmannahöfn:
Alla fimmtudaga
Gautaborg:
Alla föstudaga
Moss:
Alla laugardaga
Larvik:
Alla laugardaga
Hull:
Alla mánudaga
Antwerpen:
Alla þriðjudaga
Rotterdam:
Alla þriðjudaga
Hamborg:
Alla miðvikudaga
Gloucester:
Jökulfell........ 10/10
Jökulfell.........29/10
New York:
Jökulfell........ 12/10
Jökulfell.........31/10
Portsmouth:
Jökulfell........ 12/10
Jökulfell.........31/10
115% SKIPADE/LD
SAMBAA/DSJNS
LINDARGATA 9A
PÓSTH. 1480 ■ 121 REYKJAVlK
SlMI 28200 TELEX 2101
TAKN TRALISTRA FUJTNINGA