Tíminn - 16.10.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.10.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 16. október 1987 - fjárlög - heilbrigðis- og tryggingamál - fjárlög - heilbrigðis- og tryggingamál - fjárlög - Útgjöld vegna heilbrigðismála og I ífeyristrygginga á næsta ári nær helmingur „báknsins" Heilsa og tryggingar kosta 430.000 á hverja fjölskyldu Rúmlega 100.000 krónur á hvert einasta mannsbarn í landinu að meðaltali, er áætlað að það kosti ríkissjóð að sjá um heilbrigðismál okkar og lífeyristryggingar á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrum- varpi. Meirihlutinn, eða um 65.000 kr. á hvern landsmann að meðal- tali, er kostnaður vegna sjúkra- húsa, lyfjakostnaðar og annarrar læknis-, hjúkrunar- og heilsu- gæsluþjónustu. Um 35.000 kr. á hvern landsmann fara síðan til lífeyrisgreiðslna, aðallega til ald- raðra og öryrkja. Þarna eru þó ekki meðtaldar um 3.500 kr. á hvern landsmann sem ríkinu er ætlað að borga í uppbætur á greiðslur lífeyrissjóðs ríkis- starfsmanna á árinu, og um 4.000 kr. á landsmann vegna málefna fatlaðra, sem telja má að einnig tengist lífeyrisgreiðslum og kostn- aði við ummönnun. Um 430 þús. krónur á hverja meðalfjölskyldu Samtals samsvarar kostnaður ríkisins aðeins af þessum útgjöld- um vegna heilsu okkar og fram- færslu þeirra sem aðstoðar þurfa, því um 430.000 þús. kr. á hverja meðalfjölskyldu í landinu. Ætti þetta að skýra að nokkru að stjórn- völdum reynist erfitt að bæta heil- brigðisþjónustuna, og hækka líf- eyrisgreiðslur og laun hjúkrunar- stéttanna jafnframt því að lækka á okkur skattana - eins og oft heyrast þó kröfur um úr ýmsum áttum. Allur söluskatturinn í heilbrigðisþjónustu og lífeyri Alls um 24.730 milljóna króna útgjöld eru merkt undir heilbrigð- is- og tryggingaráðuneytið í hinu nýja fjármálafrumvarpi fyrir 1988, sem hljóðar upp á tæplega 60.000 milljónir. Heilbrigðis- og trygg- ingamálin kosta því nær 42% af heildarútgjöldum ríkisins og eru því mjög stór hluti af hinu oft nefnda „bákni“. Athyglisvert erað þarna er un nær nákvæmlega sömu upphæð að ræða og ríkið áætlar að innheimta í söluskatt á næsta ári. Tekjuskatturinn hins vegar, sem flestum finnst nóg um að borga, mundi ekki duga nema fyrir um fimmtungi þessara útgjalda. Lækningar og lífeyrir um 45% af „heildar- bákninu“ Sem fyrr segir vantar þarna um 860 millj. kr. sem áætlað er að fjármálaráðuneytið þurfi að borga í uppbætur á lífeyri ríkisstarfs- manna á árinu, þar af nær 35 millj. vegna uppbóta á lífeyri starfsm- anna Útvegsbankans. Þessi út- gjaldaliður ríkisjóðs hefur aukist hröðum skrefum á undanförnum árum og hækkar nú um 63% milli ára. Sömuleiðis eru þarna ekki meðtaldar um 970 millj. kr. sem félagsmálaráðuneytið greiðir vegna málefna fatlaðra. Samtals eru það því um 26.560 millj. króna sem telja má til kostnaðar við heilbrigðis-, ummönnunar- og líf- eyrismál, eða tæplega 45% af heildarútgjöldum ríkissjóðs. Um 290 þús. kr. á hvern aldraðan og öryrkja að meðaltali Af nær 25 milljarða króna út- gjöldum heilbrigðis- og tryggingar- áðuneytisins fara rúmlega 14 mill- jarðar í gegn um tryggingastofnun. Þar af eru nær 8.700 milljónir ætlaðar í lífeyristryggingar, að lang mestu leyti til aldraðra og öryrkja. Miðað við fjölda (um 28 þús.) koma rúmlega 260 þús. í hlut hvers og eins að meðaltali. Sú tala hækk- ar í um 290 þús. ef sérstökum uppbótum á lífeyrisgreiðslur til ríkisstarfsmanna er bætt við. Sjúkratryggingunum eru síðan ætlaðar 6.450 milljónir kr. Þar sem þarna er fyrst og fremst um að ræða greiðslur vegna vistgjalda á sjúkrastofnunum, læknis-, tann- lækna- og lyfjakostnað sýnist ekki órökrétt að bæta upphæðinni við um 9.890 milljóna kr. kostnað við heilbrigðismál, sem samtals verður þá 16.340 milljónir króna. Meira en fjórða hver króna ríkissjóðs fer því í þennan eina lið. Þar af er áætlaður lyfjakostnaður um 1.410 millj. kr., (eða tæplega 6 þús. krónur á landsmann að meðaltali). Nær fjórðungurinn af heilbrigð- iskostnaðinum, eða 4.000 millj. kr., er áætlaður kostnaður við Ríkisspítalana. Borgarspítalinn fær svo rúmlega helmingi minna, eða um 1.700 millj. kr., Landakots- spítali um 810 millj. kr. og Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri um 740 millj. kr. Má því segja að hver fjölskylda í landinu borgi, með sköttunum sínum, nær 120 þús. kr. að meðaltali aðeins fyrir rekstur þessara fjögurra sjúkrastofnana, sem alls er áætlað að kosti um 7.250 millj. kr.. Störf á 18 spítölum álíka mörg og á fiskiskipa- flotanum Ekki er fjarri lagi að um 70% af kostnaði sjúkrastofnana séu launa- greiðslur til starfsmanna. Á sjúkra- húsunum er gert ráð fyrir yfir 5.000 fullum stöðuheimildum, þar af um 3.600 á þrem stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík. (Þetta er t.d. álíka fjöldi og öll sjómannastéttin) Þar má bæta við á 2. þúsund ársverkum á ýmsum öðrum sjúkrastofnunum, um 220 á heilsugæslustöðvum auk þeirra sem starfa við heimahjúkrun og heimahjálp. Launakostnaður á stærstu sjúkrahúsunum er áætlaður á bilinu 1.260 til 1.320 þús. kr. á hvert stöðugildi að meðaltali á næsta ári. Af framangreindu má ráða að fátt gæti leitt til meiri sparnaðar í ríkisrekstrinum heldur en bætt heilsa landsmanna og og færri slys, og þar með minni þörf fyrir sjúkra- húsvist og lyf. Sem dæmi má nefna, að tækist að minnka heilbrigðis- kostnaðinn um 10% ætti t.d. að vera hægt að lækka tekjuskatt einstaklinga um þriðjung. í fjárlagafrumvarpinu má hins vegar lesa dapurlega útkomu af sparnaðaráformun innan kerfisins sjálfs. Þar kemur m.a. fram að 150 millj. kr. sparnaði á liðnum lyf og læknishjálp sem gert var ráð fyrir í fjárlögum 1987 hefur ekki verið náð. Varðandi sparnað sem átti að verða af því að framkvæma hjartaðgerðir hér heima segir: „Þrátt fyrir þessar aðgerðir hér innanlands virðist lítið draga úr utanferðum til hjartaðgerða ef miðað er við kostnað sem greiddur er af Tryggingastofnun vegna þess“. Og varðandi sparnaðinn sem nást átti af því að fá samkeppn- inni og einkaframtakinu í hendur matreiðsluna fyrir Kópavogshælið: „Virðist sú tilhögun að kaupa mat- inn utan frá, ekki hafa orðið til þess sparnaðar í rekstri sem vænst var“. Um lækkun á útgjöldum til líf- eyrisgreiðslna er líklega lítil von á sama tíma og aldraðir eru stöðugt að verða stærra hlutfall þjóðarinn- ar - þ.e. fyrr en verðtryggt lífeyris- sjóðakerfi verður nógu burðugt til að standa undir nafni. -HEI AFS á íslandi 30 ára: Forseti samtakanna í hátíðarheimsókn AFS á íslandi, Alþjóðleg fræðsla og samskipti, heldur á þessu hausti upp á 30 ára afmæli sitt. í tilefni þess verður haldin hátíðarfundur í Norr- æna húsinu laugardaginn 17. okt- óber nk. og hefst hann klukkan 16.30 með ávarpi menntamálaráð- herra, en síðan verða flutt erindi. Um kvöldið er síðan árshátíð félags- ins. Forseti Alþjóðasamtakanna, hr. Rick Haynes Jr. kemur í heimsókn til landsins í tilefni afmælisins og tekur hann þátt í dagskránni. Hayn- es er um margt merkur maður. Hann setti m.a. upp þróunarverk- efni í Túnis, Nígeríu og víðar í V-Afríku, starfaði fyrir Þjóðarör- yggisráð Bandaríkjanna og síðar við utanríkisráðuneytið og var fyrsti bandaríski blökkumaðurinn til að sinna opinberum erindum í Suður- Afríku. 1977 tók hann við stöðu sendiherra í Alsír og gegndi þá mikilvægu hlutverki í lausn gísladeil- unnar milli frans og Bandaríkjanna. Einnig mun hr. Philip den Ouden, varaforseti AFS fyrir Evrópu, Afr- íku og Miðausturlönd koma til landsins af sama tilefni. En tilefnin eru fleiri. Á þessu ári eru einnig liðin 40 ár frá því að AFS tók til við meginverkefni sitt, nemendaskipti milli landa, þannig að árið markar einnig tímamót í sögu samtakanna í heild. Það var fyrir tilstilli og milligöngu Íslensk-ameríska félagsins sem skiptinemasamtökin hófu að starfa hér á landi. 1957 fóru síðan fyrstu einstaklingarnir héðan á vegum AFS. Frá upphafi hafa 1007 ung- menni farið utan á vegum samtak- anna, þar af 139 á þessu ári. Hingað til lands hafa á sama tímabili komið 505 erlendir unglingar, sjálfboðalið- ar og kennarar til lengri eða skemmri dvalar. Hr. Rick Haynes kom til landsins í gær og mun dvelja hér til 18. október, en Philip den Ouden mun koma á morgun og verða til 20. október. -SÓL Skaparmyndræn vandræði fyrir áhorfandann „Ég geri mér grein fyrir því að ég er enn undir áhrifum úr ýmsum áttum. Ég tel mig hafa náð fótfestu og þroska til að byggja á, en á vonandi eftir að þróast mikið enn og finna mér minn eigin stað. Að vísu er ekkert nýtt undir sólinni en það er þó mismunandi skýjafar og. alltaf má skoða það gamla í nýju ljósi,“ segir Kristján Steingrímur Jónsson í viðtali við Illuga Jökuls- son, sem birt er í formálastað í nýjustu sýningarskrá hans. Kristj- án Steingrímur er að opna mál- verkasýningu að Kjarvalsstöðum, laugardaginn 17. október ogstend- ur hún til 2. nóvember n.k. Á sýningunni verða olíumálverk frá síðustu þremur árum og grafík. Hefur Kristján Steingrímur oft á stuttum ferli tekið stór stökk í ýmsar áttir, eins og vinir hans og vandamenn hafa fengið að finna fyrir. Er því engin furða að nokk- Sókn, 1987, olía á striga, eftir Kristján Steingrím, sem nú opnar sýningu að Kjarvalsstöðum. urrar eftirvæntingar gæti hjá ólíkl- egasta fólki. Hann hefur tekið þátt í og haldið nokkrar sýningar bæði hér heima og í Þýskalandi. Kristján Steingrímur hefur undanfarin ár stundað nám við Hochschule fúr bildende Kúnste í Hamborg. Nám við Myndlista- og handíðaskóla Islands stundaði hann við Nýlist- adeildina árin '77-81. KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.