Tíminn - 16.10.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.10.1987, Blaðsíða 20
Þjónusta í þína þágu SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. Námskeið um val vítamína, viku- lega í október og nóvember. Upplýsingar í síma 91-76807. Rannsóknarstofnun vitundarinnar Nnr. 7264-8382, Pósth. 8109,128 R. 1917 1 /. Timinn Nýja útgerðarfélagið á Suðurnesjum: Yfir 20 milljónir þegar komnar inn „Hlutafjársöfnunin gengur bara nokkuð vel. Það kemur náttúrlega ekki fullkomiega í Ijós fyrr en á fundinum sjálfum, við erum aðeins að kynna þetta og árétta fyrir mönnum, en núna eru komnar inn yfir 20 milljónir, og við erum mjög ánægðir með það,“ sagði Logi Þormóðsson, stjórnar- formaður Fiskmarkaðs Suðurnesja í samtali við Tímann en hann er einn þeirra manna sem eru í forsvari fyrir stofnun nýs útgerðarféiags á Suður- nesjum, sem Tíminn skýrði frá S. þ.m. Tilgangur félagsins er að snúa landa á fiskmarkaðnum, og þar þcirri þróun við sem átt hefur sér hefðu allir jafna möguleika á að stað á Suðurnesjum síðustu ár, nálgast aflann. þ.e. þegar verið er að selja skip og Stofnfundurinn verður haldinn á kvóta af svæðinu. Skipin myndu sunnudag klukkan 14 í Glaumbergi í Keflavík og verður þar kosin framkvæmdanefnd til að annast formlega stofnun félagsins. Á fundinum verður lögð fram tillaga um að framkvæmdanefnd- ina skipi þeir Logi Þormóðsson, EiríkurTómasson, útgerðarmaður úr Grindavík, Sigurbjörn Björnsson, Verkalýðsfélagi Kefla- víkur, Karl Njálsson, fiskverkandi í Garði, Jón Norðfjörð, fram- kvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Suðurnesja, Birgir Guðnason, málarameistari úr Keflavík og Sigurður Garðarsson, fram- kvæmdastjóri, en þessir menn hafa haft frumkvæði um stofnun félags- ins. „Viðbrögð manna við stofnun fyrirtækisins eru mjög góð, enda erum við mjög bjartsýnir. Við stefnum að 100 milljóna króna hlutafé og eigum ekki von á öðru en að það komi inn. Við erum að dýfa tánni í skipakaup víða, en samt ekki, því við höfum náttúr- lega ekkert umboð til neins annars en að kanna grundvöllinn. Stjórn félagsins mun sjá um slíkt,“ sagði Logi. Nafn á fyrirtækinu hefur verið rætt, og þykir nafnið Eldey hf. koma sterklega til greina, þó það hafi að sj álfsögðu ekki verið ákveð- ið enn. - SÓL Dreginn inn í Kolaportið Eigandi þessarar Daihatsu sendibifreiðar hafði dag eftir dag lagt á Lækjartorgi án nokkurrar sjáanlegrar ástæðu annarrar en leti að ganga, að sögn lögregluþjóns sem lét loks fjarlægja hann síðdegis í gær með kranabíl frá Vöku. Hvorki hefur bíllin verið fermdur né af- fermdur á þessum stað og þess vegna lét lögregla til skarar skríða. Það er bannað að leggja á Lækjartorgi. Sendibifreiðin var dregin um 500 metra og lagt í Kolaporti við Kalk- ofnsveg, en þar voru næg bílastæði, sem endranær. Eigandi hennar hefur því mátt leita að bifreiðinni, því næst greiða lágt bílastæðisgjaid í portinu en flutningsgjald til Vöku. Það telst nokkuð há stöðusekt. Þj (Tímamynd: Pjetur.) Alþýöubandalagið í Reykjavík: blaðið Sigrún Magnúsdóttir kaup- kona og borgarfulltrúi talar um líf sitt og starf í léttu spjalli í Helgarblaðinu á morgun. Einnig er að finna stutt viðtal við Ólaf Hauk Símonarson þar sem rætt er um leikrit hans Bílaverstæði Badda er frumsýnt verður á sunnudag. , Þá er að finna þjóðlegan fróð- leik þar sem sagt er frá undarlegu arfsmáli frá nítjándu öld. Auk þess er sakamálasagan og annað fast efni á sínurn stað. Grimmileg átök um landsfundarfulltrúa Mikil harka hefur nú færst í kjör fulltrúa á landsfund Alþýðubanda- lagsins, en eins og kunnu^t er verður þar að öllum líkindum kosið milli Ólafs Ragnars Grímssonar og Sig- ríðar Stefánsdóttur Akureyri til formanns. Ólafsmenn sópuðu til sín öllum 17 landsfundarfulltrúm félagsins í Kópavogi í fyrrakvöld. Baráttan þar var þó talin innan marka velsæmis, enda skipulögð af kosningastjóra Ólafs Ragnars í Reykjanesi, Valþór Hlöðverssyni. Þær þykja hins vegar ekki jafn fágaðar baráttuaðferðirnar sem notaðar eru við fulltrúakjörið í Reykjavík, sem fram fór í gær- kvöldi. Gengið hefur listi, sem talinn er koma frá stuðningsmönnum Ólafs Ragnars, með nöfnum þeirra sem kjörnefnd gerir að tillögu sinni um landsfundarfulltrúa, þar sem strik- aðir eru út þeir sem ekki á að kjósa. Meðfylgjandi er svo annar listi með nöfnum sem viðkomandi á að kjósa, þ.e.a.s. ef hann styður Ólafsarminn. Hér er um 100 aðalfulltrúa og 100 varafulltrúa að ræða. Athyglisvert er að í útstrikunun- um, sem eru 64 að tölu, er að finna ýmsa núverandi og fyrrverandi for- ystumenn flokksins eins og Svavar Gestsson.sjálfan, Öddu Báru'Sigfús- dóttur, Guðrúnu Ágústsdóttur, Svövu Jakobsdóttur og Sigurjón Pét- ursson. Þá eru ýmsir verkalýðs- leiðtogar skotmark listahöfunda og má þar nefna Ásmund Stefánsson, Grétar Þorsteinsson og Jón Snorra Þorleifsson. Valkostur Ólafsarmsins telur 91 nafn, þar sem menntafólk virðist allsráðandi, þó verkalýðsleiðtogar eins og Guðmundur Þ. Jónsson og Haraldur Steinþórsson séu líka í náðinni. ’ -ÞÆÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.