Tíminn - 16.10.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.10.1987, Blaðsíða 15
Föstudagur 16. október 1987 Tíminn .15 lllllllllllllllllllllll MINNING ... ... .. .. ... . .. mlr Páll Hróar Jónsson Fæddur 2. nóvember 1972 Dáinn 10. október 1987 Skrifað stendur „Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Lífshlaup tæplega fimmtán ára drengs er ekki langt en lífshlaup Palla var fagurt. Páll Hróar Jónsson fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1972. Hann var sonur Iðunnar Haraldsdóttur og fyrri manns hennar Jóns Pálssonar. Ég kynntist Palla vorið 1977. Þá höfðu Eiríkur bróðir minn og Iðunn tekið saman. Það ríkti mikil tilhlökk- un á heimili mínu og foreldra minna þegar Eiríkur sagðist vera að koma í heimsókn með Iðunni og litla drenginn. Ekki urðu það okkur vonbrigði að kynnast þeim. Sumarið 1977 fluttu Eiríkur og Iðunn búferl- um hingað til Neskaupstaðar með börnin þrjú þau Palla, Þóru og Ellu. Strax myndaðist mjög traust og gott samband milli heimilanna og eignuð- ust foreldrar mínir þarna góða vini og sem ætíð litu á þau sem afa og ömmu. Palli var vel gerður og góður drengur. Var hann mjög félagslynd- ur og hér eignaðist hann góða vini og hefur sú vinátta haldist. Palli var mikið fyrir íþróttir. Hann varð ungur mikill fótboltaáhugamaður og þegar aldur leyfði fór hann að æfa knatt- spyrnu með Þrótti og þótti hann mjög efnilegur leikmaður. Nokkur sumur æfði hann sund með Sund- deild Þróttar og þar gekk honum einnig vel. Árin liðu í leik og starfi. Á veturna var skólinn í algleymingi en á sumrin íþróttir og annað tilfall- andi. S.l. vor urðu talsverð þáttaskil í lífi Palla. Fjölskyldan tók sig upp og flutti í Kópavog. Eignaðist Palli áfram fallegt heimili en nú að Reyni- grund 15. Eiríkur og Iðunn höfðu af því áhyggjur að Palli eignaðist ekki félaga strax þar sem skólar væru í fríi. Enn einu sinni komu í ljós vinsældir Palla og félagslyndi. Hann fór að vinna í Vinnuskóla Kópavogs og eignaðist fljótt félaga. Palli gerð- ist félagi í Breiðabliki og fór að æfa knattspyrnu með því og blak var hann farinn að stunda með HK í Kópavogi. Seint í ágúst kom Palli í heimsókn til okkar. Það urðu miklir fagnaðar- fundir hjá börnum mínum og félög- um hans að fá hann aftur. Það var hress og glaður unglingur með mikl- ar væntingar um lífið sem ég kvaddi hér 3. september sl. en þá var Palli að fara heim til að setjast á skóla- bekk. Palli settist í Snælandsskóla og líkaði honum þar vel. Það er okkur huggun Palli minn að þú þurftir ekki að berjast lengi við þann sjúkdóm sem heltók þig með ógnarhraða. Við sem eftir lifum stöndum agndofa og ráðalaus og spyrjum. „Hvaða tilgangi þjónar það að hrifsa ungt og lífsglatt fólk í burtu?“ En enginn getur svarað því. Sár söknuður er nú hjá okkur öllum. Við þökkum góðum dreng samfylgdina. Elsku Iðunn, Eiríkur, Þóra, Ella og aðrir vandamenn, ég bið æðri máttarvöld að veita ykkur styrk á þessum erfiðum tímum. Minningin um góðan dreng lifir og veitir birtu og yl. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt. Ebbý og fjölskylda. „Þá fyrst skiljum við dauðann er hann leggur hönd sína á einhvern sem við unnum.“ Þegar sú harmafregn barst okkur að hann Palli vinur okkar væri dáinn, honum hefði svo að segja verið kippt héðan og við stöndum andspænis svo grimmum örlögum, þá spyrjum við um tilgang þessa alls og um réttlætið en við fáum engin svör og stöndum eftir í orðvana spurn. En á hugann Ieita minningarnar um allt það góða sem við áttum með Palla, allar gleðistundirnar í leik, í skólanum og frá íþróttunum. Palli var traustur og góður félagi, glaðvær og hress í góðra vina hópi. Hann átti heima hér í Neskaupstað frá barnæsku en fluttist suður í vor. Þrátt fyrir það héldum við góðu sambandi okkar í milli og lagt var á ráðin um það sem gera ætti er við hittumst næst. í haust þegar Palli kom í heimsókn var þráðurinn tekinn upp að nýju og ekki annað að sjá en allt væri með felldu. Við minnumst líka fermingarinnar fyrir rúmu ári og umræðna um dauðann þegar við gengum til prestsins. Þá óraði engan fyrir því að hann ætti eftir að heimsækja eitt- hvert okkar svo fljótt. En minningin um góðan vin lifir. Við sendum fjölskyldu Palla og öllum ættingjum innilegar samúðar- kveðjur. Danni og Maggi Við áttum saman góðar stundir, ég og „krakkarnir mínir“, í sumar- búðum W.P. í DDR sumarið 1986. Palli var einn þeirra. Við urðum öll skemmtilega náin þetta sumar, við eins og eignuðumst öll pínulítið hvert í öðru. Páll var íþróttahetjan í hópnum, vann medalíur á „Litlu Olympíuleikunum", og var sá eini sem spilaði fótbolta í hópnum. Mér kemur í huga allt það sem við brölluðum saman þetta sumar, allar þær stundir er við hlógum saman og líka þær stundir er við grétum saman. Og ég græt í dag. Það er sárt til þess að hugsa stundum, hvað allt er í heiminum hverfult, en ég gleðst í hjarta mínu yfir því að hafa verið partur af þér, Palli, og ég trúi því, að þegar ég held af stað yfir móðuna miklu, þá verðir þú þar, til að rétta mér hönd. Samúðarkveðjur sendi ég af öllu hjarta til foreldra, vina og allra vandamanna. Freyja Þorsteinsdóttir. Hvað er líf og hvad er heimur? Klæddur þoku draumageimur, er lifna, deyja og blika um skeið. Hvað er frægð og hreysti manna? Hvað er snilli spekinganna? Það er af vindi vakin alda, er verður til og deyr um leið K.J. Á morgni lífsins er yndislegur drengur hrifinn burt úr þessum heimi. Þannig er fallvelti jarðvistar- innar. Mannlífið eins og brothætt stundagler, svo skammt er milli lífs og dauða. Þann beiska bikar mega harmi slegnir ástvinirnir teyga. Við stöndum ráðþrota, og leitum svars við lífsgátunni miklu. Einhver hlýtur tilgangurinn að vera, en hver? Átti kannski einmitt Palli litli aðeins að mála bjarta liti og koma sem sólarg- eisli í líf ástvina sinna, stutta stund, og lifa eingöngu vorið og birtuna? Því fögur vakir minningin um æskumanninn, sem aðeins sakleysið geymdi. Óflekkuð mynd hans verður áfram ljósgeisli, þeim er unnu honum. Palli átti ljúfa bernsku. Hann ólst upp við ástríki og öryggi, og lék sér áhyggjulaus í frjálsri náttúrinni austur á fjörðum. Við kveðjum þig ungi vinur hinsta sinni. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi.“ Kæm vinir, þið sem syrgið. Við deilum með ykkur sorginni, og biðjum Guð ao styrkja ykkur og blessa. Sorgin er gríma gleðinnar. Og linán, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Þegarþú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem vargleði þín. Kahlil Gihran. „Svo Ifða tregar sem tíðir". Til eru harmar svo stríðir, að allra þeir kraftanna krefjast. - / kraftinum sálirnar hefjast. Gildið, sem gullið, má reyna glöggvast í loganum hreina. „Svo líða tregar sem tíðir“. Til eru dagar svo blíðir, að liðnir þeir laufgast á vorin, létt verða minningasporin. Fegurðin gleymzt aldrei getur, hún grær-eins og björk eftir vetur. Hulda Sigga, Svenni og börn. Effco þurrkan læknar ekki kvef En það er óneitanlega gott að snýta sér í hana Hún er svo stór og mjúk og særir nebbann ekki neitt. Svo þegar kvefið er batnað getur þú notað afganginn af rúllunni til annarra hluta, eins og t.d. til að þrífa bílinn, bátinn, sumarbústaðinn og svo getur þú að sjálfsögðu notað hana til algengustu heimilisstarfa. Það er eitthvað annað að þrífa með Effco þurrkunni. Hún gerir heimilisstörfin, sem áður virtust óyfirstíganleg, að skemmtilegum leik. Óhreinindin bókstaflega leggja á flótta þegar Effco þurrkan er á lofti. Heíldsal Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum . oq verslunum. Hóggdeyfir — EFFCO ími 73233 Akranes Aðalfundur Framsóknarfélags Akraness verður haldinn að Sunnu- braut 21, mánudaginn 19. október kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Byrjendanamskeið - Framhaldsnámskeið Landssamband framsóknarkvenna í samvinnu við Samband ungra framsóknarmanna býður hér með upp á hin vinsælu námskeið í sjálfsstyrkingu, fundarsköpum, fundarhaldi og framkomu í sjónvarpi. Alls 5 kvöld eða 1 helgi. Einnig framhaldsnámskeið 4 kvöld eða helgi þar sem boðið verður upp á leikræna tjáningu, framsögn, ræðumennsku og sjónvarpsfram- komu. Reyndir hressir leiðbeinendur taka að sér leiðsögnina. Ef þið hafið áhuga þá hringið sem fyrst í síma 91-24480 og pantið námskeið. Góð fjárfesting fyrir gott verð. LFK og SUF Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Framboðs- frestur Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæða- greiðslu í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur um kjör fulltrúa á 16. þing Landssambands íslenskra verslunarmanna. Kjörnir verða 88 fulltrúar og jafn margir til vara. Listar þurfa að hafa borist kjörstjórn á skrifstofu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, Húsi verslun- arinnar, fyrir kl. 12 mánudaginn 19. október n.k. Kjörstjórnin WÉEMS& wAnusmHF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk Pósthólf 10180 ■ I BÍLALEIGA Útibú i kringum landið REYKJAVIK:.. 91-31815/686915 AKUREYRI:.... 96-21715/23515 B0RGARNES:.......... 93-7618 BLÖNDUÓS:...... 95-4350/4568 SAUÐARKROKUR: . 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:...... 96-71489 HUSAVÍK: .... 96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ....... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: . 97-3145/3121 FASKRUÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ... 97-8303 interRent

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.