Tíminn - 16.10.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.10.1987, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. október 1987 Tíminn 7 Tryggingastofnun ríkisins greiðir útlendu lyfin: Lyfjum sjúklinga hent á spítalanum Tryggingastofnun ríkisins greið- ir lyf þeirra hjartasjúklinga sem skornir hafa verið upp erlendis og læknar þeirra þar útvega þeim. Það sem kemur mönnum hins veg- ar spánskt fyrir sjónir er að þegar sjúkrahús hér á landi tekur aftur við sjúklingi sem gengist hefur undir uppskurð erlendis er lyfjum þeim, sem honum voru útveguð, hent og honum gefin ný sem eru samsvarandi. 2000 krónum skolað niður Fyrir skömmu var fullum poka af lyfjum, sem hjartasjúklingur fékk í Bretlandi að aflokinni aðgerð, hent þegar hann var lagður inn á Borgarspítalann. Hann mátti síðar kaupa sams konar lyf úr apóteki hér á landi sem kostuðu um 2000 krónur. Það er regla á sjúkrahúsum hér að skola þessum útlendu lyfjum niður. Á árinu 1986 fóru 133 íslending- ar til uppskurðar vegna hjartasjúk- dóma til útlanda. Það má því gera ráð fyrir að T ryggingastofnun ríkis- ins skoli talsverðu fjármagni niður með lyfjakaupum fyrir sjúklinga erlendis, ef dæmi þetta er algengt. Til að forða misskilningi „Sefavarnarlyf, sem kölluð eru blóðþynningarlyf almennt, verður að skipta um þegar sjúklingar koma heim. Það eru yfirleitt notuð önnur lyf t' Bandaríkjunum og Bretlandi en hér á landi og við erum einungis með eitt blóðþynn- ingarlyf á skrá,“ sagði Guðmundur Oddsson, hjartasérfræðingur á Borgarspítalanum. „Hvað varðar önnur lyf er ástæða þess að við skiptum í lyf sem fást hér að þau heita öðru nafni. Þetta er gert til þess að forða misskilningi þegar líður á og útlendu lyfin, sem sjúkl- ingunum voru fengin, þrjóta." Guðmundur Oddsson taldi dæmi Tímans mjög einangrað og alls ekki algilt. Venjan sé sú að íslensk- ir sjúklingar sem leitað hafa lækn- inga erlendis komi með lítinn lyfja- skammt heim sem dugir fáa daga. Þetta á sérstaklega við um breska lækna en Bandaríkjamenn eru oft örlátari á lyfin. „Þá fer það oft eftir lækninum sjálfum sem annast sjúklinginn hvort hann lætur hann Ijúka við skammtinn og skiptir yfir síðar eða að hann skiptir strax. Yfirleitt vilja menn koma í veg fyrir að miklum verðmætum sé fleygt.“ Óumflýjanlegur kostnaður Guðmundur Oddsson benti á að því fylgdi líka kostnaður að kalla sjúklinginn inn aftur eftir að hann hefur útskrifast af spítala til þess eins að gefa út ávísun á önnur lyf, sem fást í lyfjaverslunum hér á landi. Þá sé jafn gott að skipta þegar og sjúklingurinn kemur heim úr aðgerðinni. „Ég hef sjálfur látið sjúklinga mína halda t.d. verkjalyfjum sínum, því að yfirleitt er þá um nákvæmlega sömu lyf að ræða og fást hér,- þau heita aðeins öðrum nöfnum." Guðmundur segir meðferð hjartasjúklings á blóðþynningar- lyfjum afar flókna og þótt þau lyf sem Bretar og Bandaríkjamenn nota séu ekki sfðri en það lyf sem hér er notað séu ekki teknir af þeim sömu skammtar. Lyfin hafa mismunandi frásog og helmingun- artíma og að sögn Guðmundar þannig í eðli sínu að ekki megi blanda þeim. Blóðþynningarlyfið sem hér er notað, „dicumarol", hefur verið notað allar götur frá 1960. Stórvarasamt að blanda „Blóðþynningarlyf eru aldrei gefin öðru vísi en svo að á rann- sóknarstofu er blóð sjúklings mælt og þá er ákveðið hvað hann þurfi að taka mikið af töflum og hvenær hann eigi að mæta til rannsóknar næst,“ sagði Guðmundur. „Ef við ættum að vera með fleiri en eitt lyf í gangi gæti það verið beinlínis hættulegt. Spurningin erhins vegar hvaða lyf sé heppilegast. Það er matsatriði. En það er óskaplega mikið atriði að skipta yfir.“ - Geta læknar sem annast ís- lenska sjúklinga erlendis notað blóðþynningarlyfið sem fæst á ís- landi svo ekki þurfi að fleygja þessum verðmætum sem Trygg- ingastofnun greiðir fyrir? „Ég held að það sé alveg jafn útilokað og fyrir okkur að nota þeirra lyf og af sömu öryggisástæð- um. Þetta lyf er stórvarasamt ef það er ekki notað rétt og ég tel að það væri mjög misráðið að hafa fleiri en eitt blóðþynningarlyf í umferð." þj Formenn endurkjörnir á ársþingi IUT: Áfengisneysla minnki um 1/4 fyrir aldamót Ný stjóm IUT, talin frá vinstrí að ofan: Ingibergur, Aðalsteinn, Arndís, Guðni og Stefanía. Á næsta ári halda ungtemplarar upp á 30 ára afmæli samtaka sinna og verður þess m.a. minnst með hátíðarútgáfu „Sumarmála", þar sem rakin verður saga og starf samtakanna o.fl. Samtökin voru stofnuð sumar- daginn fyrsta 1958 og til undirbún- ings fyrir afmælisárið héldu ís- lenskir ungtemplarar 29. ársþing sitt 26. og 27. september si. Þar var rætt um kaup á húsnæði fyrir félagsstarf ungtemplara, sem vantað hefur um árabil. Mikilvægi starfsemi ungtempl- ara hefur vaxið með aukinni fíkni- efnaneyslu unglinga og þörfin fyrir samtökin líklega aldrei verið meiri, segir í tilkynningu, en þau hafna neyslu vímuefna og vilja afla þeirri lífsstefnu fylgis meðal ungs fólks. Á þinginu var endurkjörinn for- maður, Ingibergur Jóhannsson, og varaformaður, Stefanía Sæmunds- dóttir. Aðrir í stjórn eru Aðal- steinn Gunnarsson, Arndís Hilm- arsdóttir og Guðni R. Björnsson. Á ársþinginu voru þrjár ályktan- ir samdar. Þingið skorar á alþingis- menn að standa vörð um gildandi áfengismálastefnu sem miðar að því að halda áfengisneyslu í lág- marki og fara um leið að tilmælum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar um að draga úr áfengisneyslu um fjórðung fram til næstu aldamóta. Þingið skorar á alþingismenn að beita sér gegn því að seldur verði áfengur bjór í landinu. Stjórnvöld eru hvött til að leggja áherslu á forvarnarstarf í fíkniefna- málum og tryggja til þess fjármagn þrátt fyrir áætlaðan samdrátt í útgjöldum ríkisins á komandi ári. Að lokum fagnar þingið áföng- um í samskiptum risaveldanna í afvopnunarmálum sem miða að tryggari friði í heiminum. Nýlega hafa samtökin bætt friðsamlegri samskiptum milli þjóða á stefnu- skrá sína. Stjórnmálamenn og sér- staklega þeir sem móta utanríkis- stefnu landsins eru hvattir til að skipa íslandi í fylkingu þeirra þjóða sem vilja eiga frumkvæði að tilslökunum sem byggja á gagn- kvæmu trausti. þj FUF Skagafiröi: Gegn aðför að námsjafnrétti Á aðalfundi Félags ungra fram- sóknarmanna í Skagafirði var sam- þykkt ályktun gegn fyrirætlunum fjármálaráðherra um að leggja sölu- skatt á fæðissölu skólamötuneyta. í ályktuninni segir: „Aðalfundur FUF í Skagafirði haldinn l.október 1987, lýsir megnri andstöðu við þá ákvörð- un núverandi fjármálaráðherra Jóns Baldvins Hannibalssonar að leggja söluskatt á fæðissölu skólamtjtu- neyta. Slík skattlagning hlýtur að hækka námskostnað þeirra sem sækja þurfa skóla fjarri heimabyggð og rýrir enn frekar jafnrétti til náms. FUF í Skagafirði skorar á alla náms- menn að mótmmæla þessari ráðstöf- un.“ Aðalfundurinn var hinn ágætasti og mætti annar þingmanna Fram- sóknarflokksins í Norðurlandi vestra, Stefán Guðmundsson á fundinn, en Páll Pétursson var for- fallaður vegna fundar annars staðar. Þá mætti formaður og ritari SUF, þeir Gissur Pétursson og Guðmund- ur Gylfi Guðmundsson á fundinn og kynntu vetrarsarf FUF. Umræður voru mjög líflegar um verkefnin framundan og stjórnmálin yfirleitt. Nýr formaður var kjörinn Árni Gunnarsson frá Flatatungu, en hann tók við af Guðrúnu Sighvats- dóttur sem gegnt hefur því embætti um árabil. Hádegisverðarfundur á morgun: Steingrímur Hermannsson ræðir utanríkismál íslands Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra mun ræða um utanrík- ismál íslands á hádegisverðarfundi n.k. laugardag, sem haldinn er af Varðbergi og Samtökum um vest- ræna samvinnu. Eftir framsöguerindi sitt mun utanríkisráðherra svara fyrirspurn- um og taka þátt í almennri umræðu. Fundurinn verður haldinn í Átt- hagasal Hótel Sögu og verður salur- inn opnaður klukkan tólf á hádegi. Fundurinn er opinn félagsmönnum í Varðbergi og SVS, ásamt gestum þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.