Tíminn - 16.10.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.10.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands Framsóknarfélaganna á Suöurlandi, Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin alla þriöjudaga og fimmtudaga frá kl. 13-17 sími 2547. Heimasími starfsmanns er 6388. Framsóknarmenn eru hvattir til að líta inn eða hafa samband. Árnesingar Aðalfundur FUF í Árnessýslu verður haldinn að Eyrarvegi 15, Selfossi sunnudaginn 18. okt. n.k. kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Gestir fundarins verða Guðni Ágústsson alþingismaður og Gissur Pétursson formaður SUF. Stjórnin. Félagsvist Munið félagsvistina þann 12. og 19. október n.k. kl. 20.30 að Eyrarvegi 15, Selfossi. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Selfoss Árnesingar Hin árlega framsóknarvist Framsóknarfélags Árnessýslu hefst föstu- daginn 23. október kl. 21.00 í Aratungu, föstudaginn 30. okt. í Félagslundi og lýkur 13. nóvember að Flúðum. Aðalvinningur er ferðavinningur frá Samvinnuferðum-Landsýn. Heild- arverðmæti vinninga 75.000 kr. Allir velkomnir Stjórnin Skaftfellingar Aðalfundur Framsóknarfélags Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn í Tunguseli laugardaginn 24. okt. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing. 3. Önnur mál. Stjórnin Framsóknarfólk Suðurlandi 28. Kjördæmisþing Framsóknarfélaganna á Suðurlandi verður haldið helgina 7.-8. nóv. n.k. á Kirkjubæjarklaustri og hefst kl. 14 laugardag. Nánar auglýst slðar. KSFS Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Fundur mánudaginn 19. október kl. 20.30 að Nóatúni 21. Dagskrá: Fréttir af L'andsþingi framsóknarkvenna (LFK) að Varmalandi. Gerður Steinþórsdóttir segir frá dvöl sinni í Frakklandi. Áslaug Brynjólfsdóttir verður með smá uppákomu. Mætið vel. Stjórnin. Reykvíkingar Aðalfundur fulltrúaráðsins Aðalfundur fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldinn 25. október n.k. Fundurinn verður haldinn i Sigtúni 3 og hefst kl. 10.00. Stjórnin Framsóknarfólk Austurlandi athugið 28,kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi, sem vera átti á Hótel Höfn, Hornafirði dagana 9. og 10. október nk. verður frestað til 30. og 31. október nk. og hefst ki. 20.00. Nánari upplýsingar I síma 97-11584. KSFA Föstudagur 16. október 1987 DAGBÓK F.v. Guðjón Sigvaldason (Jerry) og Stefán Sturla Sigurjónsson (Pétur). Þjóðleikhúsið: Fyrsta frumsýning vetrarins - Bílaverkstæði Badda Leikrit Ólafs Hauks Símonarson- ar „Bílaverkstæði Badda“ verður frumsýnt sunnudagskvöldið 18. okt. á Litla sviði Þjóðleikhússins. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson, en leikmynd og búningar eru eftir Grétar Reynisson. Björn Bergsteinn Guðmundsson annast lýsingu. í hlutverkum eru: Bessi Bjarna- son, Arnar Jónsson, Jóhann Sigurð- arson, Guðlaug María Bjarnadóttir, Sigurður Sigurjónsson og Árni Tryg- gvason. Þetta er spennuleikrit sem gerist í afskekktri sveit. Sögusviðið er Bílaverkstæði Badda, sem lenti utan þjóðbrautar þegar nýi vegurinn var lagður um sveitina og verða því verkefnin stopul. Gamall vinnufé- lagi birtist óvænt til að gera upp sakir. Uppselt er á frumsýninguna. Önn- ur sýning verður þriðjud. 20. okt. þriðja sýning miðvikud. 21. (uppselt), og fjórða sýning fimmtu- daginn 22. október. Leikhús í Djúpinu Á morgun, laugard. 17. okt. kl. 14:00 frumsýnir nýtt leikhús, eih - leikhúsið sitt fyrsta verkefni, „Sögu úr dýragarðinum" eftir Edward Albee, í neðri hæð veitingastaðarins „Hornið" - í Djúpinu. Á bak við eih - leikhúsið standa þrír ungir leikarar, þeir Stefán Sturla, Guðjón Sigvaldason og Hjálmar Hjálmarsson. Ætlunin er að starfrækja leikhús í Djúp- inu í vetur í samvinnu við eiganda veitingastaðarins „Hornið". „Saga úr dýragarði" hefur verið flutt víða um heim og hvarvetna hlotið verð- skuldaða athygli, en hér á landi er höfundurinn best þekktur fyrir leikritið „Hver er hræddur við Virginíu Woolf?“ Hlutverk í sýningunni eru tvö og eru þau í höndum Guðjóns Sigvaldasonar og Stefáns Sturlu Sigurjónssonar. Leikstjóri er Hjálmar Hjálmarsson. Thor Vilhjálms- son sneri leikritinu á íslensku. Frumsýning eih - leikhússins á Sögu úr dýragarðinum verður á laugardag 17. október kl. 14:00. 2. sýning sunnud. 18. okt. kl. 20:30 3. sýning miðvikud. 21. okt. kl. 20:30 4. sýning fimmtud. 22. okt. kl. 20:30 Veitingastaðurinn „Hornið" býðursýn- ingargestum upp á veitingar fyrir og eftir sýningar. Djúpið er opnað kl. 19:30 fyrirsýningarg- esti sýningardaga. Miða- og matarpantan- ir í síma 13340. Tvær aukasýningar á „Ég dansa við þig...“ Laugardaginn 17. okt. ogsunnud. 18. okt. verða tvær aukasýningar á dansverki Jochens Ulrich „Ég dansa við þig... “ Sýningarnar hefjast kl. 20:00 báða dagana. Sýningum á „Tígrisdýrunum" að fækka Nú fækkar óðum þeim sýningum sem eftir eru á leikriti Alþýðuleikhússins „Eru tígrisdýr í Kongó?“ Leikritið var frum- sýnt fyrir rúmu hálfu ári og eru sýningar orðnar 80 talsins. Sýningar cru nú um hélgar, á laugar- dögum og sunnudögum kl. 13:00. Hádeg- isverður er innifalinn í miðaverði sem fyrr og eru sýningar í veitingahúsinu 1 Kvos- inni. Með hlutverkin fara Harald G. Har- aldsson og Viðar Eggertsson og leikstjóri er Inga Bjarnason. Næstu sýningar verða á laugardag og sunnudag kl. 13:00. Miðapantanir má gera allan sólarhringinn í síma 15185 og eins eru teknar pantanir f veitingahúsinu í Kvosinni. Þar er síminn 11340. Neskirkja - félagsstarf aldraðra Félagsstarf aldraðra í Neskirkju. Sam- verustund á morgun, laugardaginn 17. október kl. 15:00. Gestur verður Ketill Larsen, sem m.a. sýnir myndir og segir frá heimsreisu sinni. Málfreyjudeildin íris - Hafnarfirði Málfreyjudeildin íris t Hafnarfirði heldur kynningarfund á starfsemi sinni laugardaginn 17. október kl. 15:00 í húsi Slysa- varnafélagsins að Hjallahrauni 9. DART ölkeldumótið i pílukasti Mótið verður haldið í Ölkeldunni, Laugavegi 22 (2. hæð), laugardaginn 17. október og sunnudaginn 18. október kl. 11:00-17:00. Úrslit verða leikin 24. okt. kl. 13:00- 17:00. Peningaverðla'un ogverðlaunapen- ingar. Islandsmót l.P.F. verður haldið 7. og 8. nóvember. Allir velkomnir. lslenska pílukastfélagið Málfreyjur funda í Kópavogi Ráðsfundur Málfreyja á lslandi verður haldinn laugardaginn 17. okt. í Félags- heimili Kópavogs kl. 11:00 Gestgjafarnir eru M.f.d. Fífa, Kópavogi. Meðal dagskrárefnis á fundinum verð- ur fræðsla: Um raddbeitingu og framsögn. Leiðbeinandi er Ragnheiður Steindórsdóttir. Einnig verður fræðsla um ræðukeppnir og óundirbúnar ræður. Leiðbeinandi Sigrún Sigurðardóttir M.f.d. Fífa Kópavogi. Mætið stundvís- lega. Gestir eru velkomnir á fundinn. Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga gönguklúbbs Frístundahópsins Hana nú í Kópavogi verður 17. október. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10:00. Gengið verður hvernig sem viðrar. Búið ykkur vel. Nýlagað kaffi á könnunni. Allir velkomn- ir. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík stend- ur fyrir félagsvist ( Félagsheimilinu Skeif- unni 17 laugardaginn 17. október kl. 14:00. Allir velkomnir. Outi Heiskanen sýnir í Norræna húsinu Finnski grafíklistamaðurinn Outi Hei- skanen opnar sýningu á verkum sínum í anddyri Norræna hússins laugardaginn 17. október kl. 15:00. Outi Heiskanen hefur sýnt áður hér á landi, bæði í Norræna húsinu og í Gallerí Langbrók, auk þess sem hún átti verk á sýningunni Graphica Atlantica á Kjar- valsstöðum í fyrra. Hún fæddist árið 1937 í Mikkeli og stundaði nám við Listahá- skóla Finnlands 1966-’69. Síðan hefur hún haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum í Finnlandi og víða um heim. Outi Heiskanen er meðal þekktustu myndlistarmanna Finnlands og var valin Listamaður ársins í Helsinki 1986. Hún verður sjálf viðstödd opnun sýningarinnar kl. 15:00 á laugardaginn. Sýningin er opin daglega kl. 09:00- 17:00 og henni lýkur 1. nóvember. Sýningar í Gallerí Borg Nú hafa verið ákveðnar sýningar í Gallerí Borg fram í desembermánuð. Sýningar í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9 á þessum vikum eru eftirfarandi: 15.-27. okt. Kjartan Guðjónsson 29.okt.-10. nóv. Karl Kvaran 12.-24. nóv. Jóhanna K. Yngvad. 26.nóv,- 8. desember Louisa Matthías- dóttir. Sýning í Slúnkaríki á ísafirði Laugardaginn 17. október hefst sýning á olíu-pastelmyndum eftir Kristin Guðbrand Harðarson. Sýningin hefst kl. 16:00. Hún stendur yfir til mánaðamóta. Slúnkaríki er opið fimmtud. til sunnud. kl. 16:00-18:00. Árbæjarsafn Frá 1. október verður Árbæjarsafn aðeins opið eftir samkomulagi. Upplýs- ingar í síma 84412 kl. 09:00-16:00. Opnuð hefur verið Haustsýning Ás- grímssafns í Ásgrímssafni að Bergstaða- stræti 74, sem hýsir heimili og vinnustofu málarans auk listaverkasafns þess sem hann gaf íslensku þjóðinni. Árlega eru settar upp í safninu þrjár sýningar, sýndar eru 30-40 myndir í senn og áhersla lögð á að hafa sýningarnar sem fjölbreytilegastar, bæði að inntaki og efni. Að þessu sinni hafa verið valdar til sýningar í vinnustofu málarans, á efri hæð hússins, landslagsmyndir, málaðará Þing- völlum og í nágrenni Reykjavíkur að vetrarlagi við mismunandi birtuskilyrði. í heimili málarans á neðri hæð hússins hafa verið dregnar fram þjóðsagnamynd- ir, pennateikningar og krítarmyndir, þar sem Ásgrímur gefur frásagnarandanum lausan tauminn, oft með mikilli kímni. Aðgangur að sýningunni cr ókeypis. Ásgrímssafn verður í vetur opið sem hér segir: Sunnudaga, þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 13:30-16:00. Þar eru einnig seld hin vönduðu listaverkakort safnsins og kemur jólakort 1987 út um miðjan októ- ber. Málþing STÍL og afmælishóf í tilefni tveggja ára afmælis STlL - Samtaka tungumálakennara á Islandi - munu samtökin gangast fyrir málþingi á morgun, laugardaginn 17. októbcr í Ris- inu, Hverfisgötu 105. Dagskráin hefst kl. 10:00 og lýkur með afmælishófi milli kl. 17:00 og 19:00. Málþingið ber yfirskriftina „Tungu- málakennsla á lslandi - Hvert stefnum við ?“ og verða þar flutt framsöguerindi um hina ýmsu þætti tungumálakennslu. Á eftir verða frjálsar umræður. Tungumálakennarar eru eindregið hvattir til að mæta og deila reynslu sinni og skoðunum. Stjórn STÍL Minningarsjóður Einars á Einarsstöðum Vinir Einars á Einarsstöðum, sem lést fyrir nokkru, stofnuðu um hann minning- arsjóð. Þeir benda á þann sjóð til áheita fyrir þá sem vilja heiðra minningu hans og styrkja eftirlifandi konu hans. Sjóðurinn er varðveittur við Útibú Landsbunka fslands á Húsavík og er nr.5460. Háskólafyrirlestur Jörgen Dines Johansen, prófessor í bókmenntafræði við háskólann í Óðin- svéum, flytur fyrirlestur í boði heim- spekideildar Háskóla lslands laugardag- inn 17. október kl. 14:00 í stofu 101 í Lögbergi. Fyrirlesturinn fjallar um táknfræði í bókmenntum og nefnist „Semiotik og litteraturen". Prófessor Jörgen Dines Johansen er meðal þekktustu fræðimanna í heiminum á sviði táknfræði og sálgreiningar í bók- menntum. Hann hefur síðustu árin fengist við rannsóknir á táknfræði Charles Sand- ers Peirce og þá sérstaklega hvernig nota má hana í bókmenntatúlkun. Eftir hann liggja ýmis rit og fræðigreinar, svo sem Psykoanalyse, tekstteori, litteratur (1977) og væntanlegt er rit um Peirce. Fyrirlesturinn verður fluttur á dönsku og er öllum opinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.