Tíminn - 17.10.1987, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. október 1987
Tíminn 9
fiskmörkuðum, jafnvel af sínum
eigin skipum, eða leggja upp
laupana ella.
M.ö.o.: Það er stefnt að nýj-
um framleiðsluháttum og nýju
búsetumynstri, eins konar bylt-
ingu í anda nýkapítalismans.
Það er einfaldlega svo komið að
ráðandi öfl í þjóðfélaginu, hvort
heldur það eru þeir sem telja sig
málsvara launamanna, - margir
hverjir - eða forsvarsmenn at-
vinnulífsins, eru að gefast upp á
félagshyggju. Þessi uppgjöf er
auðvitað átakanlegust þegar hún
heltekur félagshyggjufólkið
sjálft, en þess gerast nú æ fleiri
dæmi.
Útlendingar
í bröggum
Það er einnig til marks um
þann virðingarskort sem fram-
leiðslustörfin verða nú að þola
samfara uppsveiflu markaðs-
hyggjunnar og nýkapítalismans,
að atvinnurekendur gera kröfu
til þess að fá að flytja inn erlent
vinnuafl og kasa það í bröggum
og bráðabirgðaskýlum hér og
þar um landið í stað þess að
vinna að því að gera framleiðslu-
og verksmiðjustörf að sæmandi
atvinnu fyrir íslenskt verkafólk
með manneskjulegri vinnutil-
högun og hóflegum vinnutíma
sem hæfir erfiðri álagsvinnu.
Atvinnulífið ætti að hafa þeim
mun meiri möguleika til að búa
vel að verkafólki og greiða því
gott kaup, þegar því er sífellt
spáð að líkamleg vinna hljóti að
dragast saman vegna framfara í
tæknibúnaði og sjálfvirkni. Erf-
iðismennirnir verða þá ekki
lengur fjölmenn stétt, heldur
fámennishópur sem auðvelt yrði
að gera vel við.
Það er löngu tímabært að
stjórnmálamenn, forystumenn
verkalýðshreyfingarinnar og at-
vinnurekendur geri sér grein
fyrir til hvers það muni leiða, ef
fólkið flýr framleiðslustörfin, og
þá ekki síður að átta sig á hvers
vegna unga fólkið fráfælist þessi
störf - sem það gerir.
Efnahagsráðstafanir
Meðal atburða þeirrar viku
sem nú er að líða ber hæst þá
yfirlýsingu sem ríkisstjórnin
sendi frá sér varðandi ráðstafan-
ir í efnahagsmálum. Ýmsir láta
eins og þessar ráðstafanir komi
á óvart. Slík afstaða á sér auðvit-
að engin rök, því að hver sá sem
fylgst hefur með þróun efna-
hagsmála síðustu mánaða þurfti
ekki að fara í grafgötur um að
ríkisstjórninni var nauðsyn að
gera ráðstafanir til þess að
sporna við þenslunni og verð-
bólguhættunni. Auk þess hefur
ekki skort hvatningu og jafnvel
upphrópanir varðandi opinberar
efnahagsaðgerðir og er naumast
ástæða til annars en fagna því í
sjálfu sér að ríkisstjórnin hefur
ekki dregið að taka til hendinni
í þessu efni.
Breyttar forsendur
í meginatriðum eru fýrirhugaðar
efnahagsráðstafanir eðlilegar og
réttmætar miðað við aðstæður.
Það getur m.a. ekki talist óeðli-
legt þótt ríkisstjórnin hafi kom-
ist að þeirri niðurstöðu að breyta
fjárlagastefnunni á þann veg að
leggja fram hallalaust fjárlaga-
frumvarp í stað þess að eyða
fjárlagahallanum í áföngum á
þremur árum eins og áður hafði
verið ákveðið. Þensluástandið,
sem vaxið hefur með hverri viku
síðan stjórnarmyndunarviðræð-
ur fóru fram fyrir alvöru í júní-
mánuði síðastliðnum, hefur
breytt ýmsum forsendum þeirrar
stefnu að afgreiða fjárlög með
halla. Það var því rétt metið að
ákveða stefnubreytingu að þessu
leyti, þ.e. að draga úr ríkissjóðs-
hallanum örar og fyrr en áður
hafði verið um rætt.
Endurskoðun
tekj uöflunarstefnu
Hinu er ekki að leyna að
fjárlagastefnan þarf þar fyrir
ekki að vera rétt í öðrum grein-
um. Fjáröflunarkerfi ríkissjóðs
er meira og minna í molum. Það
er brýnt að taka tekjuöflunar-
stefnu ríkisins til endurskoðunar
og stefna að frambúðarlausn í
skattamálum, bæði hvað varðar
álagningu og skattstofna og
skattaeftirlit. Hvernig breyta
skuli tekjuöflunarkerfinu til
frambúðar hefur þó ekki verið
rætt að neinu gagni í hópi stuðn-
ingsliðs ríkisstjórnarinnar, enda
hafa þingflokkarnir ekki meira
en svo tekið til starfa og alls ekki
samræmt sjónarmið sín í þeim
efnum.
Þótt nú hafi verið ákveðið að
auka nokkuð skattatekjur og
aðrar ríkissjóðstekjur sem lið í
því að eyða ríkissjóðshallanum,
þá er hvorki nógu langt gengið í
þeim efnum, né með neinum
frambúðaraðferðum. Hallann á
ríkissjóði á einnig að jafna að
stórum hluta með lækkun ríkis-
útgjalda til opinberra fram-
kvæmda langt umfram það sem
eðlilegt getur talist.
Opinber fjárfesting
Þessi lækkun framkvæmdaút-
gjalda hjá ríkissjóði hlýtur að
vera mjög umdeilanleg, því að
ekki verður séð t.d. að fjárfest-
ing hins opinbera eigi neinn þátt
í þeirri fjárfestingar- og fram-
kvæmdaþenslu sem nú er í land-
inu nema síður sé. Fram-
kvæmdagleðin og fjárfestinga-
kapphlaupið einkennir fyrst og
fremst athafnasviðið utan ríkis-
geirans. Þenslan stafar af því að
atvinnurekendur og innflytjend-
ur hafa notfært sér aukna kaup-
getu og frelsi í lánsfjármálum til
hins ýtrasta.
Ríkisframkvæmdir hafa á
hinn bóginn alltaf verið að drag-
ast saman og í ýmsum tilfellum
svo, að ekki getur talist eðlilegt.
Það eru margs konar fram-
kvæmdir á vegum hins opinbera
sem óviðunandi er að séu sífellt
látnar sitja á hakanum í stað
þess að ætla þeim aukið rúm í
þeirri uppbyggingu sem þjóðin
verður að standa að. Þar kemur
margt til greina, m.a. hafnar-
gerð og úrbætur á flugvöllum.
Það á langt í land að hafnargerð
sé komin í viðunandi horf, svo
að verkefnin á því sviði eru
ótæmandi. Flugvallagerð er allt-
of víða mjög ófullkomin og ekki
í neinu samræmi við mikilvægi
flugsamgangna hér á landi.
Hagsmunir
landsbyggðar
Hafnamál og flugvallagerð
skipta landsbyggðina fyrst og
fremst miklu, auk vegafram-
kvæmda, og aðhaldssemi í
hafna- og flugvallaframkvæmd-
um kemur því harðast við fólkið
á landsbyggðinni. Alþingi hefur
markað þá stefnu með lögum og
viljayfirlýsingum að þessi mál
hafi forgang á sviði fram-
kvæmda, en verði ekki kæfð í
stjórnlausu fjárfestingakapp-
hlaupi í gróðaskyni. Þess verður
að gæta, að þótt nauðsynlegt sé
að draga úr framkvæmdagleði
og offjárfestingu, þá má sú við-
leitni ekki enda í þeim öfgum að
samdrátturinn verði mestur í
opinberum framkvæmdum sem
ekki valda þenslunni. Sam-
neyslustefnunni á ekki að fórna,
þótt leitast sé við að hafa hemií
á fjárfestingu og framkvæmdum í
þjóðarbúskapnum í heild.
Sumt af því sem sjá má í þessu
fjárlagafrumvarpi er líkara geð-
þóttaákvörðunum en að um þær
hafi orðið eiginlegt samkomulag
í ríkisstjórninni, hvað þá að
þingflokkarnir hafi sagt sitt álit.
Þetta fjárlagafrumvarp verður
því umdeilt, þegar það kemur til
meðferðar þingsins og fjárveit-
inganefndar, ekki vegna megin-
markmiðsins heldur umdeilan-
legra aðferða við að ná mark-
miðinu.
Nauðsyn
samráðsstefnu
Þrátt fyrir þessar athugasemd-
ir sem m.a. varða þann mun sem
verður að gera á fjárfestingar-
kapphlaupi þeirra sem vilja
græða á ástandinu eins og það er
og nauðsynlegum framkvæmd-
um á sviði félagslegra framfara
og samneyslu, þá er ljóst að
efnahagsaðgerðir voru nauðsyn-
legar, og því verður að treysta
að þær leiði að lokum til þess
sem að er stefnt að draga úr
þenslu og verðbólguhættu.
A.m.k. er fráleitt að dæma þess-
ar aðgerðir í heild fyrirfram sem
óhæfar, enda engin skilyrði til
þess að kveða upp slíka dóma.
Hins vegar er nauðsynlegt, eins
og Tíminn hefur sí og æ bent á
að undanförnu, að nú er tíma-
bært að endurvekja samráðs-
stefnuna frá því febrúar 1986.
Ríkisstjórninni og aðilum vinnu-
markaðarins ber pólitísk skylda
til að hafa samráð um framhald
efnahagsstefnunnar og kjara-
málastefnunnar, sem auðvitað
eru samofin mál.
„Umgjörðin“ engin
gaddavírsgirðing
Víst er það rétt sem segir í
yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að
stefnumörkun hennar nú í efna-
hagsmálum setur efnahagslífinu
og aðilum vinnumarkaðarins
„almenna starfsumgjörð“ eins
og það er orðað. En það losar
hvorki ríkisstjórnina né aðila
vinnumarkaðarins undan þeirri
skyldu að hafa formleg samráð
um þróun mála. Árangur efna-
hagsaðgerða af hálfu hins opin-
bera er í reynd undir því kominn
hvernig þjóðin bregst við þeim,
m.a. hvernig forystumenn
frjálsra hagsmunasamtaka taka
þeim. Auðvitað eiga hagsmuna-
samtökin sinn rétt til að sveigja
þessa „umgjörð" eitthvað til,
hún er engin gaddavírsgirðing
sem slegið er kringum kjaramál-
in og efnahagslífið einu sinni
fyrir allt.