Tíminn - 18.11.1987, Qupperneq 4
4 Tíminn
Miðvikudagur 18. nóvember 1987
Skrifstofustjóri
Tíminn óskar að ráða skrifstofu-
stjóra. Upplýsingar gefur fram-
kvæmdastjóri í síma 686300.
Tíminn
Miðstjórnarfundur SUF
Miöstjórnarfundur Sambands ungra framsóknarmanna veröur hald-
inn í Reykjavík laugardaginn 28. nóv. n.k.
Dagskrá nánar auglýst síðar.
Stjórnin.
Seltirningar
Aöalfundur Framsóknarfélags Seltjarnarness veröur haldinn mánu-
daginn 23. nóvember kl. 20.30 í Félagsheimili Seltjarnarness (efri sal)
Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa á kjördæmisþing 29. nóv.
3. Framnesiö.
4. Stjórnmálaumræður, Jóhann Einvarösson þingmaöur,
Níels Árni Lund varaþingmaður.
Félagar fjölmennið. Nýir félagar velkomnir
Stjórnin.
Kjördæmisþing í Reykjanesi
Kjördæmisþing framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi veröur hald-
ið sunnudaginn 29. nóv. 1987 kl. 10 aö Garðaholti í Garðabæ.
Reykjanes
Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjaneskjör-
dæmi er opin að Hamraborg 5, Kópavogi kl. 17-19 alla virka daga og
kl. 17-21 á þriðjudögum. Sími 43222.
Stjórnin.
Vesturland
Skrifstofa kjördæmissambandsins Brákarbraut 1, Borgarnesi veröur
opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00-17.00. Sími 71633
og sími utan skrifstofutíma 51275.
Stjórnin
Sauðárkróksbúar
Framsóknarfólk muniö aðalfundinn fimmtudaginn 19.11. kl. 20.30 að
Suðurgötu 3. Stefán Guðmundsson alþingismaður kemur á fundinn.
Framsóknarfélag Sauðárkróks.
Kjördæmisþing framsóknarmanna í
Norðurlandskjördæmi vestra
verður haldið í Félagsheimilinu á Blönduósi dagana 28.-29. nóv. n.k.
Þingið hefst á laugardag kl. 13.
Dagskrá auglýst síðar.
Tvær þingsályktunartillögur Unnar Stefánsdóttur o.fl.:
Sjávarútvegsskóli
í Vestmannaeyjum
í þingsályktunartillögu sem Unn-
ur Stefánsdóttir (F.Su.) mælti fyrir í
sameinuðu Alþingi er lagt til að
rfkisstjórnin kanni möguleika á því
að stofna sjávarútvegsskóla í Vest-
mannaeyjum.
í ræðu sinni vísaði þingmaðurinn
til niðurstöðu starfshóps á vegum
menntamálaráðherra og sjávarút-
vegsráðherra, þar sem bent er á
æskileika þess að sameina Vélskól-
ann, Stýrimannaskólann og Fisk-
vinnsluskólann undir einn hatt og
bæta þar við nýjum námsbrautum,
s.s. á sviði fiskeldis og endur-
menntunar. Yrði hlutverk samein-
aða skólans að fullnægja þörf sjávar-
útvegsgreina fyrir sérhæft starfsfólk,
starfshópurinn telur eðlilegt að skól-
inn starfi á framhaldsskólastigi og
útskrift úr honum opni leið til há-
skólanáms, kjósi nemendur það.
Tók þingmaðurinn undirþetta álit
og minnti á nauðsyn þess að betri
skipan komist á menntunarmál sjá-
varútvegsins. Staðsetning slíkrar
menntastofnunar skipti miklu máli,
því náin tengsl við atvinnugreinina
sé nauðsynleg og að nemendur sem
kennarar hafi greiðan aðgang að
öllum greinum sjávarútvegsins.
Unnur sagði að Vestmannaeyjar
uppfylltu öll þessi skilyrði, því í
þessari langstærstu verstöð landsins
Unnur Stefánsdóttir
sé að finna flest það sem nýjast er og
fullkomnast í sjávarútvegi hér á
landi. Þá sé í Vestmannaeyjum að
finna nokkurn grunn til að byggja á,
því þar sé starfandi stýrimannaskóli
og vélskóli við framhaldsskólann.
Tengdi þingmaðurinn tillöguna
byggðamálum og sagði að líta mætti
á staðsetningu slíks skóla í Vest-
mannaeyjum sem mikilvægt skref til
jafnvægis í byggðamálum eins og
ríkisstjórnin hefði gefið fyrirheit um
að gera átak í.
Unnur Stefánsdóttir mælti einnig
fyrir annarri þingsályktunartillögu
sinni á Alþingi í gær. Sú tillaga felur
í sér áskorun á ríkisstjórnina að
vinna að mótun opinberrar ferðam-
álastefnu og í því skyni verði hraðað
störfum nefndar sem skipuð var í
júnímánuði sl. til þess að undirbúa
slíka stefnumótun.
í ræðu sinni minnti þingmaðurinn
á þá hröðu þróun sem hefði verið í
þessari atvinnugrein á undanförnum
árum, en um 15% meðalaukningu
hefði verið að ræða milli ára frá
1980. Nauðsyn opinberrar ferða-
málastefnu væri því orðin mjög
brýn, upplýsingar væru fyrir hendi
og því ekki eftir neinu að bíða.
Nefndi þingmaðurinn síðan ýmis
atriði sem slík stefna þyrfti að taka
til, s.s. stuðning hins opinbera við
fjárfestingar og skipulag á sviði
ferðamála, fræðslumál atvinnugrein-
arinnar, kynningamál, verndun
landsins og umgengni o.fl.
ÞÆÓ
Aflinn fyrstu 10 mánuöina:
30.000 tonnum meira
af þorski en í fyrra
Fyrstu 10 mánuði þessa árs hafa
landsmenn veitt tæplega 30.000
tonnum meira af þorski en þeir
höfðu gert á sama tíma í fyrra.
Heildarþorskaflinn í lok október var
orðinn 336.131 tonn, en var á sama
tíina í fyrra 307.351 tonn.
í októbersíðast liðnum voru veidd
14.955 tonn af þorski, á móti 13.653
tonnum í október 1986. Bátar hafa
veitt 5.838 tonn, en veiddu 3.695
tonn í fyrra og togarar veiddu í
október þessa árs 9.117 tonn, en
veiddu 9.958 tonn í október síðasta
árs. Það sem af er árinu hafa bátar
hins vegar veitt 168.247 tonn af
þorski, á móti 157.710 tonnum í
fyrra og togarar 167.884 tonn á móti
149.641 tonni á síðasta ári.
Samtals veiddu bátar 64.017 tonn
af öllum afla í október, en 129.733
tonn í fyrra, og munar um að þá voru
komin 106.598 tonn af loðnu á land.
í október þessa árs voru hins vegar
aðeins kontin 25.500 tonn af loðnu á
land.
Togarar veiddu 24.180 tonn af
öllum afla í október þessa árs, en
23.865 tonn í sama mánuði 1986.
Heildarafli allra skipa í október
þessa árs var 88.197 tonn, en var
153.598 tonn í október í fyrra.
Vestmannaeyingar eru langfeng-
sælastir Islendinga fyrstu 10 mánuði
þessa árs, en þá voru komin 152.292
tonn á land þar og munar mest um
rúm hundraðþúsund tonn af loðnu.
Ef litið er yfir landshluta, þá hafa
Austfirðingar veitt 301.597 tonn af
öllum afla, Reyknesingar 225.545
tonn og Norðlendingar 218.950
tonn.
- SÓL
Gjöf til Landspítalans
Nýlega afhentu félagar í Lions-
klúbbnum Viðarri hjartadeild Land-
spítalans að gjöf hjartaratsjá sem
notuð er til að fylgjast með hjart-
slætti og blóðþrýstingi sjúklinga.
Þetta er í þriðja sinn sem klúbburinn
gefur hjartagæslutæki til Landspítal-
ans og hefur fé verið safnað með
merkjasölu og öðrum fjáröflunar-
leiðum. Á síðasta ári aflaði klúbbur-
inn fjár með útgáfu almanaka. Fyrir
hönd klúbbsins afhenti Helgi Gunn-
arsson formaður síðasta starfsárs
gjöfina og sagðist vona hún nýttist
hjartasjúkum í framtíðinni.
Kristján Egilsson læknir hjarta-
deildar veitti gjöfinni viðtöku. Hann
sagði að tæki sem þetta hefðu fyrst
komið fram fyrir um það bil 20 árum
og það hafi gjörbreytt aðstöðu gegn
bráðri kransæðastíflu enda gæfu þau
til kynna allar truflanir á hjartslætti
sjúklinga. Þá þakkaði hann Lions-
klúbbnum Víðarri veittan stuðning
við hjartasjúka og óskaði klúbbnum
allra heilla.
Um tuttugu klúbbfélagar voru við-
staddir afhendingu gjafarinnar, þar
á meðal Guðmundur Bjarnason heil-
brigðis og tryggingaráðherra sem er
einn af félögum í Lionsklúbbnum
Víðarri.