Tíminn - 18.11.1987, Qupperneq 5
Miðvikudagur 18. nóvember 1987
Tíminn 5
Páll í Polarisog Óttar Yngvason hafagerttilboðsem ekki er hægt að hafna:
Hæstbjóðanda seld á
og lendur Thorsættar
Thor Jensen sem eignaðist veiðiréttinn í Haffjarðará áríð 1919.
Tilboð hefur borist í jarðeignir
Thors settarinnar í Snæfellsness- og
Hnappadalssýslu og fylgir veiði-
réttur í Haffjarðará og Oddastaða-
vatni, en vegna þessara jarða hafa
farið fram margslungin málaferli
að undanförnu. Hefur þar Óttar
Yngvason, lögmaður, gengið fram
fyrir skjöldu eigenda. Hann ásamt
Páli Jónssyni í Polaris hefur nú gert
tilboð í eignirnar og er það sagt svo
hagstætt að eigendur hyggist ganga
að því svo fremi hrepparnir tveir,
Kolbeinsstaðahreppur og Eyja-
hreppur, og ábúendur fjögurra
jarðanna nýti ekki forkaupsrétt
sinn.
Veiðirétturinn heillar
Um er að tefla tíu jarðir samtals,
Oddastaðavatn og Haffjarðará
sem telst til betri laxveiðiáa á
landinu. Mál þetta var lagt fyrir
oddvita hreppanna á mánudag og
hafa þeir fjögurra vikna frest til að
gera upp hug sinn varðandi kaupin.
Sveitungar eru sagðir vilja allt til
vinna að jarðirnar falli í skaut
hreppanna en ekki fyrrgreindra
aðila, en Guðmundur Albertsson,
oddviti Kolbeinsstaðahrepps,
sagði að til þess að það mætti
heppnast þyrfti aðstoð afar fjár-
sterks aðila. Hrepparnir gætu ekki
einir sér boðið betur en Óttar
Yngvason og Páll Jónsson, sem
augljóslega sækjast eftir arði af
veiðirétti í ánni, en flestar jarðimar
hafa ekki verið nýttar til búskapar
svo árum skiptir og hafa engan
fullvirðisrétt.
Jarðabók Árna og Páls
Veiðiréttur sá er Thor Jensen
keypti af Landssjóði 1919 í Haf-
fjarðará var upphaflega í eign Hít-
ardalskirkju sbr. Jarðabók Árna
Magnússonar og Páls Vídalíns.
Par er tekið fram hvaða bæir megi
hafa not af ánni. Veiðiréttarítaks
er getið m.a. í máldaga Hítardals
sem talinn er vera frá 1354 og er
þar sagt að Hítardalur eigi laxveiði
að helmingi í Haffjarðará. Þá hafi
heimilisfólk að Ytra-Rauðamel
veitt lax og silung en ekki átölu-
laust af Hítardalsmönnum. Deilur
vegna veiðiréttar í Haffjarðará eru
því ekki nýjar af nálinni.
Thor Jensen festi kaup á hverri
jörðinni við Haffjarðará á fætur
annarri og loks veiðirétt árið 1919.
Síðar afsalar hann eignum sínum
til sonar síns, Richards Thors,
1940, og þaðan eru þær komnar í
eigu bama hans sem eru núverandi
eigendur að jörðum og veiðirétti.
Veiðiítök í lönd þeirra jarða
sem liggj a að Haffj arðará og Ödda-
staðavatni féllu öll niður þegar
eignarhald veiðiítaksins og við-
komandi jarðar komst á eina hendi
og breytir í því efni engu þó
veiðiréttur í ánni hafi frá því í
fasteignamati 1931 verið metinn
sérstaklega skv. lögum um fast-
eignamat. 1982 var mat árinnar
fjórfaldað og hærri skattar runnu
til hreppanna. Það er eini arður
hreppanna af ánni, en ágóði af sölu
veiðileyfa hefur runnið til eigenda.
Er ráðgert að meta ána á ný innan
tíðar.
Ekki hugmynd
Nú kemur til álita að Páll og
Óttar kaupi allar jarðir sem liggja
að Haffjarðará og Oddastaðavatni
og fylgir veiðiréttur í hvoru
tveggja. Páll hefur haft Laxá í Kjós
á leigu undanfarin ár en vegna
ágreinings við landeigendur um
verð á Laxá missti hann hana nú í
haust.
Til að grennslast fyrir um fyrir-
huguð kaup hafði Tíminn samband
við Óttar Yngvason, lögmann,
talsmann núverandi eigenda og
annan þeirra er hyggur á kaup á
jörðunum: „Pess er aðeins beðið
hvort hreppamir og ábúendur
hyggist nýta sér forkaupsréttinn.
Þetta mál stendur ekkert öðru
vísi.“
Óttar hefur að öllum líkindum
ekkert viljað segja um að hann hafi
við annan mann gert tilboð í þessar
jarðir, því að hann sagðist ekki
hafa hugboð um hverjir kaupendur
gætu verið. „Þú verður að hafa
samband við annan um það,“ sagði
Óttar.
Töluverður ágreiningur
Guðmundur Albertsson að
Heggsstöðum, oddviti í Kolbeins-
staðahreppi, sagði að enginn for-
mlegur fundur hefði farið fram
með honum og oddvita Eyja-
hrepps, Svans Guðmundssonar í
Dalsmynni, um þetta mál, en vissu-
lega hefðu þeir rætt saman. Málið
hefði borist til þeirra á mánudag og
væri að mörgu að hyggja í sam-
bandi við það.
„Við höfum nú ekki gert upp
hug okkar varðandi þetta," sagði
Guðmundur og að meira þyrfti til
en óskir oddvitanna og íbúa í
sveitinni. “Við höfum lögum skv.
fjögurra vikna frest til að gera
afstöðu okkar heyrinkunna. Til
sölu eru tíu jarðir, áin og vatnið og
allt það sem með fylgir. En það er
töluverður ágreiningur um þetta,
sem hefur staðið lengi. Það er t.d.
ekkert veiðifélag þarna og hefur
ekki fengist stofnað. Eigendurhafa
ekki viðurkennt aðra aðila þarna
en sjálfa sig og á því verður
áreiðanlega engin breyting með
þeim sem nú gera boð til jarðanna,
- altént ekki til batnaðar. Það eru
engir nýir menn sem koma til
skjalanna. Þar er Óttar Yngvason,
sem hefur staðið fyrir öllum undan-
gengnum deilum."
Stenst tilboðið að lögum?
í tilboðinu segir að nýir eigendur
séu kunnugir öllum deilumálum og
taki við þeim úr höndum eigenda
af ætt Thors. Páll Jónsson hefur þó
ekki verið riðinn við málin áður.
Guðmundur Albertsson hefur
sent kauptilboðið til lögfræðings
síns, sem hefur rannsakað undan-
gengin málaferli. „Það er náttúr-
lega óvanalegt að eignir í tveimur
hreppum séu boðnar til kaups í
einu lagi og ósundurliðaðar. Það er
ef til vill hæpið að það standist að
lögum. Þetta er verið að athuga.
Síðan eru fjórar jarðir í ábúð, en
ábúendur eiga forkaupsrétt fram
yfir hreppana. En verði forkaups-
réttur ekki nýttur fara jarðirnar í
eigu Óttars og Páls. Eigendur hafa
gengið að tilboði þeirra."
Guðmundur sagðist nú vera að
athuga hvort vilji væri fyrir því í
hreppunum að kaupa jarðirnar og
möguleika fyrir því.
Miklir fjármunir í veði
„Tilboðið er að sjálfsögðu ekki
sett fram með það fyrir augum að
hreppunum sé hagræði að því að
kaupa. Það eru miklir fjármunir í
veði. En þarna eru tíu jarðir sem
sumar hverjar eru einskis virði til
búskapar eða mannlífs og aðrar að
fara sömu leið. Eigendur hafa
aðeins hugsað um að taka til sín
arð af veiðinni."
Á meðan hafa nytjajarðirdrabb-
ast niður að sögn oddvitans og
misst fullvirðisrétt. Til að hefja
búskap á þeim aftur yrði að reisa
nýjar búgreinar frá grunni. Raun-
verulegur arður af jörðum er því
aðeins af seldum laxveiðileyfum
svo sem staðan er nú.
„Fyrir lítil sveitarfélög eins og
þessi tvö er það óhemju blóðtaka
þegar tíu jarðir falla út á þennan
hátt hvort sem litið er á það í
fjárhagslegu eða félagslegu sjónar-
miði. En Óttar vill ekki sleppa af
þessu hendinni og hann hefur ráðið
ferðinni síðasta áratug. Það er
ugglaust gott ástand hjá honum
núna til að fjármagna þessi kaup,
því að hann hefur verið með annan
fótinn í útgerð og útflutningi á
rækju o.fl. Það hefur gefið vel af
sér undanfarið.
Tilboðið er það hagstætt fyrir
eigendur að útilokað er fyrir hrepp-
ana að bjóða sams konar kjör
nema með því að gera samning við
einhverja fjársterka aðila fyrst.
Tilboðið er langtum hærra en
hrepparnir eiga nokkra möguleika
til að ráða við. þj
Umræðan um lánsfjárlagafrumvarpið:
Verðbréfamarkaðurinn
veltir 8 milljörðum
Það kom fram í máli Ásmundar
Stefánssonar (Ab.Rvk.) að verð-
bréfasjóðir hér á landi hafa vaxið úr
tæplega hálfum milljarðil984 í 3-4
milljarða í ár. Á sama tíma hafa
útistandandi skuldir á verðbréfa-
markaðinum vaxið í 6-8 milljarða.
Þannig að um næstu áramót verði
veltan á verðbréfamarkaðinum um
10 milljarðar á meðan velta banka-
kerfisins nemur um 70 milljörðum
króna.
Þama væri um stjómlausan mark-
að að ræða, sem koma þyrfti bönd-
um á og þar stæði ríkisstjórnin
aðgerðalaus.
Ásmundur gerði ýmsar aðrar at-
hugasemdir við lánsfjáráætlunina og
taldi að óheftur verðbréfamarkaður
o.fl. gerði það að verkum að litlar
líkur væri á að lánsfjárlögin stæðust.
En Jón Baldvin Hannibalsson
fj ármálaráðherra hafði ítrekað í
framsögu sinni þau meginmarkmið
ríkisstjórnarinnar að ná fram halla-
lausum fjárlögum með því m.a. að
draga úr erlendum lántökum ríkis-
sjóðs og leita í frekari mæli eftir
lánsfé innanlands.
Júlíus Sólnes (B.Rn.) sagði láns-
fjárlagafmmvarpið fela í sér
skynsamleg markmið, en vafasamt
væri að leiðir fjármálaráðherra þjón-
uðu því markmiði. Varaði hann við
hættunni á vaxtahækkun vegna auk-
innar lánsfjáröflunar á innlendum
lánamarkaði, því slíkar hækkanir
hefðu alvarleg áhrif á atvinnu-
reksturinn.
Guðrún Agnarsdóttir (Kvl.Rn.)
sagðist vilja innlenda lántöku, en
óttast svo snöggar breytingar, sér-
staklega vegna vaxtasprengingar.
Bar þingmaðurinn lánsfjárlagafmm-
varpið saman við niðurstöðu síðustu
lánsfjárlaga og taldi að litlar vonir
væru að það stæðist.
Guðmundur H. Garðarsson
(S.Rvk.) mótmælti því vantrausti á
einakageirann sem kæmi fram í
ræðum sumra manna, því samkvæmt
þeim væru skuldabréfaeigendur
gerðir að vafafólki. Miðstýring í
þessum efnum væri engin lausn.
Sagði hann að uppistaðan í verðbréf-
asjóðunum væri ríkisskuldabréf.
Ræddi þingmaðurinn fyrirhugaða
frystingu fjármálaráðherra á 500
m. kr. af lántökum úr lífeyrissj óðum,
þ.e. af því fjármagni sem skilar sér
umfram það sem nú er samið um í
krónutölu. Taldi hann slíka frystingu
óeðlilega.
Fjármálaráðherra svaraði síðan
framkominni gagnrýni. Sagðist hann
ekki hræðast vaxtahækkun, því að
frádregnum lánum til húsnæði-
skerfisins þá væri lántaka ríkissjóðs
hlutfallslega minni en verið hefði.
Sem andsvar við fullyrðingum Ás-
mundar Stefánssonar um hækkun
vegna væntanlegra breytinga á sölu-
skatti rakti fjármálaráðherra þær
breytingar, sem fyrirhugaðar eru á
tollatöxtum og vörugjaldi. En ætlað
er að sú breyting geti lækkað fram-
færsluvísitölu heimilanna um 1%,
en meðaltalsverðhækkunin á nauð-
synjum verði að meðaltali 1%, en
gripið verði til aðgerða til að stemma
áhrif þess á hina lægstlaunuðu.
ÞÆÓ