Tíminn - 18.11.1987, Síða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 18. nóvember 1987
Kjartan Jóhannsson, formaður milliþinganefndarinnar um skattamál:
Launþegar fá launin öll
Til greina kom hjá milliþinga-
nefnd að auka sköttun reiknaðra
tekna atvinnurekenda í ár frá því
sem sagt er til um í staðgreiðslu-
lögunum síðan í mars. Fjölmörg
ákvæði taka breytingum í tillögum
nefndarinnar, en almennur launþegi
sleppur við skattgreiðslur af launa-
tekjum þessa árs, án nokkurra áhrifa
af tekjuaukningu.
Kjartan Jóhannsson, alþingismað-
ur og formaður milliþinganefndar-
innar, sagði að það hefði verið
stefna Alþýðuflokksins að endur-
skoða álagningu á reiknaðar tekjur
atvinnurekenda, en slíkt hefði ekki
komið til framkvæmda vegna þess
að „árið er liðið“ og með því hefði
verið komið aftan að fólki. Milli-
þinganefnd þessi, sem skipuð var í
byrjun september s.l., hefur haft
afar knappan tíma til að endurskoða
ákvæði staðgreiðslulaganna, en er
að öllu leyti búin að skila af sér.
Hafa nefndarmenn lagt fram breyt-
ingartillögur í formi frumvarps til
laga um breytingar, varðandi tekju-
skattslögin, staðgreiðslulögin, gildis-
tökulögin og lögunum um tekju-
stofna sveitarfélaga. Auk þess hefur
nefndin lagt fram frumvarp um af-
nám húsnæðissparnaðarreikninga.
Varðandi auknar
tekjur á árinu
Launþegar sem bætt hafa við sig
launatekjum vegna yfirvinnu, stöðu-
hækkunar eða af öðrum ástæðum á
þessu ári, þurfa ekki að greiða
tekjuskatt af þeim tekjum né tekju-
aukanum. Er þá miðað við tillögur
nefndarinnar, en þær eiga eftir að
öðlast samþykki Alþingis í formi
frumvarps til laga. Gildir þetta líka
um aðrar launatengdar tekjur,
s.s.lífeyrisgreiðslur.
En tekjur af eignum þetta árið,
svo sem húsaleigutekjur, verða á
hinn bóginn skattlagðar. Einnig
verður lagður tekjuskattur á þær
reiknuðu tekjur atvinnurekenda sem
verða í ár umfram lánskjaravísitölu
og auk þess meiri en 25% hækkun
frá síðasta ári. Þannig geta atvinnu-
rekendur ekki reiknað sér tekjur af
rekstri sínum í ríkari mæli en gert
var ráð fyrir fyrr á ári án þess að
greiða af þeim skatt. Hagnaður af
rekstri fyrirtækja á þessu ári verður
og skattlagður samkvæmt tillögum
nefndarinnar.
Bamabætur
ársfjórðungslega
Samkvæmt lögunum frá í mars var
gert ráð fyrir því að bamabætur yrðu
greiddar út árlega. Nú er lagt til að
barnabætur verði greiddar út í upp-
hafi hvers ársfjórðungs miðað við
áætlaðar tekjur, en greiðslurnar
verði reiknaðar upp um mitt hvert
ár. Leiðrétting komi til útborgunar
eða frádráttar á seinni greiðslur
ársins.
Húsnæðisbætur og
vaxtaafsláttur
Annað nokkuð stórt atriði lag-
anna er að í staðinn fyrir vaxta-
frádrátt koma núna annaðhvort
húsnæðisbætur eða vaxtaafsláttur.
Nefndin leggur til að húsnæðisbæt-
umar nái til fólks sem keypt hefur
íbúð síðustu 10 árin, og er það
lengra tímabil en reiknað hefur verið
með til þessa. Þá verður fólki, sem
kaupir sína fyrstu íbúð eftir gildis-
töku laganna, gefinn kostur á að fá
greiddan út húsnæðisstyrk, með
ávísun frá Ríkissjóði einu sinni
næstu sex árin eftir að fyrsta íbúð er
keypt. Sagði Kjartan að vegna tals-
verðra breytinga á hjúskaparhögum
fólks nú orðið, hefði verið farin sú
leið að binda húsnæðisstyrkinn við
einstaklinga. Þannig fá hjón t.d.
hvortsinn bótaréttinn, en ekki sam-
eiginlegan rétt. Hver einstaklingur
getur því ekki tekið út þessar bætur
nema einu sinni á ævinni. Kemur
þetta til með að afnema að öllu leyti
vaxtafrádrátt þann sem húsbyggjend-
ur hafa notað til þessa. KB
Fjöldamargir gestir komu á afgreiðslustaði Samvinnubankans á aldarfjórðungsafmæli hans í gær.
(Tímamynd BREIN.)
Samvinnu-
bankinn
25 ára
Samvinnubanki íslands hf. átti 25
ára afmæli í gær. Bankinn var stofn-
aður þennan dag árið 1962, og
yfirtók þá Samvinnusparisjóðinn
sem áður hafði starfað í átta ár.
f gær var svo opnað 19. útibú
bankans, og er það á Höfn í Horna-
firði. Edvard Ragnarsson er útibús-
stjóri, og sagði hann að Homfirðing-
ar hefðu tekið bankanum ákaflega
vel, ungir og aldnir hefðu streymt
þangað og búið væri að opna fjölda
reikninga. Útibúið er í nýju húsi við
Hafnarbraut, sem innréttað var sér-
staklega fyrir bankann. Það verk
unnu iðnaðarmenn á staðnum, arki-
tekt var Homfírðingurinn Ámi
Kjartansson, og afgreiðslan er auk
þess skreytt málverkum eftir tvo
hornfirska listamenn, þá Bjarna
Henriksson og Rafn Eiríksson.
Afmælisins var svo einnig minnst
í gær á öllum afgreiðslustöðum
bankans. Þar vom tertur á borðum
fyrir viðskiptavini og aðra gesti.
Fjölmenni sótti bankann heim á
þessum tímamótum, og m.a. barst
honum mikið af blómum og heilla-
skeytum. -csig
46. Fiskiþingi framhaldið:
uraf
falli dollars
Annar dagur 46. Fiskiþings var í
gær og hófst hann með erindi Jóns
Ólafssonar haffræðings. Að því
loknu flutti dr. Grímur Þ. Valdi-
marsson forstjóri, erindi frá Rann-
sóknarstofnun fiskiðnaðarins. Þor-
steinn Gíslason, fiskimálastjóri,
flutti því næst skýrslu um síðasta
starfsár og kenndi þar margra
grasa. Ræddi hann um afkomu og
markaðsmál og sagði þar m.a. að
aukning aflaverðmætis í ár stefni í
8%, söluverð botnfiskafurða hafi
verið hagstætt, þó nokkurs óhugs
gæti vegna verðfalls dollarans,
óhagstætt verðlag á mjöli, lýsi,
rækju og hörpudiski og einnig.
fagnaði Þorsteinn samningum á
sölu saltsíldar. Hann fór einnig
orðum um fiskmarkaðina og sagði
að marktæk reynsla hefði ekki
fengist næg af þeim til að segja til
um hversu mikil áhrif þeir munu
hafa á fiskverð. Útgáfu- og
fræðslumál voru einnig reifuð í
skýrslu fiskimálastjóra. Að lokum
þakkaði Þorsteinn samstjórnarm-
önnum og þakkaði öllum ágæta
samvinnu og vel unnin störf.
Þegar fundur hófst aftur eftir
hádegi ræddi Jón Páll Halldórsson
um fræðslumál sjávarútvegsins og
undanþáguvandann og spunnust
nokkrar umræður um það meðal
þingfulltrúa. Stefán Runólfsson
fjallaði þá um frjálsa verðlagningu
á sjávarafla og verður því erindi og
umræðum um það gerð skil á
öðrum stað, sem og framsögu Jó-
hanns K. Sigurðssonar um afkomu
veiða og vinnslu og framsögu
Hjartar Hermannssonar um gáma-
útflutning.
í dag verða nefndarstörf en á
morgun og föstudag verður síðan
unnið úr því efni sem nefndir
leggja fram. -SÓL
Jóhann K. Sigurösson um frjálsa verðlagningu á sjávarafla:
Ég vil frekar
grunn en loft
Á Fiskiþinginu í gær flutti Stefán
Runólfsson framsögu um frjálsa
verðlagningu á sjávarafla. Stefán
sagði þetta eldfimt mál og auðveld-
ara væri að ná samstöðu um fisk-
veiðistefnuna í heild en þetta mál.
Minnti hann á að lagt hefði verið
til að verð yrði gefið frjálst gegn
því að Verðjöfnunarsjóður yrði
lagður niður. Það hefði ekki verið
gert, en þær greiðslur hefðu getað
komið fiskvinnslunni mjög til
góða.
„Það er kaldhæðni að það hafi
svo verið á aðalfundi LíÚ sem
samþykkt var að leggja Verðjöfn-
unarsjóð niður, en fulltrúi þeirra í
sjóðnum hefur barist manna mest
fyrir að hann verði ekki lagður
niður,“ sagði Stefán. Þá sagði hann
að seljendur fisks gætu valið um
kaupendur erlendis eða hérlendis,
en það gætu kaupendur ekki gert.
Fiskvinnslan væri að sligast undan
hækkunum, útgerð og sjómenn
tækju gróðann, en fiskvinnslan sæti
eftir. Því næst voru lesnar tillög-
ur fiskideilda. Austfirðingar töldu
frjálst fiskverð hafa verið fljótræði
og lögðu til að horfið yrði til fyrri
hátta. Það gerðu og Norðlendingar
og Vestlendingar. Vestfirðingar
sögðu fiskmarkaði ekki koma til
greina hjá sér vegna samgönguerf-
iðleika, en gámaútflutningur væri
hagræði, og mótmæltu 20% skerð-
ingu á kvóta vegna útflutnings.
Sunnlendingar vildu reyna frjálst
fiskverð í ár til viðbótar.
Nokkrar umræður spunnust um
þetta mál og sagði Guðjón A.
Kristjánsson, formaður FFSÍ, að
rétt mynd hefði ekki fengist og það
væru mistök að hverfa aftur til fyrri
hátta. Hilmar Rósmundsson frá
Vestmannaeyjum sagði eðlilegt að
aflinn yrði seldur þeim sem best
borgaði. Það gerðu fiskvinnslur,
enda hefðu þær oft ekki tök á
fullvinnslu. Stefán Runólfsson fór
aftur í pontu og minnti Hilmar á að
í Eyjum væri samningur við sjó-
menn um að flytja allt að 20%
aflans út. Jóhann K. Sigurðsson frá
Austfjörðum sagðist bera kápuna
á báðum öxlum og skammaðist sín
ekki, enda væri frjálst verð úti á
landi. „Ég vil frekar grunn en
loft,“ sagði hann og mælti með
afnámi. -SÓL