Tíminn - 18.11.1987, Side 8

Tíminn - 18.11.1987, Side 8
8 Tíminn Miövikudagur 18. nóvember 1987 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Auglýsingaverð kr. 400 pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 55.- kr. og 65. - kr. um helgar. Áskrift 600.- Hinn eilífi vandi Þau skrif sem vakist hafa upp út af tilhæfulausu slúðri um Stefán Jóhann Stefánsson, fyrrverandi forsætisráðherra, benda til þess að hin nýrri tegund blaðamennsku, sem kennd er við Water- gate, geti verið hættulegri fréttamönnum en þeim sem verið er að rannsaka. Rannsóknar- blaðamennska, eins og borið hefur við að hafi verið stunduð hér á landi hefur ekki aflað þeirri tegund fréttamennsku virðingar. Þegar Watergate var á döfinni var í raun leitað mikið víðtækari heimilda en hér viðgengst, og alls ekki látið sitja við upplýsingar frá einni heimild. Þetta er tímafrekt og dýrt og vart við því að búast að fjölmiðlar hér hafi tök og tækifæri til að sinna rannsóknarblaðamennsku með sama hætti og stórblöð erlendis. En hinn hetjulegi þáttur slíkrar blaðamennsku, þegar vel fer, heillar margan manninn. Komið hefur í ljós, að fréttastofa útvarps hafði frétt sína um Stefán Jóhann eftir norskum manni sem nefndur er sagnfræðingur, og gengið hefur um meðal íslenskra námsmanna með skjöl sem birtust á sínum tíma í Morgunblaðinu um viðskipti íslendinga og Bandaríkjamanna á árun- um fyrir 1950. f»að skjal, sem hefur orðið áhersluatriði í þessu máli, og vitnað hefur verið til bæði í útvarpi, sjónvarpi ríkisins og Þjóðviljan- um, fyrirfinnst hvergi, en óljóst minni norska sagnfræðingsins um, að hann hefði séð nafn Stefáns Jóhanns í einhverju skjali látið ráða um upphlaupið. íslenski sendiherrann í Oslo veitir þær upplýsingar að sagnfræðingurinn sé „frekar vinstra megin við miðju í stjórnmálum“. Fréttastofa sjónvarps og Þjóðviljinn hafa hald- ið þessu máli áfram alveg eins og sagnfræðingur- inn sé góð og gild heimild. Það sýnir að rannsóknarblaðamennskan og hin pólitíska blaðamennska fara stundum saman. En þegar hörfað hefur verið undan staðreyndum í þessu máli og ekkert finnst lengur um Stefán Jóhann og CIA, snýr sagnfræðingurinn norski sér að öðru atriði, sem hann hefur eflaust líka haldið að íslenskum námsmönnum í Osló, og það er hin sérlega leynd sem á að hvíla yfir skjölum um samskipti íslands og Bandaríkjanna. Þessi leynd á að vera mikið meiri en gildir um samskiptaskjöl annarra þjóða. Eitthvað skal því vera gruggugt í málinu þrátt fyrir allt. Og eins og um kjarnorku- sprengjur á Keflavíkurflugvelli, sem fréttastofa útvarps kom með á sínum tíma, fór mál Stefáns Jóhanns beint inn á Alþingi. Eftir stendur ásökun um að samband íslands og Bandaríkj- anna hafi verið svo skítugt á árunum fyrir 1950, að ekki sé hægt að birta skjölin. Við getum ekki legið undir svona óhroða. Hér verður að rann- saka heimildir og uppruna svona áróðurs. Höfdatölureglan Paö stendur oft ýmislegt skrýtiil í Morgunblaðinu. Það nýjasta hjá þeim er að núna eru þeir farnir með ýmsum klókindalegum ráðum að reyna að koma því inn hjá lesendum sínum að núverandi stærð samvinnuhreyfingarinnar hér á landi stafi af því að á haftatímunum á fjórða áratugnum hafi verið notuð hér svo kölluð höfðatöluregla við úthlutun inn- flutningsleyfa. Nánar til tekið var innflutningur til landsins þá háður sérstökum leyfum, sem nauðsynlegt var talið að beita vegna þess að gjaldeyri skorti. Þá stóðu yfirvöld frammi fyrir því óskemmtilcga verkefni að þurfa að skipta heimildum til inn- tlutnings á milli kaupmanna og samvinnufélaga. Þá mun meðal annars hafa verið beitt þeirri að- ferð að úthluta samvinnufélögum lcyfum með hliðsjón af því hve félagsmenn þeirra væru margir. Þetta var kallað höfðatöluregla. Svona eftir á skoðað verður ekki annað séð en að þama hafi veríð nokkuð skynsamleg og sanngjörn regla á ferðinni. í kaupfélögunum var fólk að beita samtökum sínum til þess að tryggja sér verslun á sanngjörnum kjöram. Það verður ekki séð að rétt hefði verið að neyða þetta fólk til að versla sér í óhag við kaupmenn með því að neita félögum þcss um innflutn- ingsleyfi. Sagnfræði í nútímanum Hér er um fimmtíu ára gamla atburði að ræða, og fyrir flestu venjulegu fólki er hér hrein og klár sagnfræði á ferðinni. En það á ekki við á Morgunbluöinu. Menn þar hafa veríð að rifja þetta upp af og til undanfaríð í leiöurum, og núna á sunnudaginn hélt blaðið þessu áfram með því að birta breiðsíöu úr óútkominni bók eftir ungan sagnfræðing um verslunarsögu þessara ára. Þar eru«ýtarlegu máli rakin ummæli ýmissa manna, fiest frá fjórða áratugnum, sem snúa að höfðatölureglunni. Þar kemur raunar ekki annað fram en að um þessa reglu hafa þá veriö harðar pólitískar deilur. Kaupmenn og pólitískir fylgjendur þeirra hafa skiljanlega veríð á móti henni. Það hefur út af fyrír sig ekki veríð nema mjög eðlilegt sjónar- mið hjá þeim að vilja veg keppi- nauta sinna sem minnstan. Þess vegna er vel skiljanlegt að þeir hafi verið á móti höfðatölureglunni sem gekk út á að kaupfélögin fengju nægar vörur fyrir félagsmenn sína. Ef einhver mistök hafa orðið á úthlutun innfiutningsleyfanna þá er það sagnfræði og kemur naum- ast nútímanum við. Sagnfræðiáhugi Með skrifum sínum núna um þessa hálfrar aldar gömlu sagn- fræðilegu atburði er hins vegar ekki annað að sjá en að Morgun- blaðið sé að reyna að koma inn hjá lesendum sínum þeirrí skoðun að í skjóli innfiutningshafta og höfðat- ölureglu hafi kaupfélögin og Sam- bandið náð að verða að þeim stóra aðila hér á neysluvörumarkaðnum sem þau cru í dag. Annar tilgangur verður naumast séður í því að vera að taka upp skríf um þetta efni nú á dögum, því að ekki verður séð að nein sérstök önnur tilefni geti legið að baki þessum skyndilega sagn- fræðiáhuga blaðsins. Ef þessi kenning Morgunblaðs- ins væri rétt þá ættu framsóknar- menn á fjórða áratugnum að hafa notað aðstöðu sína til þess að koma á höfðatölureglu til að út- vega kaupfélögunum mcira magn af vörum en kaupmönnum. Með þessu móti hefðu þá kaupfélögin og samtök þeirra náð að byggja sig upp á markaðnum með þeim hætti að þau hefðu haldið honum allar götur siðan. Þar er hins vegar að því að gæta að nú eru margir áratugir síðan haftatímunum lauk, og til allrar hamingju hefur þjóðin nú lengi búið við frjálsan innflutning til landsins. Það innifelur að kaup- menn og kaupfélög hafa nú um langt skeið haft sama frelsið til að kaupa vörur frá útlöndum og selja þær almenningi hér heima fyrir. Ef þessi kenning Morgunblaðs- ins ætti að standast þá er því ósvarað hvers vegna kaupfélögin hafi þá ekki faríð létt og laglcga á hausinn strax og haftatímunum lauk. Ef almenningur í landinu væri jafn mikið á móti þeim og kaupmenn og Morgunblaðið þá hefði fólk trúlega verið fijótt til að hætta að versla við þau og byrjað að versla við kaupmennina. Það skyldi því ekki vera að hér sé einhver maðkur í mysunni hjá Morgunblaðinu? Getur verið að fólk sjái sér upp til hópa hag í því að vcrsla í sínum eigin búðum? Er svona rétt hugsanlegt að Morgun- blaðið endurspegli ekki sjónarmið mannsins á götunni þegar það ber svona lagað á borð? Garri. VÍTT OG BREITT Önnum kafin samkunda Alþingi er eftirsóttur vinnustað- ur og fá þar færri en vilja störf við sitt hæfi. Eru því margir til kallaðir en fáir útvaldir þegar þjóðin ræður fulltrúa sína á löggjafarsamkund- una. Sem að líkum lætur er það mikið mannval sem velst til starfa við Austurvöll og þar eru hendur látnar standa fram úr ermum landi og lýð til blessunar. Miklar annir fylgja þingstörfum en samt er ekki hægt að komast yfir nema hluta þeirra mála sem lögð eru fyrir og í lok hvers þings verður ruslakarfan athvarf fjölda ólokinna málefna sem ekki gafst tími til að sinna. Það sem mestu skiptir er að þingmenn viti hvað til þeirra friðar heyrir og velji forgangsverkefni af viti og fyrirhyggju. Starfssvið Alþingis er víðfeðmt og er því ekki nema von að margt það verði að sitja á hakanum sem beinlínis heyrir undir löggjöf og niðurdeilingu útgjalda. Hreppstjórar á Alþingi í fyrradag var þingið önnum kafið allan vinnudaginn við að sinna málefnum Reykjavíkurborg- ar, hafði enda tekið að sér að létta borgarstjórn róðurinn og tekið að sér verkefni sem að öllu jöfnu falla undir starfsvið sveitarstjórna. Allaballar, borgarar og femínist- ar lögðu fram þingsályktunartil- lögu um könnun á lífríki og ráðhús- byggingu. Fyrsti flutningsmaður sat einu sinni í borgarstjórn og er ruglaður í hvað er sveitarstjórn og hvað landsstjórn. Árið 1980 lagði Guðrún Helga- dóttir og flokksmenn hennar til í borgarstjórn að uppfylling yrði gerð út í norðurenda Tjarnarinnar og út í hana settar miklar bryggjur og brýr. Könnun á vistkerfi fylgdi í kjölfarið. Svo fór að pólitískt afl þraut til að hrinda áætlunum í framkvæmd, og Tjarnarbakkarnir héldu áfram að grotna og hrynja og lífríkið varð svo fjörugt að botninn skaust upp á yfirborðið og stund- uðu börn mikinn drullukökubakst- ur úr því sem lífríkið og klóök lögðu Tjörninni til. Margir þingmenn létu sig hafa það að leika borgarfulltrúa í fyrra- dag og segja borgarstjórn Reykja- víkur fyrir verkum. Þá gerðist það að einn þing- manna, Eyjólfur Konráð, fór út af sakramentinu og hóf að tala um mál sem Alþingi kemur við og hlaut harðar ákúrur þingforseta fyrir vikið. Eykon fór að blanda ferlíki því sem þingið ætlar að reisa yfir sig í næsta nágrenni lífríkis Tjarnarinnar og ráðhúslóðar og hét það á máli forseta að verið væri að vega að Alþingi. Það er sem sagt bannað að tala um málefni Alþingis á þingfundi en allt í lagi að þingið taki að sér að ráðskast með verkefni borgarstjómar Reykjavíkur. Hér eftir geta sveitarstjórnir tek- ið lífinu með ró. Alþingi hefur tekið að sér að hafa vit fyrir þeim og stjórna skipulagi og staðsetn- ingu húsa. Vilja ráða ráðgjöfinni Ráðgjafarnefndir stjórnvalda geta líka farið að taka lífinu með ró. Margir þingmanna halda nefni- lega að þeir eigi að gefa ráðgjöfun- um ráð svo að ráðgjafarnefndir geti lagt ráð sín fyrir þingið. Ekki færri en 32 þingmenn af 63 undirrituðu plagg sem er ráðgjöf til ráðgjafarnefndar. Þar sem helm- ingur þingmanna veit ekki að Ráð- gjafarnefnd um fiskveiðistjórnun stendur undir nafni er ekki nema von að rúmlega helmingur starfs- krafta á Alþingi reyni að hafa áhrif á ráðgjöfina. Setning löggjafar um stjómun fiskveiða er í verkahring Alþingis. Ráðgjafarnefndin er skipuð stjórn- málamönnum og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi. Nefndin er algjör- lega valdalaus enda hefur Alþingi öll ráð um löggjöf í hendi sér en mun að sjálfsögðu líta yfir tillögur nefndarinnar áður en lög um stjórnun fiskveiða verða samþykkt. En að panta tilteknar tillögur frá nefndinni er eins fráleitt og að halda að hún hafi eitthvert löggjaf- arvald. Sjávarútvegsráðherra hef- ur verið að reyna að koma þing- mönnunum 32 í skilning um að það séu þeir en ekki ráðgjafamefndin sem hafa valdið til að setja lög um fiskveiðistjórn. Svona er nú starfið á Alþingi erfitt og margbrotið. Ýmist eru þingmenn að taka að sér mál sem heyra undir allt aðrar stofnanir eða þrýsta á um að valdalaus ráðgjafar- nefnd þiggi ráð þeirra til þess að fá þau sömu ráð til umfjöllunar og afgreiðslu. Ekki nema von að ruslakörfur séu fullar af óafgreiddum málum í þinglok. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.