Tíminn - 18.11.1987, Page 12
12 Tíminn
Miðvikudagur 18. nóvember 1987
FRÉTTAYFIRLIT
RÓM — Francesco Cossiga
forseti Ítalíu baö Giovanni Gor-
ia, sem baöst lausnar fyrir
hönd stjórnar sinnar um helg-
ina, aö reyna aö koma saman
nýrri ríkisstjórn. Goria var for-
sætisráðherra fráfarandi
stjórnar.
WASHINGTON — Tómas
Foley, helsti samningamaður
bandaríska þinasins, sagðist
gera ráð fyrir að samkomulag
um að minnka fjárlagahalla
Bandaríkjastjórnar myndi
liggja fyrir á föstudag. Hann
útilokaði þó ekki að viðræðurn-
ar yrðu framlengdar.
BAGHDAD — Hernaðaryf-
irvöld í írak sögðu að mikill
fjöldi herþotna frá frak hefði
gert loftáraás á Buhshehr stöð-
ina, stærstu verksmiðjueiningu
írana fyrir efnavörur.
NAIROBI — Bandaríkja-
stjórn sagði að frétt um að Ku
Klux Klan samtökin og kirkjan
í Norður-Karólínu væru með I
gangi áætlun um að steypa
ríkisstjórnum í fjórum Afriku-i
ríkjum af stóli væri ósönn. f
tilkynningu frá bandaríska-
sendiráðinu í Nairobi var sagt
að bréf, þar sem farið var fram
á fjárhagsaðstoð til að fram-
kvæma áætlunina, væri falsað.
BEIRUT — Byssumenn
felldu einn sýrlenskan her-
mann í Vestur-Beirút þar sem
múslimar ráða ríkjum. Þetta
var enn eitt áfallið fyrir Sýrlend-
inga I tilraunum þeirra til að
halda friðinn í þessum hluta
höfuðborgar Líbanons.
PEKÍNG — Svo virðist sem
kínversk stjórnvöld hafi fjölgað
aftökum á sekum glæpamönn-
um í kjölfar þings kommúnista-
flokks landsins sem lauk í
byrjun mánaðarins. Þar var
samþykkt ályktun þar sem var-
að var við spillingu.
GENF — Bandarískir og so-
véskir samningamenn settust
að samningaborðinu í gær,
þriðja daginn I röð, til að reyna
að fullgera samkomulag um
eyðingu meðaldrægra og
skammdrægari kjarnorku-
flauga. Það samkomulag hafa
þeir Reagan Bandaríkjaforseti
og Gorbatsjov Sovétleiðtogi
hug á að undirrita á fundi
þeirra sem hefst þann 7. des-
ember í Washington.
LUNDÚNIR - Bandaríkja-
dalur lækkaði í verði gagnvart
öðrum helstu gjaldmiðlum
heims í Evrópu eftir að Reagan
Bandaríkjaforseti lýsti því yfir
að það væri vitlaus leið að
hækka skatta til að minnka
fjárlagahallann.
ÚTLÖND
llllllliilllllllllll!
Afvopnunarsamningur
tilbúinn á mánudag?
Reutcr-úcnf
Aðai samningamaður Sovét-
manna í Genf sagði í gær að þrátt
fyrir að enn væri uppi ágreiningur
um nokkur atriði myndi samningur
um kjarnorkuvopn verða kiárstrax
á mánudaginn og tilbúinn til undir-
ritunar á leiðtogafundi þeirra Gor-
batsjovs og Reagans í desember-
mánuði. Þessar yfirlýsingar komu
fram í frétt frá sovésku fréttastof-
unni Tass.
í aíriti fréttarinnar sem blaða-
rnenn í Genf fengu að sjá er haft
eftir samningamanninum Yuli
Vorontsov, að Bandaríkjamenn
væru þessa stundina að búa tii
„gervi“ hindranír sem stæðu í vegi
fyrir því að endanlegt samkomulag
tækist. Hins vegar segir hann að
samningavinnan sé nú á lokastigi
og ætti að vera lokið fyrir 23.
nóvember. „Við teijum að við
ættum að geta sannfært Banda-
ríkjamennina um að láta af þessum
öþarfa andmælum sínum og að
samningurinn verði tiibúinn til
undirritunar í tíma," hafði Tass
fréttastofan eftir honum.
Fjaðrafok í breskum stjórnmálum:
Rauði Ken segir IRA
sigra fyrr eða síðar
Breski þingmaðurinn Ken
Livingstone, oft kallaður Rauði
Ken fyrir vinstrisinnaðar
skoðanir sínar, var mjög í
sviðsljósinu í gær eftir að hafa
lýst yfir að olbeldið myndi hafa
sigur á Norður-írlandi. Forysta
Verkamannaflokksins, flokks
Livingstones, lýsti hann
algjörlega ábyrgan fyrir orðum
sínum og blöð risu upp til handa
og fóta og kölluðu hann meðal
annars brjálæðing sem banna
ætti setu á þingi.
Livingstone lét hafa eftir sér í
nokkrum sjónvarps-, útvarps- og
biaðaviðtölum á mánudag að írski
lýðveldisherinn (IRA) myndi koma
breska hernum frá Norður-írlandi,
líklega fyrir lok þessarar aldar, og
frland yrði þá sameinað.
Yfirlýsingar Livingstones birtust
aðeins átta dögum eftir sprenging-
una í Enniskilien sem varð ellefu
mönnum að bana. IRA viðurkenndi
að menn innan samtakanna hefðu
staðið á bak við tilræðiðen harmaði
að það skyldi hafa gerst.
„Ég held að enginn trúi því í raun
og veru að IRA muni ekki ná
takmarki sínu fyrr eða síðar. Bretar
munu verða að fara í burt, rétt eins
og í öðrum nýlendum sem við höfum
ráðið,“ sagði Livingstone.
Hann var spurður hvort ofbeldi
yrði til þessa og svaraði: „Ofbeldi
var notað í nær öllum tilvikum".
Lögreglan í Argentínu handtók í
síðustu viku 75 ára gamlan þýskan
innflytjanda sem hefur nú viður-
kennt að vera einn af þeim stríðs-
glæpamönnum nasista sem hvað
mest hefur verið leitað.
Maðurinn sagðist vera Jósef
Schwamberger, fyrrum yfirmaður í
SS sveitum Hitlers sem sakaður er
um að hafa sent mörg hundruð
gyðinga í útrýmingarbúðir í Ausc-
hwitz í síðari heimsstyrjöldinni.
Schwamberger var handtekinn
síðasta föstudag í héraðinu Cordoba
þar sem hann bjó á sveitabæ einum.
Livingstone neitaði að fordæma
ofbeldisaðgerðir IRA manna og
sagði að þá yrði að fordæma ofbeldi
stuðningsmanna breskra yfirráða og
ofbeldi breska hersins.
Verkamannaflokkurinn var fljót-
ur að einangra Livingstone í þessu
máli. Forystumenn hans birtu yfir-
lýsingu þar sem sagði: „Herra Liv-
Hann var yfirheyrður í vikunni í
borginni La Plata og viðurkenndi þá
að vera nasistaforinginn fyrrverandi.
Samkvæmt heimildum Reuters
fréttastofunnar situr Schwamberger
nú í fangelsi í La Plata, borg rétt
suður af höfuðborginni Buenos Air-
es, og á meðan hugleiða yfirvöld
hvort þau eiga að verða við beiðni
vestur-þýskra stjórnvalda um að
hann verði framseldur til Vestur-
Þýskalands og látinn svara til saka
þar í landi.
Schwamberger slapp úr fangelsi í
Austurríki í lok heimsstyrjaldarinn-
ingstone talar aðeins fyrir sjálfan
sig“. í tilkynningunni var talað um
að breytingar yrðu aðeins að koma
til með lýðræðislegum aðferðum.
Bresk blöð tóku flest hver harða
afstöðu gegn Livingstone. Blaðið
Today kallaði hann brjálæðing sem
banna ætti setu á þingi vegna orða
sinna og The Independent sagði í
ar og hefur síðustu fjörutíu árin
verið leitað ákaft. Stofnun kennd
við Símon Wiesenthal, sem hefur
einbeitt sér að því að leita uppi
gamla stríðsglæpamenn úr röðum
nasista og koma þeim fyrir dómstóla,
setti Schwamberger í síðasta mánuði
á lista yfir tíu stríðsglæpamenn sem
ákafast væri leitað.
Sagnfræðingar telja að nokkur
þúsund fyrrum foringar úr röðum
nasista hafi flúið til Argentínu eftir
aðsíðari heimsstyrjöldinni lauk.
hb/Reuter
leiðara að Livingstone hefði ekki
aðeins almennar skoðanir að engu
heldur gengi fram af sumum sam-
starfsmönnum sínum.
Livingstone var dreginn inn í um-
ræðuna eftir að vinstrisinnaður
þrýstihópur hafði fordæmt hann og
sagt hann hafa „blóð á höndum
sínurn" vegna þess að hann hefur
opinberlega stutt málstað Sinn Fein,
hins pólitíska vængs IR A.
hb/Reuter
Danskir sjómenn:
Táknræn
mótmæli
Danskir sjómenn sigldu á sex-
tíu skipum inn á höfnina í Kaup-
mannahöfn í gær til að mótmæla
fiskveiðistefnu stjórnvalda.
Lars Gammelgárd sjávarút-
vegsmálaráðherra þeirra Dana
sagði í samtali við fréttamenn að
sendinefnd frá fiskiðnaðinum
hefði komið til sín með kröfur
um meiri bætur vegna skerðingar
á kvóta. Fiskveiðikvótinn hefur
verið skertur verulega frá því
Danir urðu að gangast undir
fiskveiðistefnu Evrópubanda-
lagsins árið 1983.
Sjómenn vilja einnig minni
ríkisafskipti af veiðunum, meiri
kvóta og meiri bætur fyrir að
leggja skipum.
Búist er við að þingið samþykki
fyrir jól að veita fiskiðnaðinum
400 milljónir danskra króna í
aðstoð vegna erfiðleika sem iðn-
aðurinn á í. hb
ÚTLÖND
Rauði Ken segir Breta þurfa að fara frá Norður-Í rlandi fyrir lok þessarar aldar
Nasistaveiðar
Schwamberger viðurkennir
að vera hann sjálfur