Tíminn - 18.11.1987, Qupperneq 19

Tíminn - 18.11.1987, Qupperneq 19
Miðvikudagur 18. nóvember 1987 Tíminn 19 Hospita/ 1 að sjá Barbra Streisand hætti við að gifta sig - sagði kærastanum upp vegna ósamkomulags um plötuútgáfu Baskin og Barbra hafa verið saman síðan 1984 og hún hefur tekið mikið tillit til skoðana hans. bað var að hans ráði að söngkonan hafnaði tilboði Michaels Jackson um að syngja lag hans „1 Just Can't Stop Loving You" í plötualbúminu „Bad". Baskin sagði að Jackson væri söngvari fyrir yngstu kynslóðina, en Barbra væri stórsöngkona fyrir fólk á öllum aldri og það væri ekkert að vinna fyrir hana að fara að syngja inn á svona plötu. Síðan varð „Bad" metsöluplata og Barbra varð alveg miður sín að hafa ekki verið með á henni. Og ekki varð ergelsið minna hjá söng- konunni þegar búið var að gefa lagið, sem hún átti að syngja, út á sérplötu þar sem það sló líka í gegn. Pabbi Richards Baskin stofnaði ís-sölubúðir, sem eru víða urn Bandaríkin, og hann hefur verið kallaður „ískeisarinn". Þau Barbra ætluðu að gifta sig fyrir jólin í ár, en eftir þessum nýjustu fréttum verður ekkert úr því. Vinir Baskins segja að hann sé sjúklega ástfanginn af Barbra og segist ekki geta sætt sig við þessi málalok. „Söngferill hennar er henni allt, líklega hefur hún aldrei tíma eða löngun til að binda sig í hjónaband", segir hinn brottrekni kærasti. Miðaldra varúlfur „hrekkjakvöld“ eða “hrekkja- vöku“. Nornir koma mikið við sögu þetta kvöld, og eru í marg- víslegum búningum og gera ýmis- legt sprell til að skemmta sér og öðrum. Jane var reyndar ekki í venju- legum nornabúningi og hún kom í lúxusbíl til gleðskaparins en ekki ríðandi á priki. Nornakropp- urinn hafði vakið mikla aðdáun, og þegar hún hafði tekið af sér grímuna kom í Ijós hin fallegasta stúlka. Jane A. Rogers sagðist hafa verið að halda upp á það, að hún var að fá hlutverk í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum „General Hospital", en þar leikur hún víst kankvísa hjúkku, sem sífellt lend- ir í ævintýrum og vandræðum. Ó..Ó...Ó! Hvílík skelfing! Er ekki Michael Landon - sem við erum vön að sjá í hlutverkum „góða mannsins" - kominn á skjá- inn sem varúlfur í leðurjakka(!) í nýrri útgáfu af sjónvarpsþáttunum „Highway to Heaven" eða Mikla- braut (á Stöð 2). Michael Landon er fæddur 31. október 1936 í New Jersey, og hið rétta nafn hans var Michael Orow- itz. Hann fékk ungur skólastyrk og fór þá til Kaliforníu í skóla og þar fékk hann áhuga á því að komast í kvikmyndir. Fyrsta frægð Michaels var sem „Litli Jói“ í Bonanza-sjónvarps- þáttunum. Þeir gengu í mörg ár, bæði í Bandaríkjunum og víða um heim. Þá tóku við þættirnir um Húsið á sléttunni, þar sem Michael var pabbinn, sem var svo duglegur og góður - eins og reyndar öll fjölskyldan var - að það kom út á manni tárunum að horfa upp á slíkt og þvílíkt. Enda fengu þætt- irnir annað nafn hjá sumum, eða „Grenjað á gresjunni". Þá komu Miklulrrautar-þættirnir, þar sem Michael leikur svo yfirmáta góða persónu, að það er engu líkara en hann sé ekki af þessum hcimi, eða eins og sérstakur aðstoðarmaður guðs almáttugs á jörðinni. Því þykir mörgum heldur skjóta skökku við þegar Michael Landon er allt í einu farinn að leika varúlf! Það skrýtna við þetta er þó, - að fyrsta myndin sem Michael lék í hét „I Was a Teenage Werewolf" (Ég var varúlfur sem unglingur, eða eitthvað í þá veru). Nú leikur hann í sjónvarpsþætti sem er kall- aður „I Was a Middle-Aged Wer- ewolf“ (Ég var miðaldra varúlfur)! Þetta segist leikarinn gera til að halda upp á 30 ára afmæli „ungl- inga-varúlfsins“. Þau voru ákveðin að gifta sig fyrir jólin - en nú hefur allt breyst. Barbra Streisand og Michael Jack- son þegar þau voru að semja um að syngja saman á plötu, - sem svo varð ekkert úr vegna ráðlegginga kærasta söngkonunnar. Hún missti því af „Bad“ og kærastinn missti af henni! „Það er þérað kenna að ég hef misst af metplötu með Michael Jackson, og ég get ekki fyrirgefið þér það, - og ég get ekki fyrirgefið mér að fara eftir þínum ráðum. Það verður sko ekkert úr giftingunni okkar í desember, skal ég láta þig vita!“ sagði Barbra Streisand við Richard Baskin, kærastann sinn til margra ára, sem hún sagði upp í reiðikasti. Michael Landon í hlutverki miðaldra varúlfsins í leður- jakkanum, - en á litlu mynd- inni sést hann sem „unglings- varúlfurinn“ og hann virðist miklu hræðilegri þar HúnJam er prakki svipinn í | ur sem h ' »Genera fa bráðui hana sem hjúkrunai er iíka prj S*íasta nornin! um ðaginn. een‘;-skemmtun"'í kÍ;,”?*"0"- messu'^h %£] a,lrahei'agra- plpAcL-n-. oft miL-ili KaJiforníu nú g'eðskapur oT„ Cr °ft miki« v,ða um lönd sT'- a ferðinn' Sum,r kaUa það

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.