Tíminn - 18.11.1987, Qupperneq 20
Auglýsingacleild hannar
auglýsinguna fyrir þig
" 111 1 T'”" 11 1 ' ..
Okeypis þjónusta
■
KÆTA
1917
70
Á D A
Timirm
Þjóðhagssjtofnun um sauma- og prjónastofur:
Síðasta lykkjufallið?
Næstu sex mánuðir verða mjög
erfiðir fyrir íslenskar sauma- og
prjónastofur og viðbrögð við vanda
þeirra ráða úrslitum um afdrif
þeirra og þar með mikilvægs þáttar
í ullariðnaði íslendinga. Þrátt fyrir
velgengni og góða hluti.eru fyrir-
tækin rekin með sífellt meira tapi.
Þetta kemur fram í skýrslu Þjóð-
hagsstofnunar sem unnin var að að
beiðni iðnaðarráðuneytisins. Einn-
ig kom skýrt fram að ekki yrði
stefnt að því að bjarga öllum
fyrirtækjunum. Skýrsla þessi bygg-
ir á niðurstöðum starfshóps er
hafði m.a. gögn frá Hannarr hf. og
Landsamtökum sauma- og prjóna-
stofa til að styðjast við.
Staðan í nóvember er afar svört
og er heildar tap á rekstri ullariðn-
aðar um 30,8%. Saumastofur eru
reknar með 25,4% tapi og prjóna-
stofur með 30,8% tapi. Er tap
þetta rakið til mikilla innlendra
hækkana á flestum rekstrarþáttum.
Laun hafa hækkað um 40-50% frá
1986 til okt. 1987 og hráefni hefur
hækkað um 24-28% ef tekið er mið
af tímabilinu 1986 til nóvember
1987. Sú merkilega staðreynd kem-
ur einnig fram að launakostnaður
er meiri hjá prjónastofum þar sem
áhersla hefur verið lögð á vélvæð-
ingu. Við vélarnar vinna yfirleitt •
karlmenn í meirihiuta og þeir taka
hærri laun en saumakonurnar hjá
þeim sem minna eiga af vélum. En
á heildina litið er launaliðurinn
50,6% á móti 47,9% hráefnisnotk-
un.
Þá hefur það einnig aukið vand-
ann til að verðlækkun hefur orðið
á vörunni erlendis. Um 53% af
útflutningi er bundið í dollurum en
það eru Sovétríkin og Bandaríkin.
Verðlækkun á vörunni til Sovét-
ríkjanna hefur t.d. verið 55% á
árunum 1983-87 og 38% frá síðasta
ári. í Evrópu hefur á hinn bóginn
orðið hækkun er nemur 3% miðað
við 1983-87 og 10% frá síðasta ári.
Þess má geta að yfir 80% allrar
framleiðslunnar er seld úr landi.
Sagði Halldór Árnason, hag-
fræðingur, en hann er einn af
skýrsluhöfundum, að vel mætti
fara að velta þeirri spurningu fyrir
sér, hvort standa ætti í framleiðslu
á varningi, sem ekki fæst nægilegt
verð fyrir til að halda uppi eðlileg-
Halldór Árnason, hagfræðingur ogfyrrum starfsmaður Þjóðhagsstofnunar,BaIdur Pétursson, frá iðnaðarráðuneytinu, Reynir Karlsson, framkvæmda-
stjóri Landsambands sauma- og prjónastofa, og SigurðurTngölfsson, frá Hannarr hf., á blaðamannafundi um neyð sauma- og prjónastofa vegna erf-
iðrs rekstrarskilyrða. Tímamynd: Pjetur
um rekstri. Allar líkur benda til
þess að rekstrargrundvöllur flestra
fyrirtækjanna í ullariðnaði á ís-
landi sé brostinn, verði ekki breyt-
ing á skilyrðum.
Reynir Karlsson, framkvæmda-
stjóri Landssambands sauma- og
prjónastofa, sagði að nú störfuðu
um 1400 manns við rekstur og
framleiðslu í þessum fyrirtækjum
og vfðast þar sem þau eru rekin er
ekki að öðru að hverfa fyrir það
starfsfólk, ef þau leggjast af. Einn-
ig væri erfitt að sjá hvernig fara ætti
að því að endurreisa slíkan iðnað
síðar. Þá benti Reynir og á þá
staðreynd að ullariðnaður væri nú
um 33 % af allri útfluttri iðnaðar-
vöru þjóðarinnar utan stóriðju-
framleiðslu.
Helstu leiðir til úrbóta telja
skýrsluhöfundar vera þá að verð-
bólgu verði náð niður sem allra
fyrst og þar með innlendum kostn-
aðarhækkunum. Fastgengisstefnan
fer afar illa með útflutningsiðnað
þennan að þeirra sögn. Miðað við
óbreytt ástand fer tap þessara fyrir-
tækja vaxandi með hverri viku.
Annað er að fyrirtæki innan
ullariðnaðar þurfa að starfa saman
að úrlausn þess vanda sem við er
að etja. Samstarf þeirra sem skást
eru settir er talin líklegasta leiðin
til að bjarga iðnaðinum í heild og
lýtur það ekki síst að afkomu
þeirra sem framleiða hráefnið.
Þá verði þeim fyrirtækjum, sem
mesta framtíð eiga fyrir sér, gefinn
kostur á auknu áhættufé, samhliða
möguleikum á skuldbreytingum.
Þó er það Ijóst að skuldbreyting-
ar einar sér duga ekki, nema rekstr-
arafkoman batni á einn eða annan
hátt. KB
Ljóstraö upp um stórfellt hasssmygl:
Hassinu sökkt í
málningardósir
Ávana og fíkniefnadeild lögregl-
unnar hefur gert upptækt meira
magn af hassi í einni sendingu en
fannst allt árið í fyrra eða rúmlega
tíu kg. Sendingin kom með skipi frá
Antwerpen í síðustu viku. Verð á
grammi af hassi á götunni er sagt
vera um þúsund krónur.
í samráði við tollinn í Hafnarfirði
tókst fíkniefnalögreglunni að hafa
hendur á fíkniefninu og handsama
þá sem stóðu að innflutningi þess.
T værl umferðin^^^-
el allir skju eins og þú. |
Værir þú vKSbúinn slfkuTj
m| UMFB4DAH
Hassmolunum var pakkað í plast og
þeim sökkt í málningu, sem flutt var
inn á nafni fyrirtækis, sem grunur
leikur á að hafi verið stofnað f
þessum eina tilgangi. Sá sem ritaður
er fyrir fyrirtækinu er alsaklaus af
smyglinu og hvergi við það riðinn.
Á mánudag komu til vöruskemmu
flutningafyrirtækisins í Hafnarfirði
tveir menn, 44ra ára og 39 ára
gamlir, og hugðust leysa inn máln-
inguna. Þeir voru þá teknir höndum
og er upplýst að þeir stóðu að
smyglinu. Kona um þrítugt sem
hefur séð um dreifingu efnisins var
einnig tekin höndum.
Fíkniefnalögregluna grunar að
þetta fólk hafi flutt inn hass með
þessum hætti áður. Vænst er að
rannsóknin leiði í ljós hve oft og hve
mikið magn hefur komið inn í landið
á þeirra vegum. þj
Ólafsfjarðarmúli:
Framkvæmdir
undirbúnar
Ríkisstjórnin staðfesti í gær
samþykkt Alþingis um fram-
kvæmdir við Ólafsfjarðarmúla og
fjáröflun til þeirra. í framhaldi af
því fól Matthías Á Mathiesen
samgönguráðherra Vegagerð
rfkisins að hefja nú þegar undir-
búning jarðgangagerðar í Ólafs-
fjarðarmúla þannig að göngin
gætu orðið tilbúin árið 1991.
Búist er við að göngin muni kosta
um 450 milljónir króna en þau
eru um 3 km að lengd.
Bjórfrumvarpið enn í fyrstu umræðu:
Mest allur fundartími neðri
deildar fór í umræður um bjór-
frumvarpið og voru það einkum
andstæðingar þess sem stigu í
pontu. Bar umræðan um flest
merki málþófs, því ræður and-
stæðinga bjórsins voru í lengra lagi
og röksemdir ræðumanna flestar
þær sömu. En þetta er í þriðja
skiptið sem frumvarpið, sem enn
er til fyrstu umræðu, er tekið til
umræðu í neðri deild og er fyrir-
sjáanlegt að það verður rætt áfram
því tveir þingmenn voru á mæl-
endaskrá þegar umræðunni var
frestað.
Af stuðningsmönnum bjórsins
um ölið
tóku til máls þeir Ingi Björn Al-
bertsson (B.Vl.) og Ellert Eiríks-
son (S.Rn.), en að vísu vill sá
síðarnefndi efna til þjóðaratkvæðis
um málið, en slíkt ákvæði er ekki
í frumvarpinu.
Gegn frumvarpinu töluðu Sverr-
ir Hermannsson (S.Au.), Stefán
Valgeirsson (SJF.N.e.), Hreggvið-
ur Jónsson (B.Rn.), Árni Gunn-
arsson (A.N.e.) og Ólafur Þ. Þórð-
arson (F.Vf.).
Þykir athyglisvert að gripið er til
málþófs við fyrstu umræðu, áður
en málið hefur fengið umfjöllun í
nefnd. ÞÆÓ
Engin sunnudagsopnun
Umsókn Kringlumanna um heim-
ild til sunnudagsopnunar í desemb-
ermánuði hlaut ekkert atkvæði í
borgarráði í gær. Kringlukaupmenn
þurfa því að hafa búðir sínar lokaðar
á sunnudögum í framtíðinni sem
hingað til.
Tillaga Sigrúnar Magnúsdóttur
um að nú þegar verði efnt til hug-
myndasamkeppni um nýtingu og
framtíðarskipulag Viðeyjar svo úr-
slit geti legið fyrir þegar Viðeyjar-
stofa verður tekin í notkun á næsta
ári, var samþykkt á fundinum í gær.
Gert er ráð fyrir að koma á fót
dómnefnd skipaðri þremur fulltrú-
um meirihluta og þremur fulltrúum
minnihluta sem skeri úr um bestu
skipulagshugmyndina. Þá varákveð-
ið að skoða á milli funda hvort hægt
væri að tengja samkeppnina listahá-
tíð sem verður haldin næsta vor.
-HM