Tíminn - 11.12.1987, Blaðsíða 9
Föstudagur 11. desember 1987
Tíminn 9
1 VETTVANGUR lllllliillllllllllll!llillllllllll!llllllllltli!!iií!l
Jón Jónsson, Fremstafelli:
Hver er sú þjóð?
Hvar er hennar land?
Þegar breytt var um afstöðu og
starfshætti gagnvart þeirri þungu
áróðurstækni sem vissir menn eða
fjölmiðlar stóðu fyrir í mörg ár
gegn mannlífi í íslenskri sveit hvað
snerti atvinnurekstur sem al-
mannafjárframlög höfðu hnigið til
að nokkru samkvæmt landslögum
var sem brotið blað í þjóðiífssög-
unni.
Einkennilega samferða því sem
eftir kom varð mat til fullvirðisrétt-
ar sem kallast afurðir þess dýrs sem
heitir ær, reyndar ekki síður rolla
í tali manna en í lögum ákveðin
afurð liðlega helmingur þess sem
raunveruleiki er á árinu sem er að
líða þar sem alúð er við höfð,
kannski þar ein skýring þess að
telja varla bú undir 500 ærgildum.
En oft virðist séð í gegnum fingur
við stórbúamenn þó væru með
fjórar gerðir búa,sauðfé, kýr, svín
og hross og stuðning af hæsnum,
loðdýrum, kartöflum og gróður-
húsum og hver gerðin í stærra lagi.
Varla hefur þó þessi áætlun um rýr
bú til fullvirðisréttar afurða tekið
mið af ófrjósemi loðdýra sem þar
flokkast undir bágindi.
Nú er farið að bregðast á annan
hátt við breyttum og nýjum at-
vinnuháttum, breytilegu mati á
verðmætum og gildi þeirra eftir því
hvað nútímaþjóð telur sér henta
og sú er ekki umburðarlynd á
móts við vestfirska ömmu. Það fer
fram endurskoðun þó ekki umritun
þeirrar greinargerðar sem Bjarni
Ásgeirsson forseti Búnaðarfélags
íslands og ráðherra eða Þorsteinn
á Vatnsleysu, formaður einnig og
foringi við Bændahallarbygging-
una og aðrir slíkir sem þjóðin átti
þá. Það væri aldrei víst sögðu þeir
hver gæfi hvorum íslenskir bændur
sem gerðu örreytiskot að stórbýl-
um og kynsælt búfé að afurðar-
skepnum, ellegar þeir sem töldu
skattpeningi sínum fleygt sem áttu
að hluta til þátt í þessum afreks-
verkum, með þeirri miðlun sem
fram fer ætíð frá hendi skattborg-
ara sem títt eru nefndir og þeirrar
geymslu sem jafn títt er strokin um
botninn, fjárhirsla ríkisins.
Ellegar útflutningsbæturnar sem
hétu eins konar miðlun sem við-
höfð er vegna hins misjafna kostn-
aðar að lifa eða framleiða á hinum
ýmsu stöðum. Þjóðir hafa ýmsan
hátt hér á að meta sér til verðmæta
byggðir og bú. íslendingar með
áðurnefnda menn fyrir svörum
töldu ekki óhæfu að taka jafnvel
ábyrgð á tíu hundraðshlutum vissra
landbúnaðarafurða til útflutnings
sem voru líka í senn mikill atvinnu-
veitandi í heimalandi og dró að
gjaldeyri til þeirrar hítar sem inn-
flutningskröfurnar eru. Auðvitað
er gott til að vita að við höfum
alltaf átt aðra ráðgefandi menn í
efstu sætum embætta og hafa gagmýnt
grannþjóðir sínar fyrir þeirra hátt
í hjálparpólitík í að viðhalda
byggðum eða styðja við atvinnu-
rekstur. Hins vegar hafa sömu
ráðgjafar í sætum upp verið ónæm-
ir fyrir miklum innflutningi hrá-
metis sem síst hefur þó skort í
þessu landi. Þeir hafa oftast síðastir,
þó ráðherrar væru/andmælt kjöt-
innflutningi svo háskalegur sem
var, bæði var hann brot gegn
landslögum og hlaut að bjóða hætt-
unni heim vegna búfjársjúkdóma
sem gátu borist en flestir menn
vissu þaá ð þeir höfðu þegar nógir
verið fluttir til landsins þó væri að
ráði einmitt þess tíma ráðgefandi
manna.
Kannski var þeim ekki með öllu
óljúft að íslenskir bændur væru
losaðir við úr fóstri það olnboga-
barn sem mest hefur angrað „Dag-
blaðið“ og staðið í vegi þess frjálsa
innflutnings á landbúnaðarvörum
sem þar var oft í umræðum sem
lausnarorð.
Gott er fyrir undirritaðan fram-
sóknarmann með „frjálslyndi og
framfarir í 70 ár“ að vita sig eiga í
þeirri undarlega tilbúnu ríkisstjórn
sem við verður að búa óvenjulega
afbragðsmenn sem alþjóð veit um
og ekki spretta úr hvaða akurjörð
sem er.
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra fékk landbúnaðarmálin í
hendur sem líktust helst vanhirtum
vélbundnum baggabreiðum um tún
Seinni hluti:
og engi þegar haustrigning fór að.
Það verður aldrei öllu bjargað til
hlöðu með þvílíku háttalagi. Víst
fær Jón sá aðhald nokkurt gegn
sínum umdeildu úrræðum og hans
dreifðu verkamanna og má í litlu
minna á þá frægu aðför að nafna
hans Jóni forseta í fjárkláðamál-
inu, sá er þó regin munur á að
forsetinn hafði öll úrræðin og
læknislyfin í hendi sér og þar að
auki svanga og fátæka þjóð fyrir að
sjá sem hafði þó þann hátt á að
bregða trúnaði við hann á örlaga-
stund. Ráðherra bænda í dag er
með hin hæpnu úrræði en vel
meintu, gripin til bjargar í skák í
tímahraki en bjargar hvergi eftir-
sjá.
Ekki megum við gamlir bændur
daufheyrast við að draga úr búskap
svo ungir fái að dafna þegar við
samkvæmt lögum og rétti erum
fluttir niður í lokadeildina í rauna-
langri skólagöngu og aftur orðnir
„fráfæringar" sem útleggst
skylduómagi, hjá nýrri þjóð þar
sem fáir vinna fyrir flestum. Þið
megið síst gleyma því forsjármenn
stéttar hver sem er að gæta hags-
muna þeirra sem skór kreppir að
og hafa það í huga lengur en
meðan jól standa yfir.
Það gæti verið umhugsunarvert
hvernig brugðist var við vandamál-
um á gamalli tíð. Jón Baldvinsson
og Haraldur Guðmundsson og aðr-
ir slíkir sem vöktu upp og tendruðu
kyndil almannatrygginganna, Jón-
as frá Hriflu með byggingar og
landnámssjóðinn og Hermann Jón-
asson með afurðasölulögin svo
aðeins séu nefnd nokkur dæmi
þeirra merkisbera sem hófust upp
og stækkuðu þjóðina sem hafði
lifað hina ntiklu viðreisn en síðan
kreppuna miklu. Svo stíga menn
fram að pallborðsumræðu með
hitadögg réttlætiskenndar en þó
sektarvitund forréttindamanna og
tala um bandarískan fjölmiðil sem
færi mannlíf aftur til lífskjara fyrir
fimmtíu árum og blaðrytja,
kannski með útlendri bleksvertu ef
það var þó nokkuð til á að vera sem
slysabætur frá mætismanninum
Stefáni Jóhanni ráðherra til arftaka
þeirra manna sem hann átti í
orðaskaki við fyrir bráðum hálfri
öld.
Verst er þó til að vita ef erfingjar
þessara manna í þjóðmálabaráttu
skuli í dag ætla að leggja matar-
skatt á máltíð manna og fella niður
framlög til vísindastarfa sem þjón-
ustumenn landbúnaðarins vanhag-
ar hvað mest um.
Ég hef nokkra persónulega
reynslu í vafasömum rétti kynni
einhver að segja vegna aldurs míns
en ráðgefandi réttar síns, en haldið
þó í agnarlítinn fullvirðisrétt vild-
isjarðar þar sem börn, blóm og
lömb hafa átt samlíf um aldir þó
hætt séu að gráta við stekkinn.
Ég reyni meira af vilja en mætti
að skilja þann framleiðnisjóð sem
bráðlátur, ríklundaður og ósínkur
á fé hefur gerst „persónulciki"
með þátttöku sinni í búskap og
tilraunastörfum, sér í lagi þeim
sem fslendingum eru framandi
hafa enda síst verið menntaðir til
fyrr en allra síðustu ár en mjög þó
hvattir til en ekki minnst með
fjármagni. Óvissa ríkir um engu að
síður. Virðist líka nokkuð laust í
skipulagi sett niður á bændabýlum.
Þakkarvert er þó hvað fræðilega
hefur verið ritað um málefnið í
búnaðarblaðið Frey og það af er-
lendum mönnum sem þekkja við-
fangsefnið best af langri reynslu.
Allir vona að sá endalausi framúr-
akstur sem þjóðin iðkar þurfi sem
sjaldnast að leiða til slysa. Jafnvíst
vonum við Norðlendingar að tak-
ast megi samstaðan að efla okkar
mótvægishöfuðborg sem samein-
ingartákn gegn þeirri Reykjavík
sem við virðum en óttumst þó.
Vissum enda ekki fyrr að svo var
knappt um lóðir þar að ráðhús ætti
ekki rými ncma í andatjörn.
Hvað er menning spurði dreng-
urinn umburðalyndu ömmuna á
Vestfjörðum. „Það er orð sem
tekur þá mörg ár að læra á skólum
en þá hafa þeir líka orð sem rímar
á móti þrenning," svaraði gamla
konan. Hvort það var íaðir, sonur
og heilagur andi, trú, von og kær-
leikur ellegar landið, hafið og fólk-
ið nefndi hún ekki.vissi vafalaust
við hvað það rímaði best.
Við tölunr ekki um þjóðmenn-
ingu, ekki heldur um málvernd
enda er ekkert lengur mál annað
en efnahagsmál, þó einu sinni, ég
var barn, var talað á Alþingi um
svikin mál, þá var það mælieining
undireins þá. Það er ekki enn
svikin mælieining sem þéttbýlis-
kjarnar draga til sín úr sveitunum
sér til uppbyggingar og síst er hún
þar þar sem sogkraftur höfuðborga
dregur foreldra með börn sín til
náms líkt sem Ameríkuferðir fyrir
löngu síðan þegar hópurinn beið
skips á Akureyri í þrjár vikur að
foreldrar og börn fengju skipsrúm
með hestum sem átti að flytja út en
einhleypingum var snúið við og
sendir heim.
Við vonum að aldrei verði svikin
mál í umferð í þessari merkingu.
Við vonum að sölumennska fslend-
inga hvað varðar nær allt sem
íslenskt er til hinna kaupglöðu
erlendu málvina sinna og ræni þá
ekki allri aðgát. Og svo hitt að
þessar þéttstæðu þjóðir sem hafa
naumlega grafarrými í sínum lönd-
um vegna þrengsla verði ekki á
undan okkur að meta og nota þetta
land sem er jafnvel tilbúið að
brauðfæða af eigin korni hungrað
flóttafólk sem sín eigin fósturbörn.
Þetta undraland veraldar af góð-
leik og fegurð undir lækkandi
vetrarsól býður öllum gleðileg jól.
24. nóvcmber 1987
Jón Jónsson
Fremstafelli
Guðmundur G. Þórarinsson:
Svar til Arnar Arasonar:
Framsóknarflokkurinn
setur fyrirvara
Sl. þriðjudag ritar þú sem for-
maður Félags tónlistarkennara
þingmönnum Framsóknarflokks-
ins opið bréf. f bréfinu lýsir þú
áhyggjum þínum vegna þess að
rekstur tónlistarskóla verði færður
til sveitarfélaganna og rökstyður
þær.
í þingflokki framsóknarmanna
hafa orðið miklar umræður um
þetta mál. Flestir þingmanna
flokksins eru uggandi vegna þess-
ara breytinga og taka undir mörg
rök þín.
Þingflokkurinn hefur því þegar
lýst því yfir að hann hafi fyrirvara
varðandi tónlistarskólana þegar
frumvarpið um breytingar á verka-
skiptingu ríkis og sveitarfélaga
verður lagt fram. Rétt er að skýra
þetta mál fáeinum orðum.
1. Á undanförnum árum hafa
orðið miklar umræður um breytta
verkaskiptingu ríkis og sveitarfé-
laga. Flestir eru þeirrar skoðunar
að sveitarfélögin eigi að fá fleiri
verkefni og málum sé betur skipað
ef ákvarðanataka sé nær þeim sem
ákvarðanimar varða. Jafnframt
því þarf þá að sjá svéitarfélögunum
fyrir fé til þess að sinna þessum
verkefnum.
2. Eitt þeirra verkefna, sem
sveitarfélögin hafa lagt áherslu á
að fá eru einmitt tónlistarskólarnir.
3. í frumvarpsdrögum er gert
ráð fyrir að sveitarfélögin taki við
rekstri tónlistarskólanna 1. sept-
ember.
4. Útreikningar Fjárlaga- og
hagsýslustofnunar sýna að færsla á
rekstri tónlistarskólanna til sveitar-
félaganna kosti sveitarfélögin í út-
gjaldaaukningu um kr. 150milljón-
ir miðað við heilt ár, eins og mál
standa nú.
Útgjaldaauki sveitarfélaganna af
þessu máli frá 1. sept. til áramóta
er því 1988 um 52 m. kr.
5. Gert er ráð fyrir að sveitarfé-
lögin fái fé til þessa verkefnis og
annarra sem til þeirra verða færð,
frá Jöfnunarsjóði.
Hins vegar eru margir efins eins
og þú. Framsóknarmenn munu
með fyrirvara sínum knýja fram
ítarlegar umræður um málið í
nefnd. Telji menn hag tónlistar-
skólanna ekki tryggðan á viðun-
andi hátt er ekki unnt að sam-
þykkja frumvarpið.
Sveitarfélögunum hlýtur að vera
ljóst, að standi þau ekki við sitt og
helst efli skóla er öllum greiðslum
til þeirra vegna breyttrar verka-
skiptingar teflt í tvísýnu.
Lokaumræðan um málið ereftir,
Örn. Við munum freista þess að
ganga tryggilega frá hnútum.
Opiðbrtft
Framsófc
1 Arason.
H Þingmani
narflokksins