Tíminn - 11.12.1987, Side 16

Tíminn - 11.12.1987, Side 16
16 Tíminn Föstudagur 11. desember 1987 Borgnesingar nærsveitir Spiluö verður félagsvist I samkomuhúsinu föstudaginn 11. desember kl. 20.30. Lokaumferð í 3ja kvölda keppninni. Framsóknarfélag Borgarness. Isfirðingar Almennur félagsfundur hjá framsóknarfélaginu verður haldinn laugar- daginn 12. des. kl. 16, á skrifstofu félagsins. Þingmaðurinn okkar Ólafur Þ. Þórðarson mætir á fundinn. Aliir velkomnir og takið með ykkur gesti. Stjórnin. Kópavogur og nærsveitir Aðventugleði Framsóknarfélaganna verður haldin laugardaginn 12/12 kl. 17 að Hamraborg 5. Framsóknarfólk fjölmennið og takið með ykkur gesti, léttum af okkur jólastressinu. Heitt í pottinum. Framsóknarfélögln í Kópavogi Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjaneskjör- dæmi er opin að Hamraborg 5, Kópavogi kl. 17-19 alla virka daga og kl. 17-21 á þriðjudögum. Sími 43222. Stjórnin. DAGBÓK Félagsstarf aldraðra í Neskirkju Samverustund á morgun, laugardaginn 12. des. kl. 15.00. Gestir eru Þórður Helgason, cand. mag. og kennari, og ungt tónlistarfólk. Hana nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana nú í Kópavogi verður á morgun, 12. des. Lagt af stað frá Digra- nesvegi 12 kl. 10:00. „Slökum á í jólaundirbúningi og svörtu skammdeginu. Hittumst í skemmtilegum félagsskap. Allir velkomnir. Nýlagað molakaffi," segir í tilkynningu frá félag- inu. Jólaglögg Átthagasamtaka Héraðsmanna Jólaglögg Átthagasamtaka Héraðs- manna verður að þessu sinni drukkin í Þórscafé, Brautarholti 20 í salnum „Norðurljós" á 4. hæð laugardaginn 12. desember. Samkoman hefst kl. 21:00. Lúsía í Norræna húsinu Sunnudaginn 13. des. kl. 15:00 verða Lúsía og þemur hennar í Norræna hús- inu. Þær koma í heimsókn og syngja jólasöngva og skemmta gestum hússins. í kaffistofunni verður selt óáfengt jólag- lögg og Lúsíukökur. Sýningar ■ Norræna húsinu eru þær sömu og um síðustu helgi. í sýningarsöl- um eru sýnd grafíkverk eftir sænska listamenn. f anddyrinu er skermasýning um Kalevala-kvæðin. Jólasýning í Gallerí Gangskör Um mánaðamótin var opnuð Jólasýn- ing f Gallerí Gangskör. Á sýningunni eru grafíkmyndir, vatnslitamyndir, keramik og margt fleira eftir 8 myndiistarmenn. Sýningin er opin virka daga kl. 12:00- 18:00 en um helgar kl. 14:00-18:00. Sýningin stendur út desember. " "" \ Seljakirkja vígð Sunnudaginn 13. desember fer fram vígslu fer fram guðsþjónusta og að henni vígsla á Seljakirkju. Athöfnin hefst kl. lokinnibýðurkvenfélagsóknarinnargest- 16:00 og mun Sigurður Guðmundsson um og safnaðarfólki til kaffidrykkju í settur biskup vígja kirkjuna. Að lokinni sölum kirkjumiðstöðvarinnar. Vesturland Skrifstofa kjördæmissambandsins Brákarbraut 1, Borgarnesi verður opin á mánudögum og miðvikudögum kl. 13.00-17.00. Sími 71633 og sími utan skrifstofutíma 51275. Stjórnin Jóladagatal SUF 1987 Þeir félagar sem fengið hafa jóladagatal SUF 1987 eru hvattir til að gera skil hið fyrsta. Úrdráttur er þegar hafinn, eftirtalin númer hafa komið upp: 1. des. nr. 2638 5. des. nr. 4676 9. des. nr. 4714 2. des. nr. 913 6. des. nr. 2933 10. des. nr. 6297 3. des. nr. 1781 7. des. nr.5726 11. des. nr. 5952 4. des. nr. 1670 8. des. nr. 7205 Allar frekari upplýsingar eru veittar í síma 24480. Stjórn SUF WONUSTAHF Járnhálsi 2. Siml 673225 -110 Rvk Pósthólf 10180 Hádegisfundur um leiðtogafund Á morgun, laugardaginn 12. desember halda félögin Samtök um vestræna sam- vinnu (SVS) og Varðberg sameiginlegan hádegisfund í Átthagasal á Hótel Sögu, og hefst fundurinn kl. 12:00. Umræðuefni fundarins er: Staða af- vopnunarmála og niðurstöður leiðtogaf- undarins í Washington. Framsögumaður er Albert Jónsson, stjórnmálafræðingur og framkv.stj. Ör- yggismálanefndar. Fundurinn er opinn félagsmönnum í SVS og Varðbergi og gestum þeirra. Bókaklúbburinn Veróld: Jólakort teiknuð af 3*5 ára bðrnum Bókaklúbburinn Veröld sendi nýlega öllum félagsmönnum sínum jólakort sem eru óvenjuleg, því að börn á aldrinum 3-5 ára teiknuðu myndimar á þeim. Börn á dagheimilinu Hamraborg við Grænuhlíð voru beðin um að teikna myndir sem tengdust jólunum. Veröld barst fjöldi skemmtilegra mynda af jóla- trjám, jólasveinum og pökkum, og á endanum voru 12 myndir valdar til prent- unar. Veröld verðlaunaði svo börnin í Hamraborg með því að gefa dagheimilinu tugi bamabóka og sýnishom af öllum jólakortunum innrömmuðum. Bókauppboð í IÐNÓ á sunnudag BÓKAVARÐAN heldur bókauppboð á sunnudag kl. 14:00 f veitingasal Iðnó við Tjörnina. Bækumar verða til sýnis í versluninni að Vatnsstíg 4 laugardaginn 12. desember kl. 11:00-18:00. Seldar verða á þessu 6. uppboði Bóka- vörðunnar mörg hundruð fágæt og skemmtileg rit. Helstu efnisflokkar: ís- lensk og norræn fræði, tímarit, fornritaút- gáfur, landbúnaður, fiskveiðar, iðnaður, guðfræðl, saga, réttarsaga, bankamál, héraðasaga, ættfræði, Ijóð, skáldsögur, leikrit og blanda almennra rita úr ýmsum efnum, t.d. Frumútgáfu af ferðabók Egg- erts Ólafssonar, pr. í Kaupmannahöfn 1772, Almanak Þjóðvinafélagsins frá upphafi o.fl. o.fl. Framsóknarvist á Hótel Sögu r a sunnudaginn Sunnudaginn 13. desember verður efnt til Framsóknarvistar að Hótel Sögu, Súlnasal kl. 14.00. í tilefni 50 ára afmælis Framsóknarvistar verða vegleg verðlaun, þar á meðal ferðir til Amsterdam, bókaverðlaun og jóla-matarkörfur. Guðmundur G. Þórarinsson, alþingismaður flytur ávarp. Aðgangseyrir er kr. 350.- (Kaffiveitingar innifaldar) Framsóknarfélag Reykjavíkur Kveikt á jólatré í Kópavogi Á morgun, laugard. 12. desember kl. 16:00 verður kveikt á jólatré í miðbæ Kópavogs við Hamraborg 12. Jólatréð er gjöf frá vinabæ Kópavogs í Svíþjóð Norrköping. Skólahljómsveit Kópavogs leikur og Kársnesskólakórinn syngur. Sendiherra Svía, Per Olaf Forshell mun kveikja á trénu og forseti bæjarstjórnar, Heiðrún Sverrisdóttir flytur ávarp. Þá munu jólasveinar koma í heimsókn. Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna við athöfnina. Tveir kórar syngja i Langholtskirkju Selkórinn á Seltjarnarnesi og Samkór Kópavogs halda jólatónleika í Langholts- kirkju sunnud. 13. desember kl. 20:30. Á efnisskrá kóranna verða bæði gömul og ný jólalög ásamt negrasálmum. Á tónleikunum syngja einsöng þær Hulda Guðrún Geirsdóttir og Anna Sig- ríður Helgadóttir. Undirleik annast Oddný Þorsteinsdótt- ir á orgel og þær Kristín Guðmundsdóttir og Petrea Sveinsdóttir á þverflautur. Stjórnandi Samkórs Kópavogs er Stef- án Guðmundsson og stjórnandi Selkórs- ins Friðrik Vignir Stefánsson. Sýning „Ljóns Norðursins'1 á Borginni Vegna ófyrirsjáanlegra anna í veislu- höldum á Hótel Borg síðustu daga fyrir jól lýkur málverkasýningu Leós Árnason- ar - öðru nafni Ljóns Norðursins - fyrr en ætlað var, eða laugardaginn 12. des. kl. 19:00. Gífurleg aðsókn hefur verið að sýning- unni og hafa margar myndanna selst. í tilefni af sýningunni voru ljóð Leós til sölu og seldist bókin upp, en væntanleg eru 100 eintök af ljóðunum. Ríkey sýnir í Hafnargalleríi Sunnudaginn 13. desember kl. 14:00- 17:00 opnar Ríkey Ingimundardóttir myndlistarmaður sýningu á verkum sín- um í Hafnargalleríi (fyrir ofan bókaversl- un Snæbjarnar, Hafnarstræti). Sýningin verður opin daglega á venju- legum verslunartfma fram til jóla. Rfkey lauk námi vorið 1983 frá myndhöggvara- deild Myndlista- og handíðaskóla Islands og lýkur í vor keramiknámi við sama skóla. Þetta er 6. einkasýning Ríkeyjar en hún hefur einnig tekið þátt í mörgum samsýningum hér á landi og erlendis. Ríkey sýnir nú skúlptúra og lágmyndir. Jólahappdrætti Kiwanisklúbbsins Heklu Dregið var í Jólahappdrætti Kiwanis- klúbbsins Heklu 7. desember. Upp komu þessi númer: 1496 - 762 - 733 - 370 -1332. % MARILYN M0NR0E sokkabuxur Glansandi gæðavara Heildsölubirgöir: ^^^L^^igurjónnon bf- Þórsgata 14. Sími: 24477 r

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.