Tíminn - 11.12.1987, Page 20
Auglýsingadeild liannar
auglýsinguna fyrir þig
Ókeypis þjónusta
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
STRUMPARNIR
1917
1987
I I .
Tíminn
Ottar Yngvason. lögmaður og annar tilboðsaðila i eignir Thorsættarinnar, i tilefni af fyrirhuguáu mati domkvaddra manna a eignunum:
EFAST UM AÐ JARÐALÖG
STANDIST STJÓRNARSKRÁ
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum aö undanförnu, hefur sýslu-
mannsembættið í Snæfells- og Hnappadalssýslu skipað sérstaka
matsmenn til að meta eignir Thorsara í Kolbeinsstaða- og Eyja-
hreppi. Matsmenn, Gísli Kjartansson lögmaður í Borgarnesi og Karl
Ómar Jónsson verkfræðingur í Reykjavík, munu hefjast handa á
morgun og þurfa þeir samkvæmt lögum að vera búnir að Ijúka því
verki þann 18. desember n.k.
Hestu'
Rauðamelsfjall
(Oddastadir)
•375 K'3*.
• 833
.465
Þverfcll o
Uj
I ^
Heggstaðir,cj.»D
s jj'/otn
® Á^Hróbjargas
. - ,
í J 62 <
•365 //• 222 ' jGullborgarhraun
II Rauörriafskúlur
.J , VSydri-Raudamelur .
^275
15671 ' J^^Rauðháisahraun //
boðulsholn/Akur —
Hrosshoft/,' ---.
„ "HrútshqM' ■ Mýrdalur
rtaud- &?../■ //?■• L Hrauntún
■1*. /,' stt- \t/"* Tröd • 40:
' \kOLBEINSSTAOIR s
#>/7V Eldborgar- r/) \íBaul<atunga
/.■ hrnnn M LEj
• KoJÆIárn
jfcj \ > M^-aivnuyai vo'
Storabraun 112/C gSSydstugardar -V -603 fc-
' Eldbórg I ''GaJjamelar , , /•
05 , Fagraskogarf
Co J-O- mHraunsmúli
// ^ Hrútaborg
^ÁKolbeinsstaðafjall
•835
. *?* • 574
Barnaborg
■fiiMMÍM
Grettisba
«aa£
Á þessum kortauppdrætti sést „átakasvæðið“.
Forkaupsréttarhafar samkvæmt
jarðalögum, sveitarfélögin og ábú-
endur þriggja jarða, Kolviðarness,
Stórahrauns og Gerðubergs, óskuðu
eftir þessu mati á eignunum þar sem
þeir telja seljendur verðleggja þær
óeðlilega hátt. Ábúandi jarðarinnar
Syðri-Rauðamels, Guðmundur
Halldórsson, hefur ákveðið að nýta
sinn forkaupsrétt á jörðinni og sam-
kvæmt heimildum Tímans mun
verða gengið frá þeim kaupum í dag.
Kaupverð jarðarinnar er 6,5 milljón-
ir króna, en það er uppsett verð
seljanda fyrir hverja af áðurnefndum
fjórum jörðum.
Forkaupsréttarhafar nýta sér
ákvæði 25. jjreinar jarðalaga frá
1976, sem segfr að þeir hafi rétt til
að láta meta eignir af dómkvöddum
mönnum ef „tilgreint kaupverð er
óeðlilega hátt eða skilmálar ósann-
gjarnar miðað við almennar við-
skiptavenjur". Um þetta ákvæði eru
menn ekki sammála. Seljendur telja
6,5 milljónir sanngjarna upphæð, en
bændur telja upphæðina vera allt of
háa. Óttar Yngvason lögmaður,
annar þeirra sem gert hafa tilboð í
eignir Thorsara, segir að forsendur
fyrir mati á jörðunum sé ekki fyrir
hendi. Hann bætti við að vafasamt
væri að jarðalög stæðust stjórnar-
skrá. „Þegar jarðalög voru samþykkt
á Alþingi, voru uppi efasemdir hjá
fjölmörgum þingmönnum um að
þessi lagasetning stæðist stjórnar-
skráratriði landsins", sagði Óttar.
Thorsjarðeignirnar eru seldar í
einum „pakka“. Það eitt gerir sveit-
arfélögunum erfitt fyrir. Þau hafa
einfaldlega ekki tiltækt fé til að
greiða uppsett verð fyrir allar eign-
irnar. Tilboð þeirra Óttars og Páls
Jónssonar hljóðar upp á 118 milljón-
ir, samkvæmt heimildum blaðsins.
Við undirskrift samnings milli eig-
enda og Óttars og Páls var greidd 61
milljón, 20 milljónir eru greiddar 14.
desember n.k. og afgangurinn skipt-
ist á tvo greiðsludaga, sá síðari er í
febrúar 1988.
Seljendur líta svo á að ef ekki hafi
borist greiðsla frá forkaupsréttarhöf-
um næsta mánudag, séu hendur
þeirra óbundnar og gerðir samningar
við Pál og Óttar séu þarmeð í gildi.
Það er engum blöðum um það að
fletta að greiðsla berst ekki til selj-
enda á mánudag frá forkaupsréttar-
höfum. Það staðfesti Guðmundur
Albertsson oddviti á Heggsstöðum í
Kolbeinsstaðahreppi, í samtali við
Tímann. Og því vaknar sú spurning,
hvernig forkaupsréttarhafar bregð-
ast við, ef niðurstaðan verður sú á
mánudag að seljendur staðfesti
samning við Pál og Óttar, og fallist
með því ekki á forsendur fyrir mati
á eignunum. Guðmundur Alberts-
son segir það liggja á borðinu að
heimamenn geti ekki brugðist öðru-
vísi við en að fara með málið fyrir
dómstóla.
Verði það niðurstaðan getur málið
tafist í dágóðan tíma, ef miða má við
framgang mála í íslenska dómskerf-
inu. I dag er málið eitt spurningar-
merki. Á mánudag ætti það að liggja
ljósara fyrir.
óþh
Háhyrningarnir hafa það gott í Hafnarfirði:
UKAMSRÆKTI
HÁVEGUM HÖFD
Eins og Tíminn greindi frá þann Hann sagði að nú einbeittu menn
4. nóvember s.l. voru fjórir höfru- sér að því að koma háhyrningunum
ngar fluttir í Sædýrasafnið í Hafn- í gott form og byggja þá upp fyrir
arfirði frá Seyðisfirði. Ætlunin er brottför úr landinu.
að selja höfrungana til dýragarða Helgi sagði að sala á höfrungum
erlendis og afla þannig fjár til væri hreint ekki nýtilkomin, því að
uppbyggingar og endurreisnar á til þessa hefðu farið um 40 dýr úr
Sædýrasafninu. landi. „Spurningin er hreinlega um
Helgi Jónasson, formaður það að halda áfram fyrrverandi
Fauna, sjálfseignarstofnunar um starfsemi", sagði Helgi. Hann
endurreisn Sædýrasafnsins, sagði í sagði að fyrir hvert dýr væru nú
samtali við Tímann, að ekki væri greiddar 4-5 milljónir, þannig að
enn neitt frágengið með sölu dýr- verðmæti þeirra væri á bilinu 16-20
anna, en nokkrar fyrirspurnir um milljónir króna.
þau hefðu borist erlendis frá. Það Endurreisn Sædýrasafnsins er
kom einnig fram hjá honum að fjármagnsfrek. Menn áætla að
búast mætti við að drjúgur tími liði þurfi tugi milljóna króna til að
þangað til að dýrin færu af landi koma safninu í, sem kallað er,
brott. „Síðustu dýr voru hér í tvö viðunandi horf. Höfrungarnir fjór-
ár, og næstu þar á undan í eitt ár“, ir borga því varla uppbygginguna,
sagði Helgi. nema að litlu leyti. óþh
sem ekki gengu út
síðasta laugardag, leggjast vic
1. vinninginn núna.