Tíminn - 11.12.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 11.12.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn Föstudagur 11. desember 1987. Illlllllilllllllllllll ÍÞRÓTTIR IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM Orð í Tíma töluð... orð i Tíma töluð... orð í Tíma töluð... orð í Góður árangur eða ekki góður árangur Handboltalandsliðið var að keppa við Júgóslava í fyrrakvöld, og tap- aði. Kvöldið áður keppti handbolta- landsliðið líka við Júgóslava, og vann. Eftir fyrri leikinn voru menn kátir, af því við unnum. Eftir þann seinni voru flestir fúlir, af því við töpuðum. Samt var miklu skemmti- legra að horfa á seinni leikinn. Leikirnir í þessari viku voru viður- eignir númer fimm og sex við heims- og Ólympíumeistara Júgóslava á þessu ári. ísland hefur unnið þrjár og heimsmeistararnir þrjár. ísland hefur skorað einu marki meira samtals. Það þrætir varla nokkur maður fyrir að þetta er glæsilegur árangur. Sigurinn á Júgóslövum á þeirra eigin heimavelli í sumar (18- 15) er samt sá sætasti. Stærsti hand- knattleikssigur fslendinga að margra mati. Gott og vel. í síðustu viku keppti landsliðið á Pólar-cup. Þá töpuðu þeir stórt fyrir Júgóslövum. Lélegt. Pá töpuðu þeir fyrir Norðmönnum. Síðasta sort. ísland lenti í þriðja sæti á mótinu. í næstu viku koma Suður-Kóreu- menn í heimsókn. Þá verða leikirnir þrír en ekki bara tveir eins og á móti Júgóslövum og þá verða atvinnu- mennirnir í V-Pýskalandi ekki með. Sjálfir búast landsliðsmennirnir við mjög erfiðum leikjum. „Þeir spila þannig að maður er alveg búinn eftir hálftíma" sagði einn landsliðsmann- anna við blaðamann Tímans. Flestir minnast ófaranna frá HM en síðast þegar liðin kepptu, í Seoul í ágúst, varð jafntefli. Þreytan sem situr í íslensku landsliðsmönnunum kemur að meiri sök gegn snöggum S-Kór- eumönnum en á móti Júgóslövum og satt að segja kæmi mér ekki á óvart þó Kóreumenn kæmu betur út úr þessum viðureignum. Á milli jóla og nýárs keppir lands- liðið á fjögurra liða móti í Dan- mörku og um miðjan janúar á mjög sterku móti f Svíþjóð sem er loka- punkturinn í þessari törn. Svo kemur landsleikjahlé, jafnvel fram í apríl. íslenska landsliðið hefur með öðr- um orðum verið og verður áfram undir gífurlegu álagi. Auðvitað vilja allir sigur, alltaf. Málið er bara það að nú er verið að keyra á þreyttu liði, gegn mörgum og mjög ólíkum lands- liðum. Nú er verið að fá fram veiku hliðarnar og skoða hvað má betur fara. Nú er líka verið að þjálfa liðið í að leika marga leiki á stuttum tíma. Hver hefur árangurinn verið fram að þessu. Góður? Ekki góður? Það skiptir að mínu viti ekki höfuðmáli, ekki núna. Auðvitað væri best að landsliðið væri svo fullkomið að það tapaði ekki, jafnvel þótt allir væru þreyttir. Þannig er það bara ekki og þess vegna er gott að veiku punkt- arnir komi fram núna. Framundan eru níu mánuðir til uppbyggingar fram að Ólympíuleik- um og það er þá, í Seoul, sem það skiptir öllu máli hvort árangurinn verður góður eða ekki góður. Hjördís Árnadóttir. ÍÞRÓTTIR UMSJÓN: Hiördís V Árnadóttir T BLAÐAMAÐUR Stjórn Körfuknattleikssambands íslands ákvað á fundi stnum fyrir skömmu að tilnefna Jón Kr. Gísla- son ÍBK sem körfuknattleiksmann ársins 1987, þ.e. fyrir síðari hluta síðasta keppnistímabils og fyrri hluta þess sem nú er að verða hálfnað. Jón Kr. er einn af máttarstólpum ÍBK liðsins og hefur verið fyrirliði liðsins undanfarin ár. Þá hefur hann og verið fastamaður í íslenska lands- liðinu undanfarin ár og leikið 61 A-landsleik fyrir íslands hönd. - HÁ Handboltahátíð SL og HSÍ á Selfossi íþróttaráð Samvinnuferða- Landsýnar mun gangast fyrir mikil- li handknattleikshátíð um hvíta- sunnuna (20.-23. maí 1988) í sam- vinnu við Selfossbæ og HSÍ. Aðal dagskráratriði hátíðarinnar verður stórmót 4. og 5. flokks karla en einnig verður þjálfaranámskeið og jafnvel A- landsleikur. Búist er við að um 4-500 hand- knattleiksmenn mæti á Sclfoss um hvítasunnuna og verður þetta því eitt umfangsmesta unglingamót á íslandi, svipað að stærð og Tommamótið sem haldið er í 6. flokki knattspyrnumanna. Gist verður í íþróttamiðstöðinni á Sel- fossi og leikirnir fara fram í íþrótta- húsi Selfoss. Margt fleira verður á dagskrá, svo sem kvöldvökur, myndbandasýningar og ýmsar upp- ákomur. Landsliðsmenn í hand- knattleik koma í heimsókn og leika væntanlega landsleik eða pressu- leik. I tengslum við mótið verður haldið námskeið fyrir unglinga- þjálfara í handknattleik. Nám- skeiðið er öllum þjálfurum opið, bæði þeim sem eru með lið á mótinu og öðrum áhugasömum. Leiðbeinendur verða úr húpi best menntuðu íslensku handknatt- leiksþjálfaranna. Hörður Hilmarsson og Þórir Jónsson veita allar nánari upplýs- ingar um hátíðina, í síma 622277 (söluskrifstofa SL á Hótel Sögu). Jón Kr. Gíslason, körfuknattleiksmaður ársins 1987. Jón Kr. valinn körfuknattleiks maður ársins SMJÖRLÍKISGERÐ SIMI 96-21400 ■ AKUREYRI V'' / WNBA Fimm leikir voru í bandaríska atvinnumannakörfuknattleikn- um á miðvikudagskvöldið. Það bar hclst til tíðinda að Boston Celtics töpuðu fyrir Denvcr Nuggets með 124 stigum gegn 119 í Boston Garden cn Los Angeles Lakers urðu að lúta í lægra haldi fyrir Washington Bul- lets í höfuðborginni, í framlengd- uin leik. Úrslit lcikja á þriðjudags- og miðvikudagskvöld urðu þessi (heimalið talin á undan): Detroit-Portland........ 127-117 Indianu-Milwaukee ...... 103-101 New York-Washington.......116-92 New Jerséy-LA Lakers.......81-98 Houston-Sacramento....... 106-97 San Antonio-Utah........ 105-100 Chicago-Philadclphia......96-109 Seattle-Cleveland ....... 107-96 LA Clippcrs-Atlanta .......79-90 Boston-Denver........... 119-124 Philadelphia-Portland......94-86 Washington-LA Lakers . 120-112 framl. Dallas-Sacramento........ 125-98 Phoenix-Atlanta......... 117-105 Colden State-Cleveland .... 113-112 f kvöld veröur svo stórleikur í deildinni þegar Boston Celtics og Los Angeles Lakers mætast í Boston Garden. Úrslit úr þeim lcik berast því miður ekki fyrr en undir morgun á laugardag, frem- ur en önnur úrslit og verða því að bíða þriðjudags. - HÁ/Reuter

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.